Morgunblaðið - 28.07.1976, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.07.1976, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28, JULÍ 1976 EstherB. Helga- dóttir—Minning Kveðja frá skólasvstur. Hvart er ekki í einu IjóAi falið. einum söng frá góóu hjarta? Já. allt sem fagurt er skal verrta talirt efst virt dómsins hástól hjarta. Esther Bieríng Helgadóttir lézt að heimili sínu Alfhólsvegi 26 hinn 28. júni síðastliðinn, tæpra 45 ára, en Esther var fædd 4. júli 1931 á Patreksfirði þar sem for- eldrar hennar áttu heima. Ekki þekki ég æfi Estherar á Patreksfirði, en þar hefur henni sjálfsagt liðið vel, því mikla tryggð hélt hún við Barðaströnd- ina og sumarið 1974 vann hún á Flókalundi. Kynni okkar Estherar hófust er við stunduðum nám við Hús- mæðraskóla Borgfirðinga á Varmaiandi skólaárið 1949—50. Við vorum herbergisfélagar, og verða kynnin þá oft nánari, eins 'og reyndist með okkur Esther og þau kynni entust alla tíð siðan. Esther var góður herbergisíélagi, greiðug og hjálpfús enda vel liöin af ölium sem henni kynntust. Þar sem 42 stúlkur dvelja saman í 9 mánuði allar á þessum skemmti- iega aidri 18—25 ára, er eins og gefur að skilja oft glatt á hjalla og ýmislegt brallað og gert sér til gamans. Það stóð ekki á Esther að taka þátt í þessu gamni okkar, en ef til vill af meiri stillingu en við hinar. Er svo árin liðu og við urðum eiginkonur og mæður, var oft minnst á dvöl okkar á Varma- landi þennan vetur og rifjaöar upp gamlar góðar minningar, þá urðum við ungar eins og þá. Það er oft að skólasystkin koma sam- an eftir að skóla lýkur til að halda kynnum sem lengst. Skólinn pkk- ar hefur oft verið okkar sam- komustaður á þessum skólamót- um. Esther var mjög félagslynd að eðlisfari og mætti alltaf á þessi mót ef henni var unnt, enda þótti henni vænt um skólasystur sinar og vildi sem oftast hitta þær. Þegar Esther dvaldist á Varma- landi var hún lofuó eftirlifandi eiginmanni sínum, Agúst V. Ein- arssyni. Þau giftust árið 1952 og eignuðust 5 yndisleg börn. Þau sem uppkomin eru hafa aflað sér góðrar menntunar. Yngsta harn þeirra er 12 ára. Eg kom oft á heimili Estherar og eiginmanns hennar, er þau áttu heima i Barmahlið 1, en þar byrjuðu þau sinn búskap. Það var gott að vera gestur þeirra, þvi þau voru bæði samhent við að láta manni líða vel. Eg vona, að Esther fyrirgefi þessi fátæklegu orð, hún átti miklu hetra skilið af mér, en minningin mun aldrei gleymast og Gilsbakkasystur muna góðan herbergisfélaga. Eg votta eiginmanni hennar, Gunnlaugur Jóhanns- son húsasmíða- meistari - Minning börnum og foreldrum innilega samúð mina. Megi timinn, sá mikli græðari, veita þeim hjálp sína. R.S. Þórhallur Arnason sellóleikari — Kveðja K. 13. janúar 1891. I). 18. júní 1976. Hann leyíöi ekki minningar- ræðu um sig i kirkjunni heldur bænir og tóniist. Það var kannske rélt því hann var brautryöjandi nýs tíma, sem fólk skiiur ekki enn i dag. Hann var hinn létti, káti, síglaði, elskulegi frændi, sem okk- ur þótli öllum svo vænt um. Hann + Móðir okkar. EMELÍA ÞORSTEINSDÓTTIR. Heiðavegi 10, Selfossi, lézt í Sjúkrahúsi Selfoss 24 júlí Börnin. + Eigmmaður minn og faðir SIGURÐUR GUÐSTEINSSON verslunarmaður Borgarnesi lést i Borgarspitalanum í Reyk|avík 26 þ m Bjarnína Jónsdóttir Rafn Sigurðsson t Þökkum innilega sýnda samúð og vináttu við andlát og útför SIGURBJARGAR SIGURFINNSDÓTTUR, Tjarnargotu 10, Keflavik. Starfsfóki elliheimilisins Hlévangs og Sjúkrahúss Keflavíkur eru færðar sérstakar þakkir fyrir góða hjúkrun Sigríður Sigurfinnsdóttir, Sigrún Olafsdóttir Sigurður Ágústsson og fjölskylda. og fjölskylda elskaði konur og fagrar listir eins og við hinir vildum gjarna geta gerl. Hann brauzt úr fátækt Narfakots til mennta og braut- ryðjendastarfs i tónlist, sem þjóð- in hefur notið í áratugi. Hér þarf ekki að telja upp hve mikils virði hann var móður minni, yngstu systur sinni og okk- ur systkinunum. Megi guö fylgja honum og varð- veita syni hans og þeirra afkom- endur. Jón H. Björnsson. Hestamannamót Snæfellings á Kaldármelum HESTAMANNAFELAGIÐ Snæ- fellingur heldur sjtt árlega hesta- mannamót á Kaldármelum og verður af því tilefni tekinn í notk- un nýr skeiðvöllur en þar er hin besta aðstaða til hestaíþrótta að sögn Bents Sigurðssonar, for- manns Snæfellings. A mótinu fer fram gæðingakeppni, káppreiðar og Þorkell Bjarnason, hrossa- ræktarráðunautur Búnaðarfé- lagsins, dæmir á mótinu yfir 20 hryssur og að minnsta kosti éinn stóðhest. Rúmlega 80 hross taka þátt í hlaupum og gæóingakeppni og í hópi kappreiðahrossanna eru m.a. kunn kappreiðahross frá Reykjavík og Borgarnesi. Fæddur 11. nóvember 1917. Dáinn 15. júnf 1976. Okkur setti hljóð, er við frétt- um lát vinar okkar Gunnlaugs Jóhannssonar þann 15. júni. Að vísu var okkur vel kunnugt um, að Gunnlaugur gekk ekki heill til skógar, þó engum dytti i hug, að kailið kæmi svo fljótt, sem raun varð á. Ungur kom hann til Akureyrar og nam húsgagnasmíði hjá snill- ingnum Þórði heitnum Jóhanns- syni. Að loknu námi gerði Þórður hann að meðeiganda sinum í fyr- irtækinu, enda fór alltaf vel á með þeim félögum. Siðan rak Gunnlaugur sitt eigið fyrirtæki. Hann var fjölhæfur og framúr- skarandi smekklegur í iðn sinni. Þær eru lika margar innrétting- arnar, sem hann smíðaði hér i húsin og fyrir alls konar fyrir- tæki, sem bera meistara sinum vitni um gott og listrænt hand- bragð. Gunnlaugur kynntist hér fljótt unga fólkinu, enda félagslyndur i besta lagi, greiðvikinn og öllum vildi hann gott gera. Þeir voru lika margir, sem leituóu ráða hjá honum um hús sin og eignir og enginn fór bónieiður frá Gunn- laugi. Hann var og vel liðtækur í félögum, svo sem frímúrara, Lions og veiðimanna. En við lax- árnar undi hann sér, enda veiðinn vel. Gunnlaugur var fæddur 11. nóvember 1917, sonur hjónanna á Ulfsstöðum í Skagafirði, Jóhanns' Sigurðssonar og Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Hann kvæntist Rósu, dóttur Gísla R. Magnússon- ar pg Herdisar Finnbogadóttur, þekktra hjóna hér í bæ. Þetta var þeim báðum mikið gæfuspor, svo samrýnd sem þau voru i blíðu og stríðu og okkur vinunum til fyrir- myndar. Þau eignuðust 3 börn: Ingi- björgu, nema i Kennaraskólan- um, heitbundna Bjarna Omari Jónssyni, Gísla nema við tækni- nám í Danmörku og Jóhann, sem þau misstu 4. apríl 1967, aðeins 6 ára gamlan. Það var mikil sorg i hjörtum foreldra, systkina og allra vandamanna og vina. Þrátt fyrir erfiðan öndunarsjúkdóm, sem Jóhann litli átti við að stríða, var hann svo glaðsinna og dugleg- ur, að hann varð hvers manns hugljúfi. Heimili þeirra Rósu og Gunnlaugs var mjög fallegt og heimilislifið eins og best má verða. Gunnlaugur lifði fyrst og + Alúðarþakkir sendum við ollum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför ÁGÚSTAR JÓNASSONAR, fyrrv. yfirvélstjóra, Hraunbæ 132, Reykjavík. Haukur Agústsson, Katrín Ágústsdóttir, Hilda Torfadóttir, Stefán Halldórsson og barnabörn. + Þokkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HERDÍSAR JÓNSDÓTTUR frá Látrum. Jóna Jónsdóttir, Þórður Jónsson og aðrir aðstandendur. + Þökkum ínnilega auðsýnda samúð við andlát og útför föður mlns VIÐARS THORSTEINSSONAR, framkvæmdarstjóra Dóttir hins látna fremst fyrir konu sina og börn og Rósa galt i sömu mynt. Gamlir og góðir siðir voru i heiðri hafðir, sem náðu hámarki um jólin, þeg- ar vinirnir streymdu að til að njóta hátiðarinnar hjá þessum góðu hjónum. Við hjónin þökkum hjartanlega fyrir margar ánægju- legar stundir á heimili þeirra, vin- áttu og tryggð. Guð blessi minningu þeirra feðga, Jóhanns litla og Gunn- laugs. Arthur Guðmundsson. Félagsráðgjaf- ar fordæma vinnubrögð kjaranefndar FELAGSFUNDUR í Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa 27. 7. sl. ályktar eftirfarandi vegna úr- skurðar kjaranefndar um kjör ríkisstarfsmanna: „Félagið fordæmir harðlega fáránleg og öldungis óviðunandi vinnubrögð kjaranefndar og lýsir megnri óánægju yfir því að fé- lagsráðgjafar hafa í engu fengið kröfum sínum framgengt. Það vekur furðu okkar, að félagsráð- gjafar fengu ekki launaflokks- hækkun eins og allar aðrar heil- brigðisstéttir innan SFR. Urskurður kjaranefndar í heild itrekar lítilsvirðingu ríkisvalds- ins í garð launþega. Augljóst er að þessi launaflokkshækkun, sem úrskurðurinn felur í sér vegur engan veginn upp á móti verð- hækkunum undanfarið, og er því i raun réttri um kjaraskerðingu að ræða. Svo er að sjá, sem kjaranefnd hafi enn ekki lokið öllum störfum þar eð hún hefur ekki enn raðað öllum starfsheitum í launaflokka og skorum við á nefndina að ljúka vinnu sinni nú þegar. Við fordæmum þessi vinnu- brögð enn harðar með hliðsjón af fyrri samskiptum stéttarfélagsins við fjármálaráðuneytið í ólokinni deilu um greiðslutaxta vegna lausavinnu félagsráðgjafa hjá rik- inu. Fjármálaráðuneytið hefur ekki, þrátt fyrir ítrekanir, sinnt tilboði félagsins um frekari við- ræður um það mál. Hin stórkostlega skerðing á lífs- kjörum almennings undanfarið og úrskurður kjaranefndar nú, hlýtur að knýja launþegasamtök- in til að taka sér þann rétt sem enn er ekki í þeirra höndum og skorar því félagið á opinbera starfsmenn að gripa til verkfalls- aðgerða nú þegar." (Fréttatilkynning frá Stéttarfé- lagi íslenzkra félagsráðgjafa).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.