Morgunblaðið - 29.08.1976, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.08.1976, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. AGÚST 1976 33 Gíslason,arkinema eru sama sinnis varðandi arki- tektúr og umhverfi og þá skaða þeir engan." „Hús fyrir súperstjörnu“ „Við gerum alls konar verk- efni á skólanum bæði skálduð og raunveruleg. „Hús fyrir súper-stjörnu“ — var eitt verk- efnið og valdi ég David Bowie. Einn kunningi minn hannaði Elton Jöhn-villu sem var eins og píanó að lögun. Aðalviðfangsefni þessa verk- efnis var að gera byggingu sem mundi spegla skapgerð eigand- ans og þess vegna höfðum við stjörnur í huga af því að þær hafa oft mjög skýra og alkunna skapgerðareiginleika. Bowie þekki ég auðvitað bara úr-fjöl- miðlum — hann er mér mjög óraunverulegur. Byggingin er því í þeim dúr — súrrealistisk í eins konar Salvador Dali — stfl. Til að hafa raunveruleikann með þurfti húsið að vera byggj- anlegt, svo þar var ákveðinn rammi gefinn. Það voru svolítil vandræði með sundlaugina uppi á 3. hæð, að hún læki ekki niður á 2. hæð. Síðan urðum við að eyða jóla- fríinu á að skrifa vinnuskýrslu fyrir byggingameistara og lýsa fullkomlega hvernig hver hlut- ur skyldi byggður. „Þaö erfidasta sem til er — fyrir arkitekt“ Af raunverulegum verkefn- um höfum við teiknað t.d. bóka- safn, dagheimili og hljómleika- höll. Dagheimilið var gert í ná- inni samvinnu við fóstrur og starfsfólk slíkrar stofnunar. Eitt verkefnið var fjölbýiishús fyrir 24 fjölskyldur og mátti kostnaður ekki fara fram úr ákveðnu marki, sem er áreiðan- lega það allra erfiðasta sem arkitektar komast í — fallegt. skemmtilegt, þægilegt, — en ódýrt. „Umhverfis- sálarfrædi“ Það sem kallað er umhverfis- sálarfræði (environmental psychology) fjallar um áhrif umhverfis á fólk. Arkitektar taka miklar ákvarðanir fyrir fjölda fólks. Þeir geta kannski komið í veg fyrir slys, eldsvoða, þakleka eða að húsið hrynji en að koma i veg fyrir vanlíðan, svartsýni og ólæti unglinga — það er öllu erfiðara viðfangs. „Allt er í kerfi“ Svokölluð kerfis-kenning (systems-teory) sýnir okkur fram á að allt er í rauninni kerfi, náttúran er kerfi, við er- um hluti af sólkerfinu, sólkerf- ið hluti af himingeimnum — við sjálf erum kerfi, æðakerfi, taugakerfi. Vandamálið er sfð- an: Hvernig getum við hannað NONE-STYLE 3 Enginn stíll no. 3: ÍJr seríu af hugmyndateikningum, sem eiga að sýna hvernig umhverfið gæti litið út í „einskis-stíls-bæ“. byggingu sem virkar jafnvel og líkaminn (space-kerfi), þ.e. nálgast fullkomnun. Við höfum rætt þetta mikið í skólanum, jafnframt því að reyna að hanna byggingu sem kerfi og setja hana saman úr einingum eins og mekkanó. Þetta er alveg rosalega dýrt í útfærslu því hver ný tilbreyting margfaidar í öðru veldi fjölda eininga og tenginga. Ef þú vilt glugga þá þarftu svo marga möguleika fyrir hverja breytingu Það er t.d. ómögulegt að gera eld- húsinnréttingu sem virkilega passar. Það er vissulega hægt að gera byggingu sem er kerfi í sjálfu sér, i rýmum og tenging- um rýma — tæknilega byggingu, þar sem þú mátt ekki opna glugga, heldur andar byggingin sjálf o.s.frv. A sama hátt hannaði einn kennari minn stúdíó-borð, þar sem þú þarft ekki að hreyfa þig lengur — allt er fyrir framan þig. Gall- inn er bara sá að þetta er ofsa- lega dýrt. „Allir Reykvíking- ar í 3—4 blokkir?“ Það má segja að allt snúist nú um „fólk“. Um það hvernig megi gefa mönnum meiri til- finningu fyrir hvernig það sjálft og aðrir búa, skapa „identitet". Vissulega má færa rök fyrir því að allir Reyk- víkingar byggju í 3—4 blokkum i kringum einhvern miðbæjar- kjarna eða að við værum öll í sams konar fötum, eins og þeir i Maó Kína, — en við viljum það einfaldlega ekki. Við ætlum að byggja raðhús þar sem hver eining er með ólíku sniði, blokkir með mismunandi stiga- göngum og mismunandi litum, svo hver og einn hafi til- finningu fyrir eigin heimili og ekki veitir af t.d. þar sem margir búa hálfa ævina á sama stað. „Enginn stíll“ Allir eru orðnir þreyttir á að vera númer eða benda á heimili sitt segjandi: „Eg á heima í áttunda glugga upp og fimmta til hægri.“ Heldurðu að ekki væri munur ef þú gætir sagt: „Ég á heima i bleika húsinu með kúlugluggunum,“ eða „steypu-húsinu með trapisu- gluggunum”. Við höfum verið að vinna að svona stíl undanfar- ið og er hann kallaður „non- style“ eða enginn stíll. Þó er þetta stíll sem hægt er að skil- greina og vinna að. Við viljum meina að hann eigi upphaf að rekja til fyrri heimsstyrjaldar. Um 1930 voru á ferðinni tvær ólikar stefnur i byggingarlist — „international-style", sem snýst um hvernig formið tjáir nota- gildið (form follows function). S:mkvæmt henni voru þök flöt, 90° horn og beinir veggir það eina rétta, vegna þess að slétti flöturinn hefur mest snerti- magn við aðra jafnslétta fleti og það er alveg rétt. Auðvelt er að temja sér þennan stíl, þar sem nokkrar reglur mynda ramma sem ákveður að mestu leyti form hússins: kassi. Samkvæmt hinni stefnunni — „organiska funktionalisman- um“ — var engin eining eins, allt var organiskt eða eins og i náttúrunni. Hver lóð var talin einstök og ólík öllum öðrum lóðum, i landslagi og stað- háttum. Þar af leiðandi átti hvert herbergi að vera með sínu ólika sniði, vegna þess að í hverju herbergi fóru fram ólikar athafnir, þar bjuggu ólíkar manneskjur. Þetta er mjög erfitt í fram- kvæmd, því þú þarft alltaf að byrja uppá nýtt. — Þessi stefna varð undir. Nýr heimur birtist eftir stríð, allt varð eins. Við höfum nú prófað það, það er allt i lagi að hafa prófað það. Byggingarnar voru góðar. Þær héldu regni úti, vindum úti, þjófum úti, — þér inni. Samt voru þetta yfir- leitt ekki spennandi byggingar. Nú viljum við að einstakling- urinn geti tjáð sig í eigin arki- tektúr og við reynum að þróa „engan stil", svo að hver manneskja geti unað betur í húsunum sem teiknuð eru fyrir hana. Ungt fólk er farið að tjá sig i fatnaði, í bílum sínum — það eru ekki nema 25 ár siðan allir karlmenn voru eins klæddir. Sú kynslóð býr i eins húsum i dag i snyrtilegum húsaröðum með blómagörðum i kring. Ég er sannfærður um að ungt fólk vill líflegt og lifvænlegt umhverfi og vill geta tjáð per- sónuleika sinn i húsbyggingum og mótað umhverfið meira sjálft en við höfum kynnst til Tónlistarmiðstöð í miðbæ Portsmouth (hugmynd). Hljómburði, ljósum og öðrum tæknilegum atriðum á að vera stjórnað með rafeindatækni, þannig að bæði séu möguleikar á flutningi sfgildra tónverka og pop- tónlistar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.