Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 SAMSTEYPA AF ÞJÓNUSTU- STOFNUNUM Hvernig er starf Bomi-Parken f stærstu dráttum? „Það er samsteypa af dagheim- ili. daghjúkrunarheimili, hjúkrunarheimili og fbúðum fyr- ir aldraða. alls fyrir 180 manns. Dagheimilið gerir ráð fyrir 60 manns, en það er einmitt sami fjöldi og reiknaö er með á dag- heimilinu hjá DAS ( Hafnarfirði. Eg lagði aðaláherzluna á að kynna mér starfsemi dagheimil- isins, en kynnti mér einnig aðra þætti starfseminnar. Það kom sér Ifka vel fyrir mig að þarna starfar (slenzk kona, Sólveig Haargaard og var hún mér stoð og stytta. Bomi-Parken er þriggja ára gömul stofnun, en segja má, að starfsemi dag- vistunarheimilisins byggist mest á starfi gamla fólksins sjálfs, þvf að það leggur hönd á plóginn og sfmasamband við fólkið ef það kemur ekki eins og reiknað er með.“ Fólkið er sótt heim og flutt þangað aftur að kvöldi ef það vill, en sumir koma og fara á eigin spýtur. Þá er þarna til dæmis aðstoð f böðun, þvf margt gamalt fólk þarf slfka aðstoð, ailskonar föndurstarfsemi með sérlærðum leiðbeinendum, t.d. fjölbreytt handavinna, tauþrykk, leðurvinna, keramik, leir- brennsla, teikning og margt fleira. Billjard er vinsælt hjá körlanum. Þá er þarna bókasafn til heimlána, dagblöð og að sjálf- sögðu fær fólkið morgunmat, hádegismat, sfðdegiskaffi og mat heim með sér á kvöldin ef vill. Tauþvott getur það einnig fengið Hvernig hefur nýtt fólk þátt- töku? „Menn senda inn umsóknir og sfðan kannar starfsfólk heimilis- DAGVISTUNARHEIMILI ALDRAÐRA A lSLANDI „Mfn fyrstu kynni af dag- vistunarmálum fyrir aldraða eru tengd þeirri ákvörðun Sjó- mannadagsráðs Reykjavfkur að ætla ákveðið rými til slfkrar starfsemi á hinu nýja heimili DAS f Hafnarfirði. Sú ákvörðun vakti hjá mér mikinn áhuga á þessum málum,“ sagði Sigurlaug I spjalli við Mbl. „Eg hafði sam- band við stjórnendur Sjómanna- dagsráðs, sem um árabil hafa kynnt sér skipulag og rekstur slfkrar starfsemi f nágranna- löndum okkar og f framhaldi af þvf hafa þeir markað sfna stefnu f byggingarmálum. Þeir tóku mér ákaflega vinsamlega og gáfu mér meðmæli til þess að geta kynnzt starfsemi þeirra stofnana erlendis sem þykja fullkomnast- ar f þessum efnum. Það var þvf fyrir þeirra orð að ég komst til Bomi-Parken til að kynna mér daglegan rekstur og stjórn heim- ilisins." Rabbað við Sigur- laugu Magnúsdóttur sem kynnir sér slíka starfsemi á Norðurlöndum á heimilinu. Þetta er þó aðeins hluti af starfseminni og t.d. er skemmtanalff sérstakur þáttur f starfinu. Einu sinni f mánuði eru kvikmyndasýningar, fræðslu og landkynningarmyndir og tals- vert er gert af þvf að fara f ferðalög. Á sumrin er venjulega farið f eina dagsferð mánaðar- lega, en á vetrum er meira um inniskemmtanir.“ er jöfnum höndum þiggjendur og veitendur. Það var einnig mikilvægt að kynnast þvf hvern- ig þróun starfseminnar hefur verið frá upphafi, hvaða gallar og hvaða kostir og breytingar hafa komið fram f þvf sam- bandi.“ ins ástæður umsækjenda og þörf, þvf reynt er að hjálpa þar sem þörfin er mest. Mfn mesta gleði frá starfinu þarna var einmitt f sambandi við slfka „innskrift" eins og það er kallað. Eg var send f heimsókn til konu sem hafði sent umsókn. Þegar ég kom til konunnar var hún grátandi, ein f fbúð, enginn aðstandandi, sem hún hafði samband við, engin hjálp og hún gat varla hreyft sig. Þegar ég hafði rabbað við hana og sagt henni, að hún mætti koma daglega, Ijómaði hún af gleði, en á Bomi-Parken koma sumir daglega, 5 daga vikunnar, aðrir tvisvar eða þrisvar sinnum og með þeirri skiptingu skapast auðvitað möguleikar fyrir fleiri þátttakendur. Margir eru hrædd- ir við að koma fyrst, þvf þetta fólk er oft orðið sjúkt af einveru og tilgangsleysi f bið eftir ein- hverju sem ekki kemur. Fyrsta daginn sem þessi gamla kona kom, fylgdi ég henni eftir, kynnti henni starfið og kynnti hana fyrir öðrum þátttakendum. Næsta dag kom hún ekki, til- kynnti að hún væri veik, en þeg- ar við athuguðum það, var hún ekki veik, aðeins ráðvillt og hrædd við allt saman, en það AÐ AUÐVELDA GAMLA FOLKINU HVERSDAGINN Hver finnst þér mesti kostur- inn við slfk heimili? „Fyrst og fremst að fólkinu virtist Ifða þarna mjög vel, en það kemur margt til. Þarna er um að ræða sparnað á dýrum stofnunum eins og sjúkra- og elliheimilum, og það er stórt at- riði, að með þessu er fólki hjálp- að til að vera lengur á eigin heimili, þótt það dveljist dag- langt á stofnun. Þetta auðveldar einnig fólki að búa á heimilum hjá sfnum, þótt aðstandendur vinni úti. Á meðan getur gamla fólkið unað glatt við sitt á dag- heimilunum einhverja daga vik- unnar og fengið þannig Iffsfyll- ingu. Slfk dagheimifi eru t.d. upplögð fyrir sjávarþorpin úti á landi þvf þarna er um að ræða ódyrasta fyrirkomulagið. Þá auð- veldar þetta fyrirkomulag mjög gömlu fólki á sama reki að blanda geði saman og það gefur þvf hamingjurfkari ævidaga. Þótt það sé þarna gestir, þá er svo margt heimilislegt sem býður upp á gott þel, og svo eru Frá Bomi-Parken dagheimili fyrir aldraða t Danmörku. FJÖLÞÆTT STARFSEMI Þjónusta dagvistunardeildar? „Fyrirkomulagið er þannig, að fólk utan úr bæ kemur á dag- heimilið sem er byggt upp eins og Iftið heimili að sjálfsögðu til þess að gera það sem heimilisleg- ast fyrir þá sem það sækja. lagaðist, þegar við fórum að tala um það og eftir sjö daga var þessi gamla kona orðinn einn aðalþátttakandinn f hversdaglff- inu á heimilinu og f staðinn fyrir grát og sorg, ljómaði hún af iífs- gleði. Það er auðséð að samhjálp- in, sem fólkið veitir hvert öðru í starfi heimilisins, er þvf mikils virði og þá má einnig geta þess, að það er fastur liður að hafa ýmsir þættir f starfinu spenn- andi fyrir þetta fólk, og það á gott með að fylgjast með þvf, sem er að gerast, því venjan er að gefa út fjölrituð blöð um dag- skrána. Þá er þarna einnig ýmis- konar aðstaða, sem léttir fólki Iffið, t.d fyrir konurnar hand- snyrting, hárgreiðsla og þarna er til staðar sjúkraþjálfun fyrir þá Framhald á bls. 20 Bygging Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, sem nú rfs í Hafnarfirði, en myndin var tekin í vikunni. Á neðstu hæð hússins er gert ráð fyrir dagheimili aldraðra. Ljósmynd Mbl. RAX AÐ BREYTA SORG 1 GLEÐI Hvað er dagvist- unar- heimili fyrir aldraða? Dagvistunarheimili fyrir aldraða er nýjung á Norðurlöndum, en rekstur slfkra heimila hófst fyrir nokkrum árum. Stofnun heimilanna hefur sýnt, að mikil þörf var f þeim efnum og hvarvetna komast mikiu færri að en vilja. Reykjavíkurborg hóf slíka starfsemi f Austurbrún, en nú er Dvalarheimili aldraðra sjómanna að byggja dagheimili fyrir 60 aldraða f Hafnarfirði f tengslum við önnur mannvirki DAS þar, en reiknað er með að heimilið verði tekið f notkun næsta vor. Morgunblaðið fregnaði, að fslenzk kona, Sigurlaug Magnúsdóttir, væri að kynna sér rekstur og skipulag dagvistunarheimila fyrir aldraða á Norðurlöndum og hefur hún undanfarnar vikur starfað hjá Bomi-Parken dagvistunarheimilinu f Danmörku, en það er eitt full- komnasta heimilið af þessu tagi á Norðurlöndum, og f vetur mun Sigurlaug sækja félagsmálanámskeið ytra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.