Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976
í árslok næstkomandi munu
skuldir Austur-Evrópurikja við
Vesturveldin nema allt að því
40.000 milljónum dollara. Við-
skipti austurs og vesturs verða
stöðugt meiri vandkvæðum
háð.
Vestrænir efnahagsserfræð-
ingar telja, að um þessar mund-
ir séu samanlagðar skuldir
Austur-Evrópuríkjanna við
Vesturveldin um það bil 32.000
millj. dollara, og ef svo haldi
áfram sem horfi, verði þær
væntanlega komnar upp i
40.000 milljónir í árslok.
Greiðsluhalli Austur-
Evrópuirkjanna við OECD tvö-
faldaðist á síðasta ári og varð
12.000 milljónir dollara. Sovét-
ríkin skulda um það bil þriðj-
ung af heildarupphæðinni eða
um 13.000 milljónir dollara, en
Austur-Þýzkaland skuldar um
2.500 milljónir.
Það er auðvelt að gera ser
grein fyrir, hvers vegna þessi
gífurlega skuldasöfnun hefur
átt sér stað. Austur-
Evrópurikin hafa keypt mikið
af vörum frá Vesturveldunum,
en hafa aldrei haft aðstöðu til
þess að greiða fyrir þær f gjald-
eyri eða með eigin framleiðslu.
Sovétríkin og Pólland hafa
reyndar getað greitt fyrir sig að
nokkru leyti með verðmætum
hráefnum, svo sem olíu, gulli,
kopar og kolum. Samt sem áður
eru skuldir þessara ríkja veru-
legar.
ERFIÐLEIKAR MEÐ
GREIÐSLUR
Sú spurning brennur nú á
mörgum, hvernig Austur-
Evrópuríkin hyggist greiða
þessa þungu skuldabyrði, en al-
rangt væri að fullyrða, að þau
hefðu ekki velt því máli fyrir
sér.
1 fyrstu höfðu rikin aðgang
að lánsfjármörkuðum Evrópu.
Á árabilinu 1970—1975 fengu
þau að láni þaðan um 10.000
milljónir dollara. Þeim fínnst
eðlilega, að vaxtagreiðslur af
þessum lánum séu þungur
baggi. Vestrænir fjármálasér-
fræðingar hafa nýlega tekið af
skarið og kveðið svo á, að skuld-
ir Austur-Evrópuríkjanna á
Vesturlöndum séu orðnar svo
svimandi háar, að ógerningur
sé fyrir þau að inna af hendi
umsamdar vaxtagreiðslur og
standast áætlanir um endur-
greiðslur á lánum.
Ríkisstjórnir Comeconríkja
hafa bent á nýjar leiðir, en þær
láta dálítið undarlega í eyrum
Vesturlandabúa. Eru þær í þá
veru, að Vesturlönd láti þeim í
té tryggð langtimalán með
aðeins tveim eða þrem prósent
vöxtum. Það hefur gengið efið-
lega að koma Austur-
Evrópumönnum í skilning um,
að lán með svo lágum vöxtum
séu hreinlega ófáanleg á Vest-
urlöndum.
Eins og ástandið er nú yrði að
greiða niður vexti af þessum
lánum úr opinberum sjóðum,
en kommúnistaríkin eru ' lítt
hrifin af þeirri hugmynd.
VILJA AUKIN
VIÐSKIPTI VIÐ
VESTURLÖND
Og hvernig ætla Austur-
Evrópumenn að verja þessu fé?
Um það hafa þeir nokkuð at-
kuldasúpa
Austur-Evrópu
stofnar viðskiptum
við Vestur-
lönd í hættu
hyglisverðar hugmyndir. Þeir
ætla að hagnýta sér þessi hag-
stæðu lán til að reisa verk-
smiðjur, sem framleiða eiga
varning fyrir Vesturlandabúa í
því skyni að greiða niður hina
miklu skuldabyrði sem safnazt
hefur fyrir.
Um þessar hugmyndir má
ýmislegt segja, og þegar
Edward Gierek, þjóðarleiðtogi
Póllands, var á ferð I Vestur-
Þýzkalandi fyrir skömmu, varði
hann miklu af tíma sínum til
þess að ræða þær og reifa.
En í þessu sambandi vakna
óhjákvæmilega allmargar
spuningar. Gierek fullyrti að
þessar verksmiðjur yrðu
komnar í full afköst árið 1980,
og enda þótt sú áætlun stæðist,
væri engin trygging fyrir því að
framleiðsla þeirra yrði söluhæf
í Vestur-Þýzkalandi og öðrum
Vestur-Evrópuríkjum. Verða
gæði vörunnar slík, að hún falli
í kramið hjá neytendum í
Vestur-Evrópu? Þá er Vestur-
Þjóðverjum í fersku minni,
hversu illa tókst til með
áætlanir um sameiginlegt
kjarnorkuver þeirra og Sovét-
ríkjanna í grennd við Kalinin-
grad. Hún komst aldrei til
framkvæmda vegna hatrammr-
ar andstöðu Austur-Þjóðverja.
Austur-Evrópuríkjum og þá
einkanlega Sovétríkjunum er
mikið í mun að auka vöruskipti
við Vesturlönd. Með því að gera
samninga við Vesturlönd á borð
við þann, sem þeir hafa nú í
huga, gætu þeir tryggt sér fjár-
magn á Vesturlöndum til þess
að geta lagt sinn skerf að
mörkum í slíkum vöruskiptum,
að því er þeir álíta.
Málið horfir þannig við Rúss-
um, að Vesturþjóðverjar geti
lagt þeim til lánsfé eða vestur-
þýzk fyrirtæki geti fjárfest í
framkvæmdum eystra, en í stað
þess muni þeir sjálfir leggja
fram nægilegar birgðir af
varningi, sem þörf er fyrir í
Vestur-Þýzkalandi.
FRAMKVÆMDIN
ER VANDAMAL
Slík tilhögun um vöruskipti
er dálítið gamaldags. Enda þótt
menn gerðu ráð fyrir að áætlan-
irnar stæðust myndu þær í
raun réttri aðeins að sáralitlu
leyti stuðla að auknum vió-
skiptum Austur- og Vestur-
Evrópu.
Ástæðan fyrir því að Rússar
aðhyllast þessa tegund við-
Eftir
Arnold
Weingártner
skipta er sú að bandalagsríki
þeirra í Comecon eru mjög
hlynnt náinni viðskiptasam-
vinnu við Vestur-Evrópu, en á
því hafa þeir illan bifur, og af
tvennu illu kjósa þeir fremur
þessa málamiðlunarleið. Samn-
ingar við Vesturlönd, sem fela
myndu í sér gagnkvæma arð-
semi og hvers konar áætlanir
um „eignarhald kapitalista" á
rússnesku landi, ganga vita-
skuld algerlga í berhögg við
hugmyndafræði þeirra.
Á hínn bóginn gera Rússar og
aðrir Austur-Evrópumenn sér
ljósa grein fyrir þvi, að það er
bráðnauðsynlegt, að aukin sam-
vinna takist með þeim og Vest-
urveldunum á viðskiptasviðinu
í náinni framtið, og hún verður
ekki framkvæmd öðru vísi en
með einhvers konar þátttöku
Vesturlanda i iðnaði Austur-
Evrópu. Að öðrum kosti er hætt
við því, að viðskiptin dragist
saman, og Austur-Evrópuþjóðir
komist ekki út úr því skulda-
feni, sem þær hafa lent í gagn-
vart Vesturveldunum.
Frá Austur-Evrópu hefur
komið fram sú tillaga, að þessi
tvö öfl ættu að taka höndum
saman um viðskipti við ríki
þriðja heimsins. Sú leið er ekki
fær enn sem komið er.
PÓLITÍSKAR
TILSLAKANIR
Ef Austur-Evrópuríkin ætla
sér að hefja samvinnu við Vest-
urlönd á framleiðslusviðinu, er
nauðsynlegt, að þau geri ýmiss
konar pólitiskar tilslakanir.
Sovétríkin, Austur-Þýzkaland
og Búlgaria eru greinilega ekki
reiðubúin til að færa slíkar
fórnir. Pólverjar eru því hins
vegar ekki mótfallnir að gera
tilraunir í þessa átt, Tékkó-
slóvakar hafa ekki viljað láta
álit sitt í ljós enn sem komið er.
A hinn bóginn hafa Rúmenar
þegar stofnað til margháttaðs
samstarfs við Vesturlönd og
Ungverjar eru fúsir til þess að
velta málinu fyrir sér á hlut-
lægan hátt. Af þeirra hálfu
kæmi til greina að efna til sam-
starfs við Vesturlönd í iðnaði,
svo framarlega sem það fer
ekki i bága við lög, hugmynda-
fræði og viðurkenndar þjóðfél-
agsskoðanir.
Breytingar á uppbyggingu iðnaðar.
ÁætluS þróun framleiðsluiðnaðar.
Vöxtur. | Stöðnun. j 1 Samdráttur.
Véla,
rafmagns,
efna,
plast og
flugiðnaður.
Ef Austur-Evrópurikin taka
ekki af skarið i náinni framtíð,
er ljóst, að viðskipti þeirra við
Vestur-Evrópuríki munu drag-
ast saman. Á áratugnum
1965—1975 varð 380% aukning
á viðskiptum Vestur-þjóðverja
og Austur-Evrópuríkja, en á
sama tima varð aðeins 260%
aukning á viðskiptum Vestur-
þjóðverja við bandalagsriki
þeirra i EBE.
DREGIÐ UR
INNFLUTNINGI FRÁ
VESTURLÖNDUM
Mörg Austur-Evrópuriki hafa
þegar dregið úr innflutningi
frá Vestur-Þýzkalandi og öðr-
um Vestur-Evrópurikjum. En
þar sem mjög er gert ráð fyrir
innflutningi frá þessum ríkjum
í 5 ára áætlununum, sem gengu
í gildi á þessu ári, þá geta ríkis-
stjórnirnar ekki skorið þessi
viðskipti niður að vild sinni.
Austur-Evrópuríkin hafa
reynt að auka innflutning á
landbúnaðarvöru til Vestur-
Evrópu, en það hefur hins veg-
ar ekki gengið sem skyldi. I
fyrsta lagi eiga þau fullt í fangi
með að vera sjálfum sér nóg i
matvælaframleiðslu, og í öðru
lagi standast vörur þeirra ekki
þær gæðakröfur, sem í gildi eru
á Vesturlöndum.
Á undanförnum árum hafa
Austur-Evrópuríkin oft getað
greitt innfluttar vörur út í
hönd, Hins vegar geta þau ekki
reitt fram meira fé en þau hafa
handbært, og f járhirzlur þeirra
hafa létzt verulega vegna hins
stórfellda innflutnings frá
Vesturlöndum.
Við þetta bætist svo, að allar
horfur eru á þvi, að ekki verði
unnt að skipta rússnesku rúbl-
unni á almennum gjaldeyris-
mörkuðum í náinni framtið.
Hið mikla ósamræmi, sem rikir
i gjaldeyrismálum þessara við-
skiptaaðila gerir dæmið að
sjálfsögðu enn flóknara.
VESTURLÖND SVNI
UMBURÐARLYNDI
Nýlega var haldin í Stlrich í
Sviss ráðstefna um viðskipti
Austur- og Vestur-Evrópu. Brá
þar svo við, að vestur-þýzki iðn-
jöfurinn Ernst-Wolf Mommsen
mælti ákaft fyrir því, að Vest-
ur-Evrópuþjóðir reyndu að
veita Austur-Evrópurikjum að-
stoð við að sigrast á þeim erfið-
leikum, sem þau ættu nú við að
etja. Taldi hann, að sýna ætti
þeim skilning og umburðar-
lyndi, eftir þvi sem unnt væri.
Hins vegar má fullyrða, að
Vestur-Þjóðverjar hafi í hví-
vetna sýnt þjóðum Austur-
Evrópu skilning og umburðar-
lyndi í þessum viðskiptamálum.
Þess vegna er mál til komið, að
kommúnistarikin gaumgæfi og
endurmeti stöðu sina þar að
lútandi. Það er afar brýnt, að
þau geri breytingar á hinni
miðstýrðu innanrikisverzlun
sinni, og veiti Vestur- i.
Evrópuþjóðum aukna hlutdeild
I efnahagskerfi sínu. Að öðrum
kosti eru litlar horfur á, að
áframhald verði á viðskiptum
þjóða Austur- og Vestur-
Evrópu, og að sama skapi er
ólíklegt, að kommúnistaríkjun-
um takist að grynna á skuldum
sínum gagnvart vesturveldun-
um. —
(tJr Deutsche Zeitung)