Morgunblaðið - 18.09.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976
15
— Ávísanamálið
Framhald af bls. 32
stundum komið fyrir að þeir hafi
farið fram úr þeirri yfirdráttar-
heimild, sem jafnaðarlega var
umsamin og hafi þeir þá samið
munnlega við bankann um þenn-
an yfiryfirdrátt. Hafi bankinn á
móti fengið tryggingar í formi
fasteignaveða, tryggingavíxla,
skuldabréfa og vöruvixla, sem
bankinn hafi geymt. Mennirnir
sögðu, að bankarnir hefðu tekið
af þeim 2% i refsivexti á mánuði
en þeir á móti fengið fé í veltuna.
Sagði einn mannanna, að hann
hefði eitt ár greitt samtals 400
þúsund f refsivexti vegna yfir-
dráttar á reikningnum.
0 Fyrirspurnir hafa ekki verið
sendar til bankanna um þessi sfð-
asttöldu atriði, en það verður
gert. Menn þeir, sem um ræðir,
segjast hafa lánað hver öðrum
stundum stórar upphæðir endur-
gjaldslaust f formi ávíspnar. Avís-
unin hafi verið greidd sfðar,
stundum með annarri ávfsun.
Lánin voru notuð til að laga stöðu
bankareikninga, sem stóðu illa, til
að borga toll, söluskatt og ýmis-
legt fleira. Athugun á viðskipta-
reikningum viðkomandi manna
hafa sýnt, að margir þeirra hafa
verið með yfirdrátt langtímum
saman. Einn aðili viðurkenndi t.d.
að hafa verið með hæst 6 milljón
króna yfirdrátt og sagði að það
hefði verið með munnlegu sam-
þykki viðkomandi banka. Það hef-
ur komið fyrir að mennirnir
skiptust á ávísunum, en þá hafi
alltaf önnur verið heimil en með
hina hafi átt að fara f banka sfðar.
• Umræddir menn hafa sagt, að
tékkarnir sem á fyrrgreindan hátt
fóru milli á rannsóknartímabilinu
hafi vel getað verið mjög margar
og þegar þær séu lagðar saman
numið tugum milljóna króna.
Hins vegar hafi hæstu lánaupp-
hæðir verið ein milljón. Skammur
tími gat liðið milli láns og
greiðsiu, t.d. einn eða tveir dagar
eða jafnvel að þetta gerðist sam-
dægurs.
0 Grunur leikur á því að notaðir
hafi verið fleiri reikningar en
könnun Seðlabankans náði til og
verður það sérstaklega kannað.
Eins og fram kom á fyrri fundi
setudómarans með fréttamönn-
um, kvaðst hann þá vita um 2
reikninga sem enn væru opnir, og
aðspurður í gær kvaðst hann ekki
vita um það hvort búið væri að
loka þessum reikningum.
% Menn þeir, sem um ræðir,
stunda eða hafa stundað einhvers
konar viðskipti. Við þessa
ávísanaiðju hafa þeir f sumum
tilfellum notið hjálpar annarra,
sem skrifað hafa upp á ávísanir,
oft heilu heftin, en mennirnir
hafa sfðan útfyllt þær. í öllum
tilfeílunum nema einu er um að
ræða eiginkonur viðkomandi
manna. I einu tilfelli er um að
ræða starfsmann fyrirtækis, sem
einn mannanna rekur.
0 Ljóst er að sumir þeirra, sem
stórtækastir hafa verið við
ávísanaútgáfuna á rannsóknar-
tímabilinu, hafa eitthvað borið sig
saman og ráðgast við lögmenn áð-
ur en þeir komu í réttinn, enda
málið lengi á döfinni og kunnings-
skapur verið með þessum mönn-
um flestum, eins og að framan
greindi.
• Engin nöfn voru birt á fundin-
um f gær. Hrafn Bragason sagði
að enn ætti eftir að yfirheyra
nokkra menn vegna málsins.
Framburður vitna er tekinn upp á
segulband og ritaður upp jafnóð-
um af starfsmönnum við borgar-
dóm. Hrafn Bragason sagði að
þegar yfirheyrslum væri lokið og
hann hefði fengið yfirsýn yfir
málið og metið þátt hvers og eins í
því, sæi hann enga ástæðu til að
halda upplýsingum leyndum, þar
á meðal nöfnum. Það yrði sfðan að
verða ákvörðun fjölmiðla hvort
þeir birtu nöfn eða ekki.
— Portúgal
Framhald af bls. 32
um löndum. Sagði Tómas, að
hann gæti ekki skýrt frá neinu
slíku fyrr en stjórn S.l.F. væri
búin að koma saman til fundar,
nema hvað allt hefði verið mjög
jákvsett f þessum löndum.
— Hafréttar-
ráðstefnan
Framhald af bls. 1
réttindi strandríkja til efna-
hagslögsögu standa óhögguð og
eftir þær eldraunir, sem þau
ákvæði hafa gengið í gegnum
virðist að engar breytingar
verði á þeim okkur f óhag.
Athyglin beinist nú aðalega
að þvf að ná samkomulagi um
alþjóða hafsbotnssvæðið og sér-
stök áhersla verður lögð á það á
næsta fundi og við getum út af
fyrir sig ekkert haft út á það að
setja.“
Eyjólfur Konráð sagði að við
Islendingar gætum vel unað við
niðurstöður þessa fundar haf-
réttarráðstefnunnar. Sfðan
sagði hann:
„Störf hans eru að vísu ekki
merkileg en allt það sem okkur
varðar mestu, stendur óhaggað
i öllum þeim textum sem til
umræðu verða á næsta fundi,
sem halda á í New York á vori
komanda. Nú grípa mörg
strandríki til einhliða útfærslu
í 200 mflur. Þannig skapast
ótvfræður þjóðarréttur hvað
sem öllum orðaflaumi líður og
afturhalds sjónarmiðin verða
að víkja, hvort heldur um er að
ræða 12 mílur, 50 mflur eða
einhverja aðra vitleysu.
Þessi fundur Hafréttarráð-
stefnunnar hefur verið með allt
öðrum blæ en sá sem haldinn
var síðastliðinn vetur. Raunar
lá f loftinu allan tímann að lítill
sem enginn árangur mundi
nást. Hlutverk okkar islenzku
fulltrúanna hefur þvi nánast
verið það eitt að gæta þess að
ekki yrði hróflað við þeim
ákvæðum um yfirráð strand-
rfkja yfir 200 mflna efnahags-
lögsögu, sem eru inni í textan-
um frá í vor. Niðurstaðan varð
lfka sú að sá texti stendur
óbreyttur og formenn nefnd-
anna fluttu aðeins innihalds-
lausar ræður um störf þeirra
nú í dag og tóku fram það, sem
þeir segðu, væri óbindandi fyr-
ir alla.
I svo nefndum klúbbi 21 þar
sem eru fulltrúar 10 strand-
rfkja, 10 landluktra og land-
fræðilegra afskiptra ríkja, auk
formannsins, var mikið starfað.
Þar kom fram tillaga um nokk-
ur fiskveiðiréttindi handa land-
luktum, en þó var sérákvæði
um að þau réttindi bitnuðu
ekki á ríkjum, sem um of væru
háð fiskveiðum og vissu allir að
þar væri átt við ísland, enda er
greinin alltaf kölluð fslenzka
greinin.
Þessar tillögur voru svipaðar
þeim, sem Jens Evensen, haf-
réttarráðherra Norðmanna,
lagði fram til samkomulags í
vor. Strandrfkjahópurinn sam-
þykkti að mótmæla þvf að þær
fengju nokkurn „status“ held-
ur yrðu þær einungis til um-
ræðu á næsta fundi eins og
fjöldi annarra hugmynda og sú
varð niðurstaðan.
Mér skilst að menn geri sér
talsverðar vonir um árangur af
fundinum á næsta ári, því meg-
ináhersla verður þá lögð á að ná
samkomulagi um hagnýtingu
auðæfa hafsbotnsins utan 200
mílna, sem allt hefur strandað
á fram að þessu. Engu er þó
hægt að spá um framvinduna.
Aðalatriðið fyrir okkur er þó
það, að 200 mflna efnahagslög-
saga er stöðugt að styrkjast. Við
óttuðumst nokkuð að til at-
kvæðagreiðslu yrði gengið.
Hefði þá verið hugsanlegt að
auðlindalögsöguhugtakiö hefði
verið þynnt út eða einhver
óskapnaður orðið úr öllu sam-
an. En sú hætta fer að sjálf-
sögðu minnkandi eftir því sem
tíminn lfður.
Má því segja, að h'agstæð nið-
urstaða hafi orðið af hallæris-
legum hafréttarfundi."
Kínverskir borgarar votta Mao Tse-tung virðingu sfna á Torgi hins himneska
friðar í Peking.
Maos minnzt í Kína
með 3 míútna þögn
Kfnverska þjóðin kveður í dag
hinzta sinn leiðtoga sinn Mao Tse-tung
og minnist hans með þriggja mfnútna
þögn.
Hans verður minnzt kl.3 f dag að
Peking-tíma á Torgi hins himneska
friðar með útifundi sem verður út-
varpað og sjónvarpað að sögn kín-
ÖII bæjar og sveitarfélög hafa
fengið boð um að efna til fund-
ar fulltrúa verkamanna,
bænda, hermanna og annarra
aðila kl.3 til að gera þeim kleift
að fylgjast með útsendingunni
frá Torgi hins himneska friðar
og hlýða á minningarræður
helztu leiðtoga flokks, rikis og
hers á hverjum stað.
Flaggað hefur verið í hálfa
stöng um allt Kína og við skrif-
stofur Kínverja erlendis siðan
9.september. Siðan hefur einn-
ig farið fram minningarathöfn
daglega í Alþýðuhöllinni í Pek-
ing, svo og í öllum félagasam-
versku fréttastofunnar Hsinhua.
Öll félagasamtök, herdeildir, verk-
smiðjur, námur, fyrirtæki, verzlanir,
alþýðukommúnur, skólar, hverfasam-
tök og önnur félög hafa fengið boð um
að gera alþýðu manna kleift aðfylgjast
með athöfninni í útvarpi og sjónvarpi
og láta f Ijós samúð sína.
tökum og öðrum félögum að
sögn Hsinhua.
Á slaginu 3 i dag að Peking-
tima á fólk úr öllum samtökum,
herdeildum, verksmiðjum,
námum, fyrirtækjum, verzlun-
um, alþýðukommúnum og allir
sem eru á ferli utandyra að
undanteknum þeim sem ekki
geta gert hlé á störfum sínum
að nema staðar og minnast
Maos með þriggja mínútna
þögn segir í frétt kinversku
fréttastofunnar. Jafnframt á
alls staðar að gefa hljóðmerki
þar sem því verður við komið
eins og i járnbrautarlestum.
skipum, herskipum og verk-
smiðjum í þrjár mínútur i
virðingarskyni.
Kínverskum sendiráðum og
ræðismannsskrifstofum hefur
verið falið að skila þakklæti til
ríkisstjórna, bræðraflokka og
vinveittra manna í öðrum lönd-
um og skýra þeim frá þeirri
ákvörðun miðstjórnar kín-
verska kommúnistaflokksins og
rikisstjórnarinnar að bjóða eng-
um erlendum fulltrúum til
minningarathafnarinnar í Kina
samkvæmt opinberri til-
kynningu sem Hsinhua birti.
Danir reyna að
kaupa Bukovsky
DANSKIR aðilar sem standa f
tengslum við Sakharov-nefndina
ætla að reyna að fá sovézka rithöf-
undinn Vladimir Bukovsky
keyptan úr haldi að sögn danska
blaðsins Berlingske Tidende. Bu-
kovsky afplánar sjö ára fangelsis-
Bukovsky
dóm f Vladimir-fangelsinu um
150 km frá Moskvu.
Enn er ekki vitað hvar viðskipt-
in fara fram og hvað sovézk yfir-
völd vilja fá greitt fyrir að sleppa
Bukovsky og útvega honum og
Ninu móður hans vegabréfsáritun
að sögn blaðsins.
Austur-Þjóðverjar hafa sleppt
mörg hundruð pólitfskum föngum
á liðnum árum fyrir álitlegar pen-
ingaupphæðir frá Vestur-
Þýzkalandi. Sá sem staðið hefur
fyrir þessum viðskiptum er dular-
fullur austur-þýzkur lögfræðing-
ur, dr. Wolfgang Vogel. DÖnsku
aðilarnir sem ætla að reyna að fá
Bukovsky leystan úr haldi hafa
staðið í sambandi við dr. Vogel.
Vladimir Bukovsky var dæmd-
ur í sjö ára fangelsi fyrir fimm
árum gefið að sök að hafa sent
upplýsingar til Vesturlanda um
meðferð pólitískra fanga í sovézk-
um geðsjúkrahúsum. Núna líkist
hann helzt fanga úr útrýmingar-
búðum nasista f Auschwitz.
Nina móðir hans heimsótti
hann nýlega i fangelsið í fyrsta
skipti I átta mánuði og daginn
sem hún kom var hann sóttur úr
köldum einangrunarklefa. Brezki
kaupsýslumaðurinn Greville
Wynne sem var hafður í haldi f
Vladimir-fangelsi ákærður fyrir
njósnir hefur staðfest óhugnan-
legar lýsingar frú Bukovskys á
einangrunarklefanum þar sem
hitinn fer oft niður fyrir frost-
mark. Auk þess þjáist Bukovsky
af nýrnasjúkdómi.
„Útlit sonar míns skelfdi mig.
Hann var svo magur að hann lfkt-
ist ekki mennskum manni. En
hann hefur ekki látið bugast og
það dró úr sársaukanum sem það
olli mér að sjá hann i þessu
ástandi," sagði frú Bukovsky.
„Sonur minn var sendur i ein-
angrunarklefa upp á vatn og
brauð í óákveðinn tfma. Einn
fangavarðanna, maður að ttafni
Dynikov, segir að honum hafi vor-
ið refsað fyrir tilraun til að
smygla til mfn bréfi," sagði frú
Bukovsky. Honum hafði þá verið
meinað að skrifa móður sinni i
nfu mánuði.