Morgunblaðið - 28.07.1976, Síða 36
SPÁÐ er hægri suðvestlægri átt
í dag, sólarlausu og lítils háttar
úrkomu á Suóvesturlandi til
Vestfjarða. Annars staðar er
spáð hægri breytilegri átt og
yfirleitt sólarlitlu. Hiti breytist
lítið frá í gær.
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLt 1976
Starfsmaður Bifreiðaeftirlitsins klippir númer af einum bflanna í gærkvöldi.
80 bílar færðir til skoðunar:
Ljósm. Mbl.: Brynjólfur
Helmingur missti númerin
LÖGREGLAN f Reykjavfk og Bifreiðaeftirlit
rfkisins voru f gær með herferð á hendur bif-
reiðaeigendum, sem hafa trassað að koma með
bifreiðar sfnar til skoðunar. Á tfmabilinu frá kl.
17 til kl. 20 færðu lögreglumenn 80 bíla að
bækistöðvum bifreiðaeftirlitsins og var gert ráð
fyrir að halda herferðinni áfram fram eftir
kvöldi.
Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá Bald-
vin Ottóssyni varðstjóra f gærkvöldi, að af þess-
um 80 bflum hefðu þrfr bflanna reynzt vera f
fullkomnu lagi, en um helmingurinn hefði
misst númerin. Notkun var bönnuð á öðrum
bílum um tfma eða mönnum var veittur frestur
f smátfma til að koma bifreiðum sfnum f full-
komið lag.
Sfðastliðin fimmtudag var samskonar aðgerð
af hálfu yfirvalda og voru þá færðir milli 60 og
70 bflar til skoðunar. Voru númerin klippt af
um helmingi þeirra bfla.
VL M, , w j*
Ljosm. Brynjolfur.
Verið að útbúa bát á hrefnuveiðar í Reykjavfkurhöfn f gær.
300 TONNA BÁTUR
Á HREFNUVEIÐAR
4 norskir hrefnuveiðimenn með í ferðinni
Skattskráin í Reykjaneskjördæmi:
5,5 milljarðar lagðir
á 20681 einstaklinga
MÓTORBÁTURINN Oskar Hall-
dórsson RE fer á hrefnuveiðar
eftir næstu helgi. Óskar Halldórs-
son er 300 tonna bátur og hefur
svo stór bátur ekki áður stundað
hrefnuveiðar hér við land. Að
sögn Ólafs Óskarssonar útgerðar-
manns verður báturinn þrjár vik-
ur í veiðiferðinni og verða
hrefnurnar skornar um borð og
geymdar í ís. 1 ferðinni verða
fjórir norskir hrefnuveiðimenn,
þar af ein skytta.
Ólafur Óskarsson sagði að ágæt-
ur markaður væri fyrir hrefnu-
kjöt erlendis, einkum í Noregi.
Ekki má báturinn sjálfur siglá
með aflann út og verður hann því
settur í land hér, frystur og síðan
fluttur út með vöruflutningaskip-
um. Að sögn Ólafs er Ieyfilegt að
veiða 300 hrefnur hér við land
árlega og sagði hann að þetta
væru nokkurs konar tilraunaveið-
ar hjá Óskari Halldórssyni.
Sjávarútvegsráðuneytið veitti
leyfi til veiðanna. Aðalveiðisvæð-
ið er fyrir vestan og norðan land.
Skipstjóri á bátnum er Eggert
Þorfinnsson en áhöfnin er 9
Framhald á bls. 34
SKATTSKRÁIN í Reykja-
neskjördæmi kemur út í
dag. AIIs nema álögð gjöld
á einstaklinga í kjör-
dæminu rúmum 5,5
milljörðum króna, en
fjöldi gjaldenda er 20681.
Á 1142 félög eru lagðar 848
milljónir króna. I fyrra
voru lagðir tæplega 3,9
milljarðar á 19887 ein-
staklinga og 590 milljónir
á 1071 félag. Hækkun
álagðra gjalda á einstakl-
inga nemur um 43,8%.
Álögð gjöld . skv. skatt-
skrá nema að meðaltali á
gjaldanda í kaupstöðum í
Reykjaneskjördæmi eftir-
farandi upphæðum:
kr.
Garðabær 369.958.
Seltjarnarnes 307.715
híjarðvík 278.857
Grindavík 271.289
Kópavogur 262.939
Keflavík 259.681
Hafnarfjörður 254.365
1 hreppunum er meðal-
talsálagning lægri og undir
200 þús. í þremur hrepp-
um.
Tveir hæstu gjaldendur í
röðum einstaklinga í um-
dæminu eru Grétar Sveins-
son húsasm., Hafnarfirði,
og Sveinn Skaftason fram-
kvæmdastjóri, Kópavogi.
Báðir greiða þeir rúmlega
12 milljónir króna í opin-
ber gjöld.
Listi yfir hæstu skatt-
greiðendur í kaupstöðum
og hreppum í Reykjanes-
umdæmi er birtur á bls. 3.
Stöðugt unnið
í hassmálinu
STÖÐUGT er unnið að
rannsókn nýjasta fíkni-
efnamálsins, sem upp hef-
ur komið, að sögn Ásgeirs
Friðjónssonar dómara viö
Fíkniefnadómstólinn.
Sagði Ásgeir að ekkert
frekar væri hægt að ségja
um málið í fjölmiðlum en
þar hefði komið fram. Einn
maður situr í gærzluvarð-
haldi í sambandi við rann-
sóknina, en hann var úr-
skurðaður í allt að 30 daga
gæzluvarðhald.
Jökulsá á Fjöllum
flæðir yfir bakka sína
MIKILL vöxtur hefur verið í
Jökulsá á Fjöllum aó undan-
förnu og hefur áin flætt yfir
bakka sína á Skógareyrum í
Axarfirði og e.t.v. víðar. Sig-
urður Björnsson bóndi í Skóg-
um sagði f samtali við Mbl. í
gær að áin flæddi mest yfir
austurbakkann og rynni f svo-
nefnt Skógalón, en slfkt hefði
ekki gerzt áður f mannaminn-
um. Sagði hann að mikið land
væri nú undir vatni að viildum
þessara flóða og hefði vaxið
mikið í kýlnum sem rennur
gegnum túnin á Skógum og
túnin þar blotnað mjög. Sagði
hann að mjög erfitt væri að
vinna í heyskap við þessar að-
stæður, en sér hefði þó tekizt að
ná nokkru heyi í hús. Sagði
Sigurður að illa horfði fyrir
veturinn ef flóðum þessum
linnti ekki. Hann sagðist telja
að vatnavextirnir f Jökulsá
stöfuðu af landsigi sem varð f
Axarfirðinum í vetur af völd-
um jarðskjálftanna en miklar
landbreytingar hefðu orðið á
svæðinu þar nyrðra frá því f
vetur. Sigurður sagði að fyrir
skömmu hefði verið grafinn
nýr ós í Jökulsá og hlaðið í
skörð sem voru f árfarveginum,
en nú væri sýnt að þessar að-
gerðir nægðu ekki og þyrftu
frekari framkvæmdir að koma
til við ána.
Kaup á 10—20
skipum rannsökuð
AÐ UNUANFÖRNU hefur verið
til rannsóknar hjá Sakadómi
Reykjavfkur hvort um
gjaldeyrishrot hafi verið að ræða
við kaup á sanddæluskipinu
Grjótjötni til landsins og liggur
nú fyrir að svo hefur verið. Mun
uppgefið kaupverð og
raunvrrulegt verð ekki vera hið
sama. Gjaldeyriseftirlit
Seðlahankans hefur nú til
rannsóknar hvort um fleiri brot
sömu tegundar geti verið að ra-ða
hjá öðrum aðilum sem keypt hafa
skip til landsins á undanförnum
fjprum árum. Alls mun eftirlitið
vera að athuga kaup á 10—20
skipum frá a.m.k. þremur
Alviðra:
Stjórn Land-
verndar fjallar
um málið í ágúst
1 TILEFNI fréttar f blaðinu sl.
laugardag um að fyrrverandi
eigandi jarðarinnar Alviðru,
sem gaf jörðina Árnessýslu og
Landvernd fyrir nokkrum ár-
um, vildi nú rifta gjöfinni,
sneri blaðið sér til Hákonar
Guðmundssonar formanns
stjórnar I.andvcrndar og
Framhald á bls. 34
löndum, en gera má ráð fyrir að
þessi rannsókn taki nokkurn
tíma, því miserfitt er að fá
upplýsingar um viðskipti af þessu
tagi erlendis frá.
Dráttarvélar
í sveitum ekki
skoðunarskyldar
VEGNA slysa og óhappa sem
orðið hafa á dráttarvélum i sumar
sneri Mbl. sér til
Öryggiseftirlítsins og spurðist
fyrir um hvernig eftirlit með
dráttarvélum og öðrum tækjum í
sveitum væri háttað. Friðgeir
Grímsson öryggismálastjóri sagði
Mbl. að Öryggiseftirlit ríkisins
hefði ekkert af þessum vélum að
segja, því búvélar væru
undanþegnar skoðunarskyldu.
Hins vegar væru dráttarvélar sem
ekki væru notaðar við búskap
skoðunarskyldar og væri eftir því
gengið að þær væru færðar til
skoðunar. Sagði Friðgeir að hann
hefði mælt með þvi við
viðkomandi yfirvöld að
dráttarvélar í sveitum og önnur
slík tæki yrðu gerð
skoðunarskyld, en ekki kvaðst
hann vita hvort breytinga væri að
vænta á þessu sviði á næstunni.