Morgunblaðið - 29.08.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.08.1976, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGUST 1976 BLAÐAMENN MORGUNBLAÐSINS Á FERÐ VIÐ KRÖFLU: Haraldur Sigurðsson, Jötunn f haksýn. Hér einbeita menn sér að störfum. Það er víða þröng á þingi. „Þegar goskjaftagang- urinn varmestur var starfsandinn beztur " — segja Miðfellsmenn í samtali „Við getum engu spáð, aðeins vonað" Gufuöflunin til Kröflu eini þátturinn sem óvissa ríkir um Sigurður Harðarson við hitamælingar á holu 6. Nú þegar fram- kvæmdum við Kröflu- virkjun er aö ljúka, ef allt verður óbreytt, er aðeins einn þáttur virkjunarinnar, og kannski sá mikilvæg- asti, sem enn ríkir nokkur óvissa um, en það er gufuöflunin til að hægt verði að hefja raforkuframleiðslu um áramót, eins og áætlanir gera ráð fyr- ir. Nú liggur ekki fyrir vissa um nýtingu neinnar þeirra 6 borhola, sem lokið er við á Kröflusvæðinu og aðeins er gert ráð fyrir að hægt verði að ljúka við að bora 6 holur til viðbótar á þessu ári, áður en vetur gengur i garð og gerir iIT- mögulegt, að hægt verði að halda áfram, fyrr en hlýna fer í veðri næsta vor. Stóri borinn Jötunn er nú kominn um 230 metra niður í 7. holu, gufuborinn Dofri er ný- kominn á staðinn og byrjar vænt- anlega á 8. holu nú upp úr helgi. Gert er ráð fyrir að hann bori 2 holur til viðbótar og sama er að segja um Jötun, 7. holu er lokið. Þrátt fyrir þetta er engin ástæða til að ætla að ekki takist að afla nægilegrar gufu, þar sem áætlað er að aflgeta Kröflusvæðis- ins.sé 300—500 megawött og fyrir iiggur, að ef tekizt hefði að beizla stóru holuna nr. 4, hefði hún ein getað gefið af sér allt að 30 MW, eða nægilega orku til að knýja aðra túrbínuna. Dofri er nú að hefja borun á svæðinu rétt NA við 4. holu í stefnu á Leirhnjúk. Það er þvi öhjákvæmilegt að augu manna beinist einkum að borun- um næstu vikur og mánuði með ' von um að vel takist til. Á borplaninu við Jötun hittum við að máli Sigurð Harðarson, sem annast hitamælingar á holun- um, og báðum hann að segja okk- „Þetta hefur verið skemmtilegt verkefni að vinna, þótt aðstæð- ur hafi á stundum ver- iö erfiðar,“ sögðu þeir Gunnar Steinsen, Þorgils Axelsson og Þórður Sigfússon byggingarstjórar Mið- fells er við ræddum við þá þremenninga um þátt Miðfells í Kröfluvirkjun, en Miðfell hefur frá upp- hafi verið stærsti verktakinn við Kröflu meó frá 30—120 manns í vinnu. Þætti Miðfells á staðnum fer nú senn að ljúka að mestu og vonast þeir til að eiga aðeins u.þ.b. 2 mánaða verk fyrir höndum. Framkvæmdir voru hafnar á svæðinu undir umsjón Miðfells með byggingu vinnubúða; síðan sá fyrirtækið um að steypa upp sjálft stöðvarhúsið, undirstöður undir spennuvirki, steypa undir- stöður undir kæliturna og reisa annan þeirra, —- verið er að.byrja á hinum, — og nú er aðeins eftir að raka dreifina, eins og Gunnar komst að orði, en það er að steypa undirstöður undir dælur, gólf- ílagnir og frágangur á mannvirkj- um, bygging brunavarnarhúsa, óliuleiðslur og lóðin umhverfis stöðvarhúsið. Álagið mikið Eins og áður hefur verið sagt eru aðeins 14 mánuðir frá því að fyrsta skóflustungan var tekin við Þetta er nú meira rörið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.