Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 LOFTLEIOIR S 2 11 90 2 n 88 FERÐABÍLAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbilar, stationbílar, sendibíl- ar, hópferðabílar og jeppar. BILALEIGAN" 51EYSIR LAUGAVEGI 66 24460 28810 CAR RENTAL o rvj G G n Útvarpog stereo. kasettutæki Þökkum öllum sem g/öddu okkur með gjöfum og heillaósk- um á sjötugsafmæh og fermingardegi. Guð blessi ykkur ö/l. Ú/a Sveinsdóttir, Óla Laufey Sveins- dóttir. Ræður forsætis- ráðherranna ÞAU mistök urrtu í blaðinu s.l. þriöjudag er ræða Geirs Hallgrfmssonar forsætisráðherra f kvöldverðarhoði ríkisstjórnar- innar til heiðurs Odvar Nordli var birt að kafli úr ræðunni féll niður. Fer hann f heild hér á eftir: „íbúafjöldi í Noregi hefur aukizt siðan mun meira en íbúa- fjöldi áíslandi. Ég ætla þó ekki að draga hér neinar ályktanir af þvi um mismunandi lífskjör á lönd- um okkar á umliðnum öldum. Spurningin er híns vegar sú, hvort áhrif þjóða á gang mála þurfi ávallt að fara eftir mann- fjölda þeirra. I því sambandi skiptir ef til vill ekki höfuðmáli hvort þjóð telur 220 þúsund eða 22 milljónir manna, sem er íbúa- fjöldinn á Norðurlöndum öllum. Mannfjiildi getur e.t.v. haft úr- slitaáhrif i styrjaldarundir- búningi og stríði en fámennar þjóðir geta betur notið sín og haft áhrif í friði.“ Þá urðu línubrengl í ræðu Nordlis forsætisráðherra Noregs. Kafli sá er þau voru í, á að vera þannig: Af löndunum fimm hafa aðeins Island og Noregur kosið sömu úr- lausnir í mikilvægum alþjóðleg- um vandamálum. Auk þátttöku í Sameinuðu þjóðunum hafa báðar þjóðirnar leitað tryggingar á öryggi sinu og sjálfstæði innan vébanda Atlantshafsbandalags- ins. Báðar þjóðirnar hafa kosið að standa utan Efnahagsbandalags Evrópu og að leysa efnahags- vandamál sín með sérsamningum. Bæði löndin hafa kosið fulla þátt- töku í Efnahags og framfarastofn- uninni og með því stuðlað að aukinni efnahagssamvinnu og annarri samvinnu sem fram fer í stofnuninni. Blaðið biðst afsökunar á þess- um mistökum. Útvarp Reykjavík FOSTUDAGUR 3. september MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbu.n kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson heldur áfram sögu sinni „Frændi segir frá“ (3). Til- kvnningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Tóneikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Yehúdi Menuhin og I.ouis Kentner leika Fantasfu I C-dúr fyrir fiðlu og pfanó op. 159 eftir Schu- bert / Nýja filharmoníu- sveitin I I.undúnum leikur Sinfónfu nr. 104 I D-dúr, „Lundúnahljómkviðuna" eft- ir Havdn; Otto Klemperer stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Leikir I fjörunni" eftir Jón Óskar. Höfundur Les (7). 15.00 Miðdegistónleikar Hljómsveitin Philharmonfa I Lundúnum leikur hljóm- sveitarsvítu úr „Túskildings- óperunni" eftir Kurt Weill, Vals eftir Otto Klemperer og valsinn „Vínarblóð" og for- leikinn að „Leðurblökunni" eftir Johann Strauss; Otto Klemperer stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. cl6.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Ferðaþættir eftir Bjarna Sæmundsson fiskifræðing. Öskar Ingimarsson les úr V, bókinni „Um láð og lög“ (1). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÓLDIÐ______________________ 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 lþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 20.00 Sinfónfskir tónleikar frá svissneska útvarpinu. Dorel Handman og La Suisse Romande hljómsveitin leika Píanókonsert nr. 4 (G-dúr op. 58 eftir Beethoven. Hljóm- sveitarstjóri: Júrl Ahron- ovitsj. 20.40 Félög bókagerðarmanna og konur í þeirra hópi. Þór- unn Magnúsdóttir flytur fyrra erindi sitt. 21.05 Hljómskálatónlist frá út- varpinu I Stuttgart. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.30 (Jtvarpssagan: „Öxin“ eftir Mihail Sadoveneu. Dag- ur Þorleifsson les þýðingu sfna (3). 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Fjallagórillan Hátt uppi f fjöllum Zaíre- r(kis I Mið-Afríku er apateg- und, sem hætt er við að deyi bráðlega út af manna völd- um. Einn maður, Adrien Deschryver, berst þó fyrir þv(, að górillunni verði sköp- uð fullnægjandi Ufsskílyrði. I þessari bresku heimildar- mynd er lýst lifnaðarháttum górillunnar og vinsamlegum samskiþtum mannsog apa. Þýðandi og þulur Björn Baldursson. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Til umræðu. Astand og horf- ur ( fsl. landbúnaði. Baldur Kristjánsson ræðir við Gunn- ar Guðbjartsson formann stéttarsambands bænda og Guðmund Sigþórsson deild- arstjóra ( Landbúnaðarráðu- neytinu. 22.55 Áfangar. 23.30 Fréttir. D:gskrárlok. L4UG4RD4GUR 4. september MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson heldur áfram sögu sinni „Frændi segir frá“ (4). Óska- lög sjúklinga kl. 10.25: 21.30 Sfðustu forvöð (Deadline U.S.A.) Bandarfsk bfómynd frá ár- inu 1952. Aðalhlutverk Humphrey Bogart, Kim Hunter, Ethel Barrymore og Ed Begley. Eigendur dagblaðs nokkurs selja það keppinautum sin- um. Ritstjórínn reynir að koma ( veg fyrir söiu og gef- ur blaðið út, meðan málið fer fyrir rétt. Samtfmis þess- um erfiðleikum er ritstjór- inn að fletta ofan af ferli maffuforingja, sem leikið hefur einn blaðamanninn illa. Þýðandi Jón Skaptason. 22.55 Dagskrárlok. Kristfn Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 (Jt og suður. Ásta R. Jóhannesdóttir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um sfðdegis- þátt með blönduðu efni (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir). 17.30 Ferðaþættir eftir Bjarna Sæmundsson fiskifræðing. Óskar Ingimarsson les úr bókinni „Um láð og lög“ (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 „Dauði brýndu Ijáinn". Séra Bolli Gústavsson ( Lauf- ási les úr ljóðum Sigurjóns Bragasonar. Tryggvi Gfsla- son skólameistari flytur inn- gangsorð. 20.00 Óperutónlist: Þættir úr „Luciu di Lammermoor" eft- ir Donizetti. Söngfólk: Maria Callas, Ferruccio Tagliavini, Piero Capiuccilli o.fl. Kórinn og hljómsveitin Phil- harmonia f Lundúnum syng- ur og leikur. Stjórnandi: Tulio Serafin. 20.55 Frá Húsavfk til Kali- fornfu með viðdvöl í Winni- peg. Pétur Pétursson ræðir við Ásgeir P. Guðjohnsen. 21.20 Danslög frá liðnum ár- um. Dieter Reth-sextettinn og hljómsveit Gerhards Wehners leika. 21.50 „Hvernig herra Vorel til- reykti sæfrauðspfpuna", smásaga eftir Jan Neruda, Hallfreður örn Eirfksson fslenzkaði. Steindór Hjör- leifsson leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. S 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. SKJÁNUNI FÖSTUDAGUR 3. september Pl^l ER^ rqI ( HEVRR! Konur í hópi bókagerð- armanna FÉLÖG bókagerðarmanna og konur í þeirra hópi nefnist erindi, sem Þórunn Magnús- dóttir flytur í útvarpi ki. 20:40 í kvöld. Þórunn hefur skrifað rit- gerð fyrir stúdenta í bókasafns- fræðum um félög bókagerðar- manna og sagði hún að þeir hefðu fúslega lánað sér þau gögn sem hún þurfti til að vinna að þessari ritgerð. „Þegar það kom til tals að hún flytti þetta í útvarpið, þá höfðu dagskrárstjórar eitthvert veður af áhuga mínum á þátttöku kvenna í atvinnulífinu og tók ég saman þátt um hlut þeirra í þessari starfsgrein. Hér er ein- göngu fjallað um innlend bóka- gerðarfélög og að mestu félög í Reykjavík og Akureyri. Ferðaþœttir eftir Bjarna Sœmundsson í DAG hefst lestur ferðaþátta eftir Bjarna Sæmundsson fiski- fræðing, sem eru teknir úr bók- inni „Um láð og lög“. Lesandi er Öskar Ingimarsson og verða lestrarnir alls 10, tveir í viku, á föstudögum og laugardögum. Bók Bjarna kom út árið 1943, þrem árum eftir dauða hans og í henni greinir hann frá ferðum sínum á landi og á sjó, eins og nafnið bendir til, og bæði innanlands og utan. Þessir þættir birtust fyrst í Lögréttu, en voru siðan gefnir út eins og fyrr segir árið 1943. Klukkan 19:40: íþróttir Jón Asgeirsson sér um íþróttaþátt í kvöld kl. 19:40 að vanda og sagði Jón að hann myndi sennilega fjalla um landsleiki í knattspyrnu, sem framundan eru og íþróttaþing Í.S.Í. sem haldið verður á Akra- nesi um næstu helgi. Þessi þing eru haldin á tveggja ára fresti og var það síðast 1974. Jón sagði að mikið væri framundan í íþróttunum, landsleikir á sunnudag og miðvikudag og yrði þeim lýst í útvarpinu, þ.e. landsleikjunum við Belga og Hollendinga. Klukkan 20:40: Fjallagórillan Þáttur um fjallagórillu í Afríku er á.dagskrá sjónvarps i kvöld kl. 20:40. í Zaire-ríki i Mið-Afríku lifir apategund, sem er hætt við að deyi út af mannavöldum og er í myndinni lýst lifnaðarháttum górillunn- ar, hvar hún heldur sig, og lýst hvernig „fjölskyldulifið“ er hjá þeim. Sagði Björn Baldursson, þýðandi myndarinnar, að þarna kæmi fram hvernig virðingum væri skipt niður, foringinn væri sá sterkasti og stærsti og væri þessum ,,apavirðingum“ raðað eftir kröftum. Adrien Deschryver berst fyrir því að þessum öpum verði sköpuð betri lífsskilyrði, að svæði þeirra verði stækkað og það verði verndað fyrir veiðimönn- um. Þetta er að vísu ekki f jallagórillan sem fjallað er um f sjónvarpinu, en þessi gæti verið eítthvað í ætt við hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.