Morgunblaðið - 18.09.1976, Side 12

Morgunblaðið - 18.09.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18, SEPTEMBER 1976 „Hann vildi aldrei láta kalla sig Ijósmyndara" „FÁTT fór meira i taugarnar á honum en Ijósmynd- arar á ferðalagi, því þeir töfðu svo fyrir." Sist skyldi maður ætla að þessi orð væru höfð um Gunnar Hannesson, Ijósmyndara, sem hefur verið manna ötulastur við að ferðast um byggðir og óbyggðir og festa á filmu fegurð íslenzkrar náttúru, sem svo mjög heillaði hann. Sannleikurinn er nú samt sá, að þannig fórust Gunnari Gunnarssyni orð um föður sinn, Gunnar Hannesson, í viðtali, sem Morgunblaðið átti við hann. Þó skal tekið fram að þetta var áður en Gunnar smitaðist sjálfur af Ijósmyndabakteríunni. Með viðtalinu birtum við nokkrar af Ijósmyndum Gunnars. Gunnar Hannesson fæddist í Reykja- vík og bjó þar alla tið, þar til hann lézt í júní á þessu ári, 61 árs að aldri Hann var kvæntur Margréti Kristjánsdóttur frá Vestmannaeyjum og áttu þau 3 börn, Gunnar, Hannesog Kristrúnu Listræn túlkun Gunnars á íslenzkri náttúru í Ijósmyndum hans hefur fyrir löngu borið hróður hans, ekki aðeins um landið, heldur einnig yfir fjöll og höf Eftir hann liggur úrval stórkost- legra litmynda, svo margar að enginn hefur enn lagt i að koma tölu á þær Það er því næsta ótrúlegt til þess að vita að það var ekki fyrr en árið 1 964, þegar Gunnar var 49 ára, að hann eignaðist fyrstu Ijósmyndavélina, en það var Canonette „Já, ég held að sú vél hafi eiginlega verið plötuð inn á hann," sagði Gunn- ar. Hann taldi það alltaf vera frænda sinum að kenna, eða þakka, að hann keypti fyrstu myndavélina. Einhver náungi af götunni kom inn til Marteins Einarssonar, þar sem Gunnar faðir minn vann, og vitdi selja myndavél Frændinn hvatti hann til kaupanna, sem siðan voru gerð En þetta var upphafið að þessum geysilega áhuga á Ijósmyndun, sem oft var svo mikill að okkur þótti alveg nóg um Hann hafði alltaf haft mikinn áhuga á að ferðast um landið og Ijósmynda- dellan breytti engu þar um, nema nú varð myndavélin óaðskiljanlegur föru- nautur hans i þessum ferðum Hann gerði lika mikið af því að fljúga yfir landið og taka loftmyndir Þetta var nú mest á miðhálendinu og suð-vestur horninu, en annars á hann myndir viðast hvar að af landinu, sennilega þó minnst frá Austfjörðum Hann hafði orðið mjög aukínn áhuga á loftmynd- um af landinu, en tækifærin voru hon- um ekki i hag Eina góða sögu hef ég heyrt um flug hans yfir landið, og hún er sú, að hann flaug mjög oft án hliðarglugga i vél- inni Af þessum ástæðum gat hann verið næstum hálfur út úr vélinni, og mér er sagt að kunnugir hafi talið að hann hefði aðeins þurft að greiða hálft gjald fyrir ferðina, fyrst hann var ekki nema hálfur inni i henni. Sjálfur ferðaðist ég ekki mjög mikið með honum, en það var einkanlega einn maður, sem hann ferðaðist mest með í fyrstunni Það var Pétur Þorleifs- son og var þá farið á jeppa og flengzt um fjöll og firnindi Hann hafði alveg ódrepandi áhuga á jeppum og ef hann frétti af nýjum jeppa á markaðinum, var hann ekki i rónni fyrr en hann var búinn að tala við alla kunningjana og segja þeim frá því Frá því myndavélin kom til sögunnar átti hann líka alltaf jeppa, enda nauðsynlegt I óbyggða- ferðum Hann ferðaðist lika mikið með Gisla Eirikssyni og fór i fjölmargar hópferðir með Guðmundi Jónassyni. Hann var einnig i Lionsklúbbnum Frey, og þar voru margir ferðamenn, sem tóku sig gjarnan saman í smáhópa og fóru í ferðir ' — En þið krakkarnir og móðir þín. Ferðuðust þið ekki mikið með honum? „Móðir min fór oft með honum Hún var farin að læra af reynslunni og hafði alltaf með sér mikið lesefni, þvi hann gat átt það tíl að stökkva allt í einu út úr bílnum með allar græjurnar og var horfinn eftir andartak bak við næstu hæð eða hvarf Það var aldrei hægt að vita hvenær hann kæmi aftur, kannski eftir 10 mínútur, kannski eftir marga klukkutima " „Hann gat verið mjög óvarkár og mér liggur við að segja glanni i þess- um ferðum sínum Ég man eftir þvi, að einu sinni var hann á ferð um Vatna- jökul ásamt fleiri mönnum Þeir voru einir 5 eða 6, sem voru að fara i böndum yfir sprungu og hann var síðastur. Þegar þeir voru komnir yfir kallaði hann allt í einu: „Bíðið aðeins," og þar með var hann búinn að losa sig úr bandinu og þotinn einn aftur yfir sprunguna á hengju, en hinir horfðu orðlausir á eftir honum, án þess að geta nokkuð aðhafzt En þá hafði hann séð eitthvað og þá bar áhuginn gætn- ina ofurliði Hann gat lika verið alveg einstaklega þolinmóður, beðið timunum saman eftir einhverri ákveðinni birtu, sem hann vildi fá Annars er ekki hægt að segja að hann hafi verið þolinmóður maður. En ef það var mynd — þá gat hann beðið " — Eins og flestir vita tók faðír þinn syo tíl eingöngu landslagsmyndir. En tók hann ekki eínnig margar myndir af fjölskyldunni? „Stundum tók hann fjölskyldumynd- ir, jú, en hann sýndi þærsjaldan. Hann hafði meiri áhuga á að sýna okkur myndir af fjalli eða mótívi og sjá mis- muninn á þeim eftir þvi hvernig birtan féll og á hvaða Ijósopi myndirnar voru teknar Það var hlutur, sem hann vildi að við skoðuðum Það er lika furðulegt að þó hann hefði þennan mikla áhuga á landinu, fór hann ekki til útlanda nema af nauð- syn — og aldrei til að mynda " — Hvert var upphafið að þvi að myndir hans komu fyrir almennings- sjónir, i blöðum, timaritum og viðar? „Fyrstu myndirnar hans birtust i timaritinu lceland Review, sem þá var í eigu Haralds J Hamars og Heimis Hannessonar. Það timarit fer út um allan heim, eins og menn vita, og upp úr þvi fóru að koma fyrirspurnir erlend- is frá og óskir um að fá myndir. Ég held einmitt að það hafi verið i gegn- um þetta timarit, sem hann fékk sín sambönd erlendis Eftir þetta átti hann altaf ákaflega ánægjulegt samstarf við Harald J. Hamar og m a gáfu þeir út bækurnar „Vatnajökul" og „Reykjavik", sem eingöngu voru með myndum föð- ur mins, en einmitt þessir tveir staðir voru honum einna hjartfólgnastir. Þá hefur mikið af myndum hans birzt á almanökum Eimskipafélagsins, Kassagerðarinnar og i fjölmörgum blöðum og tímaritum, sem ég kann ekki að nefna — Svo hefur hann haldið nokkrar sýningar á Ijósmyndum sínum? „Já, honum var boðin þátttaka í sýningunni Ljós '73 á Kjarvalsstöðum og einnig sýndi hann litskyggnur á sýningunni jsland — islendingar, sem haldin var á Kjarvalsstöðum i tengslum við þjóðhátíðina '74 " — Já, og ekki má gleyma sýning- unni í Nikkon House i New York á siðastliðnum vetri „Já, hann fór til New York í sept- ember og fékk þá viðtal við forstjóra Nikkon-hússins, sem í sjálfu sér er ekki svo mikil viðurkenning En það, að honum var boðið að sýna þar eftir mjög stuttan tima, 2—3 mánuðí, er mikil viðurkenning, þvi þangað er ein- ungis boðið þekktum og viðurkennd- um Ijósmyndurum og sumir þurfa að biða i marga mánuði og jafnvel ár eftir aðfá að sýna myndir sínar Flugleiðir stuðluðu mjög að þessum tveim ferðum, og við opnunina var á jaeirra vegum boðið mjög mörgum að- ilum ferðamála og blaðamönnum þar i borg. Þarná, eins og annars staðar, átti hann hauk i horni, Hrefnu Hannesdótt- ur, starfsmann hjá Flugleiðum í New York Hún veitti honum ómetanlega aðstoð við undirbúning og uppsetn- ingu sýningarinnar " „Hins vegar vildi hann aldrei láta kalla sig Ijósmyndara og leiðrétti það ef jaað var gert. Ég veit ekki af hverju. Hann var náttúrulega ekki lærður og hafði ekki leyfi til þess, en ég held að það hafi bara verið vegna þess, að hann vildi það ekki. Hann leit fyrst og fremst á sig sem áhugamann, og þetta var hans tómstundagaman og t.d. vildi hann ekki taka myndir eftir pöntun þó um vini og kunningja væri að ræða " — Margir hafa sagt mér frá hinum geysilega fallega garði á Miklubraut- ínní og sérstaklega hversu mikinn áhuga hann hafði á rósarækt?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.