Morgunblaðið - 03.09.1976, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976
11
Melskurður
á laugardag
NÆSTKOMANDI laugardag, 4.
sept., verður fóki gefinn kostur á
að skera mel í landgræðslugirð-
ingu í Þorlákshöfn.
Eins og undanfarin ár eru það
Landgræðsla ríkisins og Land-
vernd sem standa að þessu sjálf-
boðastarfi og hefur þátttaka farið
vaxandi með hverju ári. Þeim,
sem ekki fara á eigin bílum, verð-
ur séð fyrir fari frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 12 á hádegi og heim
aftur að dagsverki loknu, og er
öllum sem ekki hafa unnið við
melskurð bent á að þetta er mjög
skemmtileg vinna, segir í frétta-
tilkynningu frá Landvernd.
Landgræðslan og Landvernd
vilja hvetja alla sem tök hafa á að
koma til melskurðar n.k. laugar-
dag og leggja góðu málefni lið og
hressa andann eftir rigningar-
samt sumar. Við viljum biðja fólk
að taka vasahnífa með sér í mel-
skurðinn.
Góð hvalvertíð
hjá Norðmönnum
Osló 1. september — NTB.
SMÁHVALAVEIÐUM Norð-
manna á þessu ári á Norður—At-
lantshafi lauk í gær, og reyndist
aflinn vera sá bezti um árabil. Er
þar helzt að þakka góðum veður-
skilyrðum og sterkum hvalstofni,
að sögn Aftenposten. Á miðunum
austur af Hvarfi fylltu norsku
bátarnir kvótann, sem var 200
hvalir, og með Grænlandsströnd-
inni vestan við Hvarf veiddust
200 til 250 af þeim 550 hvölum,
sem heimilt var að veiða. 500
menn á 80 bátum voru á hvalver-
tíðinni I ' ár, en ásókn hefur
minnkað stórlega frá þvi eftir
stríð, þegar um 300 bátar fóru
iðulega á hvalveiðar.
AUGLYSINGASIMINN ER:
22480
jyforsuntrtithib
HIN FULLKOMNA
VIÐARVÖRN í
15 LITUM
Hin fulikomna viðarvörn heitir Architectural
SOLIGNUM, viðarvörn sem þekur
viðinn varanlega.
Architectural SOLIGNUM kemur í stað
málningar um leið og það ver viðinn
gegn hvers konar fúa.
KRISTJÁN Ó.
SKAGFJÖRÐHF
HÓLMSGÖTU 4. SÍMI 24120
Dreifing um
Karnabæsími 28155
til 10 föstudag
Lokað
laugardag