Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 IHttgmilrfftfófc Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. té Framkvæmdir Reykjavíkur- borgar í sumar Fratnkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar hafa ver- ið miklar á þessu sumri og fjár- hagur borgarinnar stendur nú traustum fótum. A árinu 1974 áttu bæði rfkissjóður og sveitar- sjóðir við mikla fjárhagserfið- leika að etja vegna þeirrar æðis- gengnu verðbólgu, sem þá var komin á fullt skrið og átti það ekki sfður við um Reykjavfkur- borg en mörg önnur sveitarfélög. Á árinu 1975 tókst hins vegar að ná jöfnuði í fjárhag borgaririnar og þegar reikningar þess árs voru lagðir fram snemma f sumar, kom f ljós að fjárhagur borgarinnar er traustur og tekizt hafði að leysa þau vandamál, sem upp komu f fjármálum hennar á þjóðhátfðar- árinu. Traust fjármálastjórn er að sjálfsögðu undirstaða blómlegra framkvæmda og það fór ekki á milli mála, þegar Birgir lsleifur Gunnarsson, borgarstjóri, bauð blaðamönnum f ferð um borgina í fyrradag, að f sumar hefur verið unnið að margvíslegum fram- kvæmdum f þágu borgarbúa. 1 Arbæjarhverfi hefur verið unnið að heifsugæzlustöð, sem verður fyrsta stofnun sinnar tegundar f einu borgarhverfi. Stefnt er að þvf í framtíðinni, að slfkar heilsu- gæzlustöðvar rfsi í fleiri borgar- hverfum og er undirbúningur að heilsugæzlustöð f Breiðholti 3 kominn vel á veg og einnig er ráðgerð heilsugæzlustöð f Breið- holti 1. Heilsugæzlustöðin f Ár- bæjarhverfi á að þjóna íbúum þess og er útbúin til að veita sex til sjö þúsund manns þjónustu. Þar verður aðstaða fyrir þrjá heilsugæzlulækna, sérfræðinga, sem heimsækja stöðina með ákveðnu millibili, sérstök barna- verndaraðstaða, rannsóknastofa og aðgerðarstofa, þar sem hægt verður að gera að minni háttar meiðslum. Rými verður fyrir hjúkrunarkonu, heimahjúkrun og heimilishjálp. félagsráðgjafa, ritara og tannlæknastofu. t þess- ari stöð verður ennfremur rekin mæðra-, ungbarna og smábarna- vernd og skólaeftirlit verður á vegum stöðvarinnar. Það gefur auga leið að starfsemi slfkra heilsugæzlustöðva hefur mikla þýðingu fyrir einstök borgar- hverfi, ekki sfzt þau sem byggzt hafa á undanförnum árum og liggja fjarri helztu sjúkrahúsum borgarinnar. Nú þarf fólk að fara á jafnvel sex mismunandi staði til þess að sækja ýmisskonar heilsugæzluþjónustu, en með heilsugæzlustöðvum f einstökum borgarhverfum fækkar þeim a.m.k. um hclming og er hér áreiðanlega um að ræða upphafið að gjörbyltingu f heilsugæzlumál- efnum Reykvfkinga. Að sjálfsögðu er lögð mest áherzla á framkvæmdir f hinum nýju borgarhverfum og þá ekki sfzt Breiðholtshverfi, en það hef- ur verið aðal vaxtarbroddur borg- arinnar á sfðustu árum, þar er þörfin mest, þar er mest af ungu fólki og barnmörgum fjölskyld- um og þess vegna eðlilegt, að rfk áherzla sé lögð á byggingu ýmiss konar þjónustumiðstöðva f þvf hverfi. lbúar Breiðholtshverfis munu áreiðanlega fagna þeim sundlaugarframkvæmdum, sem þar hafa staðið yfir. 1 sumar var lokið við byggingu útisundlaugar við Breiðholtsskóia, sem sfðar verður byggt yfir, og í lok októ- bermánaðar verður tekin f notk- un innilaug við Fjölbrautarskól- ann í Breiðholti, en eftir tæpt ár verður væntanlega lokið við að fullgera ýmiss konar þjónustu að- stöðu við þá sundlaug, svo sem búningsklefa fyrir um fimm hundruð manns, gufuböð o.fl. Þar á einnig að vera útisundlaug, sem verður svipuð að stærð og sund- laug Vesturbæjar. Miklar framkvæmdir hafa einnig staðið yfir við skólabygg- ingar í Breiðholti enda þörfin mikil f þvf hverfi og loks kom það fram í ferð borgarstjóra með blaðamönnum að unnið hefur verið af fullum krafti við „grænu byltinguna" sem svo er kölluð. En það er sú áætlun sem Birgir Is- leifur Gunnarsson borgarstjóri beitti sér fyrir að gerð var fyrir tveimur árum og miðaði að þvf að fegra borgarlandið og snyrta ýmis útivistarsvæði borgarbúum til ánægju og yndisauka. Á sfðustu tveimur árum hefur verið unnið mikið starf við framkvæmd þessarar áætlunar og því starfi verður haldið áfram. Þau vandamál, sem við var að etja í málefnum Reykvfkinga fyr- ir einum og hálfum áratug eru nú tæpast til staðar en þá var mest áherzla lögð á gatnagerð og hita- veituframkvæmdir. Nú má segja að varanleg gatnagerð og hita- veita fylgi jöfnum höndum upp- byggingu nýrra hverfa og f vax- andi mæli er lögð áherzla á aðra framkvæmdaþætti eins og bygg- ingu ýmissa þjónustumiðstöðva en jafnframt blasir við að Reykjavfkurborg hlýtur á næstu árum að taka ný byggingarsvæði til meðferðar og marka stefnuna f uppbyggingu borgarinnar fram til næstu aldamóta. Klömbrur. Rabbað við Hörð Agústsson um Þjóð- veldisbæ Á þessari mynd sést glöggt húsaskipan Þjóðveldisbæjarins, stærsti hlutinn skálanum er gengið á kamarinn en úr stofunni f búrið. reið ho „Nú er að segja frá Skarphéðni, að hann hljóp út á þvertréð þegar eftir Kára, en er hann kom þar, er mest var brunnið þver- tréð, þá brast niður undir honum. Skarphéðinn kom fótum undir sig og réð þeg- ar til í annað sinn og renn- ur upp vegginn. Þá reið honum brúnásinn og hrat- aði hann inn aftur.“ Njálssaga — af brunanum á Bergþórshvoli ,,Þa var tarið of an af hus- unum og til dyra gengið; og er upp var lokið hurð- unni, sá Grettir, að þræll- inn rétti inn höfuðið og sýndist honum afskræmi- lega mikið og undarlega stórskorið. Glámur fór seint og réttist upp, er hann kom inn í dyrnar, hann gnæfði ofarlega við rjáfrinu, snýr að skálanum og lagði handleggina upp á þvertréð og gnapti inn yfir skálann." _ ,,, Grettissaga. „ ... gekk hann þegar til lokrekkju ... “ — „ ... hann hvíldi í langbekk en konur í þverpalli...“ Hvað er brúnás? Hversu stór þarf Glámur að vera til þess að geta lagt handleggina upp á þver- tréð? Hvernig litu lokrekkjurnar út? Hvar var þverpallur? Slíkar spurningar vakna við lestur ís- lendingasagnanna. Ekkert hefur varðveitzt af þeim húsakynnum frá þeim tfma er hvað mestum ljóma hefur varpað á íslenzka sögu og reyndar engin hús frá því fyrir 18. öld. En austur í Þjórsár- dal er að rísa af grunni svonefnd- ur Þjóðveldisbær, eftirlíking þeirra bæja, sem hetjur þjóðveld- isaldar byggðu og bjuggu i. Skyndilega verða lýsingar ts- lendingasagnanna lifandi. Hugmyndin var Þjóðhátíðar- nefndar. Árnessýsla átti frum- kvæðið að framkvæmd hugmynd- arinnar. Herði Ágústssyni var fal- ið að sjá um teikningar og smíði. „Eins og þú veizt, fór fram mik- il umræða um það, hvar bærinn skyldi rísa. Sjálfur var ég helzt á að hafa hann í Árbæ, aðrir vildu hafa hann í Borgarfirði. En eftir að ég sá bæjarstæðið, sem Árnes- sýsla hafði valið í Þjórsárdal, nærri Búrfellsvirkjun, féllst ég strax á að þetta væri góður staður. Hann hefur þá kosti að vera í umhverfi sem bærinn fellur vel inn í, utan þéttbýlis, en um leið er hann nálægt mannabyggðum og ég veit að rafmagnsmönnum i Búrfelli er mjög vel treystandi til að ganga þarna um af snyrti- mennsku." Þjóðveldisbærinn stendur í landi Skeljastaða, sem hét fornt býli í Þjórsárdal. Ekki langt í burtu er Stöng, rústir bæjarins, sem talið er að Gaukur Trandils- son hafi búið í á 10. öld. Hörður Ágústsson: „Mörgum þykir það undarlegt að velja Þjóðveldisbænum stað svo skammt frá Stöng. Aðrir hafa látið sér detta í hug, að betra hefði jafnvel verið að endur- byggja Stöng, en það þykir mér nú alveg út í hött. Hvað varðar fyrra atriðið, þá er ég alls ekki frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.