Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976
Vætan heppileg fyrir
uppgræðsluna í Eyjum
— ÞAÐ MÁ segja að tíðarfarið í
sumar hafi verið eins og bezt
verður á kosið fyrir uppgræðsl-
una hér f Vestmannaeyjum, sagði
Arnar Einarsson hjá Viðlagasjóði
í Vestmannaeyjum er Morgun-
blaðið ræddi við hann f gær. Arn-
ar bætti þvf þó við að mannfólkið
f Vestmannaeyjum hefði eins og
annars staðar, þar sem mikið hef-
ur rignt, kvartað yfir allri vætu-
tfðinni.
Sagði Arnar að ásýnd bæjarins
hefði ís sumar gjörbreytzt frá því
sem var í fyrra og svörtu blettun-
um í hlíðum fjallanna færi ört
fækkandi. — Norðurhlíð Helga-
fells er t.d. orðin skrú^græn víð-
ast hvar og inni í Herjólfsdal hef-
ur sáningin tekizt með miklum
ágætum. Það er ekkert sem mælir
á móti því að halda þar næstu
þjóðhátíð, nema gróðurleysið í
dalbotninum sagði Arnar.
Það var stór dagur hjá þeim
sem vinna að uppgræðslunni í
Vestmannaeyjum í gær, en þá var
lokið við að keyra tæplega 200
Umferðarljós á horn
Kringlumýrarbrautar
og Borgartúns í haust
Nú í haust verða sett upp um-
ferðarljós á gatnamótum Borgar-
túns og Kringlumýrarbrautar. Á
þessum gatnamótum er iðulega
mikil umferð og erfitt að komast
inn á Borgartúnið. Unnið er að
þvf um þessar mundir að undir-
búa fyrir malbik Kringlumýrar-
brautina frá Borgartúni að
Sætúni.
þúsund rúmmetra af gjalli og 120
þúsund rúmmetra af mold i skarð-
ið á milli fellanna. Byrjað var á
þessu verki í byrjun april og hef-
ur verið unnið sleitulaust að því
þar til nú. Gjallið var tekið i norð-
urhlíðum Helgafells og notað til
að loka skarðinu og myndaðist við
þá lokun nokkurs konar vind-
brjótur. Moldin var síðan notuð
til að binda gjallið og hefur þegar
verið sáð í nokkurn hluta hennar.
Þá hefur mold verið ekið í vikur-
breiðurnar sunnan og austan við
eldfellið og sáð þar í.
Þessi þrjú rússnesku rannsóknaskip komu til Reykjavíkur í gærmorgun og
lögðust að bryggju í Sundahöfn. Skipin munu hafa verið að einhverjum rannsókn-
um á hafsvæðinu kringum ísland. Ljðsm mw : ói k m.
Verðmæti sumarloðnunnar helming-
ur þess sem var á sl. vetrarvertíð
Sigurður RE hefur aflað fyrir 60 millj. kr.
SUMARLOÐNUAFLINN nemur nú um 60 þúsund lestum og verðmæti
þess afla er orðinn um 500 milljónir króna upp úr sjó að talið er. Til
samanburðar má geta þess, að verðmæti 330 þús. tonna heildarafla á
s.l. loðnuvertfð var um 1000 milljónir kr. upp úr sjó. A þessu sést því
glöggt hve sumarloðnan er miklu verðmætara hráefni. Sigurður RE er
aflahæsta loðnuskipið f sumar og er búinn að fá um 7600 lestir, að
verðmæti um 60 millj. króna. Kristbjörn Arnason skipstjóri á Sigurði
tjáði Morgunblaðinu f gær, að á s.l. loðnuvertfð hefði Sigurður fengið
13.300 tonn og verðmæti þess afla ekki numið nema milli 40 og 45
millj. króna.
fyrir hana. Skipstjórnarmenn'
hugsa ekki eingöngu um magnið
núna, því ekki þarf að fá nema
einn eða tvo góða túra á viku til
að allir geti haft það sæmilegt og
gott, sagði Andrés.
Þá náði Morgunblaðið tali af
Kristni Árnasyni skipstjóra á Sig-
urði RE, en skipið var í gær I
botnhreinsun á Akureyri. Krist-
björn sagði, að sér fyndust veið-
arnar hafa gengið þolanlega og
mætti það fyrst og fremst þakka
háu hráenfisverði. —
— Hins vegar finnst okkur sjó-
mönnum ekkert réttlæti í því að
fá ekki hærra verð fyrir 20%
feita loðnu en þá sem er 16%.
Þá sagði hann að þeir á Sigurði
Framhald á bls. 20
Að sögn Andrésar Finnboga-
sonar starfsmanns Loðnunefndar
voru batarnir að veiðum í gær um
170 milur norður frá Siglunesi og
áttu þá ekki nema eftir 60 mílur
til Grænlands. Þar köstuðu bát-
arnir mikið, en árangur var mis-
Upphitaði vegarspott-
inn í Breiðholti tekinn
í notkun í október
jafn. Á veiðisvæðinu var nokkuð
um staka ísjaka og þurftu veiði-
skipin að fara varlega af þeim
sökum.
í viðtalinu við Morgunblaðið
sagði Andrés, að heildarveiðin í
sumar væri nú að nálgast 60 þús.
tonn og verðmætið upp úr sjó
væri talið nema um 500 millj.
króna, eða helmingi þess sem var
á s.l. lðnuvertíð.
— Það er geysilegur verðmun-
ur á sumarloðnu og vetrarloðnu.
Loðnan sem fengizt hefur að und-
anförnu er öll yfir 20% feit og af
þeim sökum er borgað hæsta verð
Háu fískverði spáð í Þýzka-
landi og Bretlandi í vetur
EINHVER Islenzk fiskiskip
munu nú vera farin að huga að
þvf að sigla með fsvarinn fisk á
Bretland og V-Þýzkaland. Eitt
skip lagði reyndar af stað fyrir
skömmu, en sneri við er fréttist
að markaðirnir væru ekki búnir
að jafna sig eftir þá miklu hita,
sem verið hafa í Evrópu I sumar.
Ingimar Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Félags ísl. botn-
vörpuskipaeigenda, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í vikunni,
að eitt skip væri nú að fiska fyrir
erlendan markað en ætlaði að sjá
til er að kæmi hvort hagkvæmt
væri að sigla.
Að sögn Ingimars spá menn háu
fiskverði á mörkuðum í V-
Þýzkalandi og Bretlandi í vetur,
en vart er að búast við að markað-
irnir verði mjög sterkir fyrr en í
október og á það kannski fyrst og
fremst við ufsamarkaðinn.
í OKTÓBERMÁNUÐI verður
opnaður vegarspotti úr Vestur-
hólum niður I Stekkjarbakka I
Breiðholti og verður þá mun
þægilegra fyrir þá sem búa 1
Breiðholti III að komast niður á
Reykjanesbrautina. Eftir að kem-
ur niður f Stekkjarbakkann verð-
ur um tvær leiðir að ræða niður á
Reykjanesbraut. Vegarkafli þessi
er tæpur kflómetri að lengd, en
Framhald á bls. 20
23JA PUNDA
FLUGULAX
(JR GRÍMSÁ
Þegar undirritaður leit við í
veiðihúsinu á mánudaginn,
voru u.þ.b. 1270 laxar komnir á
land og er það ekki langt frá
því að vera helmingi minna en í
fyrra. Laxinn gekk eins og við-
ar óvenju seint í ána og bundu
menn þá vonir við ágúst og
jafnvel september, en fádæma
vatnaveður ágústmánaðar voru
þrándur í götu og var áin, eink- ,
um neðan til, oft átíðum kolmó-
rauð og ailt annað en veiðileg.
Við slík skilyrði leitar laxinn
oft af hefðbundnum miðum og
þarf þá oft að leita hans áður en
hægt er að freista hans. Kostar
það oft dýrniajtan tíma. Sem
dæmi um það, hve ágústveiðin
hefur verið rislág, má geta
þess, að frá 24. — 30. ágúst
veiddust aðeins 33 laxar á 10
stengur og eru þess jafnvel
dæmi, að menn hafi gefist upp
og drífið sig í bæinn þó svo að
jafnvel heill dagur stæði eftir
önotaður! Undanfarið hefur sá
lax, sem veiðzt hefur, verið
fremur smár, yfirleitt 4—8
pund, en bæði smærri og stærri
laxar eru innan um. T.d. var
metlax sumarsins dreginn á
laugardaginn var. Var það 23.
punda hængur sem Sigurður
Fjeldsted veiðivörður fékk á
rauða túpu í Móbergshyl. Lax-
inn var grútleginn og svo hor-
aður, að menn gátu sér til um,
að hann hefði ekki verið langt
frá 30 pundum nýgenginn. Þá
veiddist og fyrir skömmu annar
hængur sem vó 21 pund í
Strengunum. Enn eru til nokk-
ur veiðileyfi hjá S.V.F.R. í sept-
ember, en það er skoðun kunn-
ugra, að ef veðurguðirnir verða
hliðhollir, gæti áin enn rétt
nokkuð úr kútnum, þó að þegar
sé ljóst, að heildarveiðin verður
miklu minni en í fyrrasumar
(2116 Iaxar) sem var metsum-
ar.
SJÖBIRTINGUR
Sjóbirtingur hefur veiðst af
og til í sumar, einn og einn í
senn, en undanfarið hefur bor-
ið meira á þessum ágæta fiski
og slatti veiðst, einkum í neðri
hluta árinnar. Þessi sjóbirting-
ur er yfirleitt í kringum 2 pund
og er hann kærkomin búbót,
ekki sízt þegar laxinn er jafn
tregur og verið hefur.
Frá fundi Sléllarfélags barnakennara í Álflamýrarskóla í gær. Ljóan RAX
Stéttarfélag barnakennara:
Hyggur á aðgerðir ef
leiðrétting fæst ekki
STÉTTARFÉLAG barna-
kennara hélt fund í Álfta-
mýrarskóla í gær, þar sem
rætt var um málefni kenn-
arastéttarinnar með hlið-
sjón af úrskurði kjara-
nefndar frá því í sumar.
Sóttu um 200 manns fund-
inn.
Á fundinum kom fram mikil
óánægja með úrskurð kjaranefnd-
ar vegna kennara í 1.—6. bekk
grunnskólans. Lýsti fundurinn yf-
ir eindregnum stuðningi við þá
ákvörðun fulltrúaráðsfundar SBR
að krefjast þegar viðræðna við
fulltrúa rikisvaldsins um leiðrétt-
ingar á þeim órétti, sem kennarar
í þessum yngri deildum grunn-
skólans telja sig hafa verið beitta.
Samþykkti fundurinn, að bæru
þær viðræður ekki árangur, yrði
aukaþing SlB kallað tafarlaust
saman, er tæki þá ákvarðanir i
málinu.
Fötin utan til
rannsóknar
RANNSÓKNARLÖGREGLAN
hefur unnið að þvf að Ijúka rann-
sókn morðmálsins á Miklubraut
frá þvf er játning lá fyrir. Sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunn-
ar er talsverð vinna við að koma
skjölum málsins fyrir. Komið
hefur f ljós, að maðurinn hafði
Kennarar yngri deilda grunn-
skólans telja einkum að órétti það
sem þeir séu beittir komi fram í
fjórum atriðum — á þeim hvíli
lengri vikuleg kennsluskylda en
Framhald á bls. 20
aldrei á brott með sér frfmerkja-
safn, heldur aðeins umslög, sem
frímerkjasafnarar nota til þess að
geyma merkin f.
Allt þýfið, sem hann hafði á
brott með sér úr húsinu á fimmtu-
dag fyrir viku, er nú fundið, en
það hafði hann falið 1 litlum skúr
að húsabaki vestur í bæ. Þá hefur
verið ákveðið að föt mannsins
sem hann var í er hann framdi
verknaðinn, verði send utan til
Þýzkalands til efnafræðirann-
sóknar.