Morgunblaðið - 18.09.1976, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, slmi 10100
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Moskvuþjónarnir í
Alþýðubandalaginu
Ipersónulegu samtali við
heimsþekktan blaðamann
fyrir nokkrum vikum lét Berl-
inguer, leiðtogi ítalska
kommúnistaflokksins, þá skoð-
un í Ijós, að hætta gæti verið á
því, að Sovétríkin gerðu tilraun
til þess að ná tangarhaldi á
Júgóslavíu með skyndiaðgerð-
um, þegarTitos, núverandi for-
seta, nyti ekki lengur við. í
slíku tilviki taldi hínn ítalski
kommúnistaforingi, að um
gæti verið að ræða ógnun við
sjálfstæði og öryggi Ítalíu.
Hann var bersýnilega þeirrar
skoðunar, að slík návist Sovét-
ríkjanna við Ítalíu fæli i sér
ógnun við sjálfstæði landsins
Þetta var ein af þeim skýring-
um, sem Berlinguer gaf á því,
að hann vildi, að Ítalía yrði
áfram í Atlantshafsbandalaginu
og að kommúnistaflokkurinn á
Ítalíu mundi ekki krefjast úr-
sagnar úr þessu varnarbanda-
lagi frjálsra þjóða, ef flokkurinn
kæmist í stjórn.
Að sjálfsögðu er hér um að
ræða gerbreytingu á hefðbund-
inni afstöðu kommúnista til
Atlantshafsbandalagsins. En
þessi stefna ítalskra kommún-
ista hefur þegar haft áhrif á
skoðanabræður þeirra I öðrum
löndum og ekki er ólíklegt, að
algert endurmat á afstöðunni
til Atlantshafsbandalagsins
muni eiga sér stað hjá
kommúnistaflokkum i V-
Evrópu á næstu mánuðum og
misserum.
Þessi afstaða ítalskra
kommúnista er í sjálfu sér í
samræmi við þá stefnu, sem
kínverskir kommúnistar hafa
markað til Atlantshafsbanda-
lagsins. Eins og kunnugt er
telja kínverskir kommúnistar,
að heimsfriðnum stafi umtals-
verð hætta af heimsvalda-
stefnu Sovétríkjanna. Þeir líta
ekki svo á, að Sovétríkin séu að
útbreiða sósíalisma eða
kommúnista heldur fyrst og
fremst að reka gamaldags
heimsvaldastefnu, sem hafi
verið rótgróin þar um aldir og
að þjóðum um allan heim stafi
hætta af þessari heimsvalda-
stefnu. Þannig hafa kommún-
istar í Kina eindregið hvatt til
þess, að Atlantshafsbandalagið
verði eflt. Og kommúnistar í
Kína hafa einnig hvatt okkur
íslendinga til þess að halda
áfram aðild okkar að Atlants-
hafsbandalaginu og varnar-
samstarfinu víð Bandaríkin og
varað við þeirri hættu, sem
öryggi íslands og nálægra
landa stafi af hinni gífurlegu
flotauppbyggingu Sovétrikj-
anna á Kolaskaga og N-
Atlantshafi
ísland á að visu ekki landa-
mæri að Sovétríkjunum eða
leppríki þeirra eins og Ítalía
mundi eiga, ef Sovétmenn
legðu undir sig Júgóslavíu. En
návist sovézka flotans á N-
Atlantshafi skapar sams konar
hættu fyrir sjálfstæði íslands og
öryggi eins og sovézk návist í
Júgóslavíu mundi gera gagn-
vart Ítalíu. Vissulega hafa
menn gert sér vonir um, að
Alþýðubandalagið hér mundi
einnig taka upp til endurmats
stefnu sína gagnvart Atlants-
hafsbandalaginu, alveg eins og
kommúnistar á Ítalíu, í Kína og
víðar hafa gert. Það mundi
skapa breiðari grundvöll fyrir
þeirri stefnu i öryggismálum
þjóðarinnar, sem hefur verið
hornsteinn íslenzkra utanríkis-
mála í aldarfjórðung. Ýmsirfor-
ystumenn Alþýðubandalagsins
hafa haldið þvi fram, að flokkur
þeirra hafí tekið miklum breyt-
ingum og ekki megi lita á hann
sem kommúnistaflokk er standi
i nánu sambandi við Moskvu.
Viðbrögð málsvara Alþýðu-
bandalagsins, þegar bent er á
hina breyttu afstöðu skoðana-
bræðra þeirra á ítaliu, í Kína og
víðar til Atlantshafsbandalags-
ins eru hins vegar afar nei-
kvæð Þau viðbrögð benda til
þess, að samband Alþýðu-
bandalagsins við Moskvu sé
nánara en menn hafa talið um
skeið að það væri Svo virðist,
sem Alþýðubandalagið hér
muni einangrast með kommún-
istum í Sovétríkjunum og lepp-
rikjum þeirra í staðnáðri af-
stöðu til Atlantshafsbandalags-
ins. Þessa einangrun Alþýðu-
bandalagsins ber að harma.
Það hefði vissulega skapað nýj-
ar víddir í islenzkum stjórnmál-
um, ef Alþýðubandalagið hefði
fylgt fordæmi Berlinguers hins
italska og tekið upp béinan eða
óbeinan stuðning við Atlants-
hafsbandalagið. Og kannski er
ekki öll von úti enn.
Hins vegar benda viðbrögð
málsvara Alþýðubandalagsíns
til þess, að það telji litlu skipta
þó ógnun, sem felst í návist
sovézka flotans á N-Atlantshafi
við sjálfstæði íslands, þótt Berl-
inguer hinn ítalski teljí slika
návist ógnun við sjálfstæði
Ítalíu. Alþýðubandalaginu hér
er bersýnilega meira í mun að
reka eríndi Moskvustjórnar-
innar hér á landi en að standa
vörð um sjálfstæði íslands.
Ekkert skiptir Moskvu-menn
meiru en að ísland hætti
varnarsamstarfi við Bandaríkin
og aðildinni að Nato. Þess
vegna berjast Alþýðubanda-
lagsmenn eins og Ijón fyrir
þessum sovézku hagsmunum.
Ef tíl eru öfl í Alþýðubandalag-
inu, sem hugsa á anna veg,
virðast þau ekki ráða við
Moskvu-þjónana.
Frá vinstri: Per Olof Johnson, Ingvar Jónasson og Bertil Melander.
uð um 100 meðlimum og var
hún stofnuð árið 1780. Hlut-
verk hennar er að vera ráðgef-
andi i tónlistarmálum í Svíþjóð
og úthluta styrkjum, frá rfkinu
og akademían hefur einnig yfir
að ráða sjóðum sem úthluta
styrkjum til tónlistarmanna. Þá
er einnig eitt hlutverk hennar
að hafa samband við önnur
lönd og tónlistarmenn þar.“
Þess má geta að Per-Olof
Johnson hefur leikið inn á tvær
hljómplötur og má segja eins og
vikið var að áðan, að hann sé
einn fyrsti gítarleikari sem Svi-
ar eiga, og gagnrýnendur hafa
hvarvetna borið mikið lof á leik
hans.
Bertil Melander, flautuleik-
arinn, er sá flautuleikari sem
heyrist sennilega mest í sænska
útvarpinu.
„Ég hef verið kennari við
Tónlistarháskólann í Malmö
sfðan 1958 og verið í sinfónfu-
hljómsveit Malmö sfðan 1956.
Þá hef ég spilað mikið kammer-
„Við Per-Olof Johnson höfum
þekkzt lengi og spilað mikið
saman alveg síðan 1959, í út-
varpi og víðar. Ingvari kynnt-
umst við þegar við lékum kvart-
ett ásamt honum og norskum
sellóleikara f norska sjónvarp-
ið. Sfðasta eina og hálfa árið
höfum við æft saman og hófum
að spila á tónleikum fyrir al-
vöru fyrir um einu ári.“
Þriðji meðlimur tríósins er
Ingvar Jónasson lágfiðluleik-
ari. Ingvar lék lengi með Sin-
fóníuhljómsveit tslands, fyrst á
fiðlu en síðar á lágfiðlu, en árið
1972, fluttist hann til Malmö
með fjölskyldu sina og hefur
hann búið þar sfðan. Hann
stundaði tónlistarnám í Reykja-
vík og sfðar í London og Vfn og
hefur leikið einleik hér á landi,
Bandarfkjunum og f Evrópu.
Eins og fyrr segir fluttist hann
til Malmö og lék með Sinfóníu-
hljómsveit Malmö árin
1972—75 og hefur jafnframt
marki og eftir að hafa verið
burtu um tfma og þegar maður
skoðar þetta úr dálítilli fjar-
lægð finnst mér vera merkilega
mikil fjölbreytni í tónlistarlffi
hér og það er mikill áhugi á
tónlist á Islandi."
Að lokum er Ingvar spurður
að því hvað hann hafi aðallega
fengizt við eftir að hann kom
út:
„Ég byrjaði að spila með Sin-
fóníuhljómsveit Málmhauga og
einnig hef ég gert nokkuð mik-
ið af þvf að spila kammermúsfk
og þá hef ég líka spilað mikið
með Einari Sveinbjörnssyni, en
hann er konsertmeistari Sin-
fóniuhljómsveitarinnar í Mal-
mö. Við munum báðir koma i
nóvember til Islands til að spila
með Sinfóníuhljómsveitinni
hér og leikum við Synfónía
Consertante eftir Mozart,“
sagði Ingvar Jónasson að lok-
um.
Fjölbreytt
tóntístarlíf
á íslandi
0 NYLEGA var statt hér á
landi kammertrfó Per-Olofs
Johnsons frá Svfþjóð. Hefur
trfóið haldið hér þrenna tón-
leika, á Húsavfk, tsafirði og í
Reykjavfk og hvarvetna hlotið
mikla athygli. Samsetning þess
er Ifka nokkuð frábrugðin þvf
sem venjulegt er um trfó, þar
sem leikið er á gftar, flautu og
lágfiðlu, en trfóið skipa þeir
Per-Olof Johnson, gftarleikari,
Bertil Melander, flautuleikari,
Og Ingvar Jónasson, lágfiðlu-
leikari.
Per-Olof Johnson er einn
frægasti gítarleikari f Svíþjóð
og hefur hann á undanförnum
árum fóstrað upp fjölda gftar-
leikara þar. Hann rakti í stuttu
máli námsferil sinn:
„Ég var á námskeiði árið 1953
f Ingesund og ákvað þá að
leggja stund á gítarnám og fór
til Vínar og nam við „Akademie
fúr Musik und darstellende
Kunst“ og lauk þaðan einleik-
araprófi 1957. Þá hef ég einnig
stundað nám við Schola Cantor-
um Baseliensis f Basel. Árin
1958—60 kenndi ég við Malmö-
Musikkonservatorium og
1961kennari við Folkliga
Musikskolan í Ingesund."
Per-Olof keppti árið 1962 i
alþjóðakeppni gftarleikara sem
franska útvarpið og sjónvarpið
standa fyrir ásamt gítarleikur-
um vfðs vegar að úr heiminum
ogþar hlaut hann silfurverð-
laun. Nú er hann dósent við
„Det Kgl. Danske Musikkon-
servatorium" f klassískum gít-
arleik. Hann hefur spilað i fjöl-
mörgum löndum m.a. Norður-
löndum, Bandaríkjunum, Eng-
landi, Frakklandi, Sviss og
Austurríki, bæði haldið hljóm-
leika og spilað í útvarp og sjón-
varp á þessum stöðum. Per-Olof
Johnson hefur síðan 1975 verið
meðlimur í tónlistarakadem-
íunni og er eini starfandi gítar-
istinn sem situr í henni nú.
André Segovia er heiðursmeð-
limur hennar.
„Tónlistarakademían er skip-
tónlist og núna er ég með í
smfðum kennslubók f flautu-
leik, sem ég er að ljúka við.
Arin 1949—55 nam ég við Tón-
listarháskólann í Stokkhólmi,
sfðan f Vín og Nizza og áður en
ég kom til Malmö var ég við
Stokkhólmsóperuna í eitt ár.“
Hvernig er starfinu við
hljómsveitina háttað?
„Það er í stórum dráttum
þannig að við æfum flesta daga
og spilum f leikhúsinu f Malmö
fjögur kvöld í viku. Einu sinni í
viku eru sfðan tónleikar hljóm-
sveitarinnar og öðru hverju eru
svo útvarpsupptökur. Ég hugsa
að sinfóníuhljómsveitin í Mal-
mö hafi einna mest að gera af
sænskum sinfóniuhljómsveit-
um. Annars fer mjög mikill
tfmi í kennsluna.
Bertil Melander rakti að iok-
um hvernig samstarf þeirra
þriggja hófst:
verið kennari við Tónlistarhá-
skólann í Malmö og stjórnað
strengjasveit skólans. Ingvar
var spurður að því hver hefði
verið mesta breytingin við að
koma til Svfþjóðar:
„I Svíþjóð er miklu harðari
samkeppni og meiri kröfur
gerðar til manna þar heldur en
gert er hér heima. En ég fór
heldur ekki út til að geta haft
það eitthvað náðugra og ég hef
borið gæfu til að geta komizt í
samband við góða menn sem er
mjög lærdómsríkt að vinna
með.
Það gefur einnig auga leið að
meiri möguleikar eru hértil að
stunda kammermúsfk í þessu
stærra samhengi, hér eru bæði
fleiri sem hlusta og fleiri sem
spila. Annars hugsa ég að það
sé óvenjulega hátt hlutfall
þeirra hér heima sem leggja
stund á tónlist að einhverju
Rœtt við félaga
kammertríós
Per-Olof Johnsons