Morgunblaðið - 18.09.1976, Síða 1
32 SIÐUR OG LESBOK
116. tbl. 63. árg.
LAUGARDAGUR, 18. SEPTEMBER 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Simamynd AF
KISSINGAR OG VORSTER. John Vorster forsætisráðherra og eiginkona hans Tiennie ásamt Henry
Kissinger í garði opinbera forsætisráðherrabústaðarins i Pretoriu. Þeir hófu viðræður skömmu eftir að
myndin var tekin í gær.
50 mílna krafa
Breta ítrekuð
Brussel, 17. september
— Reuter.
Háttsettur brezkur stjórnmála-
maður ftrekaði í dag kröfu breta
um 50 sjómflna einkafiskveiðilög-
sögu, að sögn breskra heimilda f
dag. Samkvæmt þeim hvatti John
Tomlinson aðstoðarutanrfkisráð-
herra Efnahagsbandalag Evrópu
til að taka tillit til hagsmuna
breta þegar það tekur ákvörðun
um stefnu sfna f fiskveiðimálum f
næstu viku.
Bretland, sem fær 12 mflna
einkslögsögu, við strendur sínar
Framhald á bls. 18
Hafréttarráðstefnan:
„Hagstæð
niðurstaða”
FUNDI hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk I dag án
þess að nokkur niðurstaða fengist á honum. Hefur verið ákveðið
að ráðstefnan komi aftur saman næsta vor f New York. Af þessu
tilefni hafði Morgunblaðið samband við tvo af fulltrúum tslands
á ráðstefnunni, þá Hans G. Andersen sendiherra og Eyjólf
Konráð Jónsson alþingismann og leitaði álits þeirra á fundinum
og árangri hans.
Hans sagði að á þessum fundi
hefði athyglin beinst að því að
reyna að ná samkomulagi um
þá málaflokka, sem valda mest-
um ágreiningi, og að talsverður
árangur hefði náðst.
„Aðalágreiningsefnið er enn
um fyrirkomulag á alþjóða
hafsbotnssvæðinu og má segja
að heildarsamkomulag strandi
á því atriði," sagði hann. „Aðal-
atriði fyrir islenzku sendi-
nefndina er að ákvæðin um
Framhald á bls. 15
Þjóðarsorg
í Kína lýkur
með viðhöfn
Sjá einnig frétt á bls. 15.
□ -----------------------□
Peking, 17. september —
Reuter.
DAGURINN f dag var sfðasti
dagur Mao Tse-tungs á viðhafn-
arbörum i Höll þjóðarinnar f
Peking, en um 350.000 landar
hans hafa gengið framhjá Ifk-
inu. Á laugardag er búist við að
Framhald á bls. 18
Eyjólfur K. Jónsson.
Hans G. Andersen.
Helsingfors, 17. september — Reuter.
UHRO Kekkonen, forseti Finnlands,
féllst f kvöld á lausnarbeiöni Martti
Kiettunens forsætisráðherra. Sagði
hann að viðræður við flokksleiðtoga
mundu hefjast á þriðjudag til að
reyna að leysa hnútinn, sem leiddi til
afsagnar stjðrnarinnar.
Kekkonen fékk Miettunen til að
mynda stjórn fyrir átta mánuðum
sfðan, en sá síðarnefndi hafði þá
dregið sig til baka úr stjórnmál-
um. Þegar hann myndaði stjórn
sína hafði landinu verið stýrt í
sex mánuði af embættismanna-
stjórn.
Astæðan fyrir afsögn stjórnar-
innar er að stjórnmálaflokkarnir
fimm, sem eiga aðild að henni
hafa ekki getað komið sér saman
um fjárlög. Þessir flokkar eru
Jafnaðarmannaflokkurinn,
kommúnistar, Miðflokkurinn,
Sænski þjóðarflokkurinn og
Frjálslyndi flokkurinn.
Miettunen sagði áður af sér f
maí vegna ósamkomulags f ríkis-
Sænsku kosningarnar:
Sjónvarps-
umræður ráða
úrslitum
Stokkhólmi 17. september —
Reuter.
SVlAR ganga tíl þingkosninga á
sunnudag og er búist við að það
muni velta á örfáum atkvæðum
hvort stjórn jafnaðarmanna und-
ir forsæti Olofs Palme hefdur
velli eða hvort stjórn þriggja
borgaraflokka tekur við. Sam-
kvæmt skoðanakönnun, sem birt
var f gær er aðeins um hálfs
hundraðshluta munur á fylgi
jafnaðarmanna og óopinberra
bandamanna þeirra kommúnista
og borgaraflokkanna. Styðja
48.9% sósfalisku flokkana en
48.4% hina borgaralegu.
Orslit kosninganna geta oltið á
kappræðufundi flokksleiðtog-
anna f sjónvarpi f kvöld, þar sem
aðalumræðuefnið verður væntan-
lega kjarnorkumálastefna lands-
ins. Er álitið að fundurinn muni
hafa endanleg áhrif á óákveðna
Framhald á bls. 18
stjórninni um skattamál, en
Kekkonen fékk hann þá til að
halda áfram,
Helstu ágreiningsefnin núna
voru krafa kommúnista um meiri
fjárveitingar til byggingar-
iðnaðarins, þar sem þeir hafa
mikil áhrif og krafa jafnaðar-
manna um að þak yrði sett á fjár-
veitingar til landbúnaðar, en á
það getur miðflokkurinn ekki
sæst.
Aukaskatt-
ar vegna
skjálftanna
Udine 17. september
Reuter.
ITALSKA stjórnin fyrirskipaði i
dag aukaskattlagningu á knatt-
spyrnugetraunaseðla og bifreiða-
eigendur, til að afla 163 milljarða
Ifra (38 milljarða f kr.) til hjálp-
ar fórnarlömbum jarðskjálftanna
f Friuli-héraði á Norður-ltalfu.
Ákvörðun um þetta var tekin á
aukafundi rfkisstjórnarinnar f
morgun, en áður hafði Giulio
Andreotti forsætisráðherra hitt
sendinefnd þingmanna, sem ný-
Framhald á bls. 18
Pretoriu, 17. september
Reuter.
# ÞEGAR utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Henry Kissinger,
kom til Suður-Afrfku f kvöld var
spennan á milli svartra og hvftra
fbúa landsins í hámarki frá því að
kynþáttaóeirðir byrjuðu i landinu
fyrir 3 mánuðum siðan. Blóðugar
mótmælaaðgerðir gegn kynþátta-
aðskilnaðarstefnu Suður-
Afríkustjórnar fóru fram í borg-
arhverfinu Soweto við Jóhannes-
arborg og í hverfum svartra og
kynblendinga í Höfðaborg.
Að minnsta kosti 16 voru skotn-
ir til ólífis og meir en 50 særðust
þegar vopnuð lögregla bældi nið-
ur óeirðir og reyndi að koma í veg
fyrir þjófnaði og eyðileggingar.
Hafa nú meir en 300 manns verið
drepnir síðan i júni.
Brennuvargar létu að sér kveða
i hverfum hvitra í Jóhannesar-
borg og kveiktu f byggingu dag-
blaðs og skrifstofubyggingum há-
skóla og fyrirtækja. Slökkviliðs-
bflar fóru með hávaða um mið-
borgina og hræðsla var á andlit-
um hvitra, sem ekki höfðu áður
komist í beina snertingu við árás-
ir svartra á þjóðfélag þeirra.
Að sögn lögreglunnar sungu
andæfendur f Soweto mótmæla-
söngva og báru spjöld þar sem
heimsókn Kissingers var for-
dæmd. Kissinger mun eiga þýð-
ingarmiklar viðræður yfir helg-
ina við John Vorster, forsætisráð-
herra Suður-Afríku um framtfðar
stjórnmálahlutverk hvíta minni-
hlutans í landinu. Bandarfskir
embættismenn segja að Kissinger
Framhald á bls. 18
Kekkonen féllst á
afsögn stjórnar
Spenna milli hvítra og svartra
í hámarki við komu Kíssingers