Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JULl 1976 Stórar tölur í bikarnum I GÆRKVÖLDI fóru fram 6 leikir í bikarkeppni KSI og fengust úrslit í þeim óllum án framlengingar. I flestum leikjunum voru skoruð mörg mörk og aiis voru skoruð 27 mörk f leikjunum 6. 1 kvöld fara fram tveir sfðustu leikirnir f 16-liða ÍBK-ÍBV 4:0 KEFLVlKINGAR, núverandi bikarmeistarar, sigruðu Vest- manneyinga í líflegum leik í Keflavík f gærkvöldi með fjórum mörkum gegn engu. Keflvfkingar skoruðu mörk sín í skyndiupp- hlaupum, þar sem þeir tættu í sundur vörn Eyjamanna. Annars var leikurinn með talsverðum til- þrifum á báða bóga og Eyjamenn áttu ekki síður skemmtileg upp- hlaup, en þau klúðruðust öll. Fyrri hluta fyrri hálfleiks sóttu Eyjamenn heldur meira en á 20. mínútu skoruðu Keflvíkingar sitt fyrsta mark og var þar Ölafur Júlíusson að verki eftir gróf mis- tök varnar IBV. Annað markið skoraði Ólafur einnig á 35. tnínútu f.h. eftir enn önnur varnarmistök. Nýtingin var ann- ars góð hjá ÍBK í fyrri hálfleik því þeir skijtu fjórum sinnum á mark og skoruðu tvö mörk. Þá áttu Keflvíkingar dauðafæri á 40. mínútu þegar Steinar var kominn inn fyrir, en Arsæll varði skot hans stórglæsilega. I seinni hálf- leik voru tækifæri á báða bóga og strax á fyrstu tveimur mínútun- um áttu Eyjamenn 2 tækifæri en boltinn vildi ekki í mark IBK. A 10. mínútu átti IBV enn tækifæri þegar boltinn fór í gegnum alla Keflavíkurvörnina, en Eyjasókn- in brást. A 15. s.h. mínútu varði Sveinn Sveinsson á línu í Eyja- markinu með fæti. Síðan gengu tækifærin á báða bóga og bjargað var úr kös við Keflavíkurmarkið, Ölafi Júlíussyni brást bogalistin úr hraðaupphlaupi, Sigurlás brenndi framhjá ÍBK markinu í dauðafæri á 35. mínútu. Á 40. mínútu átti svo Ólafur Júl. mjög glæsilegt skot að marki IBV, en boltinn smaug yfir, og á 41. mín- útu kom þriðja mark ÍBK, er Karli Sveinssyni urðu á slæm mis- tök og Gísli Torfason skoraði örugglega. Fjórða markið kom á 44. mínútu s.h. eftir enn ein mis- tökin í vörn Eyjamanna, og var þar að verki Rúnar Georgsson. Þettá var fullstór sigur, en sig- ur IBK var sanngjarn. Vörnin var betri hlutinn með Guðna, Lúðvík og Ástráð bezta. Þá var Ólafur úrslitunum, iBt og Fram leika á Isafirði og Þróttur, Neskaupstað, og Víðir, Garði, leika á Neskaupstað. Hefjast báðir leikirnir klukkan 19. Hér fara á eftir frásagnir af leikjunum I gærkvöldi: Júlíusson góður svo og Þorsteinn Ólafsson, en hjá IBV Ólafur Sigurvinsson og Ársæll í mark- inu, enda þótt síðasta markið verði að skrifast á hann. Þórður Hallgrímsson hjá IBV og Einar Á. Ólafsson hjá IBK voru bókaðir. ÁJ/SS KA-KR 2:6 ÞAÐ VAR ærið einkennileg viðureign hjá KA og KR í bikar- keppni KSl á Akureyri I gær- kvöldi. Allan fyrri hálfleikinn var KA-liðið í nær stanzlausri sókn, en f seinni hálfleik snérist dæmið algjörlega við og það voru KR-ingarnir sem sóttu þá án af- láts. Og þeir höfðu frekar heppn- ina með sér og kunnu meira fyrir sér og því varð sigurinn þeirra, svo um munaði eða 6—2. KA-Iiðið byrjaði þennan leik mjög vel og var í stanzlausri sókn til að byrja með. Það var því í hrópandi ósamræmi við það sem var að gerast á vellinum er KR- ingar skoruðu fyrsta mark leiks- ins á 30. mínútu. Var það í fyrsta sinn í leiknum sem þeir komust nærri KA markinu svo orð væri á gerandi. Sverrir Herbertsson skoraði þetta mark Kp og þrátt fyrir að það lægi stöðugt í loftinu að Akureyrarliðið jafnaði tókst það ekki fyrr en á 44. mínútu, er Jóhann Jakobsson skoraði laglegt mark. Stóð þannig 1—1 í hálfleik, en ekki hefði verið ósanngjarnt að KA liðið hefði haft góða for- ystu. Var það einkum góð frammi- staða Magnúsar Guðmundssonar í KR-markinu sem kom í veg fyrir að KA skoraði ekki nema þetta eina mark. I seinni hálfieik snérist leikur- inn algjörlega KR í vil. Reykja- víkurliðið náði þá góðum tökum á miðjunni og gekk oft greiðlega að opna KA vörnina. Fljótlega kom að því að Ólafur Ólafsson náði forystu fyrir KR með skallamarki, síðan skoraði Haukur Ottesen 3—1, Halldór Björnsson 4—1 og þegar staðan breyttist í 5—1 hjálpuðu Akureyringar rækilega upp á sakirnar með því að senda knöttinn sjálfir í eigið mark. Hálfdan Örlygsson skoraði svo 6—1, en síðasta orðið i leiknum í qærkvöldi átti Gunnar Blöndal sem skoraði fyrir heimamenn, þannig að loka- staðan í leiknum varð 6—2 sigur KR-inga. Sigb/stjl. ÍA—Víkingur 3:0 AKURNESINGAR sigruðu Víking 3:0 f bikarkeppninni I gærkvöldi og samkvæmt formúlunni, sem sjaldan hefur brugðizt, ættu Skagamenn að verða sigurvegarar f keppninni. Það hefur nefnilega oftast verið svo, að liðið, sem slegið hefur út Vfking, hefur orðið bikarmeistari. Leikurinn var fjörugur, sérstaklega þó fyrri hálfleikurinn. Akurnesingar skoruðu sitt fyrsta mark strax á 3. minútu og var Teitur Þórðarson þar að verki með góðu langskoti, sem Diðrik markvörður Víkings réð ekki við. Aðeins minútu siðar komust Akurnesingar í 2:0 þegar Árni Sveinsson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Karli Þórðarsyni, en Karl var búinn að sundurspila vörn Vikings vinstra megin. Ekki urðu fleiri mörk i hálfleiknum en marktækifæri voru mörg. T.d. brást Pétri Péturssyni bogalistin af stuttu Páll með ÍA AKURNESINGAR gengu í gær frá ráðningu handknatt- leiksþjálfara fyrir næsta vet- ur. Er hinn nýi þjálfari Páll Björgvinsson, margfaldur landsliðsmaður úr Víkingi. Hann mun flytja upp á Akranes f haust og bæði þjálfa og leika með 3. deildarliði Skagamanna. Nýtt íþróttahús er risið á Akranesi og hyggjast Skagamenn drífa upp hand- knattleikinn, sem hefur verið mikið í skugganum af knatt- spyrnunni, fyrst og fremst vegna aðstöðuleysis. færi á 13. mínútu, Davíð varði vel skot frá Óskari Tómassyni á 16. mínútu og svo mætti áfram telja. Seinni hálfleikur var daufari, en þó var fjör fyrstu mínúturnar. Á 4. mínútu seinni hálfleiks komst Pétur einn inn fyrir, Diðrik varói, en nokkrum sekúndum siðar var Pétur aftur á ferðinni, brauzt sjálfur í gegn og skoraði þriðja mark IA. Skagamenn sóttu meira i hálfleiknum ef undan eru skildar síðustu minútur leiksins, en þá sóttu Vikingar af hörku. Fóru mörg ágæt tækifæri í súginn á báða bóga. Þetta var sanngjarn sigur Skagamanna. Beztu menn voru Teitur Þórðarson og Jón Gunnlaugsson og Óskar Tómason og Róbert Agnarsson hjá Víkingi. Jón Alfreðsson lék að nýju meó ÍA og styrkti liðió mjög. Hann tók stöðu Péturs Péturssonar, en Pétur fór í framlínuna. St.H./SS. Þróttur-FH 0:2 FH sigraði Þrótt, Reykjavfk, á Laugardalsvellinum í gærkvöldi 2:0, en f hálfleik var staðan 1:0. Leikurinn var liður í bikarkeppninni. Þróttarar sóttu mun meira fyrstu 30 mínútur leiksins og sköpuðu sér góð tækifæri, áttu m.a. skot í þverslá. En síðan snéru FH-ingar vörn í sókn og Ólafur Danivalsson skoraði mark á 30. mínútu. Eftir þetta snerist leikurinn FH i vil og hélzt svo út allan leikinn og á 35. mínútu siðari hálfieiks bætti Helgi Ragnarsson við öðru marki fyrir FH. Áttu FH-ingar nokkur góð tækifæri i hálfleiknum, en þau nýttust ekki. Stafaði Þróttarvörninni mest hætta af Ólafi Danivalssyni. Leikurinn var slakur af hálfu beggja liða og vafalaust fátt sem áhorfendur minnast frá þessum leik nema helzt þá góða veðrið í Laugardalnum. H.dan/SS. Haukar—Valur 1:4 INGI Björn Albertsson skoraði öll mörk Vals, er Valur vann Hauka í bikarieiknum í Kapla- krika f gærkveldi með 4:1. Leikurinn var — sérstaklega þó fyrri hálfleikur — dæmigerður malarleikur með hálofta- og lang- spyrnum þar sem knötturinn skoppaði eftir hörðum vellinum. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og héldu barátt- unni allt til leiksloka. Strax á 4. or var lengi hakvörður. Á s.l. keppnistimabili tók hann virt störtu mirtvarrtar virt hlirt Mel Blyth og hefur startirt sig mert prýrti i þeirri stöðu. Nick Holmes, tengiliður, er alinn upp hjá Southampton og þykir einn efnilegasti leik- martur félagsins. Hann er 21 árs og hefur verið valinn i enska landsliðshópinn undir 23 ára. Holmes er sókndjarfur og markheppinn. Hugh Fisher, tengiliður, kom til Southamj> ton frá Blackpool árirt 1967 fyrir 35.000 pund. Hugh Fisher er harður í horn art taka og gefst aldrei upp, þótt á móti blási. Hann hefur leikirt um 350 leiki fyrir Southampton. Jim McCailiog, tengilirtur, er oftast pottur- inn og pannan í sóknarlotum Southampton. Hann er 29. ára gamall og lék áður mert Chelsea, Sheffield Wednesday, Úlfunum og Manchester IJtd., en Southampton keypti hann fyrir 40.000 pund í febrúar í fyrra. McCalliog ræði^r yfir mjög góðri knatttækni og sendingar hans, á framherjana eru rómart- ar. Hann hefur fimm sinnum leikirt í skoska landsliðinu og lék mert Sheffield Wednesday gegn Everton í úrslitaleik bikarkeppninnar árirt 1966, og skorarti þá mark. Paul Gilchríst, tengiliður eða framherji, var keyptur frá Doncaster árirt 1972 fyrir 30.000 pund, en lék áður mert Charlton og Fulham. Hann er 25 ára gamall og er bærti skotfastur og jnarkheppinn. Peter Osgood, framherji, gerrti garrtinn frægan hjá Chelsea í mörg ár, en Southampton keypti hann fyrir 275.000 pund árirt 1974, þegar Osgood var orðinn leiður vistinni hjá Chelsea. Peter Osgood er búinn flestum þeim hæfileikum, sem einkenna górt- an knattspyrnumann. Hann er tekniskur, skotfastur og er mjög góður skallamaður. Osgood var í lirti Chelsea, sem sigrarti í bikar- keppninni árirt 1970, og skorarti þá í hverri umferð. Hann er nú 29 ára gamall og hefur leikið fjóra landsleiki með enska landslirtinu. Mick Channon, framherji, er kunnasti leik- maður Southampton og hefur átt fast sæti í enska landsliðinu f mörg ár. Hann er nú talinn einn af fáum knattspyrnumönnum í ensku knattspyrnunni, sem talist geta á heimsmælikvarrta. Channon hefur leikið 38 landsleiki mert enska landsliðinu og hefur skorart mörg mörk f þeim. Hann hefurí mörg ár verið markahæstur leikmanna Southamp- ton og hefur skorart um 150 mörk í deilda- keppninni. Hann er 27 ára gamall og hefur aldrei leikirt með örtru félagi en Southamp- ton. mínútu bjargaði Vilhjálmifr Kjartansson t.d. á línu. Annars þurftu leikmenn Hauka í fjöl- mörg skipti ekki að hafa fyrir því að stöðva sóknir Valsmanna, þar sem þeir gættu illa rangstöðunnar og skiptu rangstöðudómar á þá tugum. Eins og fyrr segir skoraði Ingi Björn öll mörk Vals. Fyrsta mark- ið kom á 21. mínútu. Hermann Gunnarsson gaf inn á Inga Björn, sem skoraði af stuttu færi. Á 42. mínútu komst Guðmundur Þor- björnsson inn fyrir, en renndi síð- an boltanum til Inga Björns, sem var frír. Skaut hann fyrst I stöng, en fékk boltann aftur og skoraði. Þannig var staðan í hálfleik. Á 7. mfnútu síðari hálfleiks var dæmd vítaspyrna á Val og skoraði Loftur Eyjólfsson úr henn i af öryggi. Á 30. mínútu hálfleiksins gaf Hermann góða sendingu á Inga Björn, sem skoraði þriðja mark sitt. Fjórða og síðasta markið kom svo mínútu síðar, er Guðmundur lék upp kantinn og gaf fyrir til Inga Björns, sem skallaði óverj- andi í mark. Tveimur ungum leikmönnum var skipt inn á hjá Val, er 10 mín. voru til leiksloka, Kristjáni Ás- geirssyni og Magna Péturssyni. Tveimur leikmönnum var sýnt gula spjaldið, Dýra Guðmunds- syni, Val, og Sigurði Aðalsteins- syni, Haukum. —þ.g. Völsungur—UBK 2:3 BREIÐABLIK úr Kópavogi sigraði Völsunga á Húsavík með 3 mörkum gegn 2 I bikarkeppni KSl f knattspyrnu í gærkvöldi. Fór leikurinn fram á Húsavík að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum, og fengu þeir góða skemmtun af leiknum, þar sem hann var allan tímann mjög f jörugur og bauð upp á spennandi augnablik við mörk bæði liðanna. Eftir atvikum verður annað tæpast sagt en að Blikarnir hafi verið heppnir að hafa sigur í leiknum, þar sem Völsungarnir voru öllu stekari aðilinn, ef eitthvað var. Hermann Jónasson gerði fyrsta mark leiksins snemma i fyrri hálfleik, en skömmu fyrir Jeikhlé tókst Bjarna Bjarnasyni að jafna fyrir heimamenn. 1 seinni hálfleik náðu Völsungar fljótlega forystunni aftur með marki Helga Helgasonar, en sú dýrð ,stóð ekki lengi þar sem Ólafur Friðriksson svaraði strax með jöfnunarmarki fyrir Breiðablik. Undir lok leiksins tókst svo Gfsla Sigurósyni að skora sigurmark Blikanna, 3—3 Sigb./stjl. Mike Channon, frægasti leikmaður Southampton. Bobby Stokes, framherji, skorarti sigur- mark Southampton i úrslitaleik bikarkeppn- innar, en hefur einnig oft skorart mjög þýrt- ingarmikil mörk fyrir félagirt. Hann lék fyrst mert Southampton árið 1969 og skorarti tví- vegis i fyrsta leik sfnum. Bobby Stokes var i enska unglingalandsliðinu á sínum tima og hefur nú leikirt um 250 leiki með Southamp- ton. Paul Bennett, varnarmartur, hóf art leika mert Southampton fyrir fjórum árum og hef- ur leikirt um 150 leiki fyrir artallirt félagsins, en hann hefur nú um skeirt oft orðirt art sætta sig við varamannabekkina. Paul Bennett veitir öllur varnarmönnum Southampton mikið arthald og þeir mega þvi hvergi gefa eftir, þvi art öðrum kosti tekur Bennett störtu þeirra. Pat Earles, framherji eða tengilirtur, er ungur og efnilegur leikmartur sem hefur verirt f artallirti Southampton um skeirt, en hann hefur ekki enn nárt föstu sæti og situr því oftast á varamannabekkjunum. MARGIR FRÆGIR KAPPAR ERUILIÐISOUTHAMPTON LIÐ ensku bikarmeistaranna Southampton kemur til landsins í dag. Liðið leikur hér tvo leiki sem kunnugt er, báða gegn úrvalslið- um KSÍ og eru leikirnir liður í undirbúningi landsliðsins fyrir leikina gegn Belgíumönnum og Hollendingum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar, en þeir leikir fara fram á Laugar- dalsvellinum í haust. Fyrri leikur Southampton verður á Laugar- dalsvellinum klukkan 20 annað kvöld og seinni leikurinn á Akur- eyri á föstudagskvöldið klukkan 19,30. Hafa 32 fslenzkir knatt- spyrnumenn verið valdir til að leika f.h. KSl í báðum leikjunum. Hér fara á eftir upplýsingar um Southampton og leikmenn þess: Southampton var stofnað árið 1885, en það var ekki fyrr en árið 1920, að félagið tók sæti í ensku deildakeppninni, en þá var 3. deild stofnuð. Tveimur árum síð- ar vann félagið sig upp í 2. deild og átti sæti í henni til ársins 1953, en þá féll það aftur niður í 3. deild. Sjö árum siðar endurheimti Southampton sæti sitt í 2. deild og komst síðan upp í 1. deíld árið 1966, en árið 1974 féll Southamp- ton aftur niður í 2. deild ásamt Norwich City og Manchester Utd. Síðastliðið keppnisimabil var hið glæsilegasta i sögu Southampton til þessa, en þá bar félagið sigur úr býtum í ensku bikarkeppninni og sigraði Manchester Utd. verð- skuldað með einu marki gegn engu í úrslitaleik keppninnar á Wembley-leikvanginum í Lund- únum laugardaginn 1. maí. Southampton varð þó að sætta sig við 5. sætið i 2. deild, en vel- gengni félagsins í bikarkeppninni hafði mikil áhrif í þá átt, að Southampton varð undir í barátt- unni um þrjú efstu sætin i deild- inni, því að flestum félögum í ensku knattspyrnunni hefur reynst erfitt að berjast á tveimur vígstöðvum í senn. En eins og áður sagði vann Southampton bik- arinn, en hann þykir eftirsóttasti verðlaunagripur í ensku knatt- spyrnunni. Maðurinn á bak við velgengni Southampton er framkvæmda- stjóri félagsins, Lawrie Mc- Menemy. Hann lék um skeið með Newcastle Utd., en lagði snemma knattspyrnuskóna á hilluna og sneri sér aó þjálfun og fram- kvæmdastjórn. McMenemy þjálf- aði og stjórnaði ýmsum félögum svo sem Gateshead, Bishop Auek- land, Sheffield Wednesday, Don- caster Rovers og Grimsby Town, áður en hann var ráðinn aðal- þjálfari hjá Southampton í júní 1973. Tæpu hálfu ári síðar tók hann svo við framkvæmdastjórn- inni og hefur haldið styrkri hendi um stjórnvölinn siðan. Leikmenn Southampton: lan Turner, markvörrtur, var keyptur frá Grimsby Town fyrir rúmum tveimur árum og hefur verirt artalmarkvörrtur félagsins sirtan í nóvember í fyrra. Peter Rodrigues, bakvöröur, er fyrirlirti félagsins. Rodrigues er 32 ára gamall og mjög reyndur leikmartur. Hann hóf feril sinn hjá Cardiff, lék síðan lengi mert LeicesterCity og loks Sheffield Wednesday, sem taldi hann útbrunninn i fyrra, þegar félagirt féll í 3. deild. Lawrie McMenemy var þá fljóturtil og fékk Rodrigues í sínar rartir og þessi gamal- reyndi leikmartur hefur sírtan leikirt eins og hann gerði best áður. Peter Rodrigues hefur leikið 40 landsieiki fyrir Wales og hann lék mert Leicester City gegn Manchester City í úrslitaleik bikarkeppninnar árið 1969, en beirt þá lægri hlut. David Peach, bakvörur, var keyptur frá Gillingham árið 1974 fyrir 50.000 sterlings- pund. Hann er fjölhæfur leikmartur sem get- ur leikirt jafn vel í sókn sem vörn og skorar oft mörk, einkum mert vinstri fæti. Mel Blyth, mirtvörrtur, var keyptur frá Crystal Palace í september 1974 fyrir 60.000 sterlingspund. Hann hefur síðan verið ein styrkasta stortin f vörn Southampton. Jlm Steele, miðvörrtur, var keyptur frá Dundee fyrir 70.000 steriingspund árið 1972

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.