Morgunblaðið - 08.09.1976, Síða 13

Morgunblaðið - 08.09.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 13 urstræti, slfk er ösin. Mörg þeirra heilsa upp á okkur með því að þeyta skipslúðrana. Já, það er rólegt og heilsusamlegt að vera á stað sem þessum. Það væri synd að segja annað,“ sagði Björn Kári við okkur. Magdalena var alveg á sama máli og eiginmaðurinn hvað snertir umhverfið. Hún sagði okkur að þeir væru margir sem legðu leið sfna út að vitanum til að virða fyrir sér fegurðina. Margir kæmu einnig til að for- vitnast um lff þeirra og starf, og væri því mjög gestkvæmt á staðnum. Hún sagði að þá væri gott að eiga bita í búri til að víkja að gestum, og ekki fóru tíðindamenn Mbl. varhluta af góðu kaffi húsfreyjunnar og meðlætinu sem voru rjóma- pönnukökur og kleinur. Magda- lena kveið dálítið vetrinum hvað matföng snertir, þvf búast mætti við að ófært yrði út að vitanum nokkuð langan tíma vetrar og því þyrftu kæli- geymslur að vera rúmgóðar svo að hægt væri að kaupa birgðir til langs tíma. Vinnudagur þeirra hjóna er nokkuð fastákveðinn. „Við tök- um veður á 3 klst. fresti, frá 9 á morgnana til miðnættis, og sím- um það til Reykjavíkur. Þá fer maður daglega f vitann til að líta eftir málum þar, skipta um hylki svo og halda glerjum og Ijósum hreinum. Þá er hér lftill aukaviti sem farið er f einu sinni í viku til eftirlits, og svo lftum við einnig eftir radíó-vita sem hér er, en hann er afar þýðingarmikill flugvélum og skipum og því mikilvægt að vel sé litið eftir honum. Þetta er svo sem ekki nein átakavinna, en afar nauðsynleg þó,“ sagði Björn Kári. „Það verður lítill vandi að finna sér eitthvað til dundurs f skammdeginu. Ég hef gaman af þvi að mála og einnig fæst ég svolítið við bóklestur, en auk þess má örugglega finna upp á einhverjum fjandanum. Ætli Malla prjói ekki eins og kven- fólk gerir flest. Sumir verða skáld á svona stöðum, en það fær framtiðin ein skorið úr um, hvort við eigum eftir að senda eitthvert ritverk frá okkur," sagði Björn Kári og hló við. Hvað varðar þjónustu og að- drætti sögðu hjónin okkur að póst yrðu þau að sækja í Hafnir um 16 km leið. Alla matvöru og þess háttar sækja þau annað- hvort til Keflavíkur eða Reykjavíkur, ef þau eiga þá leið þangað. Það kann að láta undarlega í eyrum að f Reykjanesvita skuli ekki vera nema um handvirkt sfmasamband að ræða, svo sem nú tfðkast nær eingöngu f af- skekktari sveitum, og þetta samband þeirra er aðeins til símstöðvarinnar í Höfnum, en þar er sérstök neyðarbjalla fyr- ir vitann, eftir lokun símstöðv- arinnar kl. 6 á daginn. „Jú, óneitanlega er það nokkuð sér- stætt að við skulum ekki hafa hér sjálfvirkt simasamband við umheiminn, eða þá talstöð, því staðurinn er eins og kunnugt er á jarðhitasvæði og enginn veit hvenær gosið gæti. Sfmasam- bandið er nokkuð lélegt, þ.e. illa heyrist í simanum og þetta allt getur verið afar bagalegt á hættustund, hvort sem það væru náttúruhamfarir eða skipsskaðar sem um væri að ræða,“ sagði Björn Kári. Hann sagði okkur að á hverjum degi væru jarðhræringar. Þær væru ekki neitt sérlega sterkar, en þó nægilegar til að vekja fólk upp á nóttunni. Björn Kári sagði okkur að vitaverðir væru að mörgu leyti nokkuð sérstætt fólk. Hann taldi það fylgjast betur með þvf sem væri að gerast en til dæmis fólk f Reykjavík, því i vitunum væri rólegt og nógur tími til að lesa mikið af blöðum og ritum um hin ýmsu mál, en slfkt er afar erfitt eða ómögulegt f kapphlaupinu í borgunum. Björn Kári hefur undanfarin 11 ár ferðazt um landið og ann- azt viðgerðir og viðhald á vitum og því taldi hann sig þekkja vel til vitavörzlufólks, sem hann sagði vera ákaflega gott fólk. „Hvað laun og aðbúnað snert- ir þá er eftir nokkru að slægjast f dag,“ tjáði Björn Kári okkur, „og það er að mjög miklu leyti honum Jóhanni Péturssyni vitaverði á Horni að þakka. Hann hefur átt stóran hlut að máli í að gera starfið að þvf sem það er í dag. Hann hefur lengi slegizt við „þá á mölinni" um kaup og kjör, en áður en Jóhann fór að beita sér fyrir bættum hag vitavörzlufólks var þetta ekki eftirsóknarvert starf,“ sagði Björn Kári. Björn Kári sagði að allt væri óráðið með framtíðina, en þó ætlaói hann sér aó vera lengur en árið ef möguleiki væri á. Hann taldi það ákaflega þrosk- andi að vera á svona stað og þvf væri það draumurinn að ílengj- ast. „Róin og kyrrðin gera fólk- ið betra, og þvi viljum við gjarnan vera hér. Fyrrum vinnufélagar mínir töldu mig mundu verða hræddan hér, vegna reimleika og þess háttar, og sögðu að ég entist hér ekki nema f 2—3 mánuði. Ég er hræddur um að þeir verði ekki sérlega sannspáir," sagði Björn Kári Björnsson að lokum. —ágás. Þegar gott er skyggni sést Reykjanesviti mjög langt að. Vitinn gnæfir hátt yfir umhverfi sitt, enda efst á hól, sem sennilega hefur eitt sinn verið eldfjall. Þessi mynd er kannski eitthvað óskýr, en hún er tekin mjög langt að og hefur Ijósbrot í andrúmsloftinu dregið úr gæðum hennar, þótt bjart hafi verið þennan dag. ÍSLENSK FÖT/76 LAUGARDALSHÖLL 8.-12. SEPT. 30 framleiðendur sýna úrval islenskrar fataframleiðslu i aðalsal Laugardalshallarinnar. Stærstu og glæsilegustu tískusýningar hérlendis eru á sýningarpöllum í aðalsalnum, þar sem jafnframt er veitingasala. Allt besta sýningarfólk landsins (Karon og Modelsamtökin) sýnir það nýjasta í íslenskri fatagerð, við tónlist og Ijósskreytingu. Tískusýningar verða: Miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 17.30 og 21.00. Laugardag og sunnudag kl. 15.30, 17.30 og 21.00. í veitingasal fást Ijúffengir smáréttir, og auðvitað kaffi og kökur og öl, þar geta gestir því fengið sér hressingu um leið og þeir horfa á tískusýningarnar. í anddyri eru hárskerar og hárgreiðslufólk með hárgreiðslusýningu, þar verður starfrækt hárgreiðslu- og rakarastofa þar sem gestir geta séð nýjustu klipþingar, og jafnvel fengið sig klippta. í anddyrinu verða einnig kjólameistarar og klæðskerar með sýningardeildir. í ókeypis gestahappdrætti verður dreginn út vinningur daglega; úttekt á íslenskum fatnaði fyrir 25.000 krónur, og í sýningarlok verður dreginn út aðalvinningurinn, föt á alla fjölskylduna fyrir krónur 200.000. Opið kl. 3-10 daglega, svæðinu lokað kl. 11. og kl. 2-10 laugardag og sunnudag. Verð aðgöngumiða: Fullorðnir kr. 400 Börn kr. 100 Opnum í dag kl.4 Veriö velkomin - strax í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.