Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 3 Háskólamenn stefna að samnorrænni samvinnu ♦ **%%%* ^'*'•*♦ ***♦*♦*♦* * * ♦ Formenn bandalaga háskólamanna á Norðurlöndum: F.v. Jónas Bjarnason, formaður BHM, Osborne Bartley (Sv(þjóð), Aulis Eskola (Finnlandi), Jon Skátun (Noregi), Bent Nylökke Jörgensen (Danmörku).___________________________________Ljósm. rax. Orkuverð Kröflu og Sigöldu svipað Norrænir háskólamenn héldu þing sitt I Reykjavik dagana 1. og 2. september. A fundi, sem formenn banda- laga háskólamanna á Norðurlönd- um héldu með blaðamönnum kom fram að umræður á þinginu Fallhlífa- stökksmaður fótbrotnar EINN kunnasti fallhlifastökkvari landsins, Jón Geir Arnason, hár- skeri, fótbrotnaði sl. laugardag er hann kom til jarðar eftir stökk. Veðurskilyrði voru slæm til fallhlífastökks þennan dag, því að allhvasst var. Jón og félagi hans, Sigurður Bjarklind sem oft áður hafa stokkið saman, stukku úr flugvél yfir sjó úr mikilli hæð eða nálægt 10 þúsund fetum en létu siðan berast inn yfir Reykjavíkur- flugvöll. Litlu munaði að Jón lenti á flugturninum en hann slapp naumlega fram hjá honum og lenti á harðri grund þar skammt frá. Fótbrotnaði Jón Geir í lendingunni en þó ekki illa. Jón Geir var fluttur í sjúkrahús en þegar sjúkraliðar voru að færa hann á börur sagði Jón við við- stadda. „Ég verð farinn að stökkva aftur fyrir jól.“ Hins veg- ar er ljóst, að Jón Geir verður af íslandsmóti í þessari grein. Sig- urður, félagi hans, hlaut mýkri lendingu og varð ekki meint af. snerust aðallega um þrjú mál- efni: Hlutverk samtakanna I sam- félagspólftfk með sérstöku tilliti til stefnu I tekjumálum, stefnu I vinnumarkaðsmálum og atvinnu- lýðræði. Þessi málefni eru ofarlega á baugi í öllum löndunum og sögðu formennirnir að þó að vandamál- in væru ólík frá einu landi til annars, ættu þau þó margt sam- eiginlegt og góður árangur hefði náðst á ráðstefnunni. Þing norrænna háskólamanna er haldið þriðja hvert ár og á fundinum kom fram að ætlunin er að beina kröftunum að því að takast meira á á samnorrænum grundvelli, og bent var á nauðsyn þess að samræma afstöðu háskóla- menntaðra manna á Norðurlönd- um. Fleiri málefni voru til umræðu, s.s. menntun mennta- og fram- haldsskólakennara. í því sam- bandi var það samdóma álit fund- armanna að menntun þessara kennara yrði á komandi árum tengd rannsóknastarfsemi i við- komandi greinum og I tengslum við aðra háskólamenntun. Þá var jafnrétti kynjanna mikið til umræðu og var það álit fulltrú- anna að þar væri mikilvægt mál- efni fyrir samtökin að vinna að. Formennirnir sögðu að sam- starf milli samtaka norrænna há- skólamanna hlyti að vera þeim mikils virði, enda sýndi það sig bezt á því hve góð samstaða hefði náðst á þinginu. MORGUNBLAÐINU hefur borizt athugasemd frá áætlanadeild Framkvæmdastofnunar rlkisins vegna frétta um orkuverð á Norðurlandi. Athugasemdin fer hér á eftir: í fjölmiðlum hafa verið settar fram tölur úr erindi Gunnars Haraldssonar, hagfræðings, er hann flutti á þingi Fjórðungssam- bands Norðlendinga á Siglufirði. I þessum fréttaflutningi hafa tölur verið slitnar úr samhengi við meginefni erindisins og þær forsendur sem liggja til grund- vallar tölunum. Hefur gætt rang- túlkunar á staðreyndum málsins og því rétt að eftirfarandi komi fram: 1.1 erindinu var rætt almennt um orkumál á Norðurlandi að undanförnu og líklega aukningu markaðarins á næstu árum þar og á Austurlandi. Jafnframt var lögð áhersla á þá þýðingu sem stærð markaðarins hefur fyrir orku- verð. I framhaldi af því var vikið að fjárhagsstöðu fyrirhugaðrar Norðurlandsvirkjunar — en ekki Kröflu einungis, eins og viða hef- ur verið haldið fram — miðað við mismunandi forsendur um láns- kjör o.fl., en hins vegar ekkert sagt um hvernig verðlagning yrði i reynd til neytenda. 2. Þau orkuverð sem nefnd voru i erindinu voru miðuð við að kostnaður kæmi að fullu fram í verðlagningu á ári hverju frá upphafi. Ef orkan væri t.d. verð- lögð á 9,25 kr./kwst. á fyrsta ári Franthald á bls. 20 Verzlunar- og iðnfyrirtækjum úthlutað lóðum við Vatnagarða, Súðarvog og í Borgarmýri NOKKRAR deilur urðu • borgarráði fyrir skömmu vegna úthlutunar lóða til atvinnufyrirtækja við Súðavog, Vatnagarð og Borgar mýri. Lagði borgarráðsmaður Alþýðubandalagsins til, að engum verzlunarfyrirtækjum yrði úthlut að lóð við Borgarmýri. Einn af borgarráðsmönnum Sjálfstæðis flokksins, Albert Guðmundsson gerði sérstaka bókun vegna þessarar tillögu, þar sem hann segir, að tillaga þessi sé fram komin í því skyni að skapa tor- tryggni í garð þeirra sem stunda verzlunar- og þjónustustarfsemi. Hér fara á eftir tillögur og bókanir í borgarráði og listi yfir lóðaúthlut- un þessa: Sigurjón Pétursson (Alþýðu bandalag) lagði fram eftirfarandi til- lögu. ..Borgarráð samþykkir að hafna úthlutunarlitlögum lóðanefndar og felur nefndinni að gera aðrar tillög ur, er miði að eftirfarandi: 1 Öllum fyrirtækjum í framleiðslu- iðnaði og gjaldeyrissparandi úr- vinnsluiðnaði verði úthlutað lóð, er nægi til eðlilegrar stækkunar fyrir- tækjanna næstu 1 5—20 árin 2 Engum verzlunarfyrirtækjum verði úthlutað lóð við Borgarmýri Það svæði verði eingöngu tekið und- ir iðnfyrirtæki " Tillaga Sigurjóns var felld með 31 atkv , Kristján Benediktsson (Framsóknarfl ) sat hjá við atkvæða- greiðslu Albert Guðmundsson (Sjálfstæð- isfl ) óskaði eftir því að eftirfarandi yrði bókað „Vegna framkominnar bókunar og tillögu Sigurjóns Péturssonar vil ég mótmæl^ því, að úthlutun lóða í Borgarmýri sé fyrst og fremst til verzlunarstarfsemi, heldur fyrst og fremst til fyrirtækja, sem veita þjón- ustu í viðurkenndum iðngreinum og til iðnaðar, sem nauðsynlegt er að reki starfsemi sfna á skipulögðu iðn- aðar- og þjónustuhverfi utan íbúða hverfa Tilvitnanir I prósentum úthlutana milli einstakra starfsgreina, sem Sig- urjón Pétursson vitnar til, er ein- göngu framsettar til að skapa tor- tryggni í garð þeirra, sem stunda verzlunar-og þjónustustarfsemi Legg ég til að tillaga Sigurjóns Péturssonar verði felld sem hreint áróðursplagg, enda lít ég á hann sem sendibréf Alþýðubandalagsins inn á fund borgarráðs Þá vil ég taka undir með öðrum borgarráðsmönnum að flýta beri lóðaúthlutun til aðila, sem ekki fengu úthlutun að sinni, s.s. tré- smiðja o.fl . þar með talin innflut- ings- og verzlunarfyrirtæki." Varðandi tillögur lóðanefndar um úthlutun lóða í Borgarmýri, bar Björgvin Guðmundsson fram svo- fellda tillögu „Lóðinni verði úthlutað Félagi ís- lenzkra iðnrekenda og Landsam- bandi iðnaðarmanna eftir nánari ákvörðun borgarráðs." Þessi tillaga Björgvins var felld með þremur sam- hljóða atkvæðum og tillaga lóða- nefndar samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum Eftirfarandi var bókaðað ósk Björgvins Guðmundssonar: „Við framangreinda lóðaúthlutun hafa fjölmargir trésmíðameistarar, sem sótt hafa um tiltölulega litlar iðnaðarlóðir, verið algerlega snið- gengnir Sömu meðferð hafa mörg smáfyrirtæki í öðrum atvinnugrein- um fengið Með þvi að hér er um að ræða mjög stóra lóðaúthlutun og óvist hvenær næst verður unnt að úthluta iðnaðarlóðum, tel ég framangreind vinnubrögð mjög ámælisverð Tel ég emsýnt, að komi til endurúthlutunar á einhverjum framangreindra lóða, verði smáfyrir- tæki, sem getið er um i þessari bókun, látin sitja fyrir " Tillögur lóðanefndar voru sam- þykktar með 4 samhljóða atkvæðum, en Sigurjón Pétursson sat hjá í atkvæðagreiðslum Lóðum var úthlutað til eftirfarandi A. Súðarvogur: Stærð lóðar Björninn Ltd , Skúlatúni 4 ca 6 200 fm og Guðmundur Arasón, Hverfisgötu 39 ca 3.700fmA Flugleiðir h f , Reykjavikurflugvelli ca 9 900 fmB Landflutningar h f , Héðinsgötu ca 9 900 fm C Slippfélagið, Mýrargötu .. ca 29.700 fmD Húsasmiðjan, Súðarvogi 3—5 . ca 9.900 fmE B. Vatnagarðar: Stærð lóðar Matkaup, Vatnagörðum 6. sbr fyrirheit borgarráðs, dags 2. sept 1975, ca 2.850 fmA Volti h f , Norðurstig 3 A ca 3 200 fmB Mótorverk s.f , Stigahlið ca1.700fmD Vélar h.f . Garða- stræti 6 1 700 fmD Alis h.f ., Langholts- vegi 111, Jopco h.f., Laugavegi 22, og Eirikur Ellertsson, Sæviðarsundi 8 ca 3 OOOfmE Egill Árnason, Skeifunni 3 G ....... ca 2.000 fmE Marco h f., Mýrar- götu 26 (F.Í.S.) ca 2.600 fmG Nathan & Olsen h f , Ármúla 8 UF Í.S.) 3 OOOfmH I Brynjólfsson & Kvaran, Hafnarstræti 9 (F i S ) ............ca 4 000 fml Danlel Ólafsson, Súðarvogi 20—22 .. ca 2.100fmJ C. Borgarmýri: Stærð lóðar: Ölgerðin Egill Skallagrímsson h.f , Ægisgötu 10 ca 1 4 000 fmA Sjóklæðagerðin h.f , Skúlagötu51 ca 10 400fmB Fálkinn og Stál h f . Suðurlandsbraut 8 ca 9 400 fmC Bifreiðar og land- búnaðarvélar, Suður- landsbraut 14 ca 1 4 000 fmD Kristján Siggeirsson h f , Laugavegi 13 ca 27 600 fmF Hekla h f , Lauga- vegi 1 70— 1 72 ca 40 400 fmF Félag ísl iðnrekenda og Landssamband iðn- aðarmanna, Pósthólf 1407, (skv lista) 38 300 fmG Bílaborg h f , Borgartúni 29 ca 8 000fmH Sigurplast h f , Elliðavogi 117 ca 1 1 900 fml Bílafell h.f , Rauðalæk 59 ca 1 3 000 fmj Dráttarvélar h.f , Suður- landsbraut 32 ca 12 300fmK Hans Petersen h.f , Skipholti 1 7 ca 8 600 fmL Bandag, Dugguvogi 2, Vélar og þjónusta, Pósthólf 4074 og Rafafl svf , Barmahlíð 4 ca 8 300 fmM Tryggvi Hannesson, Pósthólf 5 1 68 og Oddur Sigurðsson, v/ Plast O S og Etnah f , Flókagötu 69 Vökull, Ármúla 36 Pétur Snæland, Vesturgötu 7 1 og Selsvör s.f., Tékkneska bifreiðaumboðið, Auðörekku 44 Úlfar Jacobsen, Austurstræti 9 Stefán Thorarensen h f , Laugavegi 16 G»sli Jónsson h.f , Vélaborg h f , Baldursson h f og Atom h.f , Klapparstíg 3 7 Gunnar Bernhaid, Langholtsvegi 78 Jón Víglundsson. Rofabæ 9, og Jens Guðjónsson, Laugavegi 60 ca 8 200fmN ca 7 600 fmO ca 6 200 fmP i ca 8 600 fmR ca 7 400 fmS ca 3 500 fmT ca 3 500 fmT ca 3 700 fm U ca 3 200 fmV ca 3 000 fmÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.