Morgunblaðið - 29.07.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JULI 1976
5
ORÐ
í EYRA
Frá
Oddvita
Heill og sæll, Jakob gódur.
Heldur hefur það nú oróið
svona í undandrætti að hripa
þér fáeinar línur um
Menningu og þviumlíkt hérna
hjá okkur. Er það meðfram
vegna þessa eilífa útstáelsis á
Oddvitanefnunni. En allur
þungi sveitarstjórnarinnar
leggst á mig þegar hann er
fjarri.
Hann var víst mánuð og gott
betur á Búnaðarþingi þó marg-
ir hér Heima hefðu við orð að
betra hefði verið að aðrir
hefðu sótt Þingið en hann.
Fyrir hæversku sakir nefni ég
eingin nöfn.
Nú og svo var það Böðunin.
Er þar þá fyrst til máls að
taka að morgun einn
snemmendis í annarri viku
sumars berst mér njósn af því
að Hreppsi kallinn sé kominn á
stúfana og hyggist baða fjalla-
fé mitt frjálsborið að mér forn-
spurðum. — Ég sendi þegar á
ýmsa bæi og brugðu menn
skjótt við, vopnuðust harð-
fengilega og héldu að rausnar-
garði þeim er ég hef setið og
frændur mínir um hálfrar
aldar skeið og vel það.
Komu báðir til bæjar jafn-
snemma og laust svo saman
fylkingum millum fjóshaugs
og safnþróar. Hlaut þar marg-
ur áverka nokkurn. Voru tveir
kögursveinar Hreppsa strýktir
eins og óþægir pottormar,
mykju meykt ótæpilega á
úníform hans sjálfs og afgang-
urinn af liðinu barinn grjóti.
Voru þeim jafnframt valin hin
hæðilegustu orð og fengu ekki
baðað utan hrútgarm einn,
ónýtan og aflóga. Unnu það
þrekvirkið tveir húskarlar
Hreppsa, Jón lumma og
Gvuómundur nokkur Gvuó-
mundsson, ættlaus maður
undan Jökli.
Að sjálfsögðu mun ég eigi
láta við svo búið standa. Ég er
ákveðinn i að sækja mál á
hendur þeim er óboðnir stigu
fæti á bæjarhlöð mín morgun
þennan en einkum og sér í lagi
mun ég krefjast þess að þeir er
hendur lögðu á bekrann og
böóuðu verði sakfelldir.
Hreppsa bíóur væntanlega
hvorki meira né minna en
embættismissir enda telja
margir ýmsa betur fallna til
þess starfa en búra þann. Mun
væntanlega innan tíðar í ljós
koma hvort nokkur snefill rétt-
lætis skrimtir enn á landi hér.
Meira seinna.
Filipus Vara-Oddviti.
STORKOSTLEGT VORUURVAL
□ DENIM-BUXUR □ DENIM JAKKASKYRTUR □ DENIM MUSSUR
□ DENIM KÁPUKJÓLAR , □ DENIM PILS □ KÖFLÓTTAR BLÚSSUR
□ KÖFLÓTTAR HERRASKYRTUR
□ STUTTERMA JERSEY HERRASKYRTUR
□ DÖMU OG HERRABOLIR □ SÓLBOLIR □ STUTTJAKKAR
□ STRIGASKÓR FRÁ KICKERS □ KÚREKASTÍGVÉL
□ HLJÓMPLÖTUR OG KASSETTUR O.M.M.FL.
KL. 8 ANNAÐ KVOLD
TfZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155