Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 34 HALMIA GEFUR MATTHÍASIEKKI FARARLEYFI - ætla samt að FELAGIÐ mitt, Halmia, vill ekki gefa mér leyfi til þess að koma heim ( landsleikina, en ég ætla samt að koma, sagði Matthías Hallgrfmsson í viðali við Morgun- hlaðið í gær, en sem kunnugt er leikur Matthias nú með sænska 2. deildar félaginu Halmia. Var fé- lagið búið að gefa honum leyfi til fslandsferðarinnar, en afturkall- aði það svo á sfðustu stundu. Fé- lagið á árfðandi leik f deildar- keppninni sænsku á sunnudag- inn, sama dag og leikið verður við Belgíumenn, og telur það sig ekki geta séð af Matthfasf leik þessum. — Ég hef geysilega mikinn áhuga á því að koma heim í lands- leikinn, sagði Matthías í gær, — og einnig að standa við það sem ég var búinn að segja þeim hjá KSÍ, að ég gæti komið. Ég veit ekki hvaða afleiðingar það getur Matthfas — ákveðinn að koma f landsleikinn. koma, sagði hann haft fyrir mig, ef ég fer í leyfis- leysi, en ekki er ósennilegt, að ég verði settur út úr liðinu og beittur sektum. Slíkt þykir mér vitanlega mjög slæmt og auðvitað er það leiðinlegt að lenda í svona útistöð- um við félagið. F^n málin skýrast væntanlega betur í kvöld. Matthías sagði, að sér hefði gengið ágætlega með Halmia lið- inu að undanförnu. Fyrst eftir að hann kom út hefði hann átt við veikindi að stríða, en nú væri hann búinn að ná sér vel að þeim og teldi sig vera í sinu bezta formi. Morgunblaðið hafði i gær sam- band við Ellert B. Schram og spurði hann, hvað KSÍ gerði i því að aðstoða Matthías við að komast heim. — Við erum búnir að hafa sam- band við forráðamenn Halmia, sagði Ellert, og m.a. benda þeim á, að verði Matthiasi ekki gefið leyfi til þess að koma heim í landsleik- ina þá komust við ekki hjá því að tilkynna FIFA, hvernig að félaga- skiptum hans var staðið, en í regl- um FIFA eru skýr ákvæði um, að félag megi ekki sækjast eftir samningum við knattspyrnumenn meðan á keppnistímabili stendur hjá því félagi, sem hann leikur með. Þá höfum við einnig vísað til þess í samtölum við forráðamenn Halmia, að þeir hafi verið búnir að gefa Matthíasi leyfi til þess að koma í landsleikina, og við óskum eftír þvi, að þeir standi við orð sín, þar sem það komi sér illa fyrír okkur að þurfa að fara gera breytingar á íslenzka liðinu á síð- ustu stundu. Þeir hafa á hinn bóginn vísað til þess, að í samn- ingi félagsins við Matthías séu ákvæði þess efnis, að honum sé frjálst að taka þátt í landsleikjum fyrir Island, stangist þeir ekki á við leiki félagsins. — Við höfum einnig haft sam- band við Matthías, sagði Ellert og sagt honum það, að komi hann til leikjanna i óleyfi félagsins, þá verði það að vera á hans ábýrgð. Við höfum ekki viljað setja hon- um stólinn fyrir dyrnar, jafnvel þótt við leggjum auðvitað áherzlu á að fá hann heim til leikjanna. BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Birgir ísleifur Gunnarsson, hélt Valsmönnum kaffiboð á miðvikudagskvöldið og þakk- aði þeim þar fyrir að heimta fslandsbik- arinn úr höndum utanbæjarmanna. Mynd þessa tók Friðþjófur í kaffiboðinu og hafa Valsmenn fengið borgarstjóra íslandsbikarinn í hendur. Við hlið hans standa þeir Alexander Jóhannesson og Guðmundur Þorbjörnsson en í stiganum eru þeir Yuri Ilytchev, þjálfari Vals- manna, Magnús Bergs, Ingi Björn Al- bertsson, Ólafur Magnússon, Vilhjálmur Kjartansson, Sigurður Dagsson, Grímur Sæmundsen, Halldór Einarsson, Atli Eð- valsson, Dýri Guðmundsson, Guðmundur Kjartansson, Kristinn Björnsson, Albert Guðmundsson, Hermann Gunnarsson og Bergsveinn Alfonsson. Ilti ||lj ——i Lið Reynis í Sandgerði er sigraði í úrslitaleik 3. deildar keppninnar í ár og leikur f 2. deild að ári, ásamt þjálfara sínum Eggert Jóhannessyni. Sandgerðingar í aðra deild REYNIR frá Sandgerði tryggði sér sigur f 3. deild og þar með sæti f 2. deild á næsta keppnis- tfmabili með þvf að sigra Iið Aftureldingar úr Mosfellssveit með 3—2 f úrslitaleik á Mela- vellinum f fyrrakvöld. Ekki varð sigur Reynis með öllu átakalaus, því f úrslitakeppni 3. deildar, sem nýlega fór fram á Akureyri, skildu þessi lið jöfn að lokinni framlengingu. Ekki verður sagt, að þessi leikur hafi boðið upp á fallega knattspyrnu, en hinsvegar var barizt allan timann og sáust oft góð tilþrif í þeim efnum. Hætt er við, að dvöl Reynis í 2. deild verði ekki löng, ef þeir taka ekki veru- legum framförum frá því, sem þeir sýndu í þessum leik. Það var Kristján Sigurgeirsson, fyrrum leikmaður með IBV og núverandi þjálfari Aftureldingar sem skoraði fyrsta markið í þess- um leik, á 18. min. En á 33. mín. jafnaði Júlíus Jónsson fyrir Reyni með vítaspyrnu. Páll Sturluson bakvörður Afturelding- ar sló knöttinn innan vítateigs, að þvi er séð varð I algjöru tilgangs- leysi, þannig að vitaspyrna varð ekki umflúin. Á 40. mín. náði Ómar Björnsson forystunni fyrir Reyni með góð- um skalla eftir hornspyrnu. Afturelding sótti meira í byrjun siðari hálfleiks og á 65. mín. jafn- aði Kristján Sigurgeirsson með góðu skoti. Allt útlit var nú fyrir jafntefli og framlengingu.en Ómar Björnsson sá fyrir því að svo varð ekki, því tveim mín. fyrir leikslok skoraði hann gott mark eftir að vörn Aftureldingar hafði opnazt illa. Gleði Reynismanna var mikil, þegar Guðmundur Haraldsson, góður dómari þessa leiks, flautaði leikinn af. Þeir hafa á undanförn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.