Morgunblaðið - 29.08.1976, Side 30

Morgunblaðið - 29.08.1976, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGUST 1976 AÐ SÖGN Óttars Haukssonar, framkvæmdastjóra „Rock’n Roll Festivals ’76“, verða hljómleikarnir í Laugardagls- höllinni nú á miðvikudaginn hljóðritaðir og hugsanlega gefnir út á hljómplötu innan tfðar. Tony Cook, upptöku- stjóri hjá Hljóðrita, mun ann- ast upptökuna en hljómsveit- irnar sem koma fram á tón- leikunum eru: Paradfs, Fresh, Eik, Celcius og Cabaret. — Ertu bara við símann eða ertu mikið áferðinni? Ég fer með hljómsveitinni á öll böll utan Reykjavikur, sama hver heldur þau, og fylgist með öllu og gæti hagsmuna okkar, en í Reykjavík geri ég minna af því. — Þarf hljómsveit að hafa um- boðsmann? Nei, hún kæmist af án hans, en það tæki þá mikið af æfingatíma hennar og vinnu, ef einn úr hljómsveitinni þyrfti líka að standa i að ráða hana. Þeir eru yfirleitt að æfa á daginn og þá þarf einhver að geta tekið símann og svarað fyrir þá. Margar hljóm- sveitir hafa reynt þetta, en ekki tekizt, en ein og ein getur þetta. — Er ekki freistandi fyrir um- boðsmann að segja hljómsveitinni fyrir verkum, hvað hún eigi að spila og hvernig haga sér? Maður segir þeim ekki beint hvernig þeir eigi að spila, en um- boðsmaður á að fylgjast vel með stundvísi og reglusemi sinna manna. En ekki að skipta sér af lagavali, því þarf hljómlistar- maðurinn sjálfur að ráða eftir sinni tilfinningu. En auðvitað vita þeir allir, að það þarf mismun- andi lagaval eftir stöðum og að ekki gildir sama lagaval í Reykja- vik og úti á landi. — Ef laun umboðsmanns með eina hljómsveit eru ekki hærri en vinnukonulaun, er þá ekki rétt að hafa fleiri hljómSveitir? Ég vil það ekki. Ég vil heldur vinna vel fyrir eina hljómsveit, en sæmilega fyrir 3—4. Ef hljóm- sveit er góð og gengur vel þá er hægt að hafa sæmilegt verka- mannakaup. Hljómsveitin sjálf yrði líka ekki hress, ef umboðs- maðurinn færi að bæta við sig. Mér hafa boðizt fleiri hljómsveit- ir, en ég hef ekki tekið þær. — Er mikil barátta milli um- boðsmanna? Það er orðin meiri samvinna um að stefna ekki hljómsveit- unum saman. Við reynum að kíkja í bækurnar hver hjá öðrum til að vita hvar hver hljómsveit er að spila. Áður var þetta allt í ruglingi, til dæmis ein hljómsveit í Stapa og önnur í Festi. Nú er reynt að halda þessum stóru hljómsveitum sem lengst frá hverri annarri til að þær geti þénað sem mest. Það var helzt þegar Demant var starfandi með umboðsskrifstofu, þá var kapp- hlaup um bitana og menn þvældust bara hver fyrir öðrum. Nú reyna menn að bera saman bækur sínar, það kemur bezt út. — Endast umboðsmenn ekki stutt í starfinu að jafnaði? Það fer eftir mönnunum sjálf- um. Ég er sjálfur menntaður kokkur og get alltaf hlaupið i það en mér finnst gaman að vinna í þessu. Það þarf að vera svolítill áhugi lika, ekki bara nóg að vera eins og á eyrinni frá átta til sjö. hafa þó ílengzt f því starfi og segir það sfna sögu um tekj- urnar. Sá umboðsmaður sem mest hefur borið á á undan- förnum árum er óneitanlega Ámundi Ámundason. Hann hefur staðið í stórræðum, sent hljómsveitir út um öll horn landsins, gefið út plötur og i'lutt inn erlenda skemmti- krafta og hljómsveitir. En sfð- ustu mánuðina hefur Iftið bor- ið á honum og þegar Slag- brandur leitaði eftir viðtali við hann um störf umboðsmanns- ins, þá gaf hann ekki kost á sér. Öðruvfsi mér áður brá. En Slagbrandur ræddi við tvo um- boðsmenn, annan gamalreynd- an, Helga Steingrímsson, og hinn nýbyrjaðan, Jón Hildi- berg, en báðir eru þeir um- boðsmenn að aðalstarfi. —sh. JÓN HILDIBERG gerðist umboðsmaður um sl. áramót, er hann fór að starfa fyrir hljóm- sveitina Cabaret, en áður hafði hann starfað á umboðsskrifstofu Ámunda Ámundasonar í nokkra mánuði. Nú er hann umboðsmað- ur hljómsveitarinnar Fresh. — Er hringt í þig og þú beðinn um hljómsveitina eða verður þú að hringja og reyna að útvega henni vinnu? Það er hvort tveggja. Ég reyni þó að hringja miklu meira sjálfur. Við Ámundi sömdum um að ég sæti á skrifstofunni hans á hverj- um degi og tæki sfmann fyrir hann, en i staðinn fæ ég að nota þessa aðstöðu og símann til að vinna fyrir mfna hljómsveit. Þess vegna reyni ég að hringja meira sjálfur, þvi að ég væri að taka frá Ámunda ef ég sæti fyrir beztu tilboðunum. Heldur hljómsveitin dans- leiki sjálf eða er hún alltaf í vinnu hjá öðrum? Stundum leigir hljómsveitin sjálf hús og verður þá að sjá sjálf um auglýsingar og verður að borga húsaleigu, löggæzlu, sölu- skatt, Stefgjöld og allt það. í öðr- um tilvikum fær hljómsveitin ákveðinn hluta af miðaverðinu, en húsið sér þá um allar greiðslur og auglýsingar. Og i þriðja til- vikinu er um fast kaup að ræða og húsið sér um allt hitt. — Eru laun þín góð í umboðs- mannsstarfinu? Ég er einn af hópnum og fæ jafnt og þeir. Þeir eru sex, þannig að ég fæ einn sjöunda hluta af kaupinu. Stundum er kaupið ágætt, stundum slakt, en að jafn- aði vinnukonu- eða verkamanna- kaup. Þetta er ekki neitt for- stjóra- eða heildsalakaup. — Sérð þú lika um kynningar á hljómsveitinni eða verður hún að koma sér að sjálf f fjölmiðlum? Ég geri mitt bezta til að auglýsa hana. Og~plaköt eru bezta auglýs- ingin að minu mati. Maður verður að hafa þau góð og mörg. Þá sést að eitthvað er að gerast hjá þess- ari hljómsveit. Ef nafnið sést víða, þá sést að lif er í hljómsveit- inni og fólk veit af henni. — Þarf umboðsmaður að hafa síma, skrifstofu og annað slíkt, eða er hægt að stunda þetta starf bara með rassvasabókhaldi eða í skjalatösku? Athyglin verður að beinast ein- hvern veginn að umboðsmannin- um. Fólk verður að vita hvar er hægt að ná i hann og þá i síma, þvi að 99% af starfinu er sima- vinna. Allar ráðningar gerast í gegnum síma. Sumir hljómlistarmenn halda alltaf, að umboðsmaðurinn græði, en ekki þeir sjálfi- SLAG BRANDUR Rokk- hljóm- leikarn- ir á Umboðs mennimir ÞÓTT tónlistin sjálf, sköpun hennar og flutningur hljóti að teljast þýðingarmesta atriðið f poppiðnaðinum, þá hefur stundum farið svo, að aðrir en lagasmiðir og flytjendur hafa verið mjög f sviðsljósinu. Umboðsmennirnir hafa löng- um verið á milli tannanna á fólki og um þá hafa spunnizt magnaðar sögur, einkum þó um allan gróðann. Fáir menn — Hvers vegna gerðistu um- boðsmaður? Ég hafði umgengizt popparana síðan ég var smástrákur, þeir voru kunningjar minir og ég kynntist þeirra lífi. Þetta var bara eðlilegt framhald. I hverju er starfið fólgið? Fyrst og fremst i að koma mönnunum á framfæri. Þetta eru atvinnumenn og ég verð að sjá þeim fyrir verkefnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.