Morgunblaðið - 03.09.1976, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976
Ævintýrið um
móða Manga
eftir BEAU BLACKHAM
og þau ættu lífið að leysa á bakinu á
honura. Mangi sárvorkenndi honum.
Strax og búið var að fylla gufuketil
Manga, lögðu þeir aftur af stað og hann
varð að reyna að finna eitthvað annað
ráð til að stoppa. Það eina, sem honum
datt í hug, var að verða kolalaus, en ef
hægt væri að koma því í kring, mundi
hann verða að stoppa. En hvernig gat
hann orðið kolalaus? Það var spurningin.
Meðan hann velti þessu fyrir sér, sá
hann litla brú framundan. Brúin var
bogadregin og nú vissi Mangi ráðið.
Hann jók hraðann og fór hraðar og hrað-
ar og þegar hann kom að boganum á
brúnni, hentist hann upp í loftið. Og um
leið og það gerðist kom það fyrir, sem
Mangi hafði gert ráð fyrir — kolin í
kolavagninum þeyttust út í loftið og
beint niður í ána. Þegar síðasti kolamol-
inn snerti vatnsflötinn, var ekki einn
einasti moli eftir í kolavagninum.
— Þetta ætti að sjá fyrir Surti, hló
Mangi með sjálfum sér. Ekki tekst hon-
um að finna kolanámu. Svo hélt Móði
Mangi áfram nokkurn spöl, eða þar til
eldurinn brann út í fírplássinu, en þá
hægði hann á sér og stoppaði að lokum.
Surtur var alveg bálreiður. Hann barði
saman hnefunum og æpti og hrópaði og
sneri sér svo að vesalings lestarverðin-
um.
— Þú heldur þú hafið leikið á mig, ekki
satt? Sagði Surtur. En því er nú öðru vísi
farið! Ég ætla að láta þig, herra vörður,
og þig, herra lestarstjóri, bera kistuna
mína og rommtunnuna þar til ég hefi
komizt á óhultan stað. Flýtið ykkur nú!
og hann klifraði út úr lestinni.
— Æ og ó, sögðu lestarvörðurinn og
lestarstjórinn dapurlega, en þeir urðu þó
að fylgja fyrirmælum Surts.
En eitthvað fannst honum þó vanta
þarna, og þegar hann leit í kringum sig,
sá hann að hringekjan var ekki í gangi.
Börn stóðu í kringum hana og störðu á
tréhestana ósköp döpur í bragði, og
Mangi sá á þeim, að þau áttu enga ósk
heitari en að hringekjan yrði sett af stað.
Því alltaf er hringekjan uppáhald barn-
anna á svona skemmtistöðum.
COSPER
COSPER
Fyrir alla muni.
— Hrapið ekki
og stórslasið
ykkur!
VtEP
MORöJN-
KAFF/NU
GRANI göslari
Þú getur ekki trúað þvf
erfitt er að fá menn til
gerðarstarfa.
Mark Twain heimsótti eitt
sinn málarann Whistler f
vinnustofu hans og skoðaði
málverkin, sem þar voru.
— Ó, snertu þetta ekki,
hrópaði Whistler. Sérðu ekki
að málverkið er blautt ennþá?
— Það gerir ekkert til,
svaraði Twain, ég er með
vettlinga.
X
Ungur maður spurði Mozart
eitt sinn að þvf, hvernig hann
ætti að fara að því að semja
sinfónfu.
— Þér eruð mjög ungur
maður, sagði Mozart. Hvers
vegna byrjið þér ekki á
„ballade“?
— Þér sömduð sinfónfu,
þegar þér voruð tíu ára, svar-
aði maðurinn.
— Já, sagði Mozart, en ég
spurði ekki hvernig ég ætti að
fara að þvf.
Mér leiðist
endurtaka
þurfa
Dómarinn: — Þú segir að þú
hafir kastað konunni þinni út
um gfugga á annarri hæð í
hugsunarleysi.
Ákærður: — Já, herra, við
höfum lengst af átt heima f
kjallara, og ég var alveg búinn
að gleyma að við vorum
nýflutt.
Móðir Jóns litla hafði miklar
áhyggjur af velferð hans,
þegar hann fór að ganga f
skóla. Hún fylgdi honum
þangað fyrsta daginn og gekk
á fund kennarans.
— Hann Jón minn er svo
afskaplega tiffinninganæmur,
sagði hún, að það má ekki
refsa honum. Sláið bara dreng-
inn við hlið hans og þá verður
hann hræddur.
Fangelsi
óttans
Framhaldssaga eftir
Rosemary Gatenby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
12
Arthur Wheeloek horfði upp f
loftið.
— Ekki eins oft og ég gerði hér
áður fyrr. I hvert skipti sem ég
kem segir Reg Curtiss mér að
Jamie sé að vinna. Hann vinnur
eins og þræll skal ég segja yður.
— Hefur hann alltaf sökkt sér
svona niður f starf sitt?
— Já, það held ég. En nú finnst
mér eins og hann sé beinlínis
kominn á bólakaf. Eða sfðan
Walter Carrington dó. Hann hef-
ur breytzt mikið eftir það. Carr-
ington var bezti vinur hans. En
yfirleitt kærir Jamie sig lítið um
samneyti við aðra.
— Þér haldið að hann hafi
breytzt við dauða Carringtons?
— Ég hef stundum verið að
hugleiða það. Já, ég hlýt að hafa
gert það og ég held hann hafi
breytzt. Þvf að annars veit ég þá
ekki hvað gengur að honum.
— Hvað með systur hans?
— Helene? Henni hef ég Iftið
kynnzt. Hún hefur ósköp tak-
markaðan áhuga á fjármálum og
tölum. Hún hverfur jafnskjótt og
ég kem. Aftur á móti hefur hún
alltaf haft yndi af hestum og þyk-
ir frábær hestamanneskja. Og þar
er Texas rétti staðurinn fyrir
hana.
Hann varð ekki margs vfsari
hjá Arthur Wheelock. Hann
hvarf á braut þaðan með þá hugs-
un að þessi maður væri kannski
einum of einföld sál til að fara
með alla þessa gífurlegu fjár-
muni.
Þegar hann sat f bílnum fór
hann að skoða kortið yfir Texas.
Tuttugu mfnútum sfðar hafði
hann sagt upp herbergi sfnu á
gistihúsinu og var á leið til
Abílene. Hann notaði sfðustu
glætu dagsins til aksturs en nam
þó staðar á veitingahúsi til að fá
sér snæðing. Þjónustustúlkan var
vinaleg og blfð á manninn en
staðurinn var skelfilegur.
Hann var að bræða með sér
meðan hann borðaði hvað hann
hefði snætt mörgum sinnum einn
eftir skílnaðinn og hann velti þvf
fyrir sér, hvernig á þvf stæði að
hann gæti ekki útrýmt henni úr
huga sér. En hann vissi hvað
hafði vakið þessar hugsanir hjá
honum. Það var Sue Ann Carring-
ton sem hafði gert það.
Þegar hann var setztur inn f
bflinn aftur leið honum betur.
Kannski var hann bara þreyttur.
Það var nánast engin umferð á
veginum. Hann ók greitt og án
þess að hafa hugann bundinn við
nokkuð sérstakt. Það var ekki
fyrr en eftir langa stund að hann
fór að leiða hugann að þvf hvað
furðanlega Iftil umferð væri og
hversu lengi sami bfllinn hafði
verið fyrir aftan hann.
Það var kannski ekkert beinlfn-
is athugavert víð það. Sumir bfl-
stjórar hikuðu við að aka framúr.
Það var Ifka auðveldara að aka
þegar maður hafði bfl á undan
sér. En hann ákvað að auka hrað-
ann og uppgötvaði að bfllinn að
baki hans gerði slfkt hið sama.
Hann stirðnaði upp þegar bfll-
inn jók svo skyndilega hraðann
,og ók svo mjög skyndilega fram
úr honum. Von bráðar var hann
horfinn út f nóttina.
Jack dró andann léttar. tmynd-
unaraflið var vfst f þann veginn
að gera honum grikk, hugsaði
hann með sér.
En þegar hann kom fyrir næstu
hæð sá hann fyrir framan sig
blikkandi aðvörunarljós. Hann
dró úr hraðanum, þegar hann ók
fram hjá skiiti sem gaf til kynna
að f eins kflómetra fjarlægð væri
vegurinn lokaður vegna vega-
vinnu.
Hann minnkaði hraðann niður f
40 km. hnykklaðí brýrnar og var
eiginlega ekki kominn að neinni
niðurstöðu, þegar hann sá að veg-
urinn var lokaður rétt framund-
an.
Bfllinn sem hafði farið fram úr
honum stóð þarna með Ijós
slökkt, og var svo þversum á veg-
inum að með öllu var óhugsandi
hann kæmist framhjá honum.
Þegar Jack stöðvaði bflinn var
skyndilega kveikt á bflljðsum og
bflstjórinn gaf honum merki..
En hann ætlaði ekki að taka
þátt f þessum skrfpaleik og enda
þótt hann sæi ekki fram á hvernig
hann ætti að komast leiðar sinnar
ók hann þó hægt áleiðis að hinum
bflnum. Maðurinn stóð grafkyrr á
miðjum veginum. Jack sá að
hann miðaði. Þrjú skot kváðu við.
Og hann missti stjórn á bflnum
þvf að annað framdekkið var
greinilega sprungið.
Nú átti hann ekki lengur mögu-
leika á þvf að komast undan.
Hann nam staðar og þegar hann
sté út úr vagninum hafði hinn
bfllinn fært sig út f vegarkantinn
og Ijósin frá honum hlinduðu
hann. Bflstjórinn stóð allt I einu
við hlið honunt með byssuna f
hendinni.
— Hvað viljið þér? spurði Jack.
— Hvað hafið þér, var svarið. —
Re.vnið ekkert að vera með und-
anbrögð. Byssan er hlaðin.
— Allt í ffna. Viljið þér fá
veskið mitt?
— Augnablik. Allt f rólegheit-
unum. Farið gætilega úr jakkan-
um. Snúið yður sfðan að bflnum
og lyftið upp höndunum...
Maðurinn þreifaði eftir þvf
hvort Jack bæri á sér vopn.
Jack gerði eins og honum var
fyrirskipað og á meðan skoðaði