Morgunblaðið - 08.09.1976, Page 32

Morgunblaðið - 08.09.1976, Page 32
ALGLÝSINGASIMINN ER: 22480 ALGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHorgunblafcib MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 Kanna járnblendi- verksmiðjur erlendis FJÓRIR embættismenn fara f fyrramálið utan til þess að kanna gerð járnbiendiverksmiðja með tilliti til mengunar, sem þær hugsanlega valda. Eru það Ólafur Ólafsson, landlæknir, Páll Sig- urðsson, ráðuneytisstjóri, Hrafn V. Friðriksson, yfirlæknir heil- brigðiseftirlitsins, og Eyjólfur Sæmundsson, verkfræðingur heilbrigðiseftirlitsins. Þeir félagar munu fara utan til Skandinaviu og munu einkum skoða járnblendiverksmiðju í Noregi. Ýmislegt hefur verið unn- ið að þessum málum að undan- förnu og má sem dæmi nefna að hingað kom til landsins í fyrra sérfræðingur alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar gagngert þessara erinda — þ.e. að upplýsa um hætt- ur af rekstri járnblendiverk- smiðja. Sérfræðingurinn, sem kom í fyrra, er jafnframt for- stöðumaður vinnuverndunar- skrifstofu Noregs. Gísla saga Súrssonar kvikmynduð í Vatnsfírði SÆNSKUR kvikmyndagerðar- maður, Sverke Hállen að nafni, hyggst næsta sumar gera hér kvikmynd eftir Gfsla sögu Súrs- sonar. Myndin verður væntanlega tekin að miklu leyti f Vatnsfirði og verður f svart/hvftu. Hefur Hállen hlotið styrk til kvik- myndagerðarinnar frá Sænsku kvikmyndastofnuninni og hyggst hann nota sænska leikara f aðal- hlutverkin en fslenzka leikara f ýmis aukahlutverk eftir þvf sem næst verður komizt. Hállen var hér á ferð fyrr í sumar ásamt væntanlegum fram- leiðanda myndarinnar og fóru þá m.a. í Vatnsfjörð. Föluðust þeir þar eftir því að fá Flókalund tek- inn á leigu allan júnímánuð næsta sumar og jafnframt gerðu þeir ráðstafanir til að fá ýmsa forna Framhald á bls. 18 Ljósm. RAX. Kennsla hófst f barnaskólunum f gær. Þessi mynd var tekin f Kársnesskóla f Kópavogi, f söngtfma hjá 7 ára börnum, en þar sungu þau af hjartans list og tilheyrandi látbragði: „... þá kom Iftið héraskinn...“ 300 kennara vantar að grunnskólunum: Skólarnir geta ekki tekið til starfa vegna kennaraskorts Hvergi óhultir fyrir þjófum ÞAÐ kemur æ betur f Ijós að menn eru hvergi óhultir fyrir þjófum og hnuplurum — ekki einu sinni f aðalstöðvum rann- sóknarlögreglunnar f Reykja- vfk. Þar uppgötvaði einn rann- sóknarlögreglumaðurinn ný- lega, að veski hans hafði verið stolið úr jakka hans meðan hann brá sér smástund úr her- bergi sfnu. I veskinu voru nokkrar þús. króna. auk ým- issa persónuskilrfkja. Rann- sóknarlögreglumaðurinn hef- ur sfðan ekki séð tangur né tetur af veski sfnu, en hins vegar var þjófurinn bfræfni svo hugulsamur að senda hon- um ökuskfrteinið f pósti. MARGT bendir nú til þess að fjölmargir grunnskólar vfðs veg- ar um land geti ekki tekið til starfa á réttum tfma vegna kenn- araskorts. Að þvf er Sigurður Helgason fulltrúi f menntamála- ráðuneytinu tjáði Morgunblaðinu f gær vantar enn rösklega 300 kennara til starfa af 2350 stöðum við grunnskólana, og er þetta mun verra ástand en verið hefur undanfarin ár. Sigurður Helgason sagði, að mjög erfitt væri að fá kennara til starfa og væri ekki nema hluti af þeim kennurum, sem settir hefðu verið f haust, með kennararétt- indi. — Það hefur fylgzt að, að ekk- ert framboð er af fólki með kenn- araréttindi og einnig hefur dregið úr eftirspurn hjá fólki sem ekki er með tilskilinn réttindi. Þar sem enn vantar hátt i 20% kennara við grunnskólana eða vel yfir 300, sér maður fram á, að margir skól- ar eeta ekki hafið starf á réttum tíma vegna kennaraskortsins, I landi, Vestfjörðum og Vestur- sagði Sigurður. landi, sem kennaraskorturinn er Að sögn Sigurðar er það eink- mikill. um á Austurlandi, Norðaustur- I Þá sagði hann, að það virtust Friðrik með betra tafl gegn Najdorf Sjfi einnig bls. 14. (JRSLIT eru kunn f öllum skák- um nema tveimur úr 11. umferð Reykjavíkurskákmótsins, sem tefld var f gærkvöldi.Skák þeirra Friðriks og Najdorf fór f bið, en að sögn Jóns Þ. Þórs var skákin fjörug, og var Friðrik með frum- kvæðið lengst af. Telur Jón Friðrik hafa betri stöðu, en þó sé erf itt að spá um úrslit. Skák þeirra Inga R. >g Antoshins fór einnig f bið. Jón sagði okkur, að Ingi hefði unníð skiptamun, en leikið sfðan af sér f tfmahraki. (Jrslit annarra skáka: Westerinen — Haukur 1—0 Keene — Vikcevic 1—0 Matera — Margeir, jafntefli Björn —Gunnar 1—0 Timman — Helgi 1—0 Guðmundur — Tukmakov, jafntefli. En staðan i mótinu er óljós vegna biðskáka en efstir eru Najdorf og Timman með 7,5 vinninga og biðskák, þá Tukmakov með 7 og 2 biðskákir og Friðrik með 7 og eina biðskák. Staðan í biðskákunum úr 11. umferð Friðrik — Najdorf og Ingi — Antoshin, er birt á bls 14. einkum vera tvær ástæður fyrir þvi að fólk fengist ekki til kennslustarfa. I fyrsta lagi væru launin lág. Byrjendalaun kennara með gamla kennaraskólaprófið væru 84 þús. krónur á mánuði og þessi laun skertust um 1/12 hjá þeim skólum, sem störfuðu úti á landi I 8 mánuði í stað 9 eins og víðast er; og í öðru lagi útskrifuð- ust miklu færri kennarar frá Kennaraháskólanum en frá gamla Kennaraskólanum. Morgunblaðið hafði samband ið Hjört Þórarinsson skólastjóra að Kleppsjárnsreykjum í Borgar- firði, og spurði hann hvernig ástætt væri með kennara þar. Skólinn á Kleppjárnsreykjum er grunnskóli án 9. bekkjar. Hjörtur sagði, að við skólann væru á milli 120 og 130 nemend- ur. Samkvæmt reglugerð ættu að vera 7 kennarar á 120 nemendur, Framhald á bls. 18 Bráðabirgðalög til lausnar sjómannadeilunni: Mótmælum — lögin ótímabær — segir formaður Sjómannasambandsins Nauðsynlegt vegna ástandsins — segir formaður LÍÚ FORSETI Islands hefur að beiðni sjávarútvegsráðherra gefið út bráðabirgðalög er ákveða kaup og kjör sjómanna um land allt á tímabilinu frá 16. febrúar sl. til 15. maf n.k. og auk þess kjör sjómanna á togurum yfir 500 brl. til 1. janúar n.k. Rökstuðningur fyrir útgáfu þessara laga er sá samkvæmt lögunum, að langvar- andi óvissa hafi skapazt í kjara- máluni sjómanna, þar sem ein- stök félög og landssambönd hafi feilt samninga, sem samninga- nefndir sjómanna hafi undirritað eða skuldbundið sig til að undir- rita, og einnig séu dæmi þess, að sjómannafélög hafi ekki átt aðild að samninganefndum, sem unnu að gerð þessara samninga. Nokkur félög hafi samþykkt sam- ningana, en sum þeirra, sem felldu þá hafi staðið í málaferlum út af gildi þeirra. Segir í greinargerð iaganna, að til þess að eyða þessari óvissu og samræma kjör sjómanna beri brýna nauðsyn til að lögbinda þessa samninga, þannig að þeir ákveði kaup og kjör sjómanna um land allt, enda séu samningar þessir gerðir i beinu framhaldi þeirra breytinga, sem gerðar voru á sjóðakerfi sjávarútvegsins með lögum nr. 4 frá 12. febrúar sl. um Stofnfjarsjóð fiskiskipa og nr. 15 frá sama tíma um útfluntings- gjald af sjávarafurðum, en með sjóðakerfisbreytingunni hafi verið gert ráð fyrir, að samningar af þessu tagi yrðu gerðir. Sjómannasamtökin i heild munu væntanlega mótmæla út- gáfu þessara bráðabirgðalaga, að því er Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands íslands, tjáði Morgunblaðinu í gær. Hann kvaðst þá ekki hafa fengið lögin i hendur en hafa frétt af efni þess kvöldið áður, eftir að hafa setið á fundi með fulltrúum Sjómanna- sambandsins og Farmanna- og fiskimannasambandsins, þar sem viðhorfin i þessum samningum voru einmitt á dagskrá. Kvað Jón ætlunina hafa verið þá að sjómannasamtökin reyndu að Framhald á bls. 18 Krafla: Skjálfta- tíðnin vex JARÐFRÆÐILEG þróun á Kröflusvæðinu er enn óbreytt og fer tiðni jarðskjálfta heldur vaxandi, eins og verið hefur hingað til. Nú mælast að með- altali um 76 jarðskjálftar við Kröflu á sólarhring. Fjöldinn kemst suma daganaallt upp í 90 skjálfta á soiarhring, en fer einnig niður f 50 skjálfta aðra daga. Jafnframt þvf sem jarð- skjálftatfðnin hefur aukizt hefur styrkleiki stærstu kipp- anna einnig vaxið, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlis- fræðings hjá Raunvfsinda- stofnuninni. Boranir við Kröflu ganga vel. Er Jötunn nú kominn nið- ur I um 800 metra I fóðringu, en gufuborinn er kominn í um 420 metra. Ehgar breytingar hafa orðið á eldri holunum, sem boraðar hafa verið, sam- kvæmt því sem Morgunblað- inu var tjáð í Kröflu i gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.