Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976 16 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480. hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50.00 kr. eintakið. Plötusnúðar sovézks áróðurs að hefur ekki farið fram hjá neinum, sem lesið hefur Þjóðviljann undanfarin nokkur ár, að blaóið tekur af og til nokk- urs konar megrunarkúra, þar sem forðast er að bera fram þá lesningu, eða þess konar lesningu, aó minni á sovéttengsl þess eða Al- þýðubandalagsins. Meðan á þessum sýndarkúrum stendur, en þeir eru yfir- leitt skammtíma fyrir- brigði, má gjarnan lesa á milli iína í íeiðaraskrifum blaðsins laundrjúga drýldni yfir því, að sovét- kalóríur séu af skornum skammti í þeirri andlegu fæðu, sem í blaðinu er á borð borin. Áður en varir bregður sól sumri sovét- kúrsins — og hinn gerzki áróðurskavíar er smurður þverhandarþykkur á hvurn dálksentimetra blaðsins. Mjög áþreifanleg dæmi þessa hafa birzt í blaðinu undanfarnar vik- ur. Áróðursstofnanir Sovét- ríkjanna hófu fyrir nokkr- um mánuðum þrautskipu- lagða áróðursherferö um gjörvallan heim á hendur rússneska Nóbelsskáldinu Alexander Solzhenitsyn, sem nú er í útlegð, eins og Andrei Amalrik og fleiri rússneskir frjálshyggju- menn. í þessari lygaher- ferð er öllum ráðum beitt. Tilgangurinn er að eyði- leggja mannorð og tiltrú þessara hugsuða, sem gist hafa þrælkunarbúði'r og geðveikrahæli sovétkerfis- ins, svo að rödd þeirra óg viðvörunarorð nái síóur eyrum hins vestræna heims. — Og hvar skyldi þetta lágkúrulega persónu- níð bergmála hér uppi á íslandi nema í Þjóóviljan- um, sem í þessu efni hefur gengið fetum framar en önnur kommúnistamál- gögn á Norðurlöndum — og er þá vissulega mikið sagt. Þjóðviljinn kallar sjálfan sig málgagn „sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsisins“. En hverj- um glymur klukkan í Solzhenitsyn-níði blaðsins? Þjónar það hagsmunum og sjónarmiðum íslenzkrar verkalýðshreyfingar? Eða er það máske eitt af hald- reipum íslenzks þjóðfrels- is? Eða heldur Þjóðviljinn að það fái svörun í hugum íslendinga að taka málstað þeirra, sem ofríki beita en ata þá auri, sem ofsóknir hafa þolað? Sá gamalkunni Stalin- ismi sem skýtur upp kolli i umræddum Þjóöviljaskrif- um kemur hvað gleggst fram í svokölluðum Þriðju- dagsgreinum blaósins, sem tvo sl. þriðjudaga hafa al- farið verió helgaðar áróó- ursherferðinni gegn Solzhenitsyn. Þessi harð- línuskrif, sem minna á boó- endur heimskommúnism- ans hér á landi kringum 1930, hafa gengið svo fram af öllu venjulegu fólki, að jafnvel stuðningsmenn Þjóðviljans hafa séð sig til- knúna til að bera fram mót- mæli. í Þjóðviljanum 6. júlí sl. skrifar einn lesenda blaðsins ritstjórninni til- mæli þess efnis að láta aðra um gífuryrðin sem birzt hafa í þriðjudagsgreinun- um „en vanda eftirleiðis meir til pólitískra skrifa“, eins og segir orðrétt í bréf- inu. Þjóðviljinn hefur þó ekki látið sér segjast í þessu efni. Síðast liðinn þriðju- dag kemur enn ein hol- skeflan af Solzhenitsyn- níði, heil síða af Novosti- bergmáli. Þar er m.a. vitn- að óbeint til tveggja þekktra sovézkra andófs- manna, bræðranna Zhores og Roy Medvedev. Forðast er þó að koma með beinar tilvitnanir í viðkomandi menn, heldur hafðar óbeint eftir þeim umsagn- ir, sem full ástæða er til að efast um að rétt séu eftir hafðar, heldur liður í hinu skipulega persónuníði rússneskra áróðursstofn- ana. Að vísu vita allir, sem lesiö hafa rit sovézkra andófsmanna, að þá greinir á um ýmsa hluti á sama hátt og lýðræðisflokka á Vesturlöndum greinir á um margt, en þeir haslað sér völl í sameiginlegri bar- áttu gegn ófrelsi og and- legri kúgun sovétkerfisins. Og sá Medvedev-bræðra, sem Þjóðviljinn vitnar óbeint til, hefur einmitt látið frá sér fara ítarlega umsögn um helztu rit Sol- zhenitsyns, þar sem hann kemst aö sömu niðurstöð- um um öll meginatriði sovétkerfisins, þó að hann og Solzhenistyn séu ekki á einu máli um afstöóuna til hins vestræna heims. Solzhenitsyn-nið Þjóð- viljans er hreint og ómeng- að bergmál APN eða Novo- stiáróðurs. Hér hefur sann- azt enn einu sinni, á ótvíræðan hátt, að þegar Novosti þarf að koma áróðri á framfæri við ís- lenzku þjóðina, þá er til hennar talað gegnum Þjóð- viljann. Þar er taltæki, sem er jafnan við höndina, lipurt og lítillátt í þjónustu sinni. Plötusnúðarnir á Þjóðviljanum setja fúsir Novostiplöturnar á sinn pressufón, jafnvel þótt þær séu hreint persónuníð um einn mesta rithöfund og hugsuð samtímans. Þá kemur í ljós að kommún- isminn í Alþýðubandalag- inu er á engan hátt ööru- vísi en hliðstæða hans á „heimaslóðum“. í því efni breytir það engu þótt þúsundir heiðarlegs og góðs fólks hafi léð Alþýðu- bandalaginu fylgi sitt í góðri trú. Það er ekki þetta fólk sem ræður ferðinni, þegar til kastanna kemur, heldur plötusnúðar Novosti. En þetta fólk spyr sjálft sig nú, og af eðlileg- um ástæðum, hvern veg þjónar Solzhenitsyn-níðið og þriðjudagsþruglið í Þjóðviljanum málstað íslenzkrar verkalýöshreyf- ingar eða íslenzks þjóð- frelsis? Eða er máske verið að þjóna fjarlægari sjónar- miðum fyrst og fremst? Mjólkárvirkjun II vígð í gær: Tvöfaldar orku- framboð a Vestfjörðum MJÓLKÁRVIRKJUN II, 5.7 MW viðbótarvirkjun við Mjólkárvirkjun I í Arnarfirði var vígð f gær. Ráðgert hafði verið að orkumálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, vígði virkjunina að viðstaddri stjórn Rafmagnsveitna ríkisins og fleiri gestum en þar sem ekki var hægt að fljúga til Vestfjarða í gær gat ráðherrann ekki verið við vígsluna. í stað orkumálaráðherra vígði virkjunina Matthías Bjarna- son ráðherra en hann var staddur á Vestfjörðum. Við- staddir vígsluna voru um 60 gestir, starfsmenn við virkjunina, þingmenn og sveitarstjórnarmenn af Vest- fjörðum. Virkjun sú sem hér um ræðir er eins og áður sagði viðbót við Mjólk- árvirkjun I, sem tekin var í notkun haustið 1956 og framleiddi um 2 MW Verulegur skortur hefúr veriðá raforku á Vestfjörðum á undanförn- um árum og hefur af þeim sökum orðið að nota díselvélar í auknu mæli til að framleiða orku Á sl 5 árum hefur orkuvinnsla á Vestfjörð- um aukist um nær helming en hlut- fall vatnsorku hefur hms vegar lækk- að úr 90,68% i 69.35% 1975 en diselorka hefur að sama skapi aukist úr 9,92% i 30,65% í fyrra nam kostnaður við díselvélakeyrsluna um 250 milljónum króna Vatn fyrir Mjólkárvirkjun II fæst úr uppistöðulóni, sem gert er úr þrem- ur vötnum. Langavatni. Tangavatni Stöðvarhús Mjólkárvirkjunar við Arnarfjörð. HÓFSÁRVATN HÓFSÁRVEITA MJÓLKÁ BORGARHVILFTAR LÆKUR —« : BORGÁRBÖGI HÓFSÁ MEÐALNESFJALyLsv^JjL BORG MJÓLKÁRVIRKJUN I — II BORGARFJÖRÐUR TANAGAVATN HÓLMAVATN LANGAVATN VEGUR og Hólmavatni, og er fallhæðin frá inntakinu að stöðvarhúsinu um 500 metrar Undirbúningur að virkjun Mjólkár II hófst 1971 en lokið var við byggipgu Langavatnsmiðlunar- innar haustið 1972. Byggt var við stöðvarhúsið við Mjólká fyrir vélar Mjólkarvirkjunar II og voru vélar hennar gangsettar í nóvember 1975 Má nefna sem dæmi um raforkuskortinn á Vestfjörðum að þegar nýja virkjunin var tekin í notk- un óx heildarnotkun raforku á Vest- fjörðum um 51% miðað við sömu mánuði árið á undan Kom þarna til vaxandi ásókn í rafmagn til upphit- unar vegna hækkandi olíuverðs Heildarkostnaður við Mjólkárvirkjun II var 1 maí sl orðinn tæpar 700 milljónir króna Raforka frá Mjólkárvirkjun er nýtt á orkusvæðinu frá Vatnsfirði til Súðavikur Aage Steinsson, rafveitustjóri hjá RARIK á Vestfjörðum, sagði í sam- tali við Mbl i gær að þessi nýja virkjun kæmi til með að spara mikið keyrslu díselvéla — þessi virkjun er bara ekki nóg, því hún er þegar fullnýtt, þó hún tvöfaldi orkuframboðið á Vestfjörð- um Að vísu bætist nokkuð við á þessu ári þegar Hofsá verður veitt i uppistöðulón Mjólkárvirkjunar I, sagði Aage Hann tók fram að erfitt væri að áætla orkuþörfina i framtið- mni og kæmi þar til óvissan um hversu mikið hægt yrði að hagnýta jarðvarma á svæðinu á komandi ár- um — Orkustofnun er að gera við- tækar mælingar á svæðinu og kort- leggja það Það hefur komið i Ijós að sennilega bjóðast ýmsir möguleikar, sem menn höfðu ekki haft i huga áður og er þá mest talað um 20 megawattavirkjun i Vatnsfirði, sem fengi vatn úr uppistöðulóni með vatni af Glámuhálendinu Brýnast er samt að tengja Vestfjarðarsvæðið við byggðalínuna og nú er verið að mæla fyrir linustæði og kanna hvaða leið væri unnt að fara með línuna sagði Aage að lokum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.