Morgunblaðið - 08.09.1976, Side 15

Morgunblaðið - 08.09.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 15 Líbanon: Sífelldar árásir Þráttað um dýrmæt- asta dem- ant heims Nýju Delhi 7. september — Reuter SAMACHAR fréttastofan i Indlandi sagði I dag, að Ind- verjar væru hinir réttu eigend- ur Koh-i-noor demantsins, sem Pakistanar hafa krafizt að fá afhentan af Bretum. Hafði hún það eftir indverskum gim- steinasérfræðingi, að gim- steinninn væri indverkur að uppruna og Indverjar væru þvi einir um að geta gert lög- lega tilkall til hans. Koh-i-noor, sem er 109 karöt og álitinn dýrmætasti demant- ur veraldarinnar, hefur verið i umsjá Breta siðan 1849 og er meðal gimsteina krúnunnar, sem nú eru til sýnis I London. Ali Bhutto forsætisráðherra Pakistan hefur skrifað brezka forsætisráðherranum og óskað eftir þvi, að steininum verði skilað. Indversku sérfræðingarnir, sem fréttastofan nefndi ekki, segja að Koh-i-noor hafi fund- izt i indverskri námu og að hann hafi verið eign margra indverskra þjóðhöfðingja. Sfð- astur þeirra var Dalip Singh, sem var neyddur til að af- henda demantinn Brezka Aust- ur-Indiufélaginu, sem hafði bækistöðvar i Punjab. Nú er Punjab innan landamæra Pakistan. FLÓÐ Það var engu líkara en að ökumenn, sem leið áttu um Lovere-Sarnico þjóðveginn á Ítalíu í síðustu viku, ækju fram á Skógafoss. Miklar rigningar ollu því, að á nokkur flaut yfir bakka sína og streymdi vatnið niður vegginn og á veginn. á friðargæzlulið Beirút 7. september NTB-Reuter. SPENNA fer vaxandi í Beirút eft- ir að hermenn hægri manna hafa fjóra daga í röð haldið uppi skot- hríð á sameiginlegt friðargæzlulið Arababandalagsins, að því er yfir- menn i liðinu sögðu i dag. Virðist súdanska deildin í gæzluiiðinu vera sérstakt skotmark hægri sveitanna, og hefur hún orðið fyr- ir daglegum árásum frá því á laugardag. Friðargæzluliðið stendur vörð um hina svokölluðu „grænu línu“ á hlutlausa beltinu sem skilur að austurhluta Beirút, sem hægri menn ráða yfir, og vesturhlutann, sem vinstri menn hafa á sinu valdi. 1 gær var því haldið fram, að hermenn gæzlu- liðsins hefðu orðið fyrir sprengju- vörpuárásum, en yfirmaður þess, Mohammed Hassan Ghoneim hershöfðingi sagði nýlega, að ef skothríðinni á liðsmenn hans héldi áfram yrðu þeim gefnar skipanir um að svara í sömu mynt. Bardagarnir í Líbanon í dag voru almennt harðari en ver- ið hefur þar í margar vikur. 29 fórust Jóhannesarborg 7. september — Reuter. AÐ MINNSTA kosti 29 menn fór- ust og 70 slösuðust þegar tvær járnbrautalestir rákust saman við Benoni, sem er 24 kílómetrum fyrir utan Jóhannesarborg. Tals- maður suður-Afrísku járnbraut- anna sagði, að í annarri lestinni, sem var hraðlestin frá Jóhnnesar- borg til Maputo, höfuðborgar Mósambique, hafi verið mósambískir námuverkamenn á leið heim. Ók hin lestin aftan á hraðlestina, þar sem hún var kyrrstæð. Óstaðfestar fréttir segja, að 35 menn hafi farizt. Slökkviliðsmenn urðu að nota log- suðutæki til að losa særða og látna úr lestarflökunum. Þjóðaratkvæðagreiðsla í Svíþióð um kjarnorku? Stokkhólmi 7. september — NTB ÞAÐ getur farið svo að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um fjölgun kjarn- orkuvera í Svíþjóð. Æ fleiri sænskir stjórnmála- menn hafa lýst sig fylgjandi því að kjósendur fái sjálfir að skera úr um málið. Gösta Bohman, leiðtogi Hægfara einingarflokks- ins, sagði í sjónvarpsviðtali á mánudagskvöld, að hann gæti hugsað sér að haldin yrði þjóðaratkvæða- greiðsla um kjarnorku- verin ef þingið getur ekki komið sér saman um málið. Leiðtogi Miðflokksins Thorbjörn Falldin, hafði áður sagt að hann væri fylgjandi þjóðaratkvæða- greiðslu, þar sem það hefði sýnt sig að vera ógerlegt að komast að samkomulagi um málið á þinginu. Mið- flokkurinn berst af hörku gegn frekari byggingu kjarnorkuvera og vill láta hætta rekstri þeirra, sem fyrir eru. Leiðtogar annarra stjórnmálaflokka, þeir Olof Palme forsætisráðherra, Per Ahlmark, formaður Þjóðarflokksins, og Lars Werner, leiðtogi það vel koma til álita að kommúnista, hafa einnig þjóðaratkvæðagreiðsla lýst því yfir, að þeir telji verði haldin um þetta mál. Novosti dregur saman seglin Moskvu 7. september — Reuter. SJÓNVARPSDEILD hinnar hálf- opinberu sovézku fréttastofu, Novosti (APN), sem gerir frétta og fræóslumyndir til sýningar er- lendis, verður lokað í næstu viku að sögn talsmanns fréttastofunn- Indversk stjórnvöld leita að földum fjársjóði MIKIL leit er nú gerð I Ind- landi að fjársjóði löngu liðins maharjah (indversks prins), sem gæti verið meir en 500 milljarða króna virði, og er við leitina stuðzt við undarlega frá- sögn fátæks sfgauna. Embættis- menn stjórnarinnar eru við uppgröft I konunglega virkinu við Amber, 25 kflómetrum suð- vestur af höfuðborginni, þar sem álitið er, að mikið af gulli og gersemum hafi verið falið f leyniherbergi fyrlr 250 árum. Það eykur vonir manna um árangursrfka leit, að fyrir skömmu fundust neðanjarðar- göng i virkinu, sem ekki var vitað um áður. Leiðin að fjársjóðnum hófst eftir að dularfullur og óþekkt- ur maður, sem álitið er að sé sigauni, afhenti starfsmönnum skattyfirvalda skjal, sem átti að sýna, hvar hinn frægi herprins, Maharajah Jai Singh af Jaipur, hafði komið fyrir hluta hins mikla ríkidæmis síns. Maðurinn sagði'- að forfeður hans hefðu verið trúnaðarmenn maharajahns, en skattyfirvöld voru vantrúuð. Samt sem áður sendu þeir skjalið til sérfræð- ings, sem staðfesti að það væri 200 til 250 ára gamalt. Annar sérfræðingur sagði blekið einn- ig vera um það bil tveggja alda gamalt. Því næst var leitað með málmleitartæki og gaf það upp- örvandi niðurstöðu, og í lok júnf fyrirskipaði bankamála- ráðherrann, Pranab Mukher- jee, að leit skyldi hefjast. Skjal- ið segir, að fjársjóðurinn sé 13.3 milljarða rúpia virði, sem mun nú vera um 26 milljarðar rúpía (500 milljarðar islenzkra króna). Meir en 120 verkamenn og embættismenn frá fjórum ráðu- neytum taka þátt i leitinni, og styrktist von þeirra, þegar þeir fundu neðanjarðargöngin. Þau fundust undir stað, sem grafið var á vegna þess að málmleitar- tækin gáfu til kynna, að þar undir væri málma að finna. Virkið stendur á hæð yfir höll, Framhuld á bls. 25 ar. Starfsliði fréttastofunnar verður koniið i vinnu hjá útvarps og sjónvarpsnefnd ríkisins. Tals- maðurinn sagði ástæðuna fyrir þessu vera hagræðingu en vest- rænn sjónvarpsfréttamaður hefur það eftir einum ritstjóra Novosti, að stofnunin hafi ekki skilað neinum hagnaði því sé hún lögð niður. Novosti útvegar erlendum sjónvarpsfréttamönnum mynda- tökumenn og selur eigin myndir til útlanda. Stofnunin tekur einn- ig að sér verkefni fyrir erlend fyrirtæki. Múhameðskir lestrarhestar í Kórankeppni Kuala Lumpur 6. sept. — AP. ÁTJÁN lönd hafa tilkynnt þátt- töku í alþjóðlegri keppni i Kóran- lestri i Kuala Lumpur, höfuðborg Malaysiu í næstu viku, að því er Syed Nasir Ismail, formaður mið- stjórnar Kóranlestrarkeppninnar upplýsti i dag. Sum lönd senda þó aðeins þátttakendur til keppni í karlaflokki, þrátt fyrir þa'ð að þeim hafi verið boðin þátttaka í bæði karla- og kvennaflokki, að sögn formannsins. Nýir þátttak- endur eru frá Jórdaníu, Alsir, Bahrain, Líbýu, Öman, Saudi- Arabíu, Gambiu og Comoroeyj- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.