Morgunblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976
Johnny Miller frá Handarfkjunum sigurvegari f British Open f ár.
Sfðasta daginn setti hann vallarmet, lék á 66.
Allir
vildu þeir
British Open
unnið hafa
- en mormóninn Johnny Miller var ósigrandi
BRITISH Open — Opna golf-
keppnin brezka er nokkuð örugg-
lega sú golfkeppni hcimsins, scm
stórmeistarar þessarar íþróttar
mundu hclzt vilja vinna. Kcppnin
á sér langa sögu, — svo langa, að
keppni þessa árs var sú 105. í
röðinni. Hún fór fram á Royal
Birkdale golfvellinum f South-
port f Englandi, en British Open
fcr þó oftar fram á einhvcrjum
hinna nafntoguðu golfvalla í
Skotlandi. Þar var hún haldin f
fyrra og verður aftur að ári.
Verðlaunin þykja ekki ýkja há:
7.500 sterlingspund, eða um það
bil tvær og hálf milljón íslenzkra
króna. En viðringaraukinn er
þeim mun meiri og talsverð aura-
von í þeim auglýsingasamning-
um, sem hægt er að gera út á
sigurinn — sé það atvinnumaður
sem sigrar.
Atvinnumennirnir sigra að
sjálfsögðu alltaf. Hinsvegar er
British Open eitt af fáum stórmót-
um í golfi, þar sem áhugamenn
geta tekið þátt, ef þeir eru nógu
góðir. Forkeppni fer fram á ýms-
um völlum í grenndinni, en 166
hefja keppnina. Helmjngurinn
dettur út eftir tvo daga og fjórða
og síðasta daginn eru aðeins 66
keppendur eftir. Sumir þurfa
ekki að taka þátt í forkeppni; til
dæmis ekki allir þeir, sem áður
hafa sigrað í þessari keppni. Ekki
heldur allir þeir, sem urðu fram-
ar en í 25 sæti í fyrra og hvorki
brezki né bandaríski áhuga-
mannameistarinn frá í fyrra og
nokkrir fleiri.
Eins og kunnugt er hafa miklir
og langvarandi þurrkar hrjáð
Breta og er nú svo komið, að
bannað er að vökva golfvelli.
Royal-Birkdale völlurinn var
skrælþurr og harður og sumstað-
ar varla grænn litur á flötunum.
En utanmeð brautunum hafði
grasið verið látið vaxa áhindrað
og var víða hnéhátt.
British Open er einn mestí
íþróttaviðburður heimsins á ári
hverju og er sjónvarpað nákvæm-
lega frá allri keppninni frá degi
til dags og tugir milljóna fylgjast
með henni þannig. Þar er saman
kominn sægur af blaðamönnum
úr öllum heiminum — nema frá
Islandi. Til dæmis um áhuga ís-
lenzkra blaða má geta þess, að hér
í þessu blaði var fótboltaleik milli
Völsunga á Húsavík og Selfyss-
inga, sem bar upp á sama tíma og
úrslit British Open, gerð miklu
ýtarlegri skil. Aðeins birti Vísir
einn blaða röðina eftir tvo daga;
annars staðar var ekki minnzt
orði á þessa keppni.
Venjulega hafa Bandarikja-
menn töglin og hagldirnar í Brit-
ish Open og Breti hefur ekki unn-
ið hana síðan Tony Jacklin sigraði
1969. En til marks um það, hvað
golfgæfan er óáreiðanleg má geta
þess, að Tom Watson, sigurvegar-
inn frá i fyrra, féll núna út úr
keppninni. Hann hitti aðeins fjór-
um sinnum braut þriðja daginn
og þá var ekki að sökum að
spyrja; hann hafnaði á 80., og
ekki fór betur fyrir bandariska
meistaranum, Jerry Pate, sem
sigraði í ár í US Open. Hann féll
einnig út eftir að hafa leikið á 87,
þar af lék hann seinni 9 holurnar
á 48.
Bert Hanson, framkvæmda-
stjóri íslenzk-ameriska verzlunar-
félagsins, fór sérstaklega til að
fylgjast með British Open og hef-
ur hann látið í té þær upplýsing-
ar, sem hér er byggt á. Hann kvað
aðstöðu til að fylgjast með hafa
verið mjög góða, en einungis verð-
ur maður að ákveða, hvort fylgt
er eftir ákveðnum mönnum eða
að halda sig við sama staðinn á
vellínum og sjá sem flesta fara
framhjá. Bert kvaðst hafa byrjað
á því að fylgjast með Johnny Mill-
er frá Bandaríkjunum, sem var
strax sigurstranglegur og byrjaði
vel; var á sléttu pari eftir fyrstu
18. Eftir fyrsta daginn voru samt
þrír betri: Japaninn Norio
Suzuki, Severino Ballesteros frá
Spáni og írinn O’Connor voru all-
ir á 69. Sérstaka athygli vakti
þessi pínulitli Japani, sem er í
senn mikill grínisti og afburða
högglangur. Annar sem tók lífinu
létt var Ballesteros, liðlega meðal-
maður á hæð, aðeins 19 ára. Hann
lék golf eins og Bandaríkjamenn-
irnir, frekt og ákveðið og hikaði
ekki við að taka hverskonar
áhættu. Allir Evrópumennirnir
virtust annars leika meira upp á
öryggið, sagði Bert.
Ballesteros er ekki með ólíka
sveiflu og Miller, en dálítið óró-
legri. Tök hans á leiknum voru
ekki alveg eins hnitmiðað og hjá
Bandarikjamanninum. Til dæmis
má nefna, að Miller sló oft með
járni af teig, enda veltur allt á því
aðtolla á braut. Ballesteros notaði
hinsvegar alltaf dræver og tók á
öllu sem hann átti til. Hann var
þarna í keppni við ofureflið og
áhorfendur stóðu með honum.
Nicklaus fór frekar hægt af stað,
en seig á. Hann átti lengsta dræv-
ið, sem mælt var, 325 yarda, eða
292 metra. Þá var hann á par-5
braut og þurfti aðeins 7-járn í
annað höggið. Hann ætlaði sér að
leika holuna á þremur, en varð að
sætta sig við að vera einu höggi
undir pari.
Bert kvaðst hafa fylgzt með
Nicklaus og fleirum annan dag-
inn; hann lék þá á 70 sléttum.
Ballesteros lék aftur á 69 og var i
forustunni. Og eftir þriðja daginn
var hann enn í fyrsta sæti, 5 undir
pari og með tveggja högga forskot
á Miller, sem þá var þrjú högg
undir pari. Nicklaus var á sléttu
pari eftir þrjá daga.
Siðasta daginn var réttilega bú-
izt við, að slagurinn mundi standa
milli þessara þriggja. Einbeiting
Millers var slík, að hann var sem
dáleiddur og ekki varð þess vart
að hann eyddi einu orði á hinn
spænska andstæðing sinn, sem
lék á als oddi að venju. Tauga-
spennan, sem verður gífurleg í
svona úrslitakeppni, sást að
minnsta kosti ekki á honum.
ÞESS VARÐ AÐEINS VART, AÐ
Miller ætti orðastað við kylfu-
svein sinn; við aðra talaði hann
ekki og fór að öllu eins og hann
væri einn á vellinum.
Strax á 1. holu vann Ballesteros
viðbótarhögg af Miller. Á þeirri
næstu fór Spánverjinn einn yfir,
en Miller fékk „birdie“, eða einn
undir. Litlu siðar tókst svo Miller
að jafna, enda lék hann frábær-
lega. Það var samt merkilegt, að
ekki skyldi draga meira i sundur
með þeim, þvi Ballesteros fór að
ganga erfiðlega róðurinn. Hann
fór hvað eftir annað út af, en
bjargaði sér einhvernveginn á
parinu samt. Hann tók hiklaust
áhættu, sem stundum virtist
ástæðulaus. Til dæmis lenti hann
í eitt sinn nokkuð til hliðar við
flötina og lá bolti hans þar á bak
við tvo stóra sandbunkera. Ball-
esteros gat að sjálfsögðu lyft bolt-
anum örugglega yfir á flötina. En
milli bunkeranna var örmjór rimi
með stefnu á holuna og Ballester-
os tók langt járn og sendi boltan
með jörðu eft rimanum og alveg
inn að stöng. Það þótti djarflega
gert eins og á stóð. En Miller var
hinn öruggi sigurvegari, enda
búið að tala um hann sem hugsan-
legan arftaka Jack Nicklaus. Mill-
er hefur áður unnið US Open og
er þetta annar sigur hans í þeim
fjórum mótum, sem mynda
„alslemmuna”. Miller sagði á eft-
ir, að sér hefði ekki verið nóg að
sigra. Hann vildi sýna og sanna,
að hann hefði yfirburði; að hann
gæti sett vallarmet, sem hann og
gerði síðasta daginn, þegar hann
lék á 66 höggum. Hann kvaðst
ekki kæra síg um að „stela“ sigr-
inum, vegna þess að einhver ann-
ar væri óheppinn, eða léki illa. Og
það efndi hann. Mjög oft notaði
hann 1-járn af teig og virtist það
ekki kosta hann neitt i lengd. Og
hann fór mjög sjaldan út af. Nick-
laus lék líka af miklu öryggi og
fór sjáldan út af. En hann var
frekar óheppinn með púttin. Arn-
old Palmer var með að venju.
Hann er geysilega vinsæll og legg-
ur sig í líma við að gera rithandar-
söfnurum til geðs. Þeir Miller,
Nicklaus og Gary Pleyer standa
helzt ekki í slíku og fást iítt um
hylli áhorfenda en einbeiting
þeirra fer ekki framhjá neinum.
Mikill mannfjöldi fylgist með keppninni og áhorfendastúkur höfðu verið settar upp í
kringum 18. flöt. Auk þess er allri keppninnf sjðnvarpað og mjög gott að fylgjast með
henni þannig.
Sumar súperstjörnur golfsins gefa sig Iftt að áhorfendum, en aðrir eru alþýðlegir eins og
til dæmis Arnold Palmer, sá frægi kappi, sem hér sést á tali við Bert Hanson úr
Nesklúbbnum.