Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976
17
Hreinn, Bjami og
Lilja keppa í dag
Frá Agústi I. Jónssyni
í Montreal:
FRJÁLSÍÞRÚTTAKEPPNI OI-
ympíuleikanna hefst í dag, og
verða þrír íslenzkir frjálsíþrótta-
menn f eidlínunni, þau Hreinn
Halldórsson, sem keppir f kúlu-
varpi, Bjarni Stefánsson, sem
keppir í 100 metra hlaupi og Lilja
Guómundsdóttir, sem keppir í
800 metra hlaupi.
LÍNURNAR AÐ
SKÍRAST í
KÖRFUNNI
KÖRFUKNATTLEIKSMENN
hafa leikið dag hvern síðan Ölym-
píuleikarnir hófust. 12 þjóðir
hófu keppnina en eitt lið hætti
keppni, hið egypska. Lokið er
þremur umferðum og bendir flest
til þess að gömlu erkifjendurnir
Bandaríkin og Sovétríkin muni
enn einu sinni mætast í úrslitun-
um.
Bandaríkjamenn hafa oftast
unnið gull í körfuknattleiks-
keppni Ölympíuleikanna en síð-
ast unnu Rússar 51:50 eftir sögu-
legan leik. 1 fyrrakvöld léku bæði
Bandaríkjamenn og Sovétmenn
mjög mikilvægan leik, Banda-
ríkjamenn léku við Júgóslava og
unnu 112:93 eftir að Júgóslavarn-
■ ir höfðu haft yfir í hálfleik. Sovét-
menn unnu Kanadamenn örugg-
lega 108:85. Eru þetta einu þjóð-
irnar, sem ekki hafa tapað leik.
I keppninni taka þátt eftirtalin
lönd: Bandaríkin, Sovétríkin,
Kanada, Júgóslavía, Kúba,
Mexico, Ástralía, Japan, Italía,
Puerto Rico og Tékkóslóvakía.
— Ég hef ekki trú á því að
meiðslin í olnboga komi til með að
há Hreini í kúluvarpskeppninni,
'sagði Guðmundur Þórarinsson
þjálfari íslenzka frjálsiþrótta-
fólksins þegar Mbl. spjallaði við
hann í dag. Hreinn er sá iþrótta-
maður, sem mestar vonir eru
bundnar við.
Guðmundur sagði að Hreinn
hefði fundið fyrir eymslum í oln-
boga í nokkurn tíma, og það áður
en hann kastaði 20,24 metrana og
virtist þetta ekki há honum
keppni. — Hreinn á að geta kast
að yfir 20 metra hvenær sem er
sagði Guðmundur. Hann þarf að
kasta 19,40 metra til að komast i
úrslit. Ég vona að hann nái þvi
fyrsta kasti, en ef hann finnur
ekki fyrir meiðslunum vil ég að
hann kasti öllum þremur köstun-
um svo að hann geti vanizt að-
stæðunum, sagði Guðmundur.
Bjarni Stefánsson var skráður í
100 metra hlaupið svo hann hefði
kynnst aðstæðum áður en 400
metra hlaupið fer fram, en 100
metrarnir eru aukagrein hjá hon-
um. 1 riðli með Bjarna eru nokkr-
ir þekktir kappar og sagðist
Bjarni vera ánægður ef hann
hlypi á 10,60 sekúndum.
Lilja er í allsterkum riðli í 800
metrunum, en með henni hleypur
stúlka sem hefur fengið svipaðan
tíma, svo að hún ætti að fá góða
keppni.
Til haminp Nadia!
SOVÉZKA fimleikastúlkan
Ludmiia Tourischeva sést hér
óska hinni nýju stórstjörnu
íþróttanna, Nadiu Comaneci til
hamingju með hinn glæsilega
Simamvnd vi-.
sigur 1 fimleikakeppninni.
Nánar um Nadiu á næstu síðu,
en 1 viðtali, sem þar er sagt frá,
segir Nadia, að hún hafi glaðst
mjög yfir því að Ludmila
skyldi óska henni svona inni-
lega til hamingju.
Gull til
Goodell
ogEnder
BANDARlKJAMAÖURINN
Brian Goodell sigraði { úrslitum
400 m skriðsundsins á Ölympfu-
leikunum 1 nótt á nýju heíms-
meti, 3,51,93 mínútur. Tim Shaw
Bandarfkjunum varð annar og
Sovétmaðurinn Raskatov þriðji.
Þetta var annað gull Goodells á
leikunum.
Og f úrslitum 100 metra flug-
sunds kvenna f nótt sigraði sund-
drottningin Kornelia Ender frá
Austur-Þýzkalandi og jafnaði
heimsmet sitt f greininni, sem er
1,00,13 mínútur. Andrea PollackH
A-Þýzkalandi hlaut silfurverð-
laun og Wendy Boglioli, Banda-
ríkjunum fékk bronzið.
Tvö heimsmet í
sundinu í gær
TVÖ heimsmet voru sett f undan-
rásum sundkeppninnar í Montre-
al f gær. Sveit Bandaríkjanna f
4x100 metra fjórsundi karla setti
nýtt heimsmet, synti á 3,47,28
mfnútum og Hannelore Enke frá
Austur-Þýzkalandi setti nýtt
heimsmet f 100 metra bringu-
sundi kvenna, 1,11,11 mfn. Fjór-
sundsmetið gamla var sett f
Miinchen fyrir fjórum árum.
Gull til Kim
SOVÉZKA stúlkan Nelli Kim
vann f nótt gullverðlaun f stökki f
einstaklingskeppninnar f fimleik-
um. Kim er væntanleg til Islands
bráðlega, eins og fram kemur f
annarri frétt f blaðinu.
Tvö ný Islandsmet sett
í sundkeppninní í gær
22. júlí. Frá Ágústi Jónssyni,
fréttamanni Mbl. i Montreal:
ISLENZKA sundfólkið hélt sínu
striki hér á Ölympfuleikunum f
dag. Vilborg Sverrisdóttir og Sig-
urður Ölafsson kepptu bæði og
tvö ný tslandsmet sáu dagsins
Ijós. Vilborg bætti metið f 200
metra skriðsundi, synti á 2,14,27
Sovétmennimir fóm í fýlu
SOVÉZKA Sundknattleiksliðið á
Ólympíuleikunum hefur hætt
keppni, enda þótt enn séu nokkrir
leikir eftir. Sovétmenn hlutu
gullið f sundknattleik á Ölympfu-
leikunum f Munchen en núna töp-
uðu þeir tveimur leikjum og kom-
ust ekki f úrslit.
Eitthvað virðist þetta hafa farið
i skapið á Sovétmönnum, því í
gærmorgun spurðu þeir Alþjóða
sundsambandið að þvi hverjir
væru möguleikarnir á því að
sovézka liðið drægi sig út úr
keppninni, þar sem þvi hefði ekki
tekizt að komast i 6-liða úrslit
keppninnar. Dr. Harold Henning,
forseti sambandsins, svaraði á þá
leið, að það væri mjög óiþrótta-
mannsleg framkoma að draga sig
út úr keppninni, sérstaklega þeg-
ar það væri haft i huga að Sovét-
menn myndu halda næstu Ólym-
piuleika i Moskvu 1980.
Þegar þetta svar hafði fengist
skrifuðu Sovétmenn dr. Henning
bréf þar sem þeir sögðu að fimm
af leikmönnum þeirra væru veik-
ir eða meiddir og liðið gæti ekki
mætt til leiks gegn Kúbu um
miðjan dag í gær. Mætti liðið
ekki, og var Kúbu dæmdur sigur.
Mál þetta er að vonum mikið
rætt og er þá gjarnan rifjað upp,
að einn keppenda Sovétmanna i
nútima fimmtarþraut var i byrjun
vikunnar vísað úr keppninni fyrir
að svindia.
Þær íslenzku stóð-
ust „kynprófið"
Frá Agúsli I. Jónssynl
I Montrcal:
ISLENZKU stúlkurnar hafa
þurft að fara f „kynpróf" eins
og allir aðrir kvenkynskepp-
endur hér f Montreal. Fór próf-
ið þannig fram a£>sögn stúlkn-
anna fslenzku, að skafið var
innan úr annarri kinninni og
sýnið sfðan efnagreint.
Allar voru hinir glæsilegu f»-
lenzku stúlkur dæmdar lögleg-
ar konur, en hins vegar mun
einhver vafi hafa verið með
sumar stúlkurnar frá Austur-
Evrópu, en þær eru margar
hverjar eins og karlmenn f út-
liti og röddin dimmasti bassi.
mfn. en eldra metið átti hún sjálf,
2,14,90 mfnútur, og Sigurður
bætti met sitt 1 400 metra skrið-
sundi úr 4,18,50 f 4,18,11 mfnútur.
Sundfólkið hefur nú keppt í 8
greinum og í 7 þeirra hafa þau
sett ný íslandsmet. Reyndar er
réttara að segja að metin séu orð-
in 10 þvi þrjú metanna eru eínnig
skráð sem met í 25 metra laug.
Stúlkurnar hafa báðar lokið
keppni en Sigurður Ólafsson
keppir á laugardaginn í 100 metra
skriðsundi.
200 metra skriðsundið hjá Vil-
borgu var sérstakiega gott og var
Guðmundur Harðarson landsliðs-
þjálfari mjög ánægður með
frammistöðu hennar. Vilborg
varð siðust i sínum riðli en númer
33 af 40 keppendum i 200 metra
skriðsundinu. Það telst varla til
tiðinda að Claudia Hempel frá
Austur-Þýzkalandi, sem sigraði í
riðli Vilborgar setti nýtt ólympfu-
met, en það var seinna margbætt.
Sigurður Ólafsson hafði gert
sér vonir um betri tíma í 400
metra skriðsundinu en hann fékk.
Það sem gerði gæfumuninn var
það að hann varð strax þegar
sundið var hálfnað kominn nokk-
uð langt á eftir öðrum keppend-
um og fékk því ekki neina keppni.
En tími Sigurðar verður að teljast
góður á islenzka mælikvarða.
Hann var greinilega orðinn mjög
þreyttur þegar hann kom i mark.
Hann keppir hér í 4 greinum og
að sögn Guðmundar Harðarsonar
hefur islendingur ekki áður
keppt í svo mörgum greinum á
Ólympíuleikunum.
Sigurður varð númer 42 af 47
keppendum.
Árangur sundfólksins til þessa
er sem hér.segir:
Vilborg — 100 m skrið 1:02.26
met — 1:03.3 Lisa Ronson. — 200
m skrið 2:14.27 met — 2:14.90
sjálf. — 400 m skrið 4:48.23 ekki
met — 4:46.70 sjálf.
Sigurður: 1500 m skrið 17:24.10
met — 17.28.0 Friðrik
Guðmundsson. — 400 m skrið
4:18.11 met — 4:18.5 sjálfur. —
200 m skrið 2:01.24 met — 2:01.40
sjálfur.
Þórunn: 100 m flug 1:09.63 met
— 1:09.8 sjálf 200 m flug 2:29.22
met — 2:29.65 sjólf.
Gilkes ekki með
ALÞJÓÐA ólympiunefndin ákvað
i gærkvöldi, að spretthlauparinn
James Gilkes frá Guyana fengi
ekki að taka þátt í frjálsiþrótta-
keppninni i Montreal. Guyana dró
sig út úr keppninni eins og svo
mörg önnur ríki vegna þátttöku
Nýja-Sjálands i leikunum. Gilkes.
sem sigraði í 200 metra hlaupi á
Pan-Am leikunum i fyrrahaust,
var ekki ánægður með þetta og
óskaði eftír þvi að fá að keppa
sem einstaklingur. Þvi var hafn-
að.