Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 36
\UGLÝSÍNÍiASÍMINN ER: 22480 3W»r0xmT>Uiöit> AUGLÝSEN'GASLMENN ER: 22480 J«»rgiml)lflbit> FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 Þykkvibær: Friðrik-Timman: Litlaust jafntefli ii---------------i Skák Fridriks «k Timmans bls 20 i 'i ------------i i SKAK þeirra stórmeistaranna Friðriks Ólafssonar og Jan Timmans á Reykjavfkurmót- inu f gærkvöldi lauk með jafn- tefli. Það var eftir 3H tíma var- færnislega baráttu að þeir meistararnir sömdu um jafn- tefli. Skák þeirra einkenndist af mikilli gætni enda ef til vill eðlilegt þar sem mikið var í húfi fyrir báða. Jafntefli lá í loftinu allan tímann og áhorf- endurmargir hverjir ekki beint ánægðir þar sem þeim þóttu meistararnir sýna of litla dirfsku í taflmennsku sinni. Þannig er ekki hægt að segja að nokkur ógnun hafi verið f taflinu en það má ef til vill skýra með því að til þess hafi hún ekki verið orðin nógu löng, en um jafnteflið var sam- ið eftir 22 leiki. Friðrik hafði hvítt, en þó átti hann i erfiðleikum þegar i Framhald á bls. 20 Liósm. Mbl Friðþjófur. KARTÖFLUR — Bændur f Þykkvabæ sjá fram á lélega kartöfluuppskeru annað árið í röð, en þeir eru byrjaðir að taka upp og nýjar kartöflur eru væntanlegar á markað eftir helgi. Uppskerubrestur annað árið í röð Nýjar kartöflur á markað eftir helgi Kartöflubændur í Þykkva- bæ eru tilbúnir til að senda frá 5er fyrstu kartöflurnar á markað nú strax eftir helgina, að því er Magnús Sigurlásson, fréttaritari Mbl. í Þykkvabæ, sagði í gær. Kartöfluuppskeran í Þykkvabæ er hins vegar mjög léleg í ár og jafnvel slakari en hún var í fyrra. Magnús sagði, að nokkrir bændur væru byrjaðir að taka upp kartöflui. Komið hefur í ljós. að undan því grasi sem ekki skemmdist í roki i vor, kemur mjög viðunandi uppskera en á roksvæðunum er hins vegar nánast engin uppskera. Þetta eru sendin svæði og sagði Magnús að Framhald á bls. 20 Höfrungur II hefur fengið aDt að 9,5 L af djúp- rækju á 2 dögum — VIÐ höfum mest fengið 9H tonn af djúprækju á tveimur og hálfum sólarhring og verð- ur það að teljast mjög gott, sagði Ölver Skúlason skip- stjóri á Höfrungi 2. frá Grinda- vik, en hann hefur undanfarið stundað djúprækjuveiðar úti fyrir Norðvesturlandi og víðar. Ölver sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hann f gær, að þar til f sfðustu veiðiferð hefðu þeir landað frá 7,5 til 9.5 tonnum f veiðiferð. 1 sfðustu ferð hefði veiðin hins vegar ekki gengið eins vel og þeir orðið að fara f land með 4 tonn eftir þrjá sólarhringa. Samt hefðu þeir verið á sömu slóð- um og áður, verið gæti að rækjan hefði fært sig eitthvað, en það bæri einnig að taka með f reikninginn að mjög mikill straumur og leiðinda veltingur hefði verið á veiði- svæðinu. Hann sagði, að þeir væru nú að toga á sömu slóðum og ár- angurinn f gær hefði ekki ver- ið nógu góður, engu að siður ætluðu þeir að halda þessum veiðum eitthvað áfram og leita vfðar. ÖLver sagði að hann áliti að mjög góður grundvöll- ur væri fyrir djúprækjuveið- um fyrir stærri báta. En ef halda ætti þessum veiðum áfram yrði að snöggsjóða ræk.i- Framhaid á bls. 20 1002 tunnur bárust til Hafnar í gær — ÞAÐ er enn að glaðna yfir síldveiði reknetabátanna héðan og nú vantar tilfinnanlega fólk til starfa. Það var t.d. ekkert hægt að frysta f dag vegna manneklu f frystihúsinu, en hins vegar voru saltaðar 770 tunnur og er þá búið að salta 2400 tunnur á söltunar- stöðinni, sagói Jens Mikaelsson verkstjóri á Höfn f Hornafirði f samtali við Mbl. f gærkvöldi. Jens sagði, að reknetabátarnir hefðu komið með 1002 tunnur að landi sem væri það mesta sem borizt hefði á land á einum degi í haust. Haukafell SF var með 180 tunnur, Hringur GK 160 tunnur, Jóhannes Gunnar GK 150 tunnur, Steinunn SF 120 tunnur, Stein- unn SH 120 tunnur og Saxhamar SH 1140 tunnur. Aðrir bátar voru með nokkru minni afla, en annars var veiðin mjög jöfn í gær. Frjóvgast loðnuhrogn sem fara út með dæluvatni skiljaranna? — Flest bendir til að svo sé segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur ið er að veiðum á grunnu vatni og heppilegum botni, þá væri engin ástæða til annars en að ætla að úr miklum hluta þessara hrogna kæmu lífvænleg seiði. ,,Ég held að þess vegna, að menn ættu að fara mjög varlega í að setja hrognaskiljara um borð í skipin, og einbeita sér frekar að ná hrognunum úr fiskinum, um leið og landað er, því ef þau frjóvgast eru allir möguleikar fyr- ir hendi fyrir seiðin, og það er betra að veiða þeim mun meira af kynþroska loðnu en að hirða hrognin. | TIL hægri á myndinni sést loðnuskiljari. Þegar loðnunni er dælt um i borð I veiðiskip, skilst hún frá dæluvatninu og yfir háhrygningattfma | loðnunnar losnar alltaf mikið af hrognum úr loðnunni þegar henni er dælt, m.a. vegna hins mikla þrýstings sem hafður er á dælunum. Nú er j talið að hrognin, sem lendi útbyrðis, frjóvgist og verði að seiðum. — ÞAÐ bendir flest til þess, að nánast öll þau hrogn, sem fara útbyrðis aftur með dæluvatninu frá loðnuskiljurunum frjóvg- ist, sagði Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur þegar Morgunblaðið spurði hann hvort rétt væri sem margir sjómenn héldu fram, að þau hrogn sem spýttust úr loðnunni þegar henni væri dælt úr nót um borð í veiðiskip frjóvguðust og yrðu að seiðum. Sem kunnugt er er hrognainni- hald loðnu mjög mikið er komið er að hrygningu og er nær þriðj- ungur af þunga loðnunnar síð- ustu daga fyrir hrygninguna. TVö s.l. ár hafa verið settir upp sér- stakir hrognaskiljarar í landi til að ná hrognunum úr loðnunni þegar landað er í bræðslu, en hrognin eru mjög verðmæt. S.l. vetur náðist góður árangur á þessu sviði og einstakir útgerðar- menn og skipstjórar hafa haft áhuga á að setja hrognaskiljara um borð f veiðiskipin, sem skildu hrognin frá dæluvatni um leið og dælt væri um borð. Það þýddi að lítið sem ekkert af hrognunum færi í sjóinn aftur. Að sögn Hjálmars Vilhjálms- sonar er ekki enn vitað hvað verð- ur um hrognin eftir að þau koma í sjóinn frá skiljurunum, en ef ver- Miklar annir hjá bænd- um á óþurrkasvæðunum MIKLAR annir hafa verið hjá bændum á óþurrkasvæðinu sfð- ustu daga, þar sem keppzt hef- ur verið við á hverjum bæ að ná inn sem mestu heyi þessa fá- gætu þurkkdaga, sem komið hafa f þessari viku. Hey hefur víða legið lengi og er orðið lé- legt, en einnig hefur víða verið slegið á nýjan leik. Enda þótt þykknað hafi upp á S- Vesturladi og Vestfjörðum seinnipartinn í gær og gert sé ráð fyrir súld fram eftir þess- um degi, þá eru batnandi veð- urhorfur þegar Ifður á daginn og þurrkur gæti orðið um helg- ina. Mbl. hafði samband við nokkra fréttaritara sfna á óþurrkasvæðunum og spurðist fyrir um útlitið eftir þurrkinn. Hjalti Sigurbjörnsson á Kiða- felli í Kjós sagði að þar um slóðir væru allir í heyskap, sem vettlingi gætu valdið. Þurrkur- inn hefði þó ekki nýtzt sem skyldi vegna þess hve blautt hefði verið undir, en menn munu þó hafa náð nokkru af Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.