Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 27 inn. Slíkar manneskjur, sem hugsa fyrst um aðra, síðan sjálfa sig, eins og Guðrún ávallt gerði, eru orðnar alltof fáar í okkar nú- tíma þjóðfélagi. Þannig var Guð- rún, og þannig ól hún sln börn upp, enda bera þau öll þess merki að hafa notið handleiðslu góðrar móður. Ég bið guð að styrkja vinkonu mina Gúnný, en hún verður fjar- stödd jarðarför móður sinnar. Ég veit að ástríki mikið var milli þeirra mæðgna. Gúnný var búin að dveljast, hér s.l. mánuð og sat þá öllum stundum við sjúkrabeð móður sinnar. Guðrún andaðist aðeins sólarhring eftir að hafa kvatt dóttur sína og barnabörn. Ég veit að Gúnný mat móður sína mikils og átti henni mikið að þakka. Hún veit líka að sá, sem mikið á, missir tika mikið. Slík kona, sem Guðrún var, er minnisstæður persónuleiki. Hún gaf æsku minni og lífinu meira gildi. Guð blessi minningu hennar. Dúna. Guðrún Guðmundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 7. nóv. 1899, dóttir hjónanna Sigurveigar Einarsdótt- ur og Guðmundar Guðmundsson- ar í Skáholti við Bræðraborgar- stíg. Hún lézt 29. ágúst síðastlið- inn eftir stutta en erfiða sjúk- dómslegu. Hún var fjórða barn foreldra sinna, en alls urðu þau systkini átta og eru nú aðeins tvö á lífi, sem kveðja kæra systur sína. 5. janúar 1924 gekk Guðrún að eiga eftirlifandi eiginmann sinn Ragnar Guðlaugsson og var þá stigið spor, sem átti eftir að end- ast í rúmlega 52 ár og bar aldrei skugga á sambúð þeirra, því þar ríkti kærleikur og gagnkvæm virðing. Börn eignuðust þau 4, þrjár dætur og einn son. öll hafa þau stofnað sín eigin heimili og eru búsett hér í Reykjavík, nema yngsta dóttirin, hún býr í Banda- ríkjunum. Barnabörnin eru orðin 15. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast minnar kæru móðursyst- ur, sem allt frá þvi að ég barn að aldri missti móður mína, átti svo stóran þátt i uppeldi mínu á æskuheimili hennar. Og siðar dvaldi ég mörg ár á heimili henn- ar og Ragnars, ásamt ömmu minni og fæ ég það seint fullþakkað. Þá höfðu þau hjón og tekið í fóstur systurson Guðrúnar vegna veik- inda foreldra hans. Eins og sjá má af þessu voru þau ávallt reiðubú- in og samtaka að veita alla þá aðstoð, sem þau gátu i té látið þegar eitthvað bjátaði á og þótti sem sjálfsagt væri. Hefði mörgum þótt nóg að vera með sín eigin 4 börn og bóndinn langtímum sam- an við störf sín á sjónum, þótt ekki bættist þrennt við heimilið. En allt blessaðist þetta, sem og allt sem gert er með góðum og fórnfúsum hug. Ég veit að fleiri áttu Guðrúnu að vin en við skyldfólkið hennar og öll þökkum við henni sam- fylgdina og biðjum henni farar- heilla. Vil ég ljúka þessum orðum mín- um með hinu táknræna kvöld- versi sálmaskáldsins. „Hver dagur, vika, ár og öld sér á að lokum síðsta kvöld. Að settri tölu á sömu lund vor svo mun koma dauðastund. Oss unn þá, Jesús, — ég þess bið með öruggt geð að skiljumst við.“ J.M. Anna Vilhjálmsdóttir. Afmælis- og minnmgar- greinar ATHYGLl skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mðnu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekkí vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu linubili. Ólafur Vigfússon: Útför í vændum SVO hljóðar fyrirsögn Odds A. Sigurjónssonar í pistlinum „I hreinskilni sagt“ og beinir hann þar spjótum sínum að núverandi rikisstjórn. Ég hefði vel getað trúað því, Oddur, að þér dytti útför í hug, þegar þú skrifaðir í blað Alþýðuflokksins og hefðir í huga vinstri stjórn, og þér fundizt komið að útfarardegi. Þvi vinstri stjórn situr aldrei nema tvö ár tæp. En nú er því ekki á þann veg farið. Og ég vil benda þér, Oddur, á þá staðreynd, að það er ekkert dauðamerki á þessari ríkisstjórn. Aftur á móti munaði litlu, að Alþýðuflokks útför yrði við síðustu kosningar og þar af leiðandi er þér útför svo rík í huga. Svo talar þú um aðgerðarleysi núverandi ríkisstjórnar. Einn er sá málsháttur, sem þér, Oddi A. Sigurjónssyni, væri hollt að hafa í huga: Þeir sem búa í glerhúsi skulu ekki steini kasta. Um að- gerðarleysi núverandi ríkis- stjórnar skal eftirfarandi tekið fram: Hún hefur fært út land- helgina í 200 milur og tryggt þær þangað til að hafréttarráðstefn- unni lýkur. Haldið hefur verið uppi fullri vinnu. Orkumálum hefur verið sinnt, jarðvarma sem og raforku. Og svo segir þú, Odd- ur, að landið hafi verið stjórn- laust. Ég fullyrði, að hvorki þú né Alþýðublaðið hafið efni á slikum ummælum. Og þetta segir þú Odd- ur, að sé versta ríkisstjórn i öld. Hver heldur þú, að taki mark á slíku röfli. Engir nema pólitískir loddarar láta sér þannig orð um munn fara. Svo að endingu vil ég segja þér, Oddur A. Sigurjónsson, þú þarft ekki að búast við útför þessarar ríkisstjórnar í bráð. En þú skalt búa þig undir útför Alþýðuflokksins. 19. ágúst 1976 Ólafur Vigfússon, Hávallagötu 17, Rvík. Karate Shotokan Karate á íslandi Byrjendanamskeið í shotokan karate eru að hefjast. Innritun fer fram í húsi Karatefélags íslands að Brautarholti 18 frá kl. 20.00 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Karate er iþrótt fram- tíðarinnar. Karate er iþrótt fyrir alla Karatefélag íslands. GARÐAB veróur oprnö 3. sept. 1976 ÖLLINNLEND BANKAVIÐSKIPTI AFGREIÐSLUTÍMI KL.13-18.30 —■ f ffillNAÐARBANKI ÍSLANDS ÚTIBÚ GARÐABÆ SÍMI53944

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.