Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976 19 Krúnuraksturinn virðist gefa gull Sovétstúlka stöðvaði sig- urgöngu þeirra austur-þýzku BANDARÍSKU sundmennirnir héldu sig vi^ efnið f úrslitasund- unum f fyrrakvöld og fyrrinótt. Þeir kræktu f tvö gull, f 100 metra flugsundi og 4 x 200 metrá skrið- sundi og f nótt ætluðu þeir sér að krækja f tvö gull til viðbótar, f 400 metra skriðsundi og 4 x 100 metra flugsundi. Og þeir ætla ekki að láta staðar numið og hafa gefið út yfirlýsingar um að þeir ætli sér að vinna alla guflpening- ana 13 f sundgreinum karla. í fyrrakvöld urðu austur-þýzku stúlkurnar að sjá eftir fyrsta gull- inu, þegar sovétstúlkur röðuðu sér f þrjú fyrstu sætin f 200 metra bringusundi, en þær austur-þýzku voru ekki langt á eftir, lentu f 4—6. sæti. Það reyndist Bandarikjamann- inum Mike Bruner vel að raka allt hár af höfðu sér fyrir 200 metra flugsundið á sunnudaginn. Hann vann gullið og setti heimsmet. Landa hans, Matt Vogel, þótti ekki saka að reyna það sama fyrir 100 metra fulgsundið í fyrrakvöld og rétt fyrir keppnina lét hann lokkana fjúka. Og ekki reyndist það síður áhrifarikt, hann sigraði en metinu náði hann ekki, það vantaði 8/100 á það að hann næði að bæta elzta heimsmet sundsins, sett af Spitz á Ólympiuleikunum 1972. Vogel, sem er 19 ára gamall, fékk timann 54.35 sekúndur. Ann- ar varð landi hans Joe Botton á 54.50 sekúndum og þriðji Gary Hall á 54.65 sekúndum. Gary er „öldungurinn" í bandariska sund- liðinu, 24 ára gamall. Hann keppti á Ólympiuleikunum 1968 og 1972 og vann þá til verðlauna. A þessu má sjá, að það er kornungt fólk, sem skipar bandariska liðið og það mun vera staðreyndin, þegar litið er á heildina. Þessi grein olli í annað sinn vonbrigðum hjá aust- ur-þýzka sundmanninum stór- góða, Roger Pyttel. Hann varð fjórði, alveg eins og í 200 metra flugsundinu. Pyttel átti heims- metið í síðarnefndu greininni, áð- ur en leikarnir hófust. i 100 metra baksundi kvenna var austur-þýzk stúlka á efsta þrepi verðlaunapallsins eins og vænta mátti. Ulrike Richter varð fyrst á 1.01.83 sekúndum, i öðru sæti varð landa hennar Birgit Treiber, og í þriðja sæti varð 14 ára kanadísk stúlka, Nacy Gara- pick. Ulrike Richter hafði tölu- verða yfirburði. í næstu sundgrein úrslita- keppninnar i fyrrakvöld gerðist það óvænta. Sovézkar stúlkur röð- uðu sér í þrjú efstu sætin í 200 metra bringusundi og sigurvegar- inn, Marina Kohevaia, gerði meira en að stela sigrinum frá austur-þýzku stúlkunum, hún stal líka frá þeim heimsmetinu. Timi hennar var 2.33.35 mínútur og þar með sannaði hun, að það var eng- in tilviljun að hún fékk bezta tim- ann i undanrásum. Tvær stöllur Marinu, Marina Jurchenia og Liu- bov Rusanova, urðu í 2. og 3. sæti, en rúmum tveimur sekúndum á eftir, svo að yfirburðir sigurveg- arans hafa verið miklir. í 4 x 200 metra skriðsundinu höfðu Bandarikjamenn mikla yf- irburði, og auðvitað settu þeir nýtt heimsmet 7,23.22 minútur. Sovétrikin urðu I 2. sæti á nýju Evrópumeti 7.27.97 mínútur og Bretar urðu i þriðja sæti. i sigur- sveit Bandaríkjanna voru þekktir kappar, Mike Bruner, Bruce Furniss, John Naber og Jim Montgomery. Sovézka stúlkan Marina Koshevaia batt enda á sigurgöngu austur- þýzku stúlknanna f kvennasundgreinunum á Olympfuleikunum þegar hún sigraði f 200 metra bringusundi á nýju glæsilegu heimsmeti. Hér sést þessi 16 ára gamla stúlka fagna sigrinum. Simamynd AP. eint fra SOVÉZKUR fimleikaflokkur er væntanlegur til landsins á næstunni og mun hann dvelja hér dagana 1.—8. ágúst og sýna þrisvar í Laugardalshöll. Flokkurinn kemur á vegum Fimleikasambands islands og sagði Ásgeir Guðmundsson, for- maður sambandsins í gær, að nöfn fimleikamannanna hefðu ekki verið gefin upp, en ástæða væri til að ætla að þar yrði að finna nokkra ólympíuþátttak- endur. Sagði Ásgeir að reyndaf hefði eitt nafn verið orðað, Nelli Kim, en hún hlaut silfur- verðlaunin í fyrrakvöld, var næst á eftir undrabarninu Nadiu Comaneci. Sovétmenn eru í fremstu röð í fimieikun- um eins og allir hafa tekið eftir á Ólympíuleikunum. Kaiiarnir í skugganum KARLARNIR hafa alveg fallið i skuggann f fimleikakeppninni á Olympfulerkunum, enda eink- unnin 10 sjaldséð hjá þeim. Jap- anir og Sovétmenn börðust grimmilega um gullið í sveita- keppninni og höfðu Japanir vinn- inginn á endanum, en þeir hafa sigrað í sveitakeppninni á mörg- um sfðustu leikum. Nú stendur yfir einstaklings- keppni i fimleikum karla. Ekki höfðu borizt úrslit frá keppninni i gærkvöldi, en í fyrrakvöld var lokið keppni í sex greinum. Stað- an eftir greinarnar 6 var þessi: 1. N. Andrianov, Sovét. 116.650 2. S. Kato, Japan 115.650 3. M. Tsukahara, Japan 115.575 4. Ditiatin, Sovét. 115.525 5. Kajiyama, Japan 115.425 Má mikið útaf bera, ef Sovét- maðurinn tapar forystunni en baráttan um brons og silfur gæti orðið geysihörð, eins og sjá má. Markviss kvenmaður NU HEFUR það f fyrsta sinn gerst á Ólympíuleikum, að kona hefur unnið til verðlauna f skot- keppni, þar sem karlmenn eru einnig meðal þátttakenda. Þetta gerðist f riftilkeppninni f fyrri- nótt. Konan sem afrekið vann var Margaret Murdock frá Bandaríkj- unum. Hún hlaut 1162 stig af 1200 mögulegum og var í fyrstu úr- skurðuð sigurvegari. En siðar kom i ljös að Larry Bassham hafði hlotið jafnmörg stig. Þegar slikt gerist er árangur úr síðustu 10 skotunum látinn ráða. Þar stóð Bassham sig betur og hann var útnefndur sigurvegari. Bassham hefur. mótmælt þessu og krafist þess að Margaret fái einnig gull- pening og við verðlaunaafhend- inguna dró hann Margaret upp á efsta þrepið til sín og afhenti henni gullpeninginn, eftir að hann hafði tekið við honum. Þeir beztu með í Coca-cola goHinu COCA-COLA mótið verður háð á golfvelli GR f Grafarholti n.k. laugardag og sunnudag. Þetta er í '16. skipti sem keppnin er haldin og hefur COCA-COLA umboðið alla tfð gefið öll verðlaun í keppn- KR-ingar ætla með stuðningsmenn norður EINS og komið hefur fram í blað- inu, drógust KR-ingar gegn KA á Akureyri í bikarkeppni KSÍ. Lið- in leika á Akureyrarvelli n.k. þriðjudagskvöld. KR-ingar hafa fengið Flugfélagið til að setja upp aukaferð þennan dag, svo að æstir stuðningsmenn KR geti farið með liðinu norður. Fer vélin frá Reykjavik klukkan 17.30 og til Reykjavíkur strax að leik loknum. Stuðningsmenn KR geta snúið sér til félagsins. ina og þannig styrkt starfsemi Golfklúbbs Reykjavfkur. Keppnin er að þessu sinni 36 holu höggleikur og verður keppt bæði með og án forgjafar. Jafn- framt því að gefa þrenn verðlaun í hvora keppni, mun Coca Cola umboðið gefa sérverðlaun til þess kylfings, sem næstur verður holu á 2. flöt og einnig til þess, sem lengst slær teighögg sitt á 18. braut. Keppnin hefst, kl. 9.00 á laugar- dag og verður ræst út fram yfir hádegi. Reynt verður að ræsa úr sem mest eftir forgjöf, þannig að sem likastir kylfingar keppi sam- an. Á sunnudag hefst keppnin á sama tíma, en þá verður ræst út eftir árangri á laugardag og þeir beztu ræstir út síðastir. Á undanförnum árum hefur þessi keppni verið ein,sú harðasta á landinu, enda er hfifn einskonar undanfari landsmóts i golfi. Ekki er að efa, að allir beztu kylfingar landsins mæti i keppnina og þeg- ar er ljóst, að meðal annara munu eftirtaldir kylfingar mæta:Björg- vin Þorsteinsson (GA), Þorbjörn Kjærbo (GS), Loftur Ólafs- son(NK), Ragnar Ólafsson (GR) Einar Guðnason (GR), Sigurður Thorarensen (GK), Geir Svans- son (GR) og fleiri. Golfkeppni lækna og hjúkrunarfólks GOLFKEPPNI lækna og hjúkrun- arfólks fer fram á golfvellinum á Hvafeyrarholti, Hafnarfirði, sunnudaginn 25. júlí og hefst klukkan 9 f.h. Verðlaun eru gefin af Ethicon Ltd. og Austurbakka hf. Þetta er þriðja árið sem keppnin er haldin og hefur þátt- taka ávallt verið mikil. Þátttaka er öllum opin í fyrrnefndum starfsgreinum. LIÐ UBK: Ólafur Hákonarson 2 LIÐ VlKINGS: Diðrik Ölafsson 2 Gunnlaugur Helgason 2 Ragnar Gfslason 2 Bjarni Bjarnason 2 Magnús Þorvaldsson 2 Einar Þórhallsson 2 Eiríkur Þorsteinsson 2 Haraldur Erlendsson 2 Helgi Helgason 2 Ólafur Friðriksson 2 Róbert Agnarsson 3 Gfsli Sigurðsson 3 Gunnlaugur Kristfinnsson 2 Vignir Baldursson 3 Stefán Halldórsson 2 Hinrik Þórhallsson 2 Jóhannes Bárðarson 3 Þór Hreiðarsson 2 Óskar Tómasson 2 Heiðar Breiðf jörð 2 Haraldur Haraldsson 2 DÓMARI: Grétar Norðfjörð 3 LIÐ ÞRÓTTAR: Jón Þorbjörnsson 3 Gunnar Ingvarsson 1 Sverrir Einarsson 2 Guðmundur Gfslason 2 Halldór Bragason 2 Leifur Harðarson 1 Sverrir Brynjólfsson 2 Þorvaldur Þorvaldsson 1 Þorgeir Þorgeirsson 3 Jóhann Hreiðarsson 2 Aðalsteinn Örnólfsson 2 Haukur Andrésson (vm) 2 Ásgeir Árnason (vm) 1 LIÐ lA: Davfð Kristjánsson 3 Björn Lárusson 1 Guðjón Þórðarson 1 Jón Gunnlaugsson 2 Þröstur Stefánsson 2 Jóhannes Guðjónsson 3 Árni Sveinsson 2 Pétur Pétursson 2 Karl Þórðarson 3 Sigþór Omarsson 2 Teitur Þórðarson 2 DÓMARI: Hannes Þ. Sigurðsson_______3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.