Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 17 Björn Jónsson sextugur Björn Jonsson, forseti Alþýðusambands íslands, er sextugur í dag. Hann fæddist hinn 3. september 1916 á Úlfsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, sonur Jóns Kristjáns Krist- jánssonar, kennara í Akra- hreppi, og fyrri konu hans, Rannveigar Sveinsdóttur. Björn Jónsson hefur um áratuga skeið verið meðal fremstu forystumanna verkalýðshreyfingarinnar og atkvæðamikill stjórn- málamaður. Hann tók við æðsta trúnaðarstarfi verkalýðshreyfingarinnar á árinu 1971 er hann varð forseti Alþýðusambands ís- lands og hefur gegnt því starfi síðan. Á árinu 1973 tók hann við embætti fé- lags- og samgönguráðherra í ríkisstjórn Ólafs Jóhann- essonar og gegndi því til vors 1974 er hann sagði af sér ráðherradómi. Björn Jónsson var kjörinn á Al- þingi 1956 og átti þar sæti til vors 1974. Björn Jónsson lauk stúd- entsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri 1936 en vann almenna verka- mannavinnu þar frá árinu 1932. Hann var starfsmað- ur verkalýðsfélaganna á Akureyri árin 1946—1949 og aftur 1952—1955. Rit- stjóri Verkamannsins á Akureyri var hann á árun- um 1952—1956. Björn Jónsson var snemma kjörinn til trúnað- arstarfa innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Hann átti sæti í stjórn Verkamanna- félags Akureyrar frá 1944 og formaður þess varð hann 1947. Eftir stofnun verkalýðsfélagsins Eining- ar á Akureyri var hann for- maður þess um langt ára- bil. Hann var kjörinn í stjórn Alþýðusambands Norðurlands 1947 og í mið- stjórn Alþýðusambands Is- lands 1954. Forseti ASÍ varð hann sem fyrr segir 1971. Jafnhliða starfi í forystu- sveit verkalýðshreyfingar- inqar hafa umsvif Björns Jónssonar á vettvangi stjórnmálanna verið mikil. Hann var kjörinn í bæjar- stjórn Akureyrar fyrir Sósíalistaflokkinn árið 1954 og átti þar sæti til 1962. í miðstjórn Sósíal- istaflokksins var hann kjörinn 1957. Árið 1956 var Alþýðubandalagið stofnað með samstarfi Sósíalista- flokks og Málfundafélags jafnaðarmanna og var Björn Jónsson kjörinn á Alþing sem landskjörinn þingn.aður fyrir Alþýðu- bandalagi Hað ár. Hann átti sæti á Aiþingi alla tíð síðan til ársins 1974. Á ár- inu 1968 sagði hann sig úr Alþýðubandalaginu en var kjörinn á Alþing á ný fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna í þingkosn- ingunum 1971. Björn Jónsson gekk í Al- þýðuflokkinn 1974 og er nú ritari hans. Auk forystu- starfa í verkalýðshreyfing- unni, setu í bæjarstjórn Akureyrar og þing- mennsku hefur hann gegnt fjölmörgum öðrum opin- berum störfum. Eiginkona Björns Jóns- sonar er Þórgunnur Krist- björg Sveinsdóttir. Morg- unblaðið árnar Birni Jóns- syni og fjölskyldu hans allra heilla á þessum tima- mótum. Höfundur Línu langsokks ræðst að stjórn Palmes SÆNSKI rithöfundurinn Astrid Lindgren, höfundur bökanna um Lfnu langsokk og Peter Biom- kvist leynilögreglumann, hefur skrifað opið bréf til sænskra kjös- enda, þar sem hún hvetur þá til að styðja ekki jafnaðarmanna- flokk Olofs Palme f kosningunum f Svfþjóð 19. september nk. Astr- id Lindgren hefur fyrr á árinu einnig opinberlega mótmælt skattlagningu stjórnarinnar, en Fleiri Austur-Þjóð- verjar sækja um leyfi til að flytjast vestur AUSTUR-þýzkir rfksiborgarar reyna f auknum mæii að verða sér úti um heimild til að flytjast tii Vestur-Þýzkalands með löglegum hætti, að þvf er segir f fréttum frá Bonn. Hefur mjög aukizt að und- anförnu straumur þess fólks sem dag hvern leggur leið sfna á skrif- stofu vestur-þýzku stjórnarinnar f Austur-Berlfn til að afla sér upp- lýsinga um hvernig slfkrar heim- ildar verði aflað. Slfk opinber upplýsingaleit hefur jafnan þótt áhættusöm f Austur-Þýskalandi og yfirvöld vestan megin eru tal- in hafa áhyggjur af þvf :ð hinn aukni straumur fólks á skrifstof- una verði til þess að austur-þýzk yfirvöld takmarki enn þær heim- ildir sem fyrir eru um löglegan flutning fólks frá Austur- til Vestur-Þýzkalands. Seinni hluta júlímánaðar komu um 70 manns daglega i skrifstofu Vestur-Þjóðverja I Austur-Berlfn, en það eru helmingi fleiri en í fyrrasumar, þegar fyrst varð vart þessarar aukningar. Að sögn vestur-þýzkra embættismanna er það fólk úr öllum starfsstéttum sem sækir um að fá að flytjast til Vestur- Þýzkalands, þ.á.m. ýmsir serfræð- ingar. Tiltölulega fáir eftirlauna- menn sækja um að flytjast, en undanfarin ár hafa allmargir slík- ir flutzt vestur, þar eð austur- þýzk stjórnvöld hafa ekki talið í þeim mikinn missi. Sama er að segja um miklu minni hóp fólks sem fengið hefur að flytjast úr landi undanfarin ár vegna sér- stakra erfiðleika eða veikinda. Á siðasta ári fluttust 10.275 Austur- Þjóðverjar vestur yfir landamær- in með leyfi austur-þýzkra yfir- valda, flestir í ofannefndum tveimur hópum. Á hinn bóginn fóru 6.011 Austur-Þjóðverjar vestur yfir með öðrum hætti, ann- aðhvort á flótta eóa i skiptum fyrir peningagreiðslur einkaaðila og stjórnarinnar í Vestur- Þýzkalandi, en slik viðskipti fara oft fram vegna gjaldeyrisskorts Austur-Þýzkalands. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvers vegna svo margir Austur- Þjóðverjar eru reiðubúnir til að taka á sig áhættuna sem fylgir þvi að sækja um leyfi til að flytjast til Vestur-Þýzkalands. Sumir stjórn- málafréttaritarar telja að hér sé um að ræða áhrif fráHelsinki- samkomulaginu í fyrra, sem gerði ráð fyrir auknu frelsi einstakl- inga í löndum Evrópu, en sam- komulagið var prentað i heild sinni í kommúnistaríkjunum. Aðrir telja að í bígerð kunni að vera að herða frekar á reglum um leyfi til að flytjast úr landi og að það kunni að hafa síazt út með þeim afleiðingum að fleiri reyni nú að komast úr landi á löglegan hátt sem fyrst. hún telur sig greiða 102% tekju- skatt. í bréfinu sem birtist á heilli opnu í blaðiðnu Expressen réðst Lindgren mjög harkalega á stjórn jafnaðarmanna, en flokkur þeirra hefur farið með völd í Svíþjóð í 44 ár. „Við búum nú þegar i þjóðfé- lagi sem er jafnnærri því að vera „skrifstofueinræði" og hægt er að hugsa sér. Samt er þetta ekkert I samanburði við það sem fyrirhug- að er,“ segir Lindgren og heldur áfram: „Ætli annað land fyrir- finnist I heimi þar sem tannlækn- ir neyðist til að setja skilti að hurðina hjá sér, þar sem segir „Lokað vegna skattanna.“ Lind- gren segir einnig í bréfinu að jafnaðarmannaflokkurinn hafi allt of mikil völd, völd sem séu svo mikil og samanþjöppuð að eyðileggjandi sé. „Stjórnin ákveð- ur allt fyrir okkur, hvar og hvern- ig við búum, hvað við eigum að ERLENT Sænski rithöfundurinn Astrid Lindgren. borða, hvernig kenna skuli börn- um okkar, hvað við eigum að segja og hugsa, stjórnin ákveður allt.“ „Það er kominn tími til breytinga," heldur hún áfram. „Við verðum að fá nýja stjórn. Bara stjórnarskipti væru skref fram á við og til marks um aukið lýðræði og pólitískt heilbrigði." Lindgren fjallar einnig um það i bréfinu hvernig jafnaðarmenn hafi hreiðrað um sig í stjórnsýsl- unni í Svfþjóð og segir að „stjórn- in noti embættisskipunarrétt sinn sem pólitiskt verkfæri og líti á réttan pólitískan lit sem einu nauðsynlegu hæfileikana.“ Lindgren segir að bréf sitt sé ekki til þess ætlað að vega að hugsjónum jafnaðarstefnunnar, heldur einungis þeim öfgum sem stjórnin beiti sér fyrir i nafni hennar. Bréfinu lýkur með undir- skrift Astrid Lindgrens og fyrir neðan stendur „fyrrverandi sósi- aldemókrat, nú aðeins demókrat." ) eigeiiua i ^koi- landi og Eng- landi sameinast Hull, Englandi 2. sept. Einkaskeyti til Mbl. frá AP BREZKIR togaraeigendur hafa nú sameinazt í nýjum samtökum, sem gæta eiga hagsmuna úthafsveiðiflotans. Samtökunum British Fishing Federation var komið á fót sl. miðvikudag og eiga þau að taka við hlutverki tveggja sam- banda sem fyrir voru, þ.e. British og Scottish Trawler Federations. Samtökin ná til hafnarborganna Aberdeen, Granton, North Shields, Hull, Grimsby, Lowestoft, Milford Haven og Fleetwood. Eigendur 300 togara eiga aðild að sam- tökunum, en fyrir tveim árum hefði orðið um að ræða 500 togara en mjög mikil fækkun hefur orðið í togaraflotanum á þessum tíma. Þessi nýju sam- tök verða engu að síður stærstu samtök sinnar tegund- ar innan Efnahagsbandalags- ins. Aðalskrifstofa sam- takanna verður í Hull, þar sem áður var aðsetur British Trawler Federation og fram- kvæmdastjóri verður Austen Laing, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri síðarnefndu samtakanna. ii ii III- 30,32,40, G5,80, wött flúrpípur í nrörgum stœrðuin og litum. I I I l PHILIPS PHILIPS heimilistæki sf Sætún 8 sími 24000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.