Morgunblaðið - 08.09.1976, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.09.1976, Qupperneq 30
30 MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 INGUNN Á 12,0 SEK. ÍNGUNN Einarsdóttir, tR, setti nýtt tslandsmet I 100 metra hlaupi fyrri dag Reykjavlkur- meistaramótsins I frjálsum (þróttum, sem fram fór á Laugar- dalsvellinum I fyrrakvöld. Hljóp hún á 12.0 sek. og bætti þar með eigið met um 1/10 úr sek. Er afrek Ingunnar hið athyglisverð- asta ekki slzt vegna þess að að- stæður voru ekki alltof góðar. Fremur kalt var I veðri og braut- in of mjúk fyrir spretthlaup. Hins vegar hjálpaði það nokkuð að meðvindur var, þó ekki ólög- lega mikill. Afrek Ingunnar og 200 metra hlaup Vilmundar Viðhjálmsson- ar, KR, voru ljósustu punktar Reykjavíkurmeistaramótsins i fyrrakvöld, en Vilmundur hljóp 200 metrana á 21,7 sek. og nálgast því met Hauks Clausens og Hilm- ars Þorbjörnssonar í greininni, en það er 21,3 sek. Gildir hið sama hjá Vilmundi og Ingunni — að- stæður voru ekki alltof hagstæð- ar. Þátttaka í Reykjavikurmótinu var furðulega lítil, ekki sizt vegna þess að þarna er nánast um sið- asta tækifæri frjálsíþróttafólks- ins til keppni i sumar að ræða. Þannig var t.d. aðeins einn kepp- andi í sumum greinum. Eftir fyrsta dag mótsins hefur ÍR tekið algera forystu, en mótið er jafnframt stigakeppni milli fé- laga, og eru gefin stig eftir stiga- töflunni. Hafa ÍR-ingar hlotið 24.584 stig, KR er með 8.383 stig og Ármenningar með 4.402 stig. Er greinilega af sem áður var, er félögin, sérstaklega þó IR og KR, háðu harða keppni sin á milli um Reykjavíkurmeitaratitilinn. Ingunn gerði meira en að setja met i 100 metra hlaupinu í fyrra- kvöld, þar sem hún hljóp einnig ágætt 400 metra hlaup — á 56,6 sek., en í þeirri grein varð Lilja Guðmundsdóttir, IR, önnur á 59.5 sek. Af öðrum úrslitum má nefna, að Guðni Halldórsson, KR, sigraði í kringlukasti, kastaði 49,44 metra, en Hreinn Halldórsson, KR, varð annar, kastaði 48,96 metra. Elías Sveinsson, KR, sigr- aði í hástökki, stökk 1.90 metra, en ungur Skagfirðingur, Þor- steinn Þórsson, sem keppti sem gestur, setti nýtt sveinamet með þvi að stökkva 1.85 metra. Þeir Hafsteinn Jóhannesson, UBK og Guðmundur R. Guðmundsson, FH, sem einnig kepptu sem gestir stukku, einnig yfir þá hæð. Lilja Guðmundsdóttir, ÍR, varð Reykjavíkurmeistari í 1500 metra hlaupi á 4:57,2 mín. Lára Sveins- dóttir, Á, varð Reykjavíkurmeist- ari í langstökki, stökk 5,33 metra og sveit ÍR sigraði í 4x100 metra boðhlaupi kvenna á 50,1 sek. 1 800 metra hiaupi varð Haf- steinn Öskarsson, IR, meistari, hljóp á 2:03,9 mín., en sigurvegari í hlaupinu varð Einar P. Guð- mundsson, FH, sem hljóp á 2:01,6 mín. Annar gestur sigraði í 5000 metra hlaupinu: Ágúst Þorsteins- son, UMSB, og hljóp hann á sin- um bezta tíma, 15:46,2 mín. Reykjavíkurmeistari varð hins vegar Hreggviður Jónsson, KR, á 20:32,6 min. og þarf senniiega að fara langt aftur til að finna svo lélegan árangur nægja til Reykja- víkurmeistaratitils. Mikill áhugi á landsleiknum — ÞAÐ hefur verið mjög mikil sala í aðgöngumiðunum, sagði hinn góðkunni vallarvörður Isleifur Þorkelsson. þegar Morgunblaðs- menn litu við hjá honum í sölutjaldi KSÍ við Utvegsbankann í gær. — Það hefur selzt meira af miðum en í forsölunni fyrir leikinn við Belgíumenn, og ég held að það sé mikill áhugi ríkjandi á leiknum. Landsleikurinn við Hollendinga hefst kl. 18.15 í dag, en forsala aðgöngumiða verður á Laugardalsvellinum frá kl. 13.00. Er fólki sem ætlar að sjá leikinn eindregið ráðlagt að notfæra sér forsöluna, þannig að ekki þurfi að koma til langra biðraða við miðasöluna I þá mund að leikurinn er að hefjast. Þannig var m.a. þegar leikið var við Belgíumennina s.l. sunnudag og misstu því margir af fyrstu mínútum leiksins. Hollenzku leikmennirnir tóku létta æfingu á Laugardalsvellinum fljótlega eftir komuna I fyrrakvöld og þá tók RAX þessa mynd af þeim. Cruyff og Neeskens nógu góðir en þeir fengu ekki farar eyfi - sagði Zwartkruis, framkvæmdastjóri hollenzka liðsins — ÞAÐ ER ekki af þvf að þeir Johan Cruyff og Jo- han Neeskens séu ekki nógu góðir, að þeir komu ekki hingað með okkur, heldur vegna þess að félag þeirra á Spáni, FC Barce- iona, vildi ekki gefa þá eft- ir, sagði framkvæmda- stjóri hollenzka landsliðs- ins, Zwartkruis, í viðtali við Morgunblaðið í gær. Zwartkruis er nýr fram- kvæmdastjóri liðsins og stjórnar liðinu í fyrsta sinn í landsleiknum f dag. Hann hefur hins vegar mjög mikla reynslu sem þjálfari, og hefur m.a. haft með þjálfun allra hol- lenzku landsliðsmannanna að gera áður, þar sem hann var yfirþjálfari hjá hol- lenzka hernum. — Þeir Cruyff og Neeskens léku með Barcelona á laugardag- inn var og þá skoraði Cruyff tvö mörk. Þeir eiga einnig leik með liðinu n.k. laugardag. Þótt þeir séu ekki með hollenzka landslið- inu að þessu sinni, er ekkert sem mælir gegn því, að þeir geti leikið með því siðar, og vel kann að vera að þeir verði kallaðir til lands- leikja fyrir Holland, ef þess er kostur vegna leikja þeirra með FC Barcelona. Zwartkruis sagði að f liði sínu nú væru sjö leikmenn sem tekið hefðu þátt í úrslitakeppni síðustu heimsmeistarakeppni, og hann hefði mikið álit á liði sínu um þessar mundir — það ætti að geta leikið góða knattspyrnu. — En við gerum okkur grein fyrir því að leikurinn I kvöld verður okkur erfiður, sagði Zwartkruis. íslenzka liðið er örugglega miklu betra nú en það var er við lékum síðast við það I Hollandi. Það sýna t.d. úrslítin í leiknum við Belglumenn á sunnu- dagskvöldið. En við stefnum að sigri í leiknum í dag — það er okkur aðalatriði, ekki hversu mörkin verða mörg. Hollenzka landsliðið æfði á Laugardalsvellinum í gærmorg- un, og áformaði að æfa þar aftur Rob Rensenbrink — af mörgum talin jafnoki Johans Cruyff á knattspyrnu- vellinum. siðdegis I gær, en um hádegisbil var ákveðið að fella þá æfingu niður. — Völlurinn er svo erfiður, að ég taldi ekki rétt að fara með leikmennina á aðra æfingu á hon- um í gær, sagði Zwartkruis. Vafa- laust verður völlurinn okkur mjög erfiður viðureignar í leikn- um i dag, en hann ætti hins vegar að vera ykkar mönnum i hag. Zwartkruis sagði, að eftir æf- inguna í gærmorgun hefðu leik- menn hollenzka liðsins fundið til þreytu f fótunum sem orsakast hefði af þvi hve völlurinn hefðu verið mjúkur, og það hefði fyrst og fremst verið þess vegna sem hann hefði ákveðið að gefa þeim frí frá annarri æfingu í gær. Sem fyrr greinir starfar Zwart- kruis sem þjálfari hjá hollenzka hernum og er það hans aðalstarf. Ekki mun enn afráðið hvort hann tekur við framkvæmdastjórn hol- lenzka landsliðsins til frambúðar, en sjálfsagt kann það að fara eftir þvi hvernig liðið kemur út undir hans stjórn í landsleiknum við ísland í dag og i leik sem liðið á við Norður-Irland í næsta mán- uði. — stjl. Ekki auðveldur leikur en við ætlum að sigra - sagði Rensenbrink frægasta stjarna Hollendinganna — VIÐ erum komnir hingað til þess að vinna leikinn, en við ger- um okkur grein fyrir þvi að það verður ekki auðvelt, sagði fræg- asta stjarna hollenzka landsliðs- ins, Rob Rensenbrink, f viðtali við Morgunblaðið I gær. — Við vitum að tslendingar eru nú betri en nokkru sinni fyrr og eiga marga góða knattspyrnumenn. Þannig þekkja flestir hollenzkir knattspyrnumenn Ásgeir Sigur- vinsson, og vita að hann er I fremstu röð i belgfsku knatt- spyrnunni. Þá höfum við heyrt að fleiri fslenzkir leikmenn séu nú orðnir atvinnumenn, og verði með á móti okkur. — En það er ekkert efamál, að hollenzka landsliðið er mun betra en það íslenzka, eða á í það minnsta að vera það, sagði Rens- enbrink — við eðlilegar aðstæður eigum við að vera 4—5 mörkum betri en Belgíumennirnir, og þeir eru betri en þið. Rensenbrink sagði að vallarað- stæðurnar kynnu að leika stórt hlutverk í leiknum í dag. — Völl- urinn ykkar er gffurlega þungur og erfiður, sagði hann, mun erfið- ari fyrir okkur en ykkur sem eruð honum vanir. Ef til vill kunna þessar aðstæður að veróa okkur fjötur um fót. Þegar Rensenbrink var að því spurður hvort hann teldi að fjar- vera Johans Cruyff og Johans Neeskens veikti hollenzka liðið mikið, svaraði hann þvi til, að hann teldi að svo væri alis ekki. Okkar lið er mjög gott um þessar mundir og inn í það hafa verið að koma ungir og mjög góðir leik- menn, sem skila stöðum sfnum með mikilli prýði. Sem lið held ég að hollenzka liðið sé sfzt verra með þessum leikmönnum en ef þeir Cruyff og Neeskens væru með. Þetta er léttleikandi lið og vinnur vel saman. Rensenbrink sagði að hollenzka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.