Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGUST 1976
(JR JANE EYitE: Isabelle Rosin sem Adele og Sorcha Cusack sem
Jane Eyre.
HÖFUNDUR JANE EYRE:
Chariotte Bronté
og systkinihennar
% CHARLOTTE Bronté, höfundur sögunnar „Jane Eyre“, sem íslenzkir sjón-
varpsáhorfendur hafa fengið að kynnast undanfarna sunnudaga í sjónvarpsgerð
BBC, er ekki sfður hnýsilegt athugunarefni en þau verk sem hún ritaði. „Jane
Eyre“ hefur í meir en hundrað ár verið ein mest lesna skáldsaga enskrar tungu,
og það sem þykir hafa valdið þar mestu um er það einkennilega og áhrifamikla
andrúm sem hið magnaða hugmyndaflug Bronté laðar fram og hleður með sögu,
sem að uppistöðu er ósköp venjuleg ástarsaga af barnfóstru og vinnuveitenda
hennar. Þetta hugmyndaflug var ekki einkaeign, Charlotte Bronté. Hér var
nánast um fjölskyldueinkenni að ræða. Systkini og þó fyrst og fremst systur
Charlotte Bronté hafa einnig unnið sér sess í brezkri bókmenntasögu, eins og
mörgum er kunnugt. Og persónusaga Bronté-systkinanna, — í senn viðkvæmur og
myrkur hugarheimur þeirra hefur haldið jafnt fræðimönnum sem bókmennta-
unnendum almennt föngnum áratugum saman. Hér á eftir skal að nokkru greint
frá ævi þessara sérkennilegu og hæfileikarfki systkina.
(JR JANE EYRE: Michael Jayston sem Rochester og Sorcha Cusack sem Jane.
m fltt'lfð
Já m Y$ \ |f
Wtfmm
(JR JANE EYRE: Sorcha Cusack og Megs Jenkins sem frú Fairfax.
Þau voru börn írsks mótmæl-
enda prests, Patrick Brontö og
Maria Branwell frá Cornwall.
Faðirinn var meþódisti og áhrif
frá meþódisma skjóta víða upp
kolli í verkum systranna og mót-
aði mjög persónuleika og líferni
þeirra. Elztu systurnar tvær,
Maria Elizabeth, sem urðu mjög
skammlífar, fæddust 1813 og 1814
í Hartstead í Yorkshire, en
skömmu sfðar flytur klerkur til
Thornton, lítils þorps á Yorks-
hireheiðunum þar sem hann ger-
ist sóknarprestur. Þar fæðist
Charlotte 21. apríl 1816, bróðirinn
Patrick Branwell 26. júní 1817,
Emily Jane 30. júlí 1818 og Anne
17. janúar 1820. Þremur mánuð-
um eftir fæðingu Anne varð faðir
þeirra sóknarprestur í Haworth,
afskekktu þorpi á heiðunum, og
þar bjó hann alla sína ævi. Og þar
lézt móðirin úr krabbameini árið
1821.
HINN KLOFNI
HEIMUR ÆSKU OG
UPPVAXTAR
Móðursystir þeirra, Elizabeth
Branwell, flutti inn á heimilið og
annaðist það. Hún gerði skyldu
sína gagnvart þeim, en var þeim
að öðru leyti f jarlæg, og hinn
strangi meþódismi hennar verk-
aði þrúgandi, — einkum á Anne.
Branwell naut hins vegar mennt-
unar og alúðar föður sfns, sem var
greindur og orkaði hvetjandi á
sjálfstætt vitsmunalíf barna
sinna, þðtt sérvitur og einrænn
væri. Börnin voru þvf mest upp á
sjálf sig komin.
Það sem fljótt átti hug þeirra
allan var lestur. Þau gleyptu f sig
allt lestrarefni sem þau gátu náð
í, þ. á m. dagblöð. En á móti heimi
bóka og blaða komu hinar dul-
mögnuðu heiðar með ofsafengn-
um vindum og veðrum. Þar reik-
uðu Bronté-systkinin löngum, og
áhrifa þeirra gætir á afar áber-
andi hátt f vérkum þeirra, jafn-
framt því sem þær settu mark sitt
á sálarlff þeirra.
Hið einangraða líferni leiddi
hins vegar til mikillar feimni hjá
stúlkunum og Branwell átti ekki
samneyti við jafnaldra af sínu
kyni, sem vafalaust hefur átt sinn
þátt í reikulu skaplyndi hans og
örlögum. Charlotte og Emily fóru
sex og sjö ára að aldri f skóla fyrir
prestsdætur ásamt þeim Maria og
Elizabeth. Agi var þar strangur og
aðbúnaður slæmur. Minningar
Charlotte um þennan skóla koma
einmitt fram í lýsingunni á skól-
anum í „Lowood" í „Jane Eyre“,
og hún leit ekki á þá lýsingu sem
ýkjur. 1 þessari skólavist horfði
Charlotte upp á eldri systur sfnar
tvær, Maria og Elizabeth, veikjast
og fluttar heim til þess eins að
deyja. Sú reynsla skildi eftir sig
djúp spor hjá bæði Charlotte og
Branwell.
SKÁLDSKAPAR-
HEIMURINN
Þær Charlotte og Emily sneru
sjálfar heim úr heimavistarskól-
anum árla sumars og í meir en
fimm ár dvöldu börnin f föður-
húsum við leik og nám. Á þeim
tíma leita þau út úr einangrun
sinni inn í tilbúinn ævintýra- og
skáldskaparheim, sem æ síðan
hefur þótt sérkennilegt rannsókn-
arefni fræðimanna. Til þess að
hafa ofan af fyrir sjálfum sér og
um leið veita auðugu hugarflugi
útrás tóku þau að búa sér til
furðulegustu leiki og gera mikinn
fjölda örsmárra bóka eða kvera,
skrifaðra með nánast smásæju
letri, 1 þessum skáldheimi barn-
anna urðu til f ljóðum og fanta-
stfskum sögum heil rfki. Char-
lotte og Branwell skrifuðu sín
ævintýri í kringum konungdæmið
Angríu, en Emily og Anne upp-
diktuðu eyríkið Gondal á Kyrra-
hafi. 1 þessum rfkjum stýrðu
börnin sjálf stjórnmálaum og
styrjöldum, ástum og átökum.
Þessar flóknu rómantísku sögur
voru samdar af stúlkunum allt
fram á þrítugsaldur.
Þótt ekki teljast sögur þessar til
sígildra bókmenntaverka voru
þær eins konar sandkassi fyrir
skáldgáfu systranna. Stef og við-
fangsefni síðari verka þeirra eiga
upptök sín þarna. Því miður eru
öll prósaverkin um Gondal glötuð,
en talsvert er til af Angríusögum,
og þær eru hið forvitnilegasta at-
hugunarefni frá sálfræðilegu
sjónarmiði. Charlotte fann
snemma til sektar vegna þeirra
andstæðna sem voru annars vegar
hið einangraða, hversdagslega lff
hennar og hins vegar hið taum-
lausa, frjálsa lff ímyndunarafls-
ins. Þessi togstreita olli verulegu
sálarstríði hjá henni, og ef til vill
hjá systrum hennar tveim að ein-
hverju leyti líka. Harmleikurinn f
lífi Branwells var á hinn bóginn
sá að hann virðist hafa, er á leið,
glatað hæfileikanum til að greina
á milli ofsafenginna dagdrauma
og raunveruleikans í kringum
hann.