Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 Farið um borð í þýzka togara STARFSMENN Landhelgisgæzl- unnar fóru nýlega um borö í tvo v-þýzka togara úti af Vestfjörðum og könnuðu veiðarfæri, afla og aflasamsetningu þessara togara. Veiðarfærin reyndust vera lögleg og afli togaranna var nær ein- göngu karfi. Undanfarið hafa verið tveir beigískir togarar hér að veiðum, 11 þýzkir togarar og brezkir togar- ar hafa verið hér í hámarki síð- ustu daga eða 28—29 togarar að veiðum dag hvern. Varðskipin hafa mörg hver ver- ið til viðgerðar undanfarið eftir átök þorskastríðsins. Þessa stund- ina eru Þór og Ver til viðgerðar, en Ægir er nýfarinn úr höfn og er viðgerð á honum að mestu lokið. Strax og viðgerð á Þór er lokið mun Týr koma til viðgerðar en Baldur mun verða að bíða þess að komast f slipp enn um sinn. — Rækja Framhald af bls. 36 una um borð og frysta, þar sem geymsluþol hennar væri svo lítið. Rækjan sem þeir fengju væri mjög faileg og stór og færu að meðaltali 155 til 160 rækjur í kilóið. Sjö manna óhöfn er á Höfr- ungi 2. við þessar veiðar. — Miklar annir Framhald af bls. 36 heyi inn í gær og dag. Bændur hefóu víðast hvar átt mikið hey legið og væri það orðið hálf- ónýtt. Sagði Hjalti að menn væru fremur að hirða það til að losa af túnum en vegna noia- gildis. Hann sagói þó, að menn mundu slá til viðbótar og ef þurrkur héldist eitthvað áfram gæti ástandið skánað. Páll Pálsson á Borg í Mikla- holtshreppi tók mjög í sama streng. Þar um slóðir hefðu all- ir verið í heyskap þrjá síðustu dagana en nokkrum erfiðleik- um hefði valdið, að tún væru mjög blaut eftir vætutíðina. Hann kvað dæmi þess af hans slóðum, að bændur hefðu ekki náð inn strái af þurru heyi en Páll sagði að ef þurrkur héldist út vikuna myndi ástandið skána stórlega. Jens Guðmundsson, Bæjum við ísafjarðardjúp, lofaði veð- urblíðuna og sagði þurrkinn síðustu daga nægja mönnum til að ná inn síðustu tuggunni. Þar kom þurrkurinn á höfuðdegi eftir ákaflega vætusaman ágústmánuð en hins vegar hefðu menn þar um slóðir notið þokkalegs veður fram að þeim tíma, ólíkt því sem var á suð- vesturhorni landsins. Svipaða sögu hafi Björn í Bæ á Höfðaströnd að segja. Heyskap þar væri lokið eða að ljúka á síðustu bæjunum í þurrkinum síðustu daga en ýmsir bændur hefðu átt mikil hey á túnum og mikil vinna hefði verið að ná þeim inn. Bjóst Björn við miklum hey- feng en heyin væru misjöfn. Nokkrir bændur höfðu þó náð að ljúka heyskap fyrir mánaða- mót júlí—ágúst eða áður en óþurrkatíðin skall á. Siggeir Björnsson, Holti á Síðu, kvað bændur þar um slóð- ir ekki hafa orðið alveg eins illa úti í óþurrkatíðinni og bændur á suðvestanverðu landinu, og bjóst hann einnig við að þessir þurrkdagar hefðu dugað til þess að ná inn síðustu heyjun- um. Sigurður Sigmundsson, Syðra-Langholti í Hrunamanna- hreppi, sagði, að höfuðdagur- inn hefði ekki brugðizt, þvl að birt hefði upp seinnipartinn þann dag og menn farið að slá á mánudag og þriðjudag. Allir væru á kafi í heyskap farið upp eldsnemma á morgnana og verið að fram á nótt. Hrakningurinn væri orðinn lélegt hey en það sem nú væri slegið liti ekki illa út og gæti orðið þolandi fóður með kjarn- fóðri. Sagði Sigprður að þessir þurrkdagar gætu bjargað miklu ef þeir héldust eitthvað. Hann lagði áherzlu á að menn austan Fjalls væru heldur óánægðir með varahlutaþjónustu, og sagði mikilvægt ef þurrkurinn héldist um helgina, að vara- hiutaverzlanir hér hefð þá vakt til að bændur gætu náð I nauð- synlega varahluti, því að ef tækin biluðu þá lamaðist hey- vinnan og þurrkurinn nýttist ekki. — Þykkvibær Framhald af bls. 36 allt kartöflugras hefði að miklu leyti horfið f tveimur rokviðrum I vor. Magnús áætlaði, að roksvæði þessi væru alls um 60% af garð- löndum I Þykkvabæ og væri upp- skeran þannig í heild ákaflega léleg. Magnús kvaðst telja, að allflest- ir bændur í Þykkvabæ hefðu orðið fyrir einhverju tjóni af völdum roksins, þó að það væri nokkuð misjafnt hversu hart menn hefðu orðið úti.Síðan kvað Magnús vætutiðina í sumar hafa valdið verulegum spjöllum, því að í hálfan þriðja mánuð hefði ekki verið nema 3—4 þurrir dagar, og þess væru dæmi að kartöflur hefðu hreinlega súrnað í vatni. Þetta er þannig annað árið i röð sem kartöflubændur i Þykkvabæ verða fyrir uppskerubresti. Kvaðst Magnús jafnvel búast við að þetta ár yrði uppskeran jafnvel lélegri en í fyrra og bændur flest- ir hverjir yrðu þvi tekjulitlir nú sem þá. — Upphitaði Framhald af bls. 2 kemur þó til með að kosta um 60 milljónir króna, enda er sérstak- lega til hans vandað. Verður brattasti hluti hans, eða samtals rúmir 100 metrar, upphitaður og er það gert til að koma í veg fyrir óhöpp ( mestu vetrarhálkunum. Er þetta f fyrsta skipti ( Reykja- vfk, sem hluti vegar er upphitað- ur, hins vegar hafa bflastæði, gangstéttir og jafnvel knatt- spyrnuvellir verið upphitaðir áð- ur. Eins og áður sagði verður vega- spotti þessi væntanlega tekinn í notkun í október, en eftir er enn að ganga frá burðarlögum og síð- an að malbika. Talsvert hefur þurft að sprengja á þessu svæði og einnig að fylla upp. Verða tvær akreinar í hvora átt og undir veg- inn verða göng fyrir fótgangandi. Hitalagnir verða I efsta laginu undir malbikinu og vatnið til hit- unar verður tekið beint úr hita- veitustokknum, sem er rétt við. - Barnakennarar Framhald af bls. 2 hjá kennurum í efri bekkjum skólans, skert séu laun þeirra sem starfi við átta mánaða skóla, þeir fái lægri stigagjöf fyrir hvert starfsár og yfirvinnukaup þeirra sé lægra, t.a.m. fáist ekkert greitt fyrir úrlausnir skriflegra verk- efna umfram vinnuskyldu. Telja kennararnir, að launamisræmið milli kennara neðri bekkja grunn- skólans og hinna sem kenna í efri bekkjum geti numið allt frá 12—14% og upp í 20% í sumum tilfellum. — Verðmæti Framhald af bls. 2 væru búnir að fá 7600 lestir af loðnu í sumar að verðmæti 55—60 millj. króna, en á s.l. loðnuvertíð hefði aflinn hjá þeim numið 13.300 lestum að verðmæti eitt- hvað yfir 40 millj. kr. — Við feng- um 16 þús. lestir af loðnu á 5 vikum við Nýfundnaland i fyrra og þessi 7600 tonn núna eru álíka að verðmæti. Morgunblaðið spurði Krist- björn hvort nógu mikið hefði ver- ið leitað að loðnu I sumar. Hann sagði, að svo væri ekki, eitt leitar- skip þyrfti stanzlaust að vera að, enda héldi loðnan sig á mjög stóru svæði úti fyrir Norðurlandi. — Ég man t.d. að á meðan síldin var og hét köstuðum við á loðnu um 60—70 sjómílur vestur af Jan Mayen, sagði hann. Þá sagði Kristbjörn, að þessar veiðar á loðnu gætu gefið miklu betri raun ef skipin væru með rétt veiðarfæri. Þau notuðu nú stuttar og grunnar nætur úr sveru garni, sem gerðar væru fyrir vetr- arveiðar á loðnu. Norðmenn not- uðu 300 faðma langar og 75 faðma djúpar nætur til sumarveiðanna. Þær nætur væru líka úr miklu grennra garni, auk þess sem þær væru hnútalausar. Talað væri um að lengja nætur islenzku skip- anna, en það væri vandkvæðum bundið, það sem þær væru svo efnismiklar fyrir, að bæði menn og tæki ættu I erfiðleikum með þær. — Kosygin Framhald af bls. 1 störfuðu þar báðir við þungaiðn- að. Álitið er meðal diplómata í Moskvu að Kosygin muni segja af sér á fundi æðsta ráðsins, sem haldinn verður síðar í þessum mánuði, og þá við sama tækifæri muni Mazurov taka við en Tik- honov verði hans varamaður. — Bretar Framhald af bls. 1 að vegg I langan tima, vera með poka yfir höfði og valda þeim vanliðan með óþægilegum hávaða. Nefndin felst einnig á ásakanir irsku stjórnarinnar um að 11 aðr- ir fangar hafi sætt illri meðferð. Voru þeir barðir með pískum og hrint, með bundið fyrir augun, úr þyrlum, sem svifu lágt yfir jörðu, en þeim var sagt að þær væru I mikilli hæð. Nefndin hafnaði hins vegar 5 öðrum ásökunum irsku stjórnar- innar og vildi ekki fallast á að það bryti í bága við mannréttindasam- þykktir að mönnum væri haldið föngnum án dóms, né að farið væri verr með kaþólska menn sem handteknir væru. Nefndin hvatti brezku stjórnina til að koma í veg fyrir að fangar á Norður-lrlandi sættu illri með- ferð, en tók fram í skýrslu sinni, að henni væri ljóst það ofbeldi, sem þar ríkti og sem öryggissveit- irnar ættu við að striða. Brezki Norður- Irlandsmálaráðherrann, Merlyn Rees, sagði i dag að hann gæti ekki séð af hverju írska stjórnin væri að taka þetta mál til umræðu og kvaðst harma að hún sæi ástæðu til að vekja upp draug, sem hefði verið dauður I 5 ár, enda gagnaði það engum nema hefndarverkamönnum. — Kissinger Framhald af bls. 1 viðræðum um framtíð Namibíu, þar sem Suður-Afríkustjórn lítur á þau sem ofbeldissamtök. Búizt er við að Kissinger Ieggi áherzlu á þrjú atriði i viðræðun- um við Vorster: náðun pólitiskra fanga, brottflutning suður- afrískra herja frá Namibiu og hiutverk Swapo. — Orkuverð Kröflu Framhald af bls. 3 mætti verðleggja hana á 45 aura/kwst. á 13. ári, skv. þeim athugunum sem við var stuðst I erindinu. Líkléga yrði útkoman svipuð ef orkuverð frá Sigöldu væri reiknað á hliðstæðan hátt. Endanlegt orkuverð til neytenda er ekki ákveðið þannig heldur jafnað milli ára. Þar af leiðandi er hvorki einhlítt að tiltaka kostnaðarverð á t.d. 1. ári eða 13. ári, þegar talað er um meðalverð til neytenda. Slíkur talnasamanburður sýnir einungis hver áhrif stærð markaðarins hefur á kostnaðarverð orkunnar. 3. Ef bera á saman orkuverð frá fyrirhugaðri Norðurlandsvirkjun og Landsvirkjun verður að taka Sigöldu með i reikninginn, eða þá taka Sigöldu og Kröflu út úr og bera þær saman sér. Venjulega er fenginn saman- burðargrundvöllur á hagkvæmni virkjana með því að reikna kostn- að á kwst, miðað við fullnýtingu. Séu Krafla og Sigalda bornar saman á þennan hátt verður orku- verð svipað eða i kringum 2 kr./kwst., en hvorug virkjunin verður fullnýtt strax. 4. Með tilliti til nýtingar Kröflu- virkjunar fyrstu árin er rétt að vekja athygli á því að með til- komu hennar er unnt að útrýma þeim orkuskorti sem ríkt hefur á Norðurlandi og sinna aukinni eftirspurn. Samningar um sölu orku frá fyrri áfanga hennar eru vel á veg komnir. — 200 mílur Framhald af bls. 1 að framfylgja lögunum i Norður- sjó. Norskir sjómenn munu njóta forréttinda innan lögsögunnar en það verður nauðsynlegt að veita erlendum skipum veiðiréttindi innan hennar til að tryggja hags- muni sjómanna á vesturströnd- inni, sem af hefð hafa veitt á miðum, sem munu verða innan 200 milna lögsögu annarra landa, eins og Bretlands. Ríkisstjórnin hefur því leitað fyrir sér hjá Norðursjávarþjóðum um skipti á síldar- og makrilsmiðum fyrir þorsk- og ýsumið við Noreg. Einn- ig vilja sjómenn ná einhvers kon- ar samkomulagi við Sovétmenn. Margar Evrópuþjóðir, þar á meðal Frakkar, Austur- og Vest- ur-þjóðverjar og Pólverjar, munu þó neyðast til að hætta veiðum við Noreg en verður þó að líkindum gefið nokkurra ára aðlögunar- tímabil. - Höfðaborg Framhald af bls. 1 tók lögreglan harkalega á móti þeim með kylfum og táragasi. Flestar verzlanir í miðbæn- um urðu að loka og vegfar- endur flúðu sem fætur toguðu þegar táragasið lagðist yfir göturnar. Þetta er i fyrsta sinn, sem alvarlegar óeirðir eiga sér stað í borgarhluta, sem ætlaður er hvitum síðan uppreisnin var gerð I Soweto fyrir 11 mánuðum. Ekki er ljóst hve margir slös- uðust í óeirðunum í dag þegar lögreglan lagði til atlögu. Margar gamlar hvítar konur, sem voru í verzlunarerindum voru lamdar niður og lög- reglan réðst á marga hvíta áhorfendur. Segja sjónar- vottar lögregluna hafa ráðizt á alla sem fyrir voru án tillits til litarháttar, og ríkti hreint öng- þveiti. Eftir hádegi var allt orðið kyrrt í miðborginni, en verzlanir voru lokaðar fram eftir degi. — Aldraðir Framhald af bls. 10 sem þess þurfa, leikfimi og fleira." (JTUNDAN 1 VELFERÐAR- ÞJÓÐFÉLAGINU Hvað er svo framundan hjá þér? „Eg ætla að halda áfram að kynna mér þessa starfsemi er- lendis í vetur, einfaldlega vegna þess að ég hef mikinn áhuga og ánægju af að starfa með öldruðu fólki. Framtak f þessum efnum er mikil nauðsyn, þvf að við höf- um látið þessi mál gamla fólks- ins liggja allt of mikið milli hluta. Það þarf að vekja til um- hugsunar um þessi mál og fylgja þeim eftir með framkvæmdum eins og DAS er nú að gera, þvf það vita allir sem vilja vita, að gamla fólkið hefur á svo margan hátt orðið útundan f velferðar- þjóðfélaginu. Það lagði grunn- inn með orku sinni, en þegar fór að halla undan fæti hjá þvf, varð það útundan. Hvað sjálfa mig snertir, þá vona ég að ég geti orðið að einhverju liði hér heima f þessum efnurn að loknu námi.“ -á.j. — Skák Framhald af bls. 36 upphafi. Hann varði mjög miklum tíma í leikina í byrjun og þannig notaði hann um 1 klst. á fyrstu 6 leikina en í þá fóru aðeins um 5 min hjá Timman. Þeir kapparnir fóru lítt troðnar slóðir í byrjun og hafa sennilega skipzt á um að koma hvor öðrum á óvart með nokkuð sérstæðum leikjum. Menn höfðu orð á þvi að Timman ætlaði að taka Friðrik á „tauginni" með hinum snöggu svörum sínum í byrjun. En Friðrik losaði fljótlega um sjálfan sig, og um tima voru menn farnir að eygja sigur hjá honum. Hinn snjalli Hollendingur var þó ekki á þvi að ganga með skarðan hlut frá borði og fór nú að hugsa sig betur um og skákinni lauk eins og áður segir með jafntefli. Þeir voru margir áhorf- endurnir sem fylgdust með víðureignum skákmannanna í Hagaskólanum í gærkveldi. Þar mátti sjá marga af fyrr- verandi beztu skákmönnum íslendinga og einnig voru þar mættir sumir af fyrirmönnum þjóðarinnar, eins og t.d. Gunnar Thoroddsen, félags- málaráðherra. Vafalaust hefur skák þeirra Friðriks og Timmans verið sú viðureign sem flesta fýsti að fylgjast með, enda vildu sumir meina að þarna yrði á ferðinni eigin- leg úrslitaskák Reykjavíkur- mótsins. Þær voru þó margar aðrar viðureignir sem vöktu athygli áhorfenda. Þannig var talsvert fjör í skák þerra Inga R: Jóhannessonar og Westerinen þegar frá upphafi og máttí þar aldrei á milli sjá, en skákinni var ekki lokið þegar frétta- menn blaðsins urðu frá að hverfa. Þá sótti hinn ungi og efnilegi skákmaður Margeir Pétursson hart að Bandaríkja- manninum Vukcevic og virtist eiga góða sigurmöguleika, en einnig þeirri rimmu var ekki lokið er við urðum frá að hverfa. Þegar Jón Þ.Þór símaði úr Hagaskólanum síðar í gær- kvöldi höfðu Björn og Najdorf samið um jafntefli svo og Guðmundur og Haukur, Tukmakov og Antoshin. Vuckevic hafði þá unnið Margeir. Vuckevic tefldi djarfa byrj- un og var með tapað tafl um tíma en lék á Margeir og vann sigur. Haukur fékk sterka stöðu gegn Guðmundi, en tókst ekki að nýta sér hana. Björn Þorsteinsson tapaði peði í byrj- un en náði mótspili á Najdorf vegna ónákvæmrar tafl- mennsku stórmeistarans og náði öruggu jafntefli. Rússarn- ir hins vegar virtust þurfa að hraða sér í bíó, því að þeir höfðu lokið skák sinni fyrir kl. 6. SKAKIR þeirra Inga og Westerinen, Helga og Matera og Gunnars og Keene fóru all- ar í bið. Árdegis í gær voru einníg tefldar biðskákir, og vann þá Westerinen Helga Ólafsson í skák þeirra úr 6. umferð og Tukmakov vann Matera en aðrar skákir fóru aftur í bið. Hér fer á eftir skák þeirra Friðriks og Timmans. Friðrik —Timman Kóngindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. a3 — c5 5. d5 — Ba6, 6. Dc2 — De7, 7. dxe6 — Dxe6, 8. e3 — g6, 9. b3 — Bg6, 10. Bb2 — O—O, 11. Rc3 — d5, 12. Rxd5 — Rxd5, 13. cxd5 — Dxd5, 14. Bxg7 — Kxg7, 15. Dc3+ — Kg8, 16. Hdl — Df5, 17. Bxa6 — Rxa6, 18. Re5 — Had8, 19. 0—0 — De6, 20. h3 — f6, 21. Rd3 — Rc7, 22. Rf4 — Df7. Jafntefli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.