Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 33
\ #ei % m i/a Aini
Velvakandi svarar i sima 10-100
kl 14-—1 5,. frá mánudegi til föstu-i
dags
# Reykingar
á almannafæri.
Börje Hanssen frá Svíþjóð
sendi Velvakanda bréfið, sem hér
fer á eftir, og má segja, að það
falli vel inn í þá umræðu um
reykingar, sem nú er á dagskrá:
„Við höfum ferðazt um á ís-
landi nú í sumar í langferðabílum
og okkur langar tii að koma aftur
til ykkar indæla lands. En hvern-
ig getur staðið á því, að hópferða-
skrifstofa B.S.Í. býður ferðamenn
velkomna til íslands í hreint loft,
en treður þeim síðan inn i bíla þar
sem hvaða keðjureykingarmanni
sem er er leyft að skelfa umhverfi
sitt og í rauninni eyðileggja alla
ánægju ferðarinnar fyrir sam-
ferðamönnum sínum. Þannig
verða íslenzku langferðabilarnir
hræðilegar niðursuðudósir, þar
sem farþegar eru fylltir með reyk
og eitri.
Á öðrum stöðum i heiminum,
t.d. Svíþjóð, eru reykingar bann-
aðar í öllum langferðabílum og
þykir það eðlilegt, nema í bílum
sem leigðir eru til hópferða.
Vandamál þeirra nikótínþyrstu er
leyst með því, að þeir fá auðvitað
að reykja i matarhléum — eða þar
sem stanzað er. En þeir fá ekki að
blása reyk í háls þeirra fjöl-
mörgu, sem ekki vilja reykja og
vilja fyrir alla muni sitja í eitur-
lausu lofti á löngum ferðalögum.
Við fórum yfir Sprengisand og
tekur sú ferð eins og kunnugt er
um 14 klukkustundir. Ég er viss
um, að við förum ekki aftur i
svona mengunarferðir og við von-
um, að B.S.Í. endurskoði fljótlega
afstöðu sína til nikótínista.
Með kveðju,
Börje Ilanssen, frá Sviþjöð.
Þær eru misjafnar skoðanirnar
á reykingum eins og flestu öðru í
mannlífinú, en það mun þó al-
mennt viðurkennt, að reykingar
eru ekki heilsubót, eins og tilmæli
frá Læknafélagi íslands nýverið
benda til.
# Ánægjulegur
þáttur.
„Ég vil þakka Halldóri Laxness
skemmtilega viðtalsþætti i sjón-
varpinu og þá frjálslegu fram-
komu sem hann viðhefur. Það er
ánægjulegt til þess að vita, að enn
er til fólk i þessu landi, sem þorir
að hafa skoðanir og láta álit sitt i
ljósi^um menn og málefni. Reykja
sína vindla á sínu eigin heimili og
haga lífi sinu eftir eigin geðþótta,
en verða ekki að einhverri hópsál
í kommúnú þjóðlífsins.
Kristín Magnúsdöttir".
hinn f jakkavasa hans. — Farið
dálftið frá, sagði hann meðan
hann skoðaði alla hlutina vel og
vandlega.
Það var fyrst nú sem Jack gafst
kostur á að sjá andlft mannsins.
Honum fannst hann kannast við
það, en hvaðan... það mundi
hann ekki.
— Ertu með nokkurn leyni-
vasa? Hann var að skoða peninga-
veskið. Hann var axlabreiður með
innfallinn brjðstkassa og hökuift-
ill.
Jack yppti öxlum.
— Þetta er ósköp venjulegt
veski og lftið á því að græða.
Maðurínn tók alla peningana og
stakk þeim f vasann. Svo leit
hann snögglega upp. Bflljós sáust
f fjarska.
— Gerið nú eins og ég segi,
sagði hann hvassyrtur. — Opnið
farangursgeymsluna og takið allt
út sem þar er. Leggið það hjá
bflnum, svo að ég geti skoðað allt
vel og vendilega. Og reynið engar
kúnstir, bætti hann við.
Það eina sem ökumenn næstu
þriggja bfla, sem óku framhjá,
sáu var að miskunnsamur Sam-
verji var að hjálpa náunga sfnum
að skipta umdekk.
# Skelfiskverð.
Sjómenn í Stykkishólmi hafa
látið í ljós óánægju með verð á
skelfiski, og hér skrifar einn
þeirra:
„Eins og fram hefur komið i
fréttum fjölmiðla undanfarið
hafa sjómenn og útgerðarmenn
skelveiðibáta i Stykkishölmi ekki
talið sér fært að róa siðast liðna
viku vegna þeirrar ákvörðunar
Verðlagsráðs sjávarútvegsins frá
21. þ.m. að lækka verð á skelfiski
úr 35 krónum hvert kíló niður i
26.
Sjómenn telja þessa verð-
ákvörðun byggða á mjög hæpnum
upplýsingum um horfur á erlend-
um mörkuðum auk þess sem
oddamaður Verðlagsráðs hefur
upplýst, að sér hafi verið ókunn-
ugt um ýmis atriði hér í Stykkis-
hölmi, sem hafa ótviræð áhrif á
verð á skelfiski.
Sjómenn hér á staðnum hafa
orðið fyrir talsverðum þrýstingi
úr ýmsum áttum að hefja róðra
með hinu nýja verði og hefur
meðal annars- verið beitt þeim
rökum, að skelveiðar hafi úrslita-
þýðingu fyrir efnahagslif hér í
bænum.
Á fundi útgerðarmanna og sjó-
manna áskelveiðibátum, sem
haldinn var s.l. laugardag, var
ákveðið að koma nokkuð til móts
við þessi sjónarmið. Var á fyrr-
nefndum fundi samþykkt að
hefja róðra frá og með mánudag-
inum 29. ágúst í trausti þess að
innan fjögurra daga þ.e.a.s. fyrir
fimmtudaginn 2. september n.k.
verði komin leiðrétting á skelfisk-
verðinu.
Að öðrum kosti sjá sjómenn sér
ekki fært að róa á skelveiðar.
F.h. sjömanna,
Einar Viðarsson.
Stykkishólmi."
HÖGNI HREKKVÍSI
©1976
MeNaught
Syndicate, Inc.
SKOLAFOLK
NOTIÐ LUXO
VIÐ LESTURINN
■ -í 'II
LUXO
er ljósgjafinn,
verndið sjónina,
varist eftirlíkingar
ALLAR GERÐIR - ALLIR LITIR
OPIÐ TIL KL. 7
SENDUM í PÓSTKRÖFU
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJÓS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
sími 84488
„Fyrir alla muni hættu að ögra henni!“
53^ SlGeA V/óGA í 1/LVtRAN
íslenzka fyrir
útlendinga
Vinsamlegast segið erlendum vinum yðar frá íslenzku-
kennslu Mímis. Nemendur eru þjálfaðir t talmáli allt frá
upphafi. Málfræðin er kennd með dæmum.
Sími 11109 og 10004
(kl. 1 — 7 e.h.)
Málaskólinn Mímir,
Brautarholti 4
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
m /wtffyús-
1/ VftótfAfW’
WtYYIVi P®
WÚN0LAW/
ÚXA,
^ÓYIA^1
i(i
'IfeOKA Ú% 1ú*T-
[wúsm ÁM YlEtf
<IL W
Ó)HVA V/AWA i/OWTy
ÚÁÚh\yjí/A_____
'VvílS/T' vlU6Atf
WÍL\\< TOYWtYVlNú'
yvíL\K bV/LlMá!
wvMiá
’SÚVJÓQ
£KK\ tlNO bim
YAW YÍBT) S/IYIV
Á/UKWSW'I