Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 15 LJÖSMYNDARAR hagnýta sér aðdráttarlinsur til að draga til sín og festa á filmu fyrirbæri í fjarska — og þykir góð latína. Tími og rúm eru hugtök sem gjarnan er spyrt saman, þykja fín, leiða strax hugann að frægri vlsindakenningu. Vonandi fyrirgefst mér þvi að nota aðdráttarlinsu á timann I upphafi þessa endurvakta dálks um ríkisútvarpið. Beina llnan sem lögð var til menntamálaráðherra I sumar var svo bragðmikil að hún er mér enn ofarlega I huga og veldur þar mestu um spurning sem einn fyrirspyrjenda beindi til ráðherrans. Hann spurði hver menntun ráðherrans væri. Spurningin kom á óvart — en ekki svar ráðherrans. Hann var vandanum vaxinn og gaf greið og skýr svör — um skólamenntun sína auðvitað. Afar manneskjuleg svör. íslending- ar eru taldir einhver sjálfmenntaðasta þjóð I veröldinni. Þeim mun einkennilegra er skóla- menntunarkjaftæðið sem stundum grlpur þá, þeim mun einkennilegra þegar þess er gætt, að búið er á síðustu árum að mennta fjölda fólks langt umfram þol og maður er farinn að hitta það fyrir hér og hvar I þjóðfélaginu — I stöðum sem það ekki veldur. Það verður þokkalegt þegar búið verður að tvöfalda þennan fjölda og éitt erindi manns þarf kannski gegnum tuttugu og fjórar stjórnardeildir eins og I Egyptalandi. Menn virð- ast ekki gera sér ljóst hve skólamenntunin er I rauninni lltið brot af menntun manns sem er sílesandi alla ævi. Menntun er lestur — og úr- vinnsla hugans sem nemur efnið. Sjálfsmenntun er þó altént til marks um að menntuninni hafi ekki verið troðið I viðkomandi nauðugan viljugan. Annars er til ágæt aðferð til að verða vísari um þá menntun sem einhverra hluta vegna hefur ekki verið mæld við prófborð. Af mælinu skal mann- inn kenna, hljóðar fornt orðtak. Menn ættu að minnast þess næst þegar þeir hugieiða menntun manna, að viðbættum þeim sannleika að með verkum sinum stendur maðurinn eða fellur. Eg kann þvi afskaplega vel að heyra mennta- málaráðherrann mæla á íslensku yfir hausa- mótunum á útlendingum. Ég fæ ekki séð nokkur skynsamleg rök fyrir því að við séum um alla framtíð skyldugur að glamra mál útlendinga fremur en þeir okkar, allra síst misjafnlega þunn- ar undanrennur frá íslenskunni. Ég á við norður- landamálin, sem næstum ómögulegt er að að- greina svo mynd sé á. Úr verður strax málamiðl- un, svo kölluð skandinaviska, hrognamál, sem margir frændur okkar halda að sé islenska. Það á að nota hvert tækifæri sem gefst til að lofa þeim að heyra málið sem þeir hafa glutrað niður og tilkalla túlka, það er enginn hörgull á íslenskum námsmönnum til þeirra hluta I nágrannalöndun- um og þótt víðar væri leitað. Öðru máli gegnir um að vera stautfær á þrjú fjögur tungumál, það er búbót að þvi, en það er afar sjaldgæft að menn geti talað fleiri en eitt erlent mál nokkurnveginn lýtalaust án þess að glata réttum hreim móðurmálsins. Voðalegasta klúðrið er þegar enskan fer á bak islenskunni. íslendingar eiga að tala íslensku á öllum málþingum heima og heiman. Maður sem á I erfiðleikum með að tjá sig á erlendu máli afklæðist í rauninni persónuleika sínum til hálfs, stendur I rauninni á nærbolnum frammi fyrir altygjuðum viðmælanda sinum. Það er ójafn leikur. Þá er betra að hafa snyrtilegan túlk og vera maður sjálfur. De Gaulle, sem dvaldi I Bretlandi öll striðsárin og tileinkaði sér þar ensku til fulls, talaði hana aldrei eftir að hann steig fæti á fósturjörð slna I stríðslok. Hann var franskur maður og talaði frönsku. Hann var að vísu oddviti stærri þjóðar að höfðatölu, en metnaður þjóðar á ekki að ráðast af þyngd hennar mældri I smálestum, auk þess sem þjóðir virðast þvl vitlausari sem fleiri höfuð eru á þeim. önnur bein lina til ráðherra, dómsmálaráðherr- ans, fór ekki eins vel i mig. Mikil völd til langfram hafa slæm áhrif á margan góðan manninn. Það er dæmafár hroki að kalla borgara stórt núll, borgara sem striðir við ofurefli og tjáir sig eins og samviskan býður honum. Ég á við Vilmund Gylfa- son. Maður verður að virða hugrekkið, breytir engu þótt maður sé ekki allskostar sáttur við sumt I skrifunum. ráðherrann kvaðst ekki hafa trú á löngum fangelsisdómum, þau væru löng árin þar innan veggja. Það eru þau vafalaust og ekki nema sjálfsagt að mannúð sé I heiðri höfð þar innan veggja, en yfirlýsingin kveikti aðrar spurningar, t.d. þessar: Hversu löng eru ár ekkju manns sem myrtur hefur verið? Hvernig eru ár barna hans? Hversu löng eru ár þess manns sem misindis- maður hefur örkumlað — eða konu sem nauðgað hefur verið og mætir nauðgara sínum frjálsum að einu til tveim árum liðnum? Hvernig líður henni? Það verður að veita þeim mönnum sem stunda likamsárásir þannig ráðningu að sálufélagar þeirra sem ala I brjósti tilhneigingu til slíks djöfulskapar kæfi hana I fæðingu. Og leggja verður blátt bann við frekari sýnikennslu I glæp- um I fjölmiðlum. Þar er að finna rót margra vondra hluta. Upp I hugann kemur samtal við tvo lækna um hvort lögskylda ætti notkun bílbelta. Þar greindi þá á. Mér er til efs að slíkt lagaboð myndi hafa bætandi áhrif. Erlendar staðtölur gagna oft á tiðum ekki hér. Borgarmenning okkar er svo ung, taumleysið og tillitsleysið langt umfram það sem tiðkast með grónum menningarþjóðum. Ég óttast að lagaboð um notkun beltanna myndi auka svo gáleysi I akstri að það næmi meiru en örygginu sem I notkun beltanna fælist. ökufantur, kominn i belti — hvernig æki hann njörvaður við sæti sitt og nokkurn veginn hólpinn. Myndi hann kannski limlesta fjóra I stað tveggja að öllu óbreyttu. En sjálfsagt er fyrir gætna bilstjóra að tryggja sig gegn óaldarlýðnum á vegunum með þvl að aka I beltum. En ég er ekki í nokkrum vafa um að áhrifaríkasta refsingin til að hamla gegn gáleysi I akstri sé sú að svipta ökufantinn umráðum yfir bifreiðinni á vettvangi, tækinu sem hann hefur misnotað, leggja hald á það I vikutíma eða svo. Ferðalag á postulunum eða strætisvagni vikuna þá kynni að kenna honum sitthvað, að ekki sé talað um fjölskylduna sem tæpast myndi una þegjandi þeirri röskun á högum sem I sviptingu farartækisins fælist. Fólki stafar mun meiri hætta af ökuníðingum en gætnum mönnum sem aka lúshægt heim til sin úr boði um nótt með einhver umframprómill af alkahóli I blóðinu — og er ég þó ekki að mæla þeim gerningi bót; siður en svo. Mig rámar I ágætt sunnudagserindi sem Gylfi Þ. Gislason flutti um lífsgæðamat. Góðviljaður menningarmaður og prúðmenni. Um það geta allir verið sammála. En Gylfi reyndist lýðveldis- kynslóð rithöfunda ekki sá forbrjótur sem ætla hefði mátt um svo fjölgáfaðan mann, son Þor- steins Gíslasonar ritstjóra. Faðirinn þjónaði bók- menntunum af lífi og sál. Sonurinn gerði meira af því að skarta þeim. Þó er ekki að vita hverju Gylfi hefði áorkað, ef rithöfundar væru ekki því marki brenndir að geta helst ekki verið sammála um annað en ósamkomulag. Bjarni Einarsson flutti fróðlegt erindi um bú- fjáráburð, orð I tíma töluð. Bletturinn minn er að vlsu ekki nema þrjú þúsund fermetrar, en fróð- leikurinn kom I góðar þarfir. Verra þótti mér hve oft Bjarni notaði þessa hvimleiðu tengingu: „I sambandi við“. „1 þessu viðfangi" eða „varðandi þetta“ væri guðsþakkavert að heyra við og við I tilbreytniskyni, að ekki sé talað um samtenging- una „en.“ Fréttin um leifturárás ísraelsmanna á Entebbe- flugvöll vakti meiri fögnuð I brjósti mlnu en nokkur önnur frétt það sem af er árs. Ég hef lengi beðið eftir viðbrögðum af þessu tagi. Hún var frumleg og þó svo yndislega rökrétt. Hún vakti vonir um að áður langt liði yrði unnt að stemma stigu við þessari óþolandi ógn sem vofir yfir hverju mannsbarni sem stígur um borð I flugvél. 1 viðureign við ótínda glæpamenn dugir ekkert annað en auga fyrir auga og tönn fyrir tönn — og ómælt blý. Þvl fyrr sem kúla hæfir hausinn á morðingja, þvl hólpnari ætti sál hans að vera, hefði maður haldið. En þótt ótrúlegt sé er til hér á landi hópur manna sem finnur til samstöðu með hermdarverkamönnum. Það er persónulegur harmleikur þyngri en tárum taki að týnast svo gersamlega i innflutt kenningafjöll að menn paufist þar I hatursfullu myrkri langtlmum saman — i þeirri trú að þar sé hinn eina sann- leika að höndla. Ég var að borða þegar Gunnar Eyþórsson tjáði mér I fréttaauka og með þjósti að eitthvað i framboði Jimmy karlsins Carters hefði komið eins og þjófur úr heiðskíru lofti. Ég missti gaffal- inn. Þjófar koma ekki úr heiðskíru lofti — því miður. Þá væri hægara um vik að handsama þá og færa I járn. En þrumur koma raunar ekki heldur úr heiðskíru lofti. Nýja líkingin á því máske fullan rétt á sér. Einhvern tíma verður allt fyrst Útvarpsmenn eru auðvitað hlutgengir að smíða ný orðtök rétt eins og karlar sem mismælt hafa sig uppi I afdölum — ja svona upp úr aldamót u^num. Að vlsu gerir tíminn ekki fjöllin mikil — en aðra hluti gerir hann stundum stóra. Stór- Útsa/a Kjólaefni Metravara Handktæói Burdasnið ótrúiega iágt verð. Opið iaugardag 9—12 Opið til kl. 10 föstudag Lokað á laugardag Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd S 86 1 12 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-11 3 Cgill lacobsen Austurstræti 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.