Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. J ULI1976 Halktór Snorrason Halldór Snorrason hafði verið úti í Miklagarði með Haraldi harðráða og kom til Noregs með honum aust- an úr Garðaríki. Hafði hann þá mikla sæmd og virðing af Haraldi kon- ungi. Var hann með konungi þenn- an vetur, er hann sat í Kaupangi. En er á leið veturinn og vora tók, bjuggu menn kaupferðir sínar snemma; því að nálega hafði enginn eða lítill verið skipagangur af Noregi, fyrir sakir ófriðar og aga þess, sem verið hafði milli Noregs og Danmerk- ur. En er á leið vorið, fann Haraldur konungur, að Halldór Snorrason ógladdist mjög. Konungur spurði einn dag, hvað honum byggi í skapi. Halldór svarar: „Út fýsir mig til íslands, herra.“ Konungur Mælti: „Margur mundi þó heimfúsari verið hafa, eða hver eru fararefnin?“ Hann svarar: „Ekki eru til nema igangsklæði mín.“ „Lítt er þá launuð löng þjónusta og margur háski, og skal ég fá þér skip og áhöfn. Skal faðir þinn sjá mega, að þú hefur mér eigi til einskis þjónað.“ Halldór þakkaði konungi gjöfina. Fá- um dögum síðar fann Halldór konung, og spurði konungur, hversu mjög hann hefði ráðið sér skipverja. Hann svarar: „Allir kaupsveinar hafa sér ráðið áður skipshöfn, en ég fæ enga menn, og því ætla ég, að eftir muni verða að vera skip það, er þér gáfuð mér.“ Konungur mælti: „Eigi er þá vinveitt gjöfin, og skulum við enn biða og vita, hvað úr ræðst um háseta." Annan dag eftir var blásið til móts í bænum og sagt, að konungur vildi tala við bæjarmenn og kaupmenn. Konung- ur kom seint til mótsins og sýndist með áhyggjusvip, þá er hann kom. Hann mælti: „Það heyrum vér sagt, að ófrið- ur muni kominn í ríki vort austur í Vík. Ræður Sveinn Danakonungur fyr- ir Danaher og vill vinna skaða, en vér viljum með engu móti upp gefa land vort. Fyrir því leggjum vér bann fyrir hvert skip, að úr landi fari, fyrr en ég hef slíkt sem ég vil af hverju skipi, bæði af liði og vistum, nema einn knör, eigi mikill, er á Halldór Snorrason, skal ganga til íslands. En þótt yður COSPER Hvað á ég að gera? — Þú hefur bannað mér að reykja og drekka! MORðdKf Mwinu Hún virðist vera byrjuð á megrunaræfingunum. En heppin. — Nú getum við Ekki hiæja — þá heldur hann sópað bátinn. að þetta sé brandari. Klukkan var tvö að morgni. María litla, sex ára gömul, vaknaði og snýr sér að mömmu sinni. „Mamma viltu segja mér sögu?“ „Uss ástin mfn,“ svaraði móðirin, „pabbi þinn kemur bráðum heim og þá skal ég segja ykkur báðum sögu.“ Aþenubúi lét setja eftir- farandi áletrun yfir dyr sfnar: „Um þessar dyr má ekkert fara, nema það sé gott.“ Þá spurði Diogenes: „Hvar á þá húsbóndinn sjálfur að fara inn?“ Hún: Fyrir tveimur mánuð- um var ég alveg vitlaus f Georg, en nú fyrirlft ég hann. Einkennflegt hvað karlmenn eru óstöðuglyndir. Helena: Hvers konar eigin- menn ráðleggurðu mér að krækja í? Hulda: Kræktu þér f ógiftan mann, en láttu eiginmennina f friði. „Guð hjálpi mér,“ sagði hjúkrunarkonan, „ég gleymdi að hrista meðalið áður en ég gaf þér það.“ „Ó, það gerir ekkert til,“ sagði fimleikamaðurinn, „ég skal bara taka nokkur heljar- stökk.“ Móðirin (ásakandi): Palla mfn, þú mátt ekki bora upp f nefið á þér með skeiðinni. Dóttirin: Á ég að gera það með gafflinum, mamma? Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 34 skelfdu náttverðargestum leyfi til að fara inn f stofu Bjargar og vera þar undir eftirliti iögregl- unnar. Og þaðan var einn f einu leiddur inn f vinnuherbergi Andreasar, þar sem tveir menn skráðu samvizkusamiega niður allt um aldur, bústað kynni við hinn iátna ... og mjög nákvæma frásögu um hvað hver og einn hafði haft fyrir stafni rétt áður en morðið var framið. Christer Wijk hafði búið um sig f bókaherberg- inu og stýrði yfirheyrsiunum. Hann hafði fengið þvf framgengt að Petrus fékk að vera honum til aðstoðar og hann hafði ekkert á móti þvf að ungi maðurinn væri f einkennisbúningi, það lagði að- eins enn betur áherzlu á að kast- ali Andreasar Hallmann hafði verið tekinn herskildi af ókunn- ugu fólki — með lögin að bak jarli og það var þetta fólk sem ætlaði sér að gæta hagsmuna hans gagnvart vinum og fjölskyldu. Með reglulegu millibili sendi hann unga Ijóshærða lögregiu- manninn eftir einu þeirra sem sátu eins og steinrunnin inni f setustofunni og þvf næst yfir- heyrði hann viðkomandi á sinn rósama en þó nákvæma máta. Malin Skog sat yzt á stólbrún- inni og sagði áfjáð „frænda“ sfn- um frá öllu sem fram hafði farfð. Um miðdegisverðinn á þriðjudag- inn, þegar Ylva hafði skýrt frá þvf hver Christer Wijk var og að Björg hefði orðið ákaflega óróleg. Um framkomu Andreasar bæði þann dag og hinn næsta. — Mannstu hvað hann sagði um mig — orðrétt? — Já ... það held ég áreiðan- lega. Hann sagði: „Ég hef skýrt honum frá þvf að ég hafi ákveðn- ar grunsemdir um að það sé ekki ailt með felidu f sambandi við dauða veslings Jóns. Og ég hef beðið hann að sjá til þess að jarð- neskar leifar Jóns verði krufnar.“ — Það þýðir að með glæpnum f dag hefur ekki vakað fyrir morð- ingjanum að leyna að Jón var myrtur, þar sem allir gerðu sér grein fyrir að lögreglan var að vinna að málinu. Og þó hljóta þessir tveir glæpir að vera sam- tengdir hvor öðrum. En á hvern hátt? Hvers vegna varð allt f einu nauðsynlegt að ryðja Andreas Hallmann úr vegi. — Vegna þess að hann hafði grun um hver var morðingi Jóns? stakk Petrus upp á. En Malin skaut inn f: — Þegar hann lýsti þvf yfir að hann hefði trúað Christer fyrir þessu, gaf hann okkur f skyn að hann hefði sagt honum allt og þá mátti ætla að hann væri ekki lengur einn um vitneskju sfna. Christer brosti út f annað munnvikið. — Ertu þar með að gefa f skyn að starfið sé aðeins hálfkarað þangað til mér hefur einnig verið rutt úr vegi með skammti af stryknin? Það er svei mér heldur óskemmtíleg tilhugsun! Hún er einnig heldur hvímleið vegna þess að Hallmann trúði mér ekki fyrir neinu f þá veru. Augu Malin voru uppglennt af undrun. — Stryknin? Var það stryknin sem hann fékk? Þá er ekki ein- kennilegt þótt honum fyndist sal- atið brenna sér á tungu. — Salatið? Christer hallaði sér fram áhugasamur. — Hvernig geturðu verið viss um að eitrið hafi verið f salatinu? Malin talaði aftur mjög fjálg- lega. Hún lýsti litaglösunum þar sem hver maður átti sitt fasta glas. Og að þessar skálar hefðu verið fylltar með ávaxtasalati og f hitt skiptið með skeldýrum og svömpum. — t ávaxtasalatinu voru meðal annars Iftlir engifersbitar og Jón kvartaði yfir þvf hvað engiferið væri sterkt, en hann var nú reyndar sá eini sem tók eftir þvf og kvartaði undan salatinu. Og víð miðdegisverðinn nú f kvöld borðuðum víð sem sagt skeldýrs- salat og enda þótt mér fyndist það ekki ýkja bragðmikið sagði dr. Hallmann að það væri svo bragð- sterkt að engu væri lfkara en munnurinn á honum stæði f báli... Og stundarf jórðungi sfð- ar... var hann liðið Ifk. — Hvað stóðu skálarnar áður en þær voru bornar inn á borðið? — A fimmtudaginn stóðu þær á skenknum úti f eldhúsinu — f þó nokkuð drjúga stund áður en sezt var að borðum. Ég ... ég setti sjálf rjóma á ávextina. —JHvernig ávextir voru f þvf? Blandaðir af öllu tagi. Niður- sneyddir bananar og ferskjur úr dósum og vfnber og kirsuber og svo sem sagt... engifer ... og ég hef tekið eftir þvf að allir hér eru mjög sólgnir í engifer með matn- um. — Ogfdag? — Ég skauzt aðeins út f eldhús- ið um hálfsexleytið. Cecilfa var þá einmitt að útbúa salatið. Christer gaf snarlega skipun um að rannsaka glas Andreasar Hallmans. Svo sneri hann sér aft- ur að Malin. — Hvað heldur þú að margir hefðu haft tæknilega möguleíka á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.