Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 35 Valsmenn voru ofjarlar Blik- anna og unnu 3:0 Valsmenn sýndu sparihliðarnar er þeir mættu Blikunum I Kópavogi I gærkvöldi. Sigraói Valsliðið örugglega í leiknum, skoraði 3 mörk gegn engu. Hermann Gunnarsson gerð 2 marka Valsmanna, en Kristinn Björnsson eitt og var þetta fyrsta mark Kristins I háa herrans tfð. Það er athyglisvert að Valsmenn léku þennan leik án fyrirliða síns, Inga Bjarnar Albertssonar, og varnarmannsins sterka, Magnúsar Bergs. Virðist það lítið há Valsliðinu f leiknum og aðrir leikmenn börðust bara þeim mun betur. Það virtist hins vegar há Blikunum mikið að Vignir Baidursson var í leikbanni í leiknum og fékk Hinrik Þórhalls- son því ekki þær góðu sendingar, sem hann hefur hvað eftir annað skorað falleg mörk úr að undanförnu. Það vera því Valur og Íþrótta- bandalag Akraness, sem mætast í úrslitaleik bikarkeþþninnar 12. september. Er það viðureign, sem margir hafa óskað sér og bíða spenntir eftir. Mætast þar ís- landsmeistararnir 1975 og 1976. Reyndar er þegar ljóst að Skaga- menn leika í Evrópukeppni bikar- meistara næsta ár, þar sem Vals- liðið tekur þátt í Evrópukeppni meistaraliða. Leikur Vals og Breiðabliks í gærkvöldi var ekki nema þriggja mínútna gamall þegar Hermann Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins með gullfallegu marki. Dæmd var aukaspyrna á Blikana um 25 metra frá marki þeirra, Albert Guðmundsson gerði sig líklegan til að skjóta en hljóp yfir knöttinn. Hermann kom strax á eftir honum og hörkuskot hans hafnaði í hliðarnetinu ofarlega. Glæsimark. i fyrri hálfleiknum var leikur- inn í jafnvægi lengst af en sókn- arlotur Valsmanna þó heldur meira ógnandi. Skoruðu þeir reyndar an’nað mark í hálfleikn- um, sem var dæmt af vegnaháska- Ieiks að því að Magnús Pétursson dómari sagði, en undirritaður sá ekki neitt athugavert við markið. Hermann átti hörkuskot sem Ólafur hálfvarði. Hrökk knöttur- inn út í markteiginn og Guðmund- ur Þorbjörnsson kom aðvífandi og skaut föstu skoti framhjá Ólafi, en markið var dæmt af vegna háskaleiks! Valsmenn skoruðu einnig tvö mörk í seinni hálfleiknum og gerði Kristinn Björnsson fyrra markið. Guðmundur sótti upp vinstri kantinn og renndi knettin- um frá endamörkum út til Krist- ins Björnssonar. Var Kristinn í sannkölluðu dauðafæri, en náði ekki að skjóta almennilega, held- ur skoppaði knötturinn á milli manna og ótrúlegt en satt þá lenti hann i markhorninu. Hafði Youri Ilytchev á orði að ef Kristinn næði að skjóta eins o'g þjálfarar vilja þá væri varið frá honum, en þegar hann „kiksaði" svona væri helzt von á marki. Það var Hermann Gunnarsson, sem innsiglaði sigur Valsmanna i leiknum aðeins einni mínútu sið- ar. Kristinn Björnsson átti fast skot í þverslá, þaðan hrökk knött- urinn til Guðmundar Þorbjörns'- HERMANN Gunnarsson gerði 2 góð mörk f gærkvöldi og átti góðan Hinrik Þórhallsson og Heiðar Breiðf jörð. sonar sem nikkaði knettinum með kollinum til Hermanns. Hermann átti síðan ekki í vandræðum með að koma knettinum' með góðu skoti framhjá varnarmönnum Blikanna og í netið. Reyndar fékk Hermann enn betra færi nokkru síðar er hann var einn fyrir miðju marki, en skot hans fór yfir. Hló þá Youri Ilytchev innilega og var orðin mikil breyting á hinum ár- angursríka þjálfara Valsmanna frá því í fyrri hálfleiknum, en þá var hann mjög taugaóstyrkur og hafði allt á hornum sér. Um Breiðabliksliðið i þessum leik er það að segja að það mætti einfaldlega ofjörlum sínum. Hin- rik Þórhallsson naut sín ekki án Vignis Baldurssonar, Gísli Sig- urðsson varð að yfirgefa völlinn í byrjun seirini hálfleiksins og bar- Krakkarnir stóðu sig vel á And r ésa r-An d a rl e ikunum átta liðsins var ekki nægileg. Beztu menn að þessu sinni voru þeir Þór Hreiðarsson, sem vann vel, sérstaklega í fyrri hálfleikn- um„ og Hinrik Þórhallsson sem gafst aldrei upp fyrr en f fulla hnefana. Sagt var um leik Vals og Breiða- bliks f Laugardalnum á dögunum að „núllin tvö hefðu verið bezt við hæfi“. Undirritaður sá ekki þann leik og getur því ekki um hann dæmt, en í gærkvöldi sýndu þessi sömu lið oft ágæta takta og þá sérstaklega Valsmennirnir. Beztir voru þeir Hermann Gunnarsson, Kristinn Björnsson og leik, hann sést hér í baráttu við Ljósm. Friðþjófur). Guðmundur Þorbjörnsson, en þeir hefðu mátt sín litils ef ekki hefði vel verið unnið fyrir aftan þá. 1 þessum leik lék Guðmundur Kjartansson, bróðir Vilhjálms, sinn fyrsta meiri háttar leik og stóð hann sig mjög vel. í seinni hálfleiknum reyndu Valsmenn mikið langar sendingar fram völlinn til þeirra Guðmundar og Kristins og skapaði það hvað eftir annað mikla ógnun. Dómari leiksins var Magnús Pétursson og verður ekki sagt um frammistöðu hans að þessu sinni að hún hafi verið samboðin milli- ríkjadómara. —áij Forsala GÍFURLEGUR áhugi virðist vera ríkjandi á leik Isiendinga og Belgíumanna n.k. sunnudag, og má búast við að meiri að- sókn verði að Laugardalsvellin- um en um langt skeið, þótt ótrúlegt megi teljast að aðsókn- armetið — rúmlega 18 þúsund manns — verði slegið. Forsala aðgöngumiða að landsleiknum hefst við Utvegsbanka tslands kl. 13.00 f dag og stendur þá til kl. 18.00. Sfðan verður forsala við Laugardalsvöllinn frá kl. 13.00 bæði á laugardag og sunnudag. Er fólk sem ætlar að sjá leikinn eindregið hvatt til þess að notfæra sér forsöluna, svo ekki þurfi að koma til langra biðraða við miðasölurn- ar i þá mund er leikurinn hefst. Forsala aðgöngumiða verður einnig á Akranesi I Verzlun- inni Oðinn. i Keflavík í Verzl- uninni Sportvik og f Benzfnsölu Nýju-bílastöðvarinnar I Hafn- arfirði. RON - RICO GOLF FIMM Islenzkum börnum var boðið til keppni á Andrésar And- arlcikunum sem fram fóru á Kóngsbergi I Noregi dagana 28. og 29. ágúst s.l. Stóðu krakkarnir sig allir með mestu prýði, en þau kepptu f flokki 11 og 12 ára. Alls voru þátttakendur á móti þessu 462 frá öllum Norðurlandaþjóð- unum. í flokki 12 ára barna varð um árum verið einum þrisvar- sinnum í úrslitum og alltaf borið lægra hlut, þar til nú, að þeir taka í fyrsta skipti sæti i 2. deild. Ástæða er til að óska þeim til hamingju með þennan árangur og ekki sízt þjálfara þeirra, Eggert Jóhannessyni, sem enn einu sinni hefur sýnt að hann er góður þjálf- ari. Að leik loknum afhenti Ellert B. Schram formaður KSÍ fyrirliða Reynis sigurlaunin við mikil fagn- aðarlæti Suðurnesjamanna, sem fjölmenntu á völlinn. Afturelding hlaut silfrið að þessu sinni, en liðið hefur sýnt miklar framfarir undir stjórn Kristjáns Sigurgeirs- sonar þjálfara þeirra, sem auk þess var bezti maður vallarins i þessum leik. I heildina tekið fannst mér Afturelding leika betri knattspyrnu að þessu sinni, en þeir voru líkamlega veikari og hlutu því að biða lægra hlut í baráttunni við hina hraustu Sandgerðinga. Hdan. Kristján Harðarson úr Stykkis- hólmi þriðji í langstökki, stökk 4,84 metra, en sigurvegarinn stökk 4,89 metra. 1 60 metra hlaupi komst Kristján ekki í úr- slit, hljóp á 8,6 sek., en timi sigur- vegarans var 8,4 sek. Thelma Björnsdóttir úr Kópa- vogi varð sextánda í 800 metra hlaupi á 2:33,5 min. Sigurvegar- inn hljóp á 2:24,6 min. Ingvar Þórðarson úr Hafnar- firði varð átjándi í 800 metra hlaupi á 2:27,7 mín., en sigurveg- arinn hljóp á 2:17,5 min. Ingvar var óheppinn að því leyti að hann lenti í lélegum rióli. Sigraði hann með yfirburðum í riðlinum, og hefði ugglaust náð betri tíma með meiri keppni. í flokki 11 ára barna varð Svava Grönfeldt frá Borgarnesi í sjötta sæti i langstökki, stökk 4,11 metra. Sigurvegarinn stökk 4,40 metra en þess má geta að sú, er varð önnur, stökk 4,18 metra. í 60 metra hlaupi komst Svava í und- anúrslit og hljóp þá á 8,8 sek., og náðu aðeins tvær stúlkur betri árangri eða 8,6 sek. Albert Imsland úr Reykjavik keppti svo I 800 metra hlaupi og varð i sjöunda sæti á 2:29,7 mín. Sigurvegarinn hljóp á 2:24,4 mfn. HIN árlega Ron-Rico golfkeppni Golfklúbbsins Keilis fer fram á Hvaleyrarvelli við Hafnarfjörð dagana 4. og 5. september n.k. Verður í keppni þessari keppt um verðlaun sem fyrirtæki Einars Th. Mathiesen hefur gefið til keppninnar og eru þau hin veg- legustu. Keppnin er flokkakeppni og verður keppt í meistaraflokki karla, 1. flokki karla, 2. flokki karla og 3. flokki karla um helg- ina. Hefst keppnin kl. 8.30 á laug- ardaginn. Um aðra helgi, 11. og 12. sept- ember, verður svo opin kvenna- keppni. Þátttakendur í móti þessu þurfa að láta skrá sig í sima 53360 eða 52388 fyrir kl. 19.00 n.k. föstu- dag. Aston Villa lagði bikarmeistarana Deildarbikarmeistararnir ensku frá I fyrra, Manchester City, urðu að gera sér það að góðu að láta í minni pokann fyrir Ast- on Villa I ensku deildarbfkar- keppninni I fyrrakvöld og þar með eru þeir úr leik I keppninni. Sigur Villa I leiknum var góður: 3—0, og virðist mikill uppgangur vera hjá liðinu um þessar mund- ir, en svo sem kunnugt er hefur það forystu I 1. deildar keppn- inni. 1 leiknum I fyrrakvöld skor- aði Brian Little mark fyrir Villa um miðjan fyrri háifleik og Ray Greydon bætti sfðan tveimur við, er nokkuð var liðið á leikinn. Þá var Leeds United einnig slegið út úr bikarkeppninni i fyrrakvöld, er liðið fór í heimsókn til Stoke City. Leeds náði forystu i þeim leik með marki Tony Currie, en Terry Conroy jafnaði fyrir Stoke og minútu fyrir leikslok skoraði Greenhoff sigurmark heimamanna með skalla. Manchester United átti i hinu mesta basli með Tranmere til að byrja með í leik liðanna i fyrra- kvöld og var staðan jöfn, 0—0, I hálfleik. I seinni hálfleik, þegar þreytan tók að segja til sín hjá Tranmere-leikmönnunum réð Manchester United lögum og lof- um á vellinum og skoraði fimm mörk. Úrslit leikja i fyrrakvöld urðu þessi: Aston Villa — Manch. City 3—0 Blackburn — Stokport 1 —3 Bradford — Bolton 1—2 Bury — Darlington 2—1 Cardiff — Q.P.R. 1—3 Gillingham — Newcastle 1—2 Manchester United — Tranmere 5—0 Rotherham — Millwall 1—2 Stoke — Leeds —2—1 Torquay—Burnley 1—0 West Ham Utd. — Barnsley 3—0 Chelsea — Shefffeld Utd. 3—1 Wrexham — Leicester 1—0 Þá fóru fram nokkrir leikir í skozku deildabikarkeppninni í fyrrakvöld og meðal úrslita þar má nefna að Celtic og Dundee United gerðu jafntefli 1.1. Með þessum úrslitum tryggði Celtic sér keppnisrétt í 8-liða úrslitum keppninnar. Rangers sigraði svo St. Johnstone 1—0, en Mother- well-liðið sem varð í einu af efstu sætunum í úrvalsdeildinni í fyrra — tapaði leik sinum fyrir 1. deild- ar liðinu Partic Thistle 0—2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.