Morgunblaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGUST 1976
5.
ráðstefnu
hinna
óháðu
ríkja
lokið:
N ú eru ýmsir farnir að tala um
nýja heimsvaldastefnu • hneyksl-
unartón — þriðja heimsins Iðnríkin
bregðasr illa við ..harðstjórn öreig-
anna' , og þau fylgjast hálfkvíðafull
með hinum fálmkenndu tilburðum
hins ..nýja heimsdómara Vonir
manna eins og Henry Kissingers um
að takast mætti að stjórna málefnum
alls mannkyns á tveggja skauta
grundvelli eða I hæsta lagi fimm-
hyrndum og koma þannig á viðun-
andi nýskipan heimsíns, hafa reynzt
tálvonir einar
Vissulega verður máttur stór
veldanna og þá sérstaklega hinn
hernaðarlegi veigamesti þátturinn í
heimsmálunum áfram En undanfar-
m ár og að minnsta kosti eftir olíu-
kreppuna 1973 hefur mönnum
orðið það æ Ijósara. að það eru ekki
aðeins eldflaugar og kjarnorku-
sprengjur sem skapa vald og mátt
Hráefni gera það einnig engu síður,
ef ekki enn frekar Þriðji heimurinn,
sem hingað til hefur skipt mestu
máli vegna hms vafasama styrks,
sem liggur að baki hinum mikla
íbúafjölda, teflir nú fram nýrri stað-
reynd á skákborði heimsmálanna
Hann hefur yfir að ráða meira en 70
af hundraði allra hráefna í heimi hér
Fyrsti og annar heimurinn, það er
iðnrfkm öll. eru háð þeim og þar
meðeigendum þeirra að miklu leyti
I heimsins pókerspili eru hags-
munir vanþróuðu ríkjanna orðnir
jafnhá spil og þau, sem hin grónu
stórveldi hafa á hendi Þess vegna
liggja ekki mörk hagsmunadeiln
anna lengur milli austurs og vesturs,
heldur milli norðurs og suðurs, milli
rlkra og fátækra Afleiðmg þess. að
aðilarnir eru þannig svo mjög hvor
öðrum háðir, er sú, ems og komið
hefur glögglega í Ijós á þessum
áratug, að það er ekki fyrst og
fremst stjórnmálaleg nýskipan
heimsins. sem mestu máli skiptir.
heldur ný skipan efnahagsmála,
heimsbúskaparms Hversu mikilvæg
sejn slökun spennu og hernaðarlegt
jafnvægi verða, þá eru megmmál
síðasta fjórðungs þessarar aldar
nýskipan heimsverzlunarmnar og
gjaldeyriskerfisms, endurskoðun á
skiptingu auðæfanna, orkunnar,
fæðunnar — sköpun mannsæm-
andi tilveru allra manna
OII þessi vandamál verða
einungis tekm föstum tokum I fullri
samvmnu við þnðja heiminn En
hmgað til hefur vantað fullgildan
samnmgsaðila fyrir hönd iðnrikj
anna Þróunarlöndin vita um þenn-
an veikleika Á 5 ráðstefnu hmna
svonefndu óháðu rikja — þeirra
sem eru utan hernaðarbandalaga —
I Colombo á Ceylon, en hún hófst 6
ágúst með undirbúningsfundi utan-
ríkisráðherranna og lýkur með fundi
æðstu manna rikjanna 19 ágúst,
hafa þau enn eitt tækifæri til að
nálgast hin sameigmlegu markmiðá
raunhæfan hátt Þriðji heimurmn,
þetta samsafn nýrikra og örsnauðra,
sem þegar er farið að kalla fjórða
heiminn, mun kappkosta að koma
fram sem þriðja aflið í heiminum
Þ ví hér er emnig um þetta a6
ræða Hinir óháðu líta á sig sem
hmn stjórnmálalega spjótsodd þnðja
heimsins Þeim er það mikið í mun
að hrista af sér svip hins þrautpínda,
sundurleita saman smalaða hóps,
sem lætur stjórnast af eigingjörnum
hvötum og erlendum áhrifum Sú
fullyrðmg þeirra, sem þeir hafa um
langt skeið hamrað á, að þeir séu
alls ekki bandalag, heldur I mesta
lagi hreyfing, á ekki lengur að gilda í
skiptum þeirra við iðnríkin Nú ber
að sýna emingu, sjálfstæði og mátt
En hversu samlynd, sjálfstæð og
sterk eru þessi ríki í rauninni? Að
vísu eru hinir svokölluðu óháðu ekki
neitt samn3fni fyrir þriðja heiminn
eða .þróunarlöndin, en þó eru þau
burtséð frá Júgóslavíu að verulegu
leyti hin sömu Það sem þau eiga
flest sameiginlegt og tengir þau því
vissum böndum, er saga þeirra sem
nýlendur Feður hinna óháðu ríkja,
Nehru, Sukarno, Tito og Nasser,
mynduðu hreyfinguna 1955 á ráð-
stefnunni í Bandung og efndu til
ráðstefnu hmna óháðu rfkja í
Belgrad 1961 undir hinu siðferði-
lega kjörorði Gegn nýlendustefnu.
gegn hinu þrúgandi ofurvaldi risa-
veldanna, friðsamleg sambúð og
alger ofvopnun
Þá gagnrýndi Tito sambúð hinna
útvöldu, það er að segja þá
staðreynd. að stórveldin reka stefnu
sina án tillits til smárfkjanna og um
leið á þeirra kostnað Hinar sömu
ásakanir eiga einnig við nú varðandi
slökunarstefnu stjórnarherranna í
Moskvu og Washington, hið þögla
samkomulag um hin óhagganlegu
áhrifasvæði En þegar fyrir 20 árum
gætti Nehru þess að verða ekki
leikfang fyrir Sovétmenn og
Amerfkumenn og mælti með hlut-
leysisstefnu sem þriðja aflinu ..Allt-
of lengi höfum við farið bónarveginn
til hirða og ráðuneyta hins vestræna
heims Ég legg til, að við stöndum á
eigm fótum og höfum samvinnu við
þá. sem vilja hafa samvinnu við
okkur ’’
En áskorun hans fékk ekki hljóm-
grunn Vissulega höfðu leiðtogar
hinna óháðu ríkja sín áhrif vegna
„Andinn frá Bandung" er enn særður fram. En lítið er orðið eftir af
hugsjónum stofnendanna, Nehrus, Nassers og Titos.
Hversu voldug eru
„óháðu ríkin”?
Þriðji heimurinn fær of lítið fyrir sitt
þess álits, sem þeir nutu, en það
varð ekki sagt um þá, sem að baki
þeim stóðu Og það var alls ekki litið
á hin óháðu rfki sem ..samvizku
heimsins''
Hlutleysisstefnan var heldur ekki
áhrifamikill þáttur á 2 ráðstefnu
hmna óháðu í Kairo 1964 Og enn-
fremur gátu kjörorðin gegn heims-
valdastefnu. með sjálfsákvörðunar-
rétti þjóða og afnámi efnahagslegrar
nýlendustefnu aðeins að litlu leyti
dulið, að samkomulag og gagn-
kvæmur skilningur hinna óháðu
hafði ekki náð lengra en til sameig
mlegra heita á emstökum atriðum f
fræðilegum umræðum
Það er engin furða, að þessi
hreyfing hafi æ meira snúizt f þá átt
að vera and-vestræn og æ minna
hlutlaus Því að sú röksemdarfærsla
er alltof nærtæk og freistandi, sem
beita má varðandi þá staðreynd, að
það hafi verið vestræn stórveldi,
sem áttu hinar sfðustu opinberu ný-
lendur Kommúnismi er sama og
andnýlendustefna eða öfugt, and-
kommúnismi er sama og ný-
lendustefna
A 3 ráðstefnu hinna óháðu rlkja )
Lusaka 19 70 æfðu þátttakendurnir
sig þegar opinberlega í flokkslegri,
einhliða ..hlutleysisstefnu" Indira
Gandhi gerði sig að talsmanni ný-
lendu-sálarflækju allra viðstaddra og
réðst harkalegar en nokkru sinni fyrr
á hina ..vestrænu nýlendustefnu"
Að vera utan bandalaga, sem eitt
sinn var skilgreint þannig, að það
væri að halda sér utan við deilur
stórveldanna, var nú túlkað svo, að
það væri að ..skapa sér sína eigm
framtíð án íhlutunar annarra"
Þetta gerðist allt, enda þótt
Nyerere, forseti. hefði á undirbún-
ingsfundinum í Daressalam reynt að
leggja áherzlu á sjálfstæði hinna
óháðu, um leið og hann minnti þá á
hin upprunalegu markmið ..Það að
vera utan hernaðarbandalaga segir
ekkert um sósíalisma eða kapital-
isma eða neina aðra efnahagslega
eða félagslega heimspeki Það er
miklu fremur að hafna því að vera á
nokkurn hátt dreginn f dilk með
stórveldunum Hafna því að taka
þátt í neinum bandalögum eða veita
stórveldunum neinar hernaðarbæki-
stoðvar "
Það sem hinn tansanfski leiðtogi
átti hér við. var þá þegar fyrir löngu
orðið óraunhæft Því að svo náin
tengsl höfðu þá þegar komizt á milli
Moskvu, Washington og Peking og
ýmissa meðal hinna óháðu rfkja Á
næstu ráðstefnu hinna óháðu ríkja í
Alsfr 1 973 komu andstæðurnar ber-
lega í Ijós
Castro varði Sovétríkin sem hinn
sanna vm hinna óháðu Ghaddafi frá
Libýu lýsti því yfir, að kommúnism
mn væri ekki sfður hættulegur en
kapitalisminn Þá var þess og vænzt
af Kína, sem hafði komið fram sem
hið verðandi þriðja afl f heiminum
frá því f byrjun áttunda áratugarins,
að það mikla land tæki þátt f mynd-
un fylkingar gegn risaveldunum
Með þessum klofningi innan hreyf-
ingar hinna óháðu skapaðist ástand,
sem hefur ekkert batnað fram á
þennan dag, þvert á móti hefur
sundurlyndið farið vaxandi og
flokkadrættirmr eru enn greinilegri
og ótvíræðari en áður
Þannig markaði ráðstefnan f Alsír
tímamót í sögu hinna óháðu, enda
þótt hin gömlu vígorð um ..sjálfs-
ákvörðunarrétt, kynþáttajafnrétti,
stuðning við frelsishreyfingar og
baráttu fyrir afvopnun" væru tekin
upp úr nestispokanum
ÖGRANDI RADDIR
U t frá því sjónarmiði — srm
reyndar ætti að hafa reynzt byggt á
röngum ályktunum — að valdajafn-
vægið hefði óafturkallanlega breytzt
olíuríkjunum f hag og í þeirri von.
sem einnig reyndist tálvon, að þau
myndu eiga hlut að nýjum auði,
báru óháðu rfkin fram f fyrsta sinn
hina réttmætu kröfu um gjörbreytta
og nýja skipan efnahagsmála heims-
ms, endurskiptingu á auðæfum
heimsins Indira Gandhi sagði:
, Þjóðir okkar munu aldrei öðlast
frelsi án efnahagslegrar frelsunar
En," bætti hún við, ,,sú barátta er
mun erfiðari en hin stjórnmálalega
frelsisbarátta. því að það er miklu
erfiðara að skynja óvininn "
A 5 ráðstefnu utanríkisráðherra
hinna óháðu haustið 1975 var tónn-
inn þegar orðinn þessi heildaráætl-
un varðandi hráefni, samkomplag
um hráefnabirgðir, verðtryggingar,
opnun markaða Þessi kröfulisti
verður víst aftur á dagská í
Colombo 5 ráðstefna hinna óháðu
rfkja verður að öllum Ifkindum f
sama dúr og hin næsta á undan,
nema hvað hún verður sennitega
enn kröfuharðari og ósveigjanlegri
undir niðri
„I framtíðinni," sagði
Boumedienne, forseti Alsfrs, á fundi
æðstu manna, sem haldinn var þar í
landi, „munu engar mikilvægar
ákvarðanir verða teknar framar án
virkrar þátttöku þriðja heimsins, það
verður ekki hægt," sagði hann glað-
hlakkalega. ..hvort sem það er á
sviði afvopnunar, endurskipunar
heimsviðskiptanna eða gjaldeyris-
kerfisins " En frá því er þriðji heim-
urinn víðs fjarri, enn sem komið er
Því að milli óska og veruleika hefur
frá aldaöðli verið djúp gjá, og 2 1 ári
eftir ráðstefnuna í Bandung er at-
hafnafrelsið enn mjög takmarkað
Dagskráratriðin nýlendustefna.
kynþáttamisrétti og efnahagsþróun
hafa ekki nægt til þess að skapa
samstöðu í staðinn fyrir andný-
lendustefnuna, em einu sinni tengdi
saman þjóðir Asfu og Afrfku, hefur
að vísu komið apdheimsveldis-
stefna, en hún hefur heldur ekki náð
að skapa eindrægni Það er kannski
hægt að skilgreina sameiginlega
hagsmuni þriðja heimsins, ef vel er
að gáð, en það er vart hægt að
búast v.ð sameiginlegum viðskipt-
um
Hvaða spor hefur einingarhreyf-
ing Asfu- og Afrfkurfkja frá fimmta
og sjötta áratugnum skilið eftir sig?
Eða alafrfskustefnan undir forustu
Nkrumah, albúddisminn, alarabfska
og almúhameðshreyfingin eða sam-
einingarstefna Sukarnos — samein-
ingartilraunir þjóða þriggja heims-
álfa? Það er varla, að neinn muni
eftir þeim Og hvað dettur mönnum
í hug f sambandi við Einingarsamtök
Afrfkurfkja (OAU), Samtök Amerfku-
ríkja (OAS), Arabíska sambandið og
meira að segja Sameinuðu þjóðirnar
eða samband hinna 7 7 þjóða, sem
óx og varð að sambandi 1 12 þjóða
og var efnahagslegt hagsmuna-
bandalag þróunarlanda — annaðen
helzt sundurlyndi, flokkadrættir,
hroki og rembingur, úrræðaleysi og
eigingirni?
M arkvissar aðgerðir án einbeittr-
ar forustu eru vart hugsanlegar En
hetjur hreyfingar hinna óháðu eru
látnar að Tito undanteknum Og
jafnvel þótt Nehru eða Nasser lifðu
enn — myndi Afrfkumaður þá fella
sig v.ð Araba eða Suður-
Ameríkumaður við Asfubúa? Tæp-
lega, verður vfst að segja Svo að
ekki sé minnzt á hina siðferðilegu
stærð núverandi leiðtoga, þá er
maður eins og Idi Amin engin sögu-
leg tilviljun, jafnvel þótt f nágranna-
rfkinu Tanzanfu sé maður eins og
Julius Nyerere við stjórnvölinn og
Kenneth Kaunda f Sambíu Og hver
er staða persónu eins og Ghaddafi,
Castró eiða Indiru Gandhi, en hin
sfðastnefnda gerði sér mikið far um
það undanfarnar vikur að fá menn til
að gleyma afleiðingum neyðarlag-
anna í Indlandi f því skyni að taka
við arfi föður síns, Nehru, sem hinn
skeleggi talsmaður hinna óháðu
rfkja
Og hvað er að segja um friðsemi
Indlands eftir stríðið við Kína og
Pakistan eða um hið óháða Indland
eftir vináttu- og aðstoðarsamninginn
við Sovétrfkin? Og hvert hinna
óháðu rfkja er í rauninni óháð nú á
dögum? Kúba, írak, Sómalfa með
sovézkar herstöðvar, Mósambique
eða Angóla, sem endilega vilja fá að
teljast meðal hinna „óháðu ríkja",
eða amerfsku ríkin við útidyr Banda-
rfkjanna?
I þessu samhengi er afstaða
Rúmeníu, sem gjarnan vill teljast til
hinna óháðu rfkja, dæmigerð Þeir
halda þvf fram f Búkarest, að aðal-
atriðið sé afstaðan, hugarfarið, en
ekki aðild að einhverjum samningi
eða sáttmála, sem byggist á land-
fræðilegri legu, en þetta er túfkun,
sem nýtur stuðnings f Belgrad og
Peking af nærtækum ástæðum En
Indland hafnar með öllu slíkri skil-
greiningu og heldur fram sinni eigin
hefðbundnu merkingu. sem eigi að
vera hin eina sanna En þannig
verður Indira Gandhi óviljandi að
talsmanni sjónarmiðs Sovétrfkjanna
En staðreynd er það nú eigi að
síður, að hinum óháðu ríkjum hefur
ekki tekizt að losna undan áhrifa-
valdi stórveldanna, eins og Nehru
hafði hugsað sér Bæði Bandarfkin
og Sovétríkin sem og Kfna hafa
mikinn áhuga á þriðja heiminum
sem bandamanni, sem hægt sé að
tefla fram gegn hinum
Og í þvf skyni er biðlað til hinna
óháðu ríkja Henry Kissinger mun
vafalaust láta til sín heyra f sam-
bandi við ráðstefnuna f Colombo. en
málgagn sóvézku stjórnarinnar, Isw-
estija, hefur kallað óháðu rfkin „einn
mikilvægasta þáttinn í alþjóðlegum
samskiptum um þessar undir"
TÆKIFÆRI
KÍNVERJA
Kfnverjar eygja einnig sfn tæki-
færi „Núverandi ástand f alþjóða
málum einkennist af eins mikilli
ringulreið og hugsazt getur," sagði
fulltrúi Kfnverja á ráðstefnunni i
Nairobi Og samkvæmt skilningi
Kínverja verður ringulreið ekki í
reglu breytt öðruvisi en með bylt-
ingu Þess vegna ráða Kfnverjar
óháðu rfkjunum að treysta aðeins á
sig sjálf, á eigin bjargræði til að
öðlast sjálfstæði gagnvart stórveld-
unum
En tillagan um einangrunar-
stefnu f þróunarmálum er ekki ný
Utanrfkisráðherra Indlands, Chavan,
vildi orða stefnumark ráðstefnunnar
í Colombo á þessa leið „Framar öllu
verðum við að stofna sameiginlegan
sjóð um auðæfi okkar " Með þvi er
gengið út frá tveimum fölskum for-
sendum
1 að allir hráefnaframleiðendur
sameinist á svipaðan hátt og olfurfk
in og myndi einokunarhring
2 að Opec-rfkin séu reiðubúin að
deila hinum nýju auðæfum sfnum
rausnarlega með öðrum ríkjum.
H ið sfðarnefnda hefur þegar
reynzt falsályktun Það var ekki
aðeins, að þróunaraðstoð olfuríkj
anna yrði tiltölulega fátækleg, held-
ur fvilnuðu Arabafurstarnir bræðra-
þjóðum sfnum í Múhameð — tóku
þær að öllu leyti fram yfir aðrar
Mörg þeirra landa þriðja heimsins,
sem urðu enn verr úti veyna verð-
hækkananna á olíu en iðnríkin, telja
sig hafa verið svikin af sfnum fornu
samherjum En því verður ekki á
móti mælt, að Opec-auðæfin hafa
eyðilagt hinn eina sameiginlega
grundvöll, þar sem \/ar fátæktin Og
það sem er enn verra fyrir hin fá-
Framhald á bls. 47