Morgunblaðið - 29.08.1976, Side 46

Morgunblaðið - 29.08.1976, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGUST 1976 0 Eins og frá hefur verið sagt varð mikið manntjón og gífurlegar skemmdir á Filipsevjum á dögunum, þegar jarðskjálftar skóku suðurhluta eyjanna dag eftir dag. Er búizt við, að um þrjú þúsund manns hafi látið lífið og eignatjón er mikið. : Bridge Frá Ásunum URSLIT sföasta kvölds uröu þessi: A-riðiIl. 1. Jón Páll Sigurjónsson — Rafn Kristjánsson 191 stig. 2. Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigríður Pálsdóttir 187 stíg. 3. Guðmundur Pálsson — Sig- mundur Stefánsson 185 stig. 4. Bjarni Pétursson — Vigfús Pálsson 182 stig. B-riðill: 1. Guðmundur Arnarsson — Jón Baldursson 123 stig. 2. Sigurjón Tryggvason — Baldur Kristj ’nsson 123 stig. 3. Ester Jakobsdóttir — Guðmundur Pétursson 120 stig. 4. Kristín Lýðsdóttir — Þor- geir Eyjólfsson 114 stig. Meðalskor í A-riðli var 165 stfg, en i B-riðli 108 stig. Þátt- taka var geysigóð, eða 22 pör. Eins og sjá má var keppni mjög hörð síðastliðinn mánu- dag. Áhugi fólks á sumar- brigde virðist vera farinn að vakna fyrir alvöru, og nú er það spurningin, hvort ekki sé tímabært fyrir stjórn BSÍ að taka upp reglulegar sumar- keppnir á eigin vegum? Það gefur auga leið, að fyrir félítið sérsamband gæti þetta orðið veruleg lyftistöng, væri rétt á málum haldið. Næst verður spilað á mánudaginn kemur, og er öllum heimil þátttaka á meðan húsrúm leyf- ir. Keppni hefst kl. 20.00. Þátt- tökugjald er samtals kr. 375.00 pr. mann (275. kr. keppnis- gjald og 100 kr. húsaleigu- gjald). — Meginlands- ástand I'ramhald af bls. 48 lækjum i nágrenninu, en ekki fyrir löngu var reistur um 1200 tonna geymslutankur fyrir vatnið í bænum, og ef hans nyti ekki við mætti gera ráð fyrir að bærinn væri algjörlega vatnslaus. Hvergi sést nú fönn í fjallshlíð- um, sem er afar sjaldgæft og læk- ir í hlíðum eru þornaðir upp. Þar sem áður voru mýrar í grennd við bæinn er nú aðeins þurr mosi, og sjá má merki þess að tún og garð- ar eru tekin að skrælna. — Krafla Framhald af hls. 48 til goshættu, sem sögð væri vera á svæðinu, heldur hlyti þaó fremur að vera hlutverk tryggingaraðila ef þeir vildu firra sig bóta- greiðslum. Jón kvaðst ekki vilja tjá sig um grejnargerð jarðvísindamann- anna fjögurra um ástand á Kröflusvæðinu, þar sem hann hefði síðustu daga verið á ferða- lagi og ekki fengið nákvæmar fréttir af greinargerðinni. AUGLÝSINGATEIKIMISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 sími 25810 t Lovísa Krist|ánsdóttír er látin Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 2 september kl 1 3 30 Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna Jónatan Hallgrtmsson. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐI MORGUNBLAÐINU — Morðið Framhald af bls. 48 sóknarlögreglumenn vildu þó ekki fullyrða á þessu stigi í gær, að hann væri viðriðinn málið. Verið var að kanna til hlítar ferðir hans í gær, svo og fleiri manna, sem lög- reglan hefur rætt við í tengslum við þetta mál, og að sögn rannsóknarlögregl- unnar hefur farið fram mjög víðtæk upplýsingaöfl- un í sambandi við þetta mál. Lögreglan hefur í fórum sínum köflóttan karl- mannsjakka og hálfsíðan, fóðraðan skinnfrakka, sem lögreglumenn fundu hulda í runna á Miklatúni í fyrra- dag. Ef einhverjir telja sig bera kennsl á þessar flíkur vill lögreglan biðja þá að gefa sig fram þar eð ekki er talið óhugsandi að þær tengist málinu. — Leiguflugið Framhuld af hls. 48 lægra Kyrrahafseyja. Hann sagði einnig að þessar ferðir mundu gera Islendingum kleift að ferðast tiltölulega ódýrt til Ástralíu og Nýja-Sjálands til fundar við ættingja og vini í þessum löndum. (Þess má til gamans geta að venjulegt áætl- unarflug frá íslandi til Sydney í Ástraliu kostar kr. 350 þúsund fram og til baka). Bartlett kvaðst einnig telja að með leiguflugi sínu opnaðist nýr möguleiki til útflutnings is- lenzkra fiskafurða og iðnvarn- ings til Astralíu og Nýja- Sjálands en þangað mætti koma þessum afurðum á ódýran hátt þegar flugferðirnar hæfust. Á sama hátt mætti flytjá mjög ódýra ávexti og suðræn aldin frá Fiji flugleiðis til tslands. Bartlett sagði að í Ástralíu'og Nýja-Sjálandi væri mikill markaður fyrir fisk, t.d. seldu Kanadamenn þangað reyktan lax og sagðist hann telja góða möguleika á að selja þangað islenzkan lax. Einnig væru góð- ir möguleikar á flutningi is- lenzkra afurða til Austur-Asíu í gegnum Fiji, því hann yrði einnig í gangi með leiguflug til Singapore. „Ég er mjög bjartsýnn á þessa starfsemi," sagði Bartlett, „hér eru stórkostlegir mögu- leikar bæði fyrir okkur og fyrir íslendinga". Þess má að lokum geta að Bartlett kvaðst hafa notið mjög góðrar fyrirgreiðslu flugmála- yfirvalda hér á landi einkan- lega hjá Agnari Kofoed-Hansen flugmálastjóra. — Jane Eyre Framhald af bls. 13 Eyre“ hlaut þegar í stað almenn- ingshylli. „Agnes Grey“ hvarf í skuggann. Árið eftir, 1848, var dapurlegt ár. Dauði Branwells fékk mjög á þær, og Emily fékk tæringu og lézt fáum mánuðum eftir fráfall bróður hennar. Árið eftir lézt Anne úr sama sjúkdómi, en hafði áður tekizt að senda frá sér eitt verk til viðbótar, „The Tenant of Wildfell Hall“. Charlotte var þá orðin ein eftir. Hún sendi frá sér sögurnar „Shirley" árið 1849 og „Villette" 1853. Árið 1854 giftist hún meðhjálparaföður síns, Arthur Bell Nichols, en lézt árið eftir f kjölfar þungunar, 31. marz. Eftir hennar dag var gefin út fyrsta skáldsagan, sem hún skrif- aði, „The Professor“. Þá eru til slitur úr skáldsögu sem hún hafði byrjað á en ekki enzt aldur til að Ijúka, „Emmu“. Þegar sá skáldskapur, sem Brontésystur láta eftir sig, er met- inn, er vitaskuld ljóst að þær eru gjörólíkar að ýmsu leyti, en hafa þó sameiginlegt afar magnað og sérkennilegt hugarflug. Anne þykir hafa minnst til brunns að bera af þeim þrem, þótt skáldsög- urnar tvær séu vel læsilegar. Þær þykja ófrumlegar og hafa aldrei notið vinsælda. Snilligáfa Emily fékk aldrei viðurkenningu á meðan hún var á lifi, og þá einu skáldsögu, sem hún sendi frá sér, skildu menn ekki eða misskildu lengi vel sem fyrr segir, — jafnvel systir henn- ar Charlotte. En nú þykir hún þeirra systra merkust, og „Wurthering Heights" er botn- laus brunnur persónugátna, ástríðna og dulúðugra sviptinga, sem eru allt annars eðlis en þær yfirleitt sléttu og felldu og fín- legu bókmenntir sem áttu upp á pallborðið hjá samtlð hennar. Þessa eiginleika höfðu bækur Charlotte hins vegar miklu frem- ur og hún hefur alla tlð verið fádæma vinsæll höfundur. Hún skrifaði og byggði skáldverk sín á persónulegri reynslu (t.d. heima- vistarskólinn í „Jane Eyre“, óend- urgoldin ást til Heger og dvölin I Briissel I „The Professor“ og „Villette"). Sumum þykir reynd- ar að hún eigi í erfiðleikum með að fella þetta ævisögulega efni að ólikindalegum kringumstæðum sumra sagnanna, en flestir eru sammála um að það sem ber t.d. uppi að mörgu leyti melódrama- tískt og klunnalegt verk eins og „Jane Eyre“ sé ástrlðuþrungið hugarflug höfundarins. Og leiðar- ljós Charlotte Brönté I skáldskap jafnt sem lífi var siðferðileg krafa um heilsteyptan heiðarleika fóiks. - Sýning Hafliða Framhald af bls. 25 urinn stórum betur frá teikningum sínum en málverkum. Hinir stóru fletir, er hann meöhöndl- ar i málverkum sínum, verða honum um megn nema í mynd nr. II „Jap- anskur garöur“, sem að mínu mati er langsam- legast heilsteyptasta og sterkasta málverkið fyrir snjalla formskipan og samræmi lita. — Hin smágerðu form, er hann vinnur út frá í teikning- um sínum, virðast eiga öllu betur við hann, og hér er hver teikningin annarri skemmtilegri. Hér kemur fram ferskur og menningarlegur húm- or, sem aldrei er ýktur né ódýr, auk fágaðrar línu- tækni, sem margur at- vinnuteiknarinn mætti öfunda Hafliða af. Sam- runi fyrrnefndra eigin- leika er fremur fágætur í íslenzkri myndlist og væri vel, ef Hafliði legði aukna rækt við þessa sér- stöku hlið myndlistar- gáfu sinnar í framtíðinni, — sviðið er ótakmarkað. — Asælni Framhald af bls. 1 sund og fleiri atriði. Gagnrýnin er sett fram f löngu máli og er liður í gagnrýni sem haldið hefur verið uppi á Sovétrfkin fyrir haf- réttarpólitfk þeirra og fiotamál. Hsinhua sagði að yfirmenn flota Sovétríkjanna væru óvin- veittir þriðja heiminum og hefði það meðal annars komið glöggt I ljós I málflutningi þeirra manna á hafréttarráðstefnunni. - Sovétar kvarta Framhald af bls. 1 Friðþjóf Nansen, Álbert Schweitzer og Martin Luther King. Þeir séu líka lýsandi dæmi um hverjum skuli veita verðlaun af þessu tagi. ella Þegar bókmenntaverðlauna- hafar séu svo valdir liggi ljóst fyrir að verðlaunahafarnir séu valdir út frá borgaralegu, heimsvaldalegu sjónarmiði. Minnt er á að hvorki Tékov, Tolstoi eða Gorki hafi fengið verðlaunin. Aftur á móti er ekki minnzt orði á að verðlaun- in hafi fallið I skaut Solzhenit- syns og meira að segja er ekki minnzt á Sholokov heldur. Friðarverðlaunahafinn Andrei Sakharov er að sjálfsögðu ekki nefndur. Formaður norsku Nöbels- nefndarinnar, Tim Greve, var fenginn til að segja skoðun sina á grein þessari og sagði að hún væri fráleit og ekki ástæða til að taka hana alvarlega. Varð- andi þá staðhæfingu að auður Nóbels hefði komið frá olíu- lindum, sem hann hefði rekið I Rússlandi, sagði Greve, að bræður Nóbels tveir hefðu fengizt við olíuvinnslu I Rúss- landi og hefði Nóbel verið hlut- hafi j fyrirtækinu, en átt litinn hlut. Það sem hefði skipt sköp- um I sjóðsmyndun og vegið þyngst hefði verið efnahags- veldi hans I Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og Suður- Ameríku. — Slagbrandur Framhald af bls. 31 menn I hverri stöðu. — Þegar ég var í Demant þá var ég umboðsmaður fyrir hell- ing af skemmtikröftum og hljóm- sveitum. Ég fann bara fljótt út, að ég gat þetta ekki. Maður getur ekki unnið nema fyrir einn aðila í einu. Ég vann sterkt fyrir Júdas og var ekki heill nema gagnvart þeim. — Þar sem þú ert maðurinn sem reynir að útvega hljómsveit- inni vinnu, freistar þín þá aldrei að segja henni fyrir verkum um tónlistina, framkomu eða annað? Ég hef aldrei talið mig hafa vit á tónlist. Mér þótti gaman að spila, geta safnað saman nokkrum strákum og gert húllumhæ og komið fólki i gott skap. Ég ætlaði aldrei að verða stjarna, ég hafði bara gaman af þessu af þvl að ég var alinn upp I sveit. Ég kem ekki nálægt neinu sem nefnist tónlist hjá Celcius. En burtséð frá tön- list, þá eru ákveðnir menn karakt- erar á sviði, til dæmis Gulli Mel- sted, Magnús Kjartansson, jafn- vel Steini spil. Og þegar margir menn með svona karakter koma saman, þá gefur það vissan styrk, þó þetta sé algerlega óviðkomandi tónlistinni. Ég gerði mikið af því I Haukum að reyna að byggja upp ímynd af slíkum karakter. Ég gerði jafnvel fána og miða með mynd af Gulla; Ég held að hver þessara stráka I Celcius sé það þroskaður að hann þrói upp þessa manngerð sjálfur. Birgir Hrafns- son, Pálmi Gunnarsson, þeir eru þegar I þessum hópi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.