Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1976 35 Séra Friðrik A. Friðriksson heiðraður Mývatnssveit, 22. júlf. Frá skákmótinu í Amsterdam: Guðmundur með biðskák — Friðrik tapaði sinni ÍSLENZKU stórmeisturunum gekk heldur brösuglega í 14. og næstsiðustu umferö IBM- mótsins í Amsterdam, sem tefld var í gær. Friðrik tefldi viö júgóslavneska stórmeistarann Velimirovic. Framan af virtist Friðrik hafa þokkalegt tafl, en eftir því sem á leið náði Júgó- slavinn undirtökunum og um miðbik skákarinnar missti Frið- rik algjörlega tökin á stöðunni. 1 tímahrakinu knúði Veli- mirovic fram vinning á skemmtilegan hátt. Þar sem skákirnar bárust ekki fyrr en rétt áður en blaðið fór í prent- un birtast þær án athugasemda. Hvítt: Friðrik Olafsson Svart: D. Velimirovic Enskur leikur 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — c5, 3. Rf3 — e6, 4. e3 — Be7, 5. d4 — 0-0, 6. dxc5 — Bxc5, 7. a3 — a5, 8. Be2 — d5, 9. 0-0 — Rc6, 10. Dc2 — De7, 11. b3 — d4, 12. exd4 — Rxd4, 13. Rxd4 — Bxd4, 14. Bg5 — h6, 15. Bh4 — g5, 16. Bg3 — e5, 17. Hadl — Bd7, 18. Bf3 — Bc6, 19. Hfel — Dxa3, 20. Rb5 — Bxb5, 21. cxb5 — Had8, 22. Df5 — Hd6, 23. h4 — g4, 24. Be2 — He8, 25. Bc4 — Kg7, 26. Kh2 — Db4, 27. He4 — a4, 28. h5 — axb3, 29. Bxf7 — Kxf7, 30. Dg6+ — Ke6, 31. Hdxd4 — Dxd4, 32. Hxd4 — Hxd4, 33. Bh4 — Hf8, 34. Dbl — Hb4, 35. Del — Hxb5, 36. Dc3 — Rd5, 37. Dc4 — Hb4, 38. De5 — Hd8, 39. Bxd8 — b2, 40. Dc8+ — Kd6, 41. Ba5 — blD, 42. Df8 + — Kc6, 43. De8+ — Kc5, 44. Dc8+ og gafst upp um leið. Guðmundur átti í höggi við Szabó og beitti spænskum leik. í 8. leik valdi Guðmundur af- brigði, sem getur ekki talizt slæmt, en gefur hvítum þó litla möguleika á frumkvæði. Smám saman náði Szabó yfirhöndinni og þegar ekkert virtist fyrir Guðmundi liggja annað en að gefast upp fann hann skemmti- lega mótspilsleið. Þegar skákin fór aftur í bið eftir 56 leiki átti Guðmundur enn nokkra jafn- teflisvon. Hvítt: Guðmundur Sigurjóns- son Svart: L. Szabó Spænskur leikur 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — 0-0, 8. d4 — d6, 9. c3 — Bg4, 10. d5 — Ra5, 11. Bc2 — c6, 12. h3 — Bxf3, 13. Dxf3 — cxd5, 14. exd5 — Dc7, 15. b3 — g6, 16. Bh6 — Hfe8, 17. a4 — b4, 18. c4 — Rb7, 19. Rd2 — Rc5, 20. He2 — Rfd7, 21. Dg3 — Bf8, 22. Bxf8 — Hxf8, 23. f4 — f5, 24. Rf3 — Re4, 25. Bxe4 — fxe4, 26. Rg5 — exf4, 27. Dh4 — Rc5, 28. Rxe4 — Dg7, 29. Hael — f3, 30. gxf3 — Rxb3, 31. Rg5 — Dd4+, 32. Df2 — Dxf2, 33. Hxf2 — Ra5, 34. He7 — Rxc4, 35. Hc2 — Hac8, 36. Hb7 — a5, 38. Kf2 — h6, 39. Kxf3 — Re5 + , 40. Kf4 — Hc2, 41. Rxd6 — Rd3+, 42. Ke3 — Rc5, 43. Ha7 — b3, 44. Re8 — b2, 45. Rf6+ — Kf8, 46. d6 — Hc3 + , 47. Ke2 — Re4, 48. d7 — Ke7, 49. Ha8 — Hd3, 50. Hb8 — Hd2+, 51. Ke3 — Kxf6, 52. Kxe4 — Hxd7, 53. Hxb2 — Hc7, 54. Hb6+ — Kg5, 55. Hb5+ — Kh4, 56. Hxa5 — g5, og nú lék Guðmundur biðleik. Biðskák Böhm og Miles úr 13. umferð lauk með jafntefli og önnur úrslit í 14. umferð urðu sem hér segir: Kortsnoj — Miles, jafntefli. Ligterink vann Farago. Langeweg vann Donner. Kurajica — Sax, jafntefli. Gipslis — Ivkov, jafntefli. Staðan að loknum 14 umferð- um er þá þessi: 1. Kortsnoj 9 v„ 2. — Miles og Sax 8,5 v„ 4. Velimirovic 8 v„ 5.—6. Faragó og Böhm 7.5 v„ 7. Szabó 7 v. og biðsk., 8.—9. Kurajica og Gipslis 7 v„ 10. Guðmundur 6.5 v. og biðsk., 11.—13. Friðrik, Ivkov og Ree 6.5 v„ 14. Ligterink 5.5 v„ 15. Langeweg 5 v„ 16 Donner 4.5 v. SEINT 1 gærkvöldi barst eftir- farandi frásögn frá Margeiri Péturssyni f Amsterdam: Sovézki stórmeistarinn Korts- noj er nú sigurstranglegastur á IBM skákmótinu i Amsterdam, eftir að hafa gert jafntefli við annan helzta keppinaut sinn, Miles frá Englandi. Islenzku stórmeisturunum hefur ekki vegnað vel á mótinu til þessa. í 14. umferðinni tap- aði Friðrik fyrir Velimirovic, og Guðmundur á mjög slæma biðstöðu gegn Szabo. Skák þeirra Friðriks Ölafs- sonar og Velimirovic frá Júgó- slaviu var lengst af í jafnvægi en með 15. leik sínum tókst svörtum að flækja taflið. Frið- rik svaraði með því að fórna peði og litlu siðar fórnaði hann manni fyrir góða sóknarmögu- leika. Þrátt fyrir það að Veli- mirovic væri í miklu tímahraki tókst honum að hrinda atlög- unni og komast út í tvisýnt endatafl. 1 timahrakinu gerðust siðan undur og stórmerki. I stað 34: Dbl? ? átti Friðrik að leika 34: Dxh6 sem leiðir til tvísýnnar stöðu. Júgóslavinn fékk í staðinn gjörunnið tafl, en i 38. leik lék hann af sér heilum hrók, en það kom ekki aö meiri sök en svo að skákin varð að- eins lengri fyrir bragðið og gafst Friðrik er skákin skyldi i bið. Guðmundur Sigurjónsson náði sér aldrei á strik i skák sinni við Ungverjann Szabo. Hann valdi vafasamt afbrigði í spænska leiknum og Szabo var ekki lengi að færa sér það í nyt og ná betri stöðu. Ungverjanum tókst síðan að komast út í enda- tafl með peði yfir og er skákin fór i bið öðru sinni voru aliar horfur á því að Szabo ynni. Síðasta umferð mótsins verð- ur tefld á laugardag. — Fangelsi I TILEFNI af áttatíu ára afmæli séra Friðriks A. Friðrikssonar fyrrverandi prófasts á Húsavík, sem var raunar 17. júní sl„ hélt kirkjukórasamband Suður- Þingeyjarprófastsdæmis honum og fjölskyldu hans heiðurssam- sæti i Skjólbrekku í Mývatnssveit sunnudaginn átjánda þessa mán- aðar. Alls munu um 170 manns hafa tekið þátt í því. Samsætið hófst með því að allir viðstaddir sungu sálminn Verði ljós eftir ísólf Pálsson undir stjórn afmæl- isbarnsins. Setið var í veizlufagn- aði í fjórar klukkustundir við söng og ræður. Veizlustjóri var Þráinn Þórisson skólastjóri, Skútustöðum, formaður kirkju- kórasambandsins. Aðalræðu dags- ins fluttu Páll H. Jónsson frá Laugum. Aðrir ræðumenn voru Stefán Þórarinsson, Húsavík, Sig- urður Guðmundsson prófastur á Grenjaðarstað, Ketill Þórisson, Baldursheimi, Sigurjón Jóhann- esson skólastjóri, Húsavik, Stefán Kristjánsson Tungunesi og að lok- um heiðursgesturinn sjálfur sr. Friðrik A. Friðriksson. Milli ræðna var mikill almennur söng- ur. Um 90 manna kór frá kirkju- kórasambandinu söng sex lög eft- ir afmælisbarnið, undir stjórn Þráins Þórissonar, séra Arnar Friðrikssonar og Friðriks Jóns- sonar. Þá lék Katrín Sigurðardótt- ir frá Húsavik nokkur lög á píanó en hún er fyrsti styrkþegi „Frið- rikssjóðs“, en það er sjóður sem stofnaður var á Húsavik fyrir nokkrum árum til styrktar efni- legum tónlistarnemendum i hér- aðinu. í tilefni afmælisins lagði kirkjukórasambandið 100 þúsund krónur í Friðrikssjóð og skyldi þeirri upphæð verið til styrktar dótturdóttur séra Friðriks, en hún hyggst hefja nám í sellóleik i Englandi á næsta hausti. Sr. Frið- rik hefur dvalið hér í héraðinu frá 1933. Á þessu timabili hefur hann tekið virkan þátt i tónlistar- og sönglífi einkum og sér í lagi á — Tekjuskattur Framhald af bls. 36 frá í fyrra neraur 37.72%. Sé tillit tekið til þess að persónuafsláttur lækkaði á árinu um rúm 24% og barnabætur hækka um 21% verð- ur nettóskattbyrði einstaklinga nú 43.58% hærri en í fyrra, en gjaldendum í röðum einstaklinga fjölgaði á árinu um 1.37%. Verð- bólgan í landinu, mæld á kvarða vísitölu framfærslukostnaðar, var frá miðju ári 1975 til miðs árs 1976 um 32%, skv. upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Skattar félaga hækka frá fyrra ári alls um 42.21%. Eignarskattur félaga hækkar um 123.61%, úr 130.6 milljónum í 292.2 milljónir. Tekjuskattur félaga hækkar um 50.19%, úr 771.2 milljónum króna í 1.158 milljónir. Sölugjald hækk- ar frá árinu 1974 úr 9,5 milljörð- um í 14,9 milljarða 1975 eða um 56.98%. Húsavík, svo og kona hans og börn. Þess hefur einnig gætt um allt héraðið og víðar. Eins og margir vita hefur séra Friðrik verið afkastamikið tónskáld og frábær textahöfundur, bæði frumsamið og þýtt. Hafa ljóð hans og lög viða verið leikin og sungin og vakið verðskuldaða hylli á und- anförnum áratugum. Standa því margir i mikilli þakkarskuld við hann og fjölskyldu hans, eins og berlega koma fram í þessu fjöl- menna samsæti. Kristján Eðlileg lánafyrir- greiðsla Nú er liðin ein vika siðan Seðla- bankinn fór að tala í Morgunblað- inu, via einhvern Garðar Yngva- son, um að ég fengi alla eðlilega lánafyrirgreiðslu. Engin aðili i kerfinu hefur talið sér skylt að leiðrétta þetta mishermi. Þann 7. maí siðastliðinn seldi ég 25 Elektra færavindur til Noregs á þriggja mánaða víxil, en þau viðskiptakjör eru 4 ára gamalt samningsatriði við umboðsmann minn í Noregi. Vixilupphæðin var Nkr. 88.600,- eða ísl. kr. 2,9 millj. Peningana þurfti ég eðlilega að fá sem fyrst til þess að kaupa inn efni i fleiri vindur, því sala innan- lands hefur verið fremur ör þessa vormánuði. Samkvæmt reglum kerfisins lagði ég inn beiðni i viðskipta- banka minn um að þessi norski vixill yrði endurkeyptur, en það hefur ekki gerzt enn. Vixillinn fellur 7. ágúst næstk. í Fiskernes bank í Tromsö og Landsbankinn sendir þá andvirðið í reikning minn i Samvinnubankanum í Hafnarfirði, og ég held áfram að framleiða færavindur minar. Þetta er eðlileg lánafyrir- greiðsla — segir Seðlabankinn — allavega til handa litlu íslenzku iðnaðarfyrirtæki. Jafnvel stein- arnir verða heitir, ef setið er á þeim nógu lengi. Rvik, 22. júlf 1976 Elliði N. Guðjónsson. — Falsaðir Framhald af bls. 36 skap við systur eins piltsins, sem stal seðlunum, og hafði stolið seðlinum frá honum. Við yfirheyrslur játuðu piltarnir að þeir hefðu stolið seðlunum á heimili prentarans, og að von- um varð prentarinn mjög hvumsa er komið var heim til hans vegna þessa. Hann hafði ekki hugsað sér að setja seðlana i umferð. Að sögn lögreglunnar hafði einn piltanna ekki sett sinn seð- il í umferð, en þriðji seðillinn var kominn af stað. Sá seðill kom í ljós fyrr en varði í Breiðholtinu, en þar gekk hann kaupum og sölum milli krakka þar. Eitt þeirra barna er festi kaup á seðlinum kom með hann heim til sin. Föður þess fannst einkennilegt að barn sitt ætti allt í einu 5000 kr. og spurði hvar það hefði fengið þennan seðil. Svaraði barnið því til, að þetta væri ekki peningaseðill, heldur ein- ungis pappir, sem það hefði fest kaup á fyrir 200 krónur. Hafði faðirinn strax samband við rannsóknarlögregluna, sem slðan tók seðilinn í sina vörzlu. — Hringurinn Framhald af bls. 1 námuna í Livermore þar sem börnin fundust ásamt bílstjór- anum. Lögreglan vill yfirheyra son hans, Frederick Woods IV, og tvo vini hans, svokallaða Schoenfeld-bræður sem munu vera synir þekkts læknis á San Francisco-svæðinu. Hins vegar hafði enn ekki verið gefin út skipun i dag um handtöku ungu mannanna. Önnur landareign mun háfa verið umkringd og svipuð leit gerð þar. Nokkrir bílar, dráttarvél og fleira sem lögreglan hefur áhuga á hafa fundizt á landar- eigninni. Dráttarvélin virðist hafa verið notuð til að draga skólabílinn ofan i lægð sem hann fannst í. Þeir sem annast rannsóknina hallast helzt að þvi að þeir sem rændu börnunum séu dýrkend- ur eiturlyfja og vopna og úr ríkum fjölskyldum. Með því að ræna börnunum er talið að þeir hafi viljað gera eitthvað spenn- andi.______ _ _______ — Mannréttindi Framhald af bls. 1 geðveikrahælum vegna skoð- ana sinna, þrátt fyrir Helsinki- yfirlýsinguna. Horfur fari ekki batnandi í málum þeirra, sem vilji flytjast frá Sovétríkjunum, því að nú neiti yfirvöld þeim um vegabréfsáritun á þeim for- sendum, að brottflutningur muni stuðla að því að sundra fjölskyldum en ekki sameina þær. Þá segir, að yfirvöld hindri á sama hátt og áður allt, sem flokkazt geti undir óháð upplýsingastreymi, svo og stofnun samtaka, sem ekki starfi undir eftirliti kommún- istaflokks Sovétríkjanna. Skorað er á samtök þau í landinu, sem berjast fyrir auknum mannréttindum, að gera meira af því að birta upp- lýsingar um ástand þessara, mála. Þá er skorað á almenning ’ á Vesturlöndum að styðja sam- tökin með raunhæfum aðgerð- um í stað þess að mistúlka grundvallarreglur um sjálf- stæði og lýðfrelsi, en að þessu tilskildu muni sovézk yfirvöld sjá sig tilneydd til að láta smám saman af kúgun sinni, og það muni stuðla að þvi að lýðræðis- leg réttindi verði í heiðri höfð. Framhald af bls. 36 Síðumúla áfram, enda þótt ófull- komið sé. Baldur sagði ennfremur, að gert væri ráð fyrir um 50 vistrým- um í nýja fangelsinu. Nokkur fjárveiting hefur verið tryggð í lögum til byggingar fangelsisins eða sem næst 15 milljón krónur á ári. Baldur kvað þá fjárveitingu naumast hrökkva fyrir undirbún- ingsvinnu, en gert er ráð fyrir að kosta muni um eða yfir 100 milljónir króna að reisa húsið. AÐ sögn Baldurs hefur fyrir- ætlunum um smíði ríkisfangelsis að Ulfarsvatni verið skotið til hliðar í bili, þar eð talin var meiri þörf fyrir fangelsi af þvi tagi sem áður getur og af hálfu ráðuneytis- ins talið vonlitið að fjárveiting fengist til tveggja svo kostnaðar- samra framkvæmda. Enda sagði Baldur, að endurbætur og við- byggingar að Litla Hrauni hafi að *Ro*:kru leyti létt á þörfinni varð- andi ríkisfangelsi jafnframt því sem aukin deildaskipting breytti nokkuð hugmyndum manna um rikisfangelsið við Ulfarsfeil. — Stefnir LÍÚ Framhald af bls. 36 bátasjómönnum og næstkomandi mánudag yrði haldinn fundur hjá sáttasemjara á ný og myndu þá bæði bátasjómenn og meólimir Farmanna- og fiskimannasam- bandsins koma á þann fund með útvegsmönnum. „En því miður, gerðist lítið á siðasta fundi," sagði Ingólfur. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég fann Drottin í söfnuði einum, þar sem strangar reglur gilda um kristilega hegðun. A sunnudaginn var kom prestur- inn okkar til mín og sagði, að það væru sex atriði, sem mér bæri að forðast: 1) Að klippa eða liða hárið. 2) Að nota skartgripi. 3) Fötin yrðu að vera með síðum ermum og ekki aðskorin. 4) Engar stuttbuxur. 5) Ekkert andlitsduft eða kinnalitur. 6) Ég má ekki hlæja mikið. Sfðan hef ég komizt að raun um, að reglurnar eru fleiri t.d. sú, að menn mega ekki sækja sýningar eða hringleikahús, hvorki börn né foreldrar þeirra. Nælur og hálsfestar eru bannfærðar og allar konur eiga að greiða hár sitt á einfaldan hátt og mega ekki setja í það varanlega hárliðun. Hinir heilögu mega ekki sitja hjá syndurunum. Og margt fleira. Ég var glöð, þegar ég^eignaðist trúna. Nú veit ég ekki mitt rjúkandi ráð. Hvað á ég aá gera?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.