Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976
Minnina:
Guðrún Guðmunds■
dóttir frá Skáholti
Látin er í Reykjavík Guðrún
Guðmundsdóttir húsfreyja að
Víðimel 59 hér í borg hátt á
77unda aldursári. Hún kvaddi
þennan heim 29. ágúst s.l. eftir
nokkurra vikna þunga legu á
Landspítalanum, þar sem hún
háði baráttu við ólæknandi sjúk-
dóm.
Þar er gengin góð og göfug
kona, sem lokið hafði miklu lífs-
starfi, er að mestu var unnið inn-
an veggja heimilisins, fórnfúsu
húsmóðurstarfi.
Ég átti því láni að fagna að
þekkja Guðrúnu um langt árabil.
Fyrst hitti ég hana fyrir rúmum
þrjátíu árum, skömmu áður en ég
gerðist tengdasonur hennar.
Hreifst ég strax af þessari glæsi-
legu, fallegu konu, sem tók á móti
fólki með sínu hlýja og glaðlega
brosi. Fljótt fann ég að hér var
ekki um neina uppgerðarfram-
komu að ræða. Hún var henni í
alla staði eðlileg og sönn. Fyrstu
þrjú búskaparár mín bjó ég í húsi
tengdaforeldra minna, svo ég
kynntist snemma fleiri hliðum á
þessari óvenjulegu, hjálpfúsu og
vinnuglöðu konu, og eignaðist
vináttu hennar, sem hún var örlát
á við mig frá því ég fyrst hitti
hana, og til hins síðasta hlýja
handtaks, er ég kvaddi hana á
sjúkrahúsi, sárþjáða, nokkru fyr-
ir andlát hennar, meðan hún enn
hafði fulla rænu.
Guðrún var borin og barnfædd-
ur Reykvíkingur, fædd að Ská-
holti við Bræðraborgarstíg, 7.
nóv. 1899, og voru foreldrar henn-
ar hjónin Guðmundur Guðmunds-
son og Sigurveig Einarsdóttir,
bæði ættuð úr Árnessýslu. Var
Guðrún ein af átta börnum for-
eldra sinna og mun hafa alizt upp
við frekar þröng kjör, eins og
algengt var um barnmörg alþýðu-
heimili þeirra tíma. Hún fór því
snemma að vinna fyrir sér, fyrst
hér heima og síðar um skeið í
Danmörku. Guðrún var námfús,
iðin og með afbrigðum vandvirk,
og í Danmörku mun hún hafa
kynnzt ýmsum störfum þeirrar
fyrirmyndar þjóðar er þar býr, og
féllu þeir vinnuhættir vel saman
við hennar meðfæddu hæfileika.
Allt hennar handbragð bar vott
um þá listhneigð, sem víða hefur
komið fram meðal ættmenna
hennar, og bera m.a. hannyrðir
hennar þess Ijósan vott.
Guðrún giftist 5. janúar 1924
eftirlifandi eiginmanni sfnum,
Ragnari Guðlaugssyni bryta og
síðar veitingamanni. Var Ragnar
á sjónum í millilandasiglingum
lengst af þann tíma er börn þeirra
voru að alast upp. Það lá því I
hlutarins eðli að það kom mest í
hlut Guðrúnar að stjórna heimil-
inu og uppeldi barnanna. Rækti
hún það ábyrgðarstarf af mikilli
alúð, með sínum einstaka dugnaði
og stjórnsemi. Var hún vakin og
sofin yfir velferð barnanna og í
huga mér er hún hin mikla heim-
ilismóðir, sem sá um að þar færi
allt fram eins og bezt væri á kosið.
Starf hennar var þvl stærst innan
heimilisins, og hjá flestum konum
er það eitt ærið starf að stjórna
stóru heimili. En það var svo með
Guðrúnu, að ætíð fann hún tíma
til að hjálpa öðrum, ef á þurfti að
halda. Hún lengdi þá aðeins
vinnudag sinn, því hún var sér-
lega vinnusöm. Hún var mjög létt
í hreyfingum og kvik við öll störf,
og hélzt svo allt fram til síðustu
ára. Að jafnaði var hún glöð í
lund, en þekkti vel alvöru lífsins.
Svo hjálpsöm var hún við þá, sem
í erfiðleikum áttu, að hún vildi
allra vanda leysa og mátti ekkert
aumt sjá. Þær voru margar ferð-
irnar, sem hún fór til fátækra og
sjúkra sem hún hyglaði og létti
undir með, en ekki var hún að
halda á loft líknarverkum sínum.
Eins og áðan sagði var Guðrún
fæddur Reykvikingur, en sem
Konan rr.in og fósturmóðir,
ELÍN JÓNATANSDÓTTIR,
isafirði.
er látin
Bjarni Gunnarsson
Guðrún Gunnarsson.
Eiginmaður mmn t HAGERUP ÍSAKSEN, Ásvallagötu 63
lést í Landspítalanum 1 september
Fyrir hönd aðstandenda Margrét ísaksen.
t
Inmlegar þakkir sendum við öllum þeim sem vottuðu okkur samúð við
andlát og útfor móður okkar tengdamóður og ómmu
SUMARRÓSAR K EINARSDÓTTUR,
Hringbraut 92 B, Keflavik.
Sérstaklega viljum við þakka læknum og starfsfólki á St Jósefsspítala
Hafnarfiði
Born, tengdaborn og barnabörn
t
Eiginmaður minn
SVAVAR JÚLÍUSSON,
verkstjóri,
Otrateig 56,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, laugardaginn 4 sept kl 10 30
Þeirr, sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Hjartavernd
Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra vandamanna,
Hanna Pétursdóttir.
siðar sýndu. Þau hjónin fluttu
fljótlega til Hafnarfjaróar, þar
sem Ragnar hafði alizt upp og
bjuggu í sambýli við foreldra
hans. Var samband Guðrúnar við
tengdaforeldra sína alla tið til
mikillar fyrirmyndar og mjög ná-
ið á meðan þau lifðu, fyrst i Hafn-
arfirði og síðar í Reykjavík. Þang-
að fluttu Guðrún og Ragnar
nokkru upp úr 1930 og fluttu
tengdaforeldrar hennar þangað
lika. Lengst af áttu þau Guðrún
heima að Viðimel 59 þar sem þau
bjuggu sér einkar fallegt heimili í
húsi því er þau byggðu af mikilli
forsjálni og hagsýni. Þar var
mörgum veitt góð fyrirgreiðsla og
húsnæði um lengri eða skemmri
tima, og ýmis önnur aðhlynning.
Skömmu eftir að til Reykjavikur
kom, keyptu þau Guðrún sumar-
bústað í Reykjahverfinu í Mos-
fellssveit. Þar dvaldi Guðrún með
börnin hvert sumar er þau voru
ung, og Ragnar þegar hann gat.
Þar undu þau sér vel I kyrrð
sveitarinnar og faðmi náttúrunn-
ar, og eftir að Ragnar kom í land
hélzt það þeirra eftirlætisstaður
og var svo enn. Þarna í Reykja-
hverfinu kynntist hún nágrönn-
unum vel og myndaðist mikil vin-
átta, sem hélzt alla tíð þvi að
Guðrún var mjög trygglynd og
vinföst. Voru nágrannar þeirra
Lovísa Kristjánsdóttir
MINNINGARGREIN
þessi átti að birtast I
blaðinu ( gær, vegna mis-
taka varð það ekki. Morg-
unblaðið biður afsökunar
á þeim mistökum.
F. 24. nóv. 1919
D. 26. ág. 1976
Mikil óöld ríkir nú í landi okkar
og er skammt stórra högga á milli.
Síðasta ódæðisverkið var framið
hinn 26. f.m. Sú, sem þá lét lífið,
var Lovisa Kristjánsdóttir, Eiríks-
götu 17 hér i borg. Fólk er sem
lamað af slíkum harmafregnum
og menn spyrja ráðvilltir: Hvar er
þjóðin á vegi stödd og hvenær
tekur þetta enda?
Við, sem kynni höfðum af
Lovísu heitinni I daglegri önn,
finnum e.t.v. betur en aðrir, hve
skelfilegur verknaður hefur verið
framinn. Daginn áður hafði hún
gengið hér að störfum sínum á
sinn hljóðláta hátt, eins og hún
hafði gert í mörg ár, vönduð kona
til orðs og æðis, með sitt hlýja
bros, ætíð reióubúin að rétta
hjálparhönd. Við skiljum ekkí
fremur en aðrir hvers vegna hún
var kölluð burt með svo válegum
hætti, en við söknum góðrar
konu, sem öllum vildi liðsinna og
aldrei heyrðist hallmæla
nokkurri manneskju. Við vottum
ættingjum hennar og ástvinum
dýpstu samúð, og þakklæti okkar
mun fylgja henni yfir landa-
mærin miklu.
Starfsfólk Iðnþróunarstofnunar
lslands
ung telpa var hún mörg sumur I
sveit i Hreppunum og kynntist
þar kjörum og vinnusiðum sveita-
fólksins. Talaði hún með mikilli
hlýju um það fólk er hún kynntist
þá, og þann þroska og ánægju er
hún hlaut þar. Þegar Guðrún og
Ragnar giftust, settu þau upp
heimili i litlu leiguhúsnæði I
Reykjavik. Ekki munu ungu hjón-
in hafa verið rík af veraldarauði,
er þau hófu búskap sinn, en þau
skorti hvorki bjartsýni, vinnu-
gleði né hagsýni, eins og merkin
t
Hjartanlegar þakkir til allra fær og nær fyrir auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför
ÞÓRU MÓLLER KRISTJÁNSDÓTTUR,
Ingólfsstræti 10.
Einnig þökkum við læknum og starfsfólki á deild 4 D Landspítalans
fyrir góða umönnun í sjúkdómslegu hinnar látnu
Systir, börn og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður og ömmu,
VILHELMÍNU HELGADÓTTUR,
Melgerði 30.
Fyrir mina hönd, barna, tengdabarna og barnabarna,
Elías Pálsson.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og
vinarhug við fráfall og jarðarför eiginmanns mins, föður, tengdaföður
og afa,
ÞÓRODDS E. JÓNSSONAR,
stórkaupmanns,
Hávallagótu 1.
Sigrún Júliusdóttir.
Jón Þóroddsson Ásta Ragnarsdóttir
Sverrir Þóroddsson Ingibjörg Gisladóttir
Ingunn Þóroddsdóttir Ingimundur Gislason
Sigrún Þórdis Þóroddsdóttir Valdis GarSarsdóttir
og barnaborn
löngu farnir að lita á þau sem eins
konar sveitunga sina, er þau von-
uðust eftir með hverri vorkomu.
Hjónaband Guðrúnar og Ragn-
ars var óvenju ástúðlegt og gerðu
þau sér far um að hlúa hvort að
öðru, og I öllum verkum voru þau
einkar samtaka. Þeim hjónum
varð fjögurra barna auðið og eru
þau þessi: Margrét Sigrún, gift
undirrituðum. Sigurjón Rúnar,
forstjóri, giftur Sigrúnu Gunnars-
dóttur. Sigurveig, gift Sigurði
Markússyni, hljómlistarmanni, og
Guðrún, gift Eugene R. Maticko,
sjóliðsforingja, nú búsett í
Virginiu i Bandaríkjunum.
Barnabörn þeirra eru nú orðin
15 og barnabarnabörnin 5. Auk
barna þeirra hjóna dvöldu á
heimilinu fleiri börn um lengri
eða skemmri tíma og hugsaði Guð-
rún um þau sem sín eigin væru.
Ég veit að það væri ekki i anda
Guðrúnar tengdamóður minnar
að góðverk hennar væru tiunduð
á opinberum vettvangi, og því
ætla ég ekki að fjölyrða frekar
hér um þau. En eftir okkar löngu
kynni gat ég ekki neitað mér um
að setja niður á blað nokkrar
minningar um þessa konu, sem
nú heyrir sögunni til.
Útför Guðrúnar verður gerð I
dag (föstudag 3. sept.) frá Foss-
vogskirkju.
Ung bjó hún með manni sínum i
Hafnarfirði og þann bæ og fólkið,
sem hún kynntist þar, hélt hún
mikið upp á alla sína tíð, og þar
hefur jarðneskum leifum hennar
verið valin hinzta hvila á vel við-
eigandi hátt.
Að leiðarlokum kveð ég hana
fullur þakklætis, fullviss þess að
hún hefur fengið góða heimkomu.
Jóhannes Bjarnason.
Ávallt mun verða bjart yfir
minningu minni um Guðrúnu
Guðmundsdóttur. Hún fæddist 7.
nóvember 1899, var móðir æsku-
vinkonu minnar, Guðrúnar Ragn-
arsdóttur, sem er nú búsett í
Bandaríkjunum. Guðrún Guð-
mundsdóttir giftist eftirlifandi
manni sínum, Ragnari Guðlaugs-
syni, 4. jan. 1924. Voru þar sam-
valin, yndisleg hjón.
Er hugur minn reikar 30 ár
aftur í tímann, þá rifjast upp fyr-
ir mér minning, er ég í fyrsta sinn
kom á heimili þeirra Guðrúnar og
Ragnars að Víðimel 59. Það er
snjór og kalt úti; ég hringi dyra-
bjöllunni hálf kvíðin. Til dyra
kemur falleg kona með sitt, slegið
hár og sérlega fallegt bros. Hún
segir strax. „Komdu inn, góða
mín, þér er kalt. Komdu og fáðu
þér heitt kókó með henni Gúnný.
Síðan urðu þeir anzi margir
morgnarnir og dagarnir, sem ég
kom við á Víðimel 59, því þannig
atvikaðist, að eftir að barnaskóla
lauk, urðum við Gúnný samferða í
Verzlunarskólann. Og alltaf var
Guðrún sama elskulega konan
með fallega brosið sitt, bar um-
hyggju og hlýju fyrir mönnum og
málleysingjum. Ekki gleymdi hún
litlu snjótittlingunum á veturna,
og er mér það minnisstætt, hvað
hún passaði upp á, að þeir fengju
ávallt eitthvað að borða.
Ég veit, að það voru fleiri en ég,
sem fengu hlýjar móttökur á Víði-
mel 59. 1 mínum augum var Viði-
melur 59 einskonar ættaróðal, þar
sem alltaf var opið hús öllum, sem
til þeirra hjóna leituðu. I húsi
þessu hafa öll börn þeirra hjóna
byrjað sinn búskap, og nú hafa
barnabörnin tekið við. Ekki var
þarna kynslóðabilinu fyrir að
fara. Þarna bjuggu allir í sátt og
samlyndi. Húsmóðirin var ein af
þeim, sem litið bar á i amstri og
flaustri daganna, en bjó yfir
meiri mannkostum en prýða ýmsa
þá, er berast meira á og fara mik-
t
Hjartkær eiginmaður minn
ÁGÚST MALMCVIST
JÚLÍUSSON,
húsasmiður,
Heiðargerði 23, R
lést í Borgarsjúkrahúsinu þann
31 ágúst
Steinunn Jónsdóttir.