Morgunblaðið - 29.08.1976, Síða 17

Morgunblaðið - 29.08.1976, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. AGUST 1976 17 Kröflu og við sþyrjum þá félaga hvort ekki hafi verið erfitt að keyra verkið áfram. Þeir segja að vissulega hafi álagið oft verið mikið og þrátt fyrir það að sl. vetur hafi verið einhver sá bezti sem um getur, hafi hann verið þeim nógu erfið- ur. Eldsumbrotin og jarðhræring- arnar hafi heldur ekki verið til að flýta fyrir, einkum vegna þess að þá var smíði stöðvarhússins á mjög viðkvæmu stigi og eftir að styrkja þakið. Hins vegar hafi sá mannskapur, . sem þá var við vinnu, aldrei verið ákveðnari í að gera húsið öruggt og allir lagt hart að sér að ljúka því verki. Það hafi einnig stundum verið nokkuð erfitt að afla nægilegra upplýsinga þar sem verkhraðinn hafi verið svo mikill. Stundum hafi verið erfitt um aðdrætti, einkum er kaupa þurfti sérsmíðaða hluti og yfirleitt hafi það verið þannig að þegar hlutirn- ir hafi fundizt hafi birgðirnar ver- ið keyptar upp og allt gert til að ná hlutunum á staðinn i tæka tíð. Þeir benda á að um tíma hafi verið teiknað, byggt og borað á ÞorgilsAxelsson, Gunnar Steinsen og Þórður Sigfússon fyrir framan stöðvarhúsið. sama tíma og því verið erfitt um Má slaka? Hin fullkomna samvinna. vik við skipulagningu, en alltaf hafi þó tekizt að leysa vandann, eins og byggingaframkvæmdirnar beri nú glöggt vitni um. Þessi framkvæmd sýni, hvað íslenzkir verktakar og íslenzkir starfsmenn geti, ekki síður en Júgóslavar eða aðrar góðar þjóðir. Fjölmidlaskrif Þeim þremenningum ber sam- an um, að árangurinn sé mest að þakka hörkuduglegum starfs- mönnum, sem flestir eru Norðan- nienn sem aldrei hafi látið deigan síga. Þeim bar hins vegar saman um að það, sem mestri óánægju hafi valdið, hefðu verið „skrif fjölmiðla gegn þessari virkjun, byggð upp á rosafréttum um gos- hættu, sem ekki hefði átt við nein rök að styðjast." Og þegar kjafta- gangur í vetur hafi verið sem mestur um, hvað va-ri að gerast við Kröflu, hafi vinnuandinn aldrei verið betri. Hins vegar hafi skrifin aðeins orðið til þess að valda óánægju og áhyggjum með- al aðstandenda nianna við Kröflu. Hola 4 er nú orðin að mikilúðlegum leirhver. Eremst á myndinni sést stóra borkrónan. ur frá þeim borholum, sem þegar væri lokið við. Hitaveita fyrir búðirnar „Holur 1 og 2 voru boraðar seint um haustið 1974. Sú fyrri var boruð i 1170 metra og er riú notuð sem hitaveita fyrir búðirn- ar. Hola nr. 2 fór i 1203 metra og gaf aldrei neitt sérstakt af sér. 3. hola er sú sem missti þrýsting I goslok og er nú aðeins 3—4 kg, en hún fór mest i 27 kg, en var yfirleitt 9—12 kg. Var fyrst álitið að hún gæti gefið af sér 6 MW, en hún er rlú úr sögunni. 4. hola er nú eins og allir vita aðeiris stór leirhver, en hún sprengdi allt af sér um miðjan janúar. Hola 5 var boruð í 800 metra og hún biður nú, þangað til árangur 7. holu kemur i Ijós, en hugsan- Séð yfir borstað holu 7. legt er að eitthvað verði hægt að halda áfram með hana. Við fylgjumst nú daglega með holu 6, sem nýlokið er við að bora, og hún er nú á leiðinni upp aftur. Við létum hana gjósa 21. ágúst og þá blés hún i 12 klst., en datt þá niður. Við gerum okkur vonir um að hún komi upp aftur, það var búið að dæla í hana óhemju miklu kadivatni og hún þarf tíma til að jafna sig, en næstu dagar skera úr um hvað verður. Þá erum við komnir að 7. holu. Búið er að bora hana niður i 230 metra, en þá var koniið niður í gjá og undanfarna 10 daga hefur verið unnið við það að steypa i hana til að reyna að þétta hana, en það er bezt, að þið fáið nánari lýsingu á því hjá Har- aldi Sigurðssyni verkstjóra." Gerist oft á háhitasvæðum „Það, sem hér gerðist. er nokk- uð, sem oft kemur fyrir á háhita- svæðum," sagði Haraldur. „Við lendum á sprungu og við það tap- ast allt skolvatnið. Við erum nú búnir að dæla niður nokkrum tug- um tonna af steypu, og okkur virðist sem hún sé eitthvað að þéttast. Það bendir til þess að okkur kunni að takast að loka sprungunni, án þess þó að nokkuð sé hægt að fullyrða um það.“ — Hvað tekur við ef ykkur tekst að loka henni? „Þá höldum við áfram að bora niður á 300 m með T7V4 tommu borkrönunni, fóðrum og setum ventla og öryggisbúnáð. Síðan er borað með 12‘í tommu krónu nið- ur á 7—900 metra og þá lýkur steyptu fóðringunni. Siðan er hol- an boruð i fulla dýpt með 8'/i tommu krónu og holan fóðruð nieð 7 tommu götuðum rörum i botn til að hleypa nægilega mik- illi gufu inn." — Hversu mikið getið þið borað á sólarhring? „Okkur fintist það góður gang- ur éf við getum klárað 100 m á sólarhi ing. en ef skilyrði eru eins góð og bezt verður á kosið ma>tti Framhald á bls. 47

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.