Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JULl 1976 Held ég geti raunar aldrei hætt að hugsa um búskapinn — segir Kristófer í Kalmanstungu Kalmanstunga, stórbýli og um leið efsti og austasti bær í Borgar- fjarðarhéraði, um 50 km frá sjó. Þannig hefst lýsing Þorsteins Jósepssonar á þessu höfuðbóli í handbókinni Landið þitt. Þar seg- ir ennfremur: Á meðan fjölfarinn reiðvegur lá norðan úr landi um Stórasand og Arnarvatnsheiði og sfðan áfram um Kaldadal suður á Þingvelli, var Kalmanstunga í þjóðbraut og helzti viðkomu — og gististaður á leiðinni. Kalmans- tunguland er víðáttumeira en nokkurs annars býlis í Mýrasýslu, m.a. allt Hallmundarhraun inn að jöklum. Þar er birkiskógur. Þarna í Kalmanstungu bjó við- mælandi minn, Kristófer Olafs- son, í 42 ár, og þar er hann fædd- ur fyrir aldamót eða árið 1898, sonur Ólafs Stefánssonar bónda þar og Sesselju Jónsdóttur konu hans. Afi hans keypti jörðina og faðir hans er þar líka fæddur. Nú er sonur Kristófers, Ólafur, tek- inn við af honum. Og af Stefáni bróður hans, sem bjó á hinum hluta jarðarinnar, hefur tekið hans sonur, K:lman. Þetta er því ein af fáum ættarjörðum á þessu landi, þar sem sonur tekur við af föður. Öll börn Kristófers og konu hans, Lisbetar Zimsen, hafa kosið að búa í sveit. Olafur sem fyrr er sagt í Kalmanstungu, Ragnheiðuf á Gilsbakka og Ölöf á Utgörðum í Rangárvallasýslu. Sjálfan hittum við Kristófer að máli á heimili hans og Lisbetar á Öldugötu 7 í Reykjavík og spjöll- uðum við hann dagstund. — Já, ég var alltaf ákveðinn í að verða bóndi, sagði Kristófer. Þess- vegna fór ég í búnaðarskólann á Hvanneyri á sínum tíma. Og hvergi hefi ég víst viljað búa ann- ars staðar en í Kalmanstungu. Og ég held að ég geti raunar aldrei hætt að hugsa um búskap- inn. Þó ég sé búinn að vera í Reykjavík síðan 1972, þar sem ég er svo slæmur í mjöðm, að ég verð að vera undir læknishendi, þá er ég alltaf að líta til veðurs og að velta fyrir mér þerrinum. Kristófer er hress í anda, þó hann eigi t^-fitt með gang. Hann kvaðst hafa verið í fimm mánuði í sjúkrahúsi hjá læknunum Jóni Þorsteinssyni og Oddi Bjarnasyni, og hafa frið síðan. Og nú er hann að hugsa um að fara að bæta um betur og fá sér stállið í mjöðmina. En við víkjum talinu aftur að skólaári hans á Hvanneyri. — Á Hvanneyri var ég 1918. Ég man það vel, því Katla byrjaði að gjósa um það leyti sem ég kom þangað, sagði Kristófer. Og hálf- um mánuði síðar brann íbúðarhús skólastjórans, Halldórs Vilhjálms- sonar. Ég held að ég hafi verið með þeim fyrstu, sem komu út að eldinum, sem mun hafa kviknað í mógeymslu. Svava Þórhallsdóttir, kona Halldórs, var þá búin að brjóta glúgga á miðhæðinni og ég tók að móti krökkunum, sem.hún rétti út um hann. Ég fór svo út í heimavistina. Þetta var um nótt og piltarnir höfðu einskis orðið varir. Húsiðbrann til kaldra kola. — Eg tók við búi, 1930, þegar pabbi dó 65 ára gamall, og gekk í hjónaband 1. júlí sama ár, sagði Kristófer, er við fórum að rekja lífsferil hans. Lisbet var úr Reykjavík og það þótti nú ekki skynsamlegt að vera að fá sér konu, sem ekkert hafði gert ann- að en sitja á skólabekk, bætti hann við glettinn. Hún var í lyfja- fræðinámi hjá Þorsteini Seheving. En hún stóð sig vel í búskapnum og átti, held ég enn erfiðara með að fara heiman frá Kalmanstungu en ég. — Það hafa verið mikil við- brigði að koma að slíku stórbúi, svo langt inni í landi? — Kalmanstunga er gríðamikið flæmi. Til dæmis tilheyrir jörð- inni Eiríksjökull og nokkuð af Langjökli. Kalmanstunga á land á móti Vatnsdælingum, Víðdæling- um og Miðfirðingum. Vatnaskil voru látin ráða. Þau vötn, sem íéllu í suður voru í okkar landi, en vötn, sem féllu norður af, voru þeirra. Næstu nágrannar okkar norðan heiða voru Lárus í Gríms- tungu og Benedikt á Aðalbóli. En við höfðum aldrei ákaflega stórt bú. Enda fjarstæða að setja á, svo að það skemmi jörðina. Við vor- um mest með á áttunda hundrað fjár báðir. Og aldrei var hugsað mikið um kýr. Við höfðum þrjár kýr, rétt fyrir heimilið, og eitt- hvað af hrossum. En heimilið var mannmargt áður fyrr, og í tíð föður míns alltaf 3—4 ■■ innukon- ur og álíka margir vinnumenn. Framan af vorum við ekki í vega- sambandi, og ekki farið að sækja mjólk til okkar fyrr en seint. Norðlingafljot var brúað 1955, en Hvítá nokkru áður. — Þegar ég man fyrst eftir mér, var allt flutt heim á klökkum, sagði Kristófer. Þó var snemma notuð kerra. Faðir minn var í Ölafsdal hjá Torfa og kom þaðan með kerru og plóg. Pabbi var langt á undan sinni samtíð. Hann byggði steinhús árið 1905, sem er enn í fullu gildi. Sementstunn- urnar voru fluttar heim á hesti. Og kostaði meira flutningurinn en sementið sjálft. Húsið var hlað- ið úr höggnu hraungrýti og sand- steypa höfð á milli. Sandurinn var tekinn við Hvítá. Enn þann dag í dag er ekkert steypiefni betra. Nú er búið að byggja við þetta gamla hús í Kalmanstungu. — Það fara sögur af gestagang- inum í Kalmanstungu? — Já, þetta var mesti gestabær á íslandi. Allir vermenn, skóla- piltar og kaupafólk fór þar um. Þá kom þetta fólk oft hrakið gang- andi með dót sitt á einum hesti. Þetta var aðalleiðin milli Norður- lands og Suðurlands. Heyrt hefi ég aö eitt sinn hafi verið í Kal- manstungu um 100 næturgestir í einu. En úr þessu dró að sjálf- sögðu með bílaöldinni, þegar bíl- ar fóru að fara um Holtavörðu- heiði. Þetta gat þvi ekki heitið afskekktur bær. En svo gat verið ófært meðan snjó var að leysa af heiðinni og ekkert hægt að kom- ast nema á hestum yfir Hvítá og Norðlingafljót. Þá var rólegt hjá okkur. Kristófer situr í stól sínum á heimilinu á Öldugötu og heldur fast um traustan staf úr birki úr heimalandi hans f Kalmanstungu. Hinum megin situr annar traustur förunautur, kona hans, Lisbet Zimsen. Ljósm. RAX Ingjaldur Tómasson: V arðarfer ð 1976 I NOKKUR ár hefur mig langað til þess að fara f hina árlegu skemmtiferð Varðarfélagsins, en af ýmsum ástæðum gat það ekki orðið fyrr en nú. Ferðin hófst hjá Sjálfstæðishúsinu kl. 8.30 27. júní og ekið sem leið liggur um Mosfellsdal til Þing- valla. Þar var staðnæmzt um stund og drukkið morgunkaffi. Þaðan lá leiðin um Gjábakka- hraun, Reyðarbarm og Laugar- vatnsvelli til Laugarvatns og þaðan til Skálholts. Þar var stanzað stuttan tíma og saga staðarins kynnt. Síðan var ekið um Skeið og Gnúpverjahrepp að Stöng í Þjórsárdal. Þar var snæddur hádegis- verður og þar talaði forsætis- ráðherra, formaður Sjálfstæóis- flokksins, en þvi miður heyrði ég aðeins niðurlagsorð ræð- unnar vegna þess að ég gekk upp á hátt fell þarna hjá til að njóta betur hins stórbrotna út- sýnis og veðurblíðunnar. Hann sagði í lok ræðunnar eitthvað á þá ieið, að Alþýðubandalagið hefði farið rangsælis móti sól, en við förum réttsælis með sól. Þetta eru athyglisverð og táknræn ummæli, sem gefa til- efni til samanburðar á þessum tveimur flokkum eða fram- kvæmd sósialisma annarsvegar og frelsis og sjálfstæðis hins vegar. Það er fullsannað að framkvæmd sósíalismans i Rússlandi og viðar um heim hefur ekki fært alþýðu manna annað en ófrelsi og böl. Saman- ber reynslu Solhenitsyns og fjölmargra annarra, sem gjðr- þekkja til og sem hafa gist fangelsi, vitfirringahæli og vinnubúðir í Rússlandi og víðar. Það er vitað að korn- forðabúrið Rússland, sem áður var, getur nú ekki brauðfætt þjóðina nema með hjálp þjóða, sem enn eru að mestu lausar við sósialsýkina. Það er sannarlega ömurleg staðreynd að vestrænar þjóðir skuli selja Rússum geysimiklar birgðir korns og fleiri matvæla, og gera þeim þar með kleift að stórefla herbákn sitt með það eitt i huga að brjóta Vestur- veldin undir yfirráð sín og þar með heimsyfirráð rússnesks sósialríkisauðvalds. Hvað þurfa margar raddir eins og Solhenitsyns að hrópa áðvaran- ir svo Vesturveldin rumski af lifsgæðadauðasvefninum? Frá Stöng var ekið upp með Þjórsá að vestan yfir ána á nýrri steinbrú og upp að Sig- ölduvirkjun. Maður frá virkjuninni kom i hvern bíl til þess að útskýra virkjunarfram- kvæmdirnar. Staðnæmzt var við hinn geysistóra aðveituskurð. Eg held að margir hafi orðið undrandi að sjá það mikla mannvirki sem og önnur á staónum. Einhver sagði að fróð- legt væri að vita hvað margar vinnustundir hefði þurft við skurðgröftinn, ef unnið hefði verið með handafli og upp- gröfturinn verið fluttur burt á hestvögnum eða hjólbörum. Iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, talaði á virkjunar- staðnum. Hann sagði að áætlað væri að Sigölduvirkjun og Kröfluvirkjun yrðu fullnýttar um fjórum árum eftir að byggingu þeirra lýkur, og þá þyrftu að vera ein eða fleiri nýjar virkjanir fullbúnar. Hann gat þess að margir erlendir sérfræðingar væru nú í sumar á ferð um landió að leita upplýsinga um orkuauð í fallvötnum og jarðhita, og að þeir hefðu látið það álit í ljós að engin þjóð ætti eins mikla ónotaða orku og íslendingar. Hann sagði að nú hillti undir það að raforkan verði send þráðlaust landa og staða á milli. Þessi möguleiki hefði komið í ljós með aðstoð gervihnatta. Frá Sigöldu var ekió í Galta- lækjarskóg og þar snæddur kvöldverður. Þaðan var svo haldið heimleiðis og komið til Reykjavíkur kl. 10 síðdegis. Sólskin og blíðviðri fylgdi okkur alla ferðina. Talsveróar fjallaskúrir voru, en það var eins og þær forðuðust að vera á vegi okkar. Talsvert mikið var sungið i bilnum sem ég var i, og það kom mér á óvart hvað fólk- ið kunni mikið af bæði gömlum og nýrri alþýóusöngvum — þrátt fyrir hið hundleiða söng- öskur og hávaðaglamur, sém kallað er tónlist og dembt er yfir þjónina jafnt nætur sem daga. Eg vil þakka þeim, sem undirbjuggu þessa ágætu ferð, fyrir góða stjórn og skipulag allt sem var með ágætum. Öll umgengni þessa fjöl- menna hóps var til fyrir- myndar, hvergi hent svo miklu sem bréfsnepii. Ég vil þakka leiðsögumanni og bilstjóra á bíl nr. 7 fyrir ágæta leiðsögn og örugga fyrirmyndar bilstjórn. Ingjaldur Tómasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.