Morgunblaðið - 18.09.1976, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.09.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976 17 Jónas Kristjánsson: I gær voru liðnir níu áratugir frá fæð- ingu Sigurðar Nordals. Hann óx upp á morgni nýrrar aldar, þegar þjóð hans var að losna úr ófrelsi og allir hlutir voru á framfaravegi. Eins og fleiri jafn- aldrar hans öðlaðist hann á ungum aldri bjartsýni og athafnaþrá, lífsþorsta og lífsfögnuð sem entist honum til hinstu stundar. Sigurður Nordal var óskasonur Is- lands. I vöggugjöf fékk hann frábærar gáfur, og að loknu löngu og fjölbreyttu námi í mörgum löndum tók þjóð hans móti honum með allri bliðu og leiddi hann til öndvegis. Honum var mikið gef- ið, en hann gaf líka mikið aftur á móti. Hann fæddist upp I fögrum norðlensk- um dal, og alla stund kunni hann best við sig I návist fjalla. Þau voru honum ekki einungis laúfskrýddar brekkur, heldur miklu fremur tindar til að klífa, þrekraun til að yfirstiga. „Ég ætlaði mér alltaf upp yfir fjöllin háu,“ sagði hann í elli sinni. 1 háskólanum í Kaupmannahöfn lagði hann stund á „nordisk filologi“ eða norr- æna málfræði, sem svo var nefnd; en i munni Sigurðar Nordals var norræna aðeins annað og óheppilegra nafn á því sem að réttu lagi heitir íslenska. Fílólóg- íu kallaði hann ritskýringu, og þótt hann hugleiddi margt og fjallaði um mörg svið menningar I ritum sinum þá var íslensk ritskýring alla tið helsta viðfangsefni hans. Á yngri árum hans var sú stefna Bókmenntalegur leiðsögumadur íslenzku þfóóarínnar á um- brotatímum tuttugustua/dar ráðandi í bókmenntafræðum sem nú er kennd við ævisögu eða persónusögu: rit- in eru skýrð í ljósi þess sem kunnugt er um höfundinn sjálfan, uppruna hans og eðli, umhverfi og æviferil. Þessari að- ferð beitti Sigurður Nordal ávallt í rit- skýringum sinum, allt frá ungum aldri er hann batt tryggðir við Snorra hinn marglynda, uns hann var förunautur Hallgrims prests í hárri elli. Þessi stefna var líka i fullu samræmi við eðli og hæfileika Sigurðar sjálfs: Hann fann mátt sinn og megin og skildi glögglega að „allt hið mesta er af einum gert“. „Ég get ekki að því gert að taka oftsinnis þætti úr ævisögu skáldsins og blikur af verkum hans fram yfir „Öll rit“ I tólf bindum," segir hann i ritgerðinni Brot. Vitanlega skildi hann að skögurinn vex upp af lágum gróðri. Bragðdaufar rímur og annar „alþýðukveðskapur" hafði haldið lifi i tungu og braglist á liðnum öldum, þótt fæst af sliku tagi væri merkilegur skáldskapur. Hann ritaði fyrstur manna af skilningi um órofið samhengi islenskra bókmennta frá forn- öld til nútiðar, en í hans augum var þó mest um það vert að á hverri öld höfðu lifað einhverjir snillingar sem gnæfðu yfir f jöldann. Menn skyldu hafa veður af léttvægari skáldskap að því leyti sem hann var nauðsynlegur til skilnings á stærri verkum, en það var sóun á vinnu- afli og fjármunum að vera að prenta alls konar rusl. En því meiri rækt skyldu menn leggja við það sem best var gert, rannsaka það af alúð og njóta þess í góðu tómi. „Hann er búinn að stórskemma sig á lestri vondra bókmennta," sagði Nor- dal eitt sinn um kunnan norskan fræði- mann sem hafði að kjörsviði fáskrúðugt og hálfdanskt timabil i norskum bók- menntum. I samræmi við stefnu sína í ritskýring- um var Sigurður Nordal einatt mjög opinskár og nálægur þeim mönnum sem hann fjallaði um. „Það munar.. .minnstu fyrir sagnfræðinginn hvort hann skrifar um allar heimsins þjóðir, mestu stór- veldi, eina þjóð sem er öllum smærri, eða eitt býli meðal þúsunda," segir hann I forspjalli tslenskrar menningar. „Hann þekkir aldrei nema litið brot af efninu, skilur þaðan af minna i þessum brotum. Hversu langt mál sem hann ritar verður það ekki annað en þáttur úr ævisögu hans sjálfs." Samkvæmt þessu þykir mér hæfa, þegar ég sem gamall vinur og nemandi Sigurðar Nordals færi honum nokkur fátækleg orð, að gægjast sjálfur út úr gættinni. Ég er alinn upp í aðdáun á Sigurði Nordal meiri en á nokkrum öðrum manni. Hann var lengi — og raunar lengst af mikill vinur föðurbróður míns og nafna. Árið 1909, þegar Sigurður hafði tvo um tvitugt, ferðuðust þeir um Þingeyjarshslu og dvöldust um sumar- skeið á heimili foreldra minna sem þá bjuggu I Hriflu. Þá byggðu þeir báðir eina sæng i litlu baðstofunni hans afa mins. Siðan bárust smám saman greinar eftir Sigurð i ýmsum tímaritum, og þeg- ar Fornar ástir komu út var sú bók að sjálfsögðu keypt og lesin. Hún er nú af lærðum mönnum talin marka upphaf svokallaðra nútimabókmennta hér á landi. Ég spurði eitt sinn systur mína sem þá hefur verið á fermingaraldri hvo ún hefði ekki lesið Fornar ástir. — Jú vissulega, svaraði hún, og í mörg ár las ég hana aldrei sjaldnar en einu sinni í mánuði. önnur systir nokkrum árum yngri vildi einnig fá að gæða sér á þessu sælgæti. Þetta þýðir nú vist ekki mikið fyrir þig greyið litla, þú skilur ekki mikið i þessu, sagði einhver við hana. Ég skil það seinna, svaraði sú stutta og hélt áfram að pæla I bókinni. Þegar útvarpið kom hlustaði faðir minn auðvitað alltaf á Sigurð Nordal ef færi gafst. Þá var helgi- stund, og yngri kynslóðin hvött til að leggja við eyru. Hvort ég hef skilið allt sem hann sagði skal ósagt látið, en radd- blæinn man ég enn og ýmsar setningar ú ræðum hans. Sá dýrðarljómi sem lék um þennan mann á bernskuheimili minu dvínaði ekki á menntaskólaárum minum þegar ég kynntist honum sjálfum lftið eitt og fékk að hlusta á nokkur erindi hans. Áðdáunin á honum laðaði mig, eins og ýmsa fleiri unga menn, til náms I is- lenskum fræðum. Um kennslu hans eru til margir vitnisburðir frá nemöndum hans, og ég leyfi mér að lesa nokkrar setningar úr afmælisgrein sem Kristinn Andrésson reit um hann fimmtugan: „Aður en ég kynntist Sigurði Nordal var lif bókmenntanna ekki til fyrir mér. Ég þekkti tslendingasögurnar, kunni efni Njálu, Egilssögu, Laxdælu, hafði lesið Völuspá, Sonatorrek, jafnvel lært þau utanað. En þessi verk áttu ekki lff I vitund minni. Því að sagan getur verið dauð og persónur hennar skuggar, allt fram að þvi að einn maður tengir við hana líf og skilning. Fyrir mínum sjón- um hefir Sigurður Nordal fyrstur manna kveikt lff og skilnipg i bókmenntasögu íslendinga... Hvað var Völuspá áður? Sundurl^us erindi, stuðlað mál, lista- verk. En'þegar andi Nordals hafði lýst hana upp, eignaðist hún fyrst lif og sál, — Nokkur oró, flutt vid afhjúpun höfuómyndar af Sigurói Nordal þá varð hún lífrænn heimur með útsýni um heilar aldir, stórbrotin tímamóta- saga, þjóðarörlög, ekki köld fortíð held- ur lifandi samtíð, saga sem er að gerast í dag, sem við erum að lifa núna. Þannig gat Sigurður Nordai lokið upp fyrir okk- ur nemendum sinum skilningi á efnum sem lágu langt aftur í fornöld, lengra en við höfðum hugsað áður, og fært okkur þau svo nærri að þau urðu áþreifanleg, að þau urðu brot af okkar eigin lífi. ...Jafnvel hið stirðnaðasta kvæðisbrot er við sáum ekkert lífsmark með varð líf og fegurð þegar Siguröur las það fyrir okkur og lýsti það upp. Hann gat í stuttu viðtali gert okkur heita af áhuga fyrir efni sem okkur hefði annars þótt engu máli skipta. Þannig, I viðtali, er Sigurður Nordal enn meiri töframaður en í verk- um sínum.“ Það má virðast eftirsjá að slíkur læri- meistari skyldi hverfa frá háskóla- kennslu á miðjum aldri. Hér skal engum getum að því leitt hvað olli þeirri ráða- breytni, en minnast megum við þess að snilligáfum fylgir ævinlega nokkur við- kvæmni þótt dulist geti undir stillingu og sjálfsaga; og kennslan má hafa verið Sigurði Nordal þeim mun þyngra ok sem hann var ágætari fræðari heldur en aðr- ir menn. Þess ber líka að minnast að Sigurður hætti ekki að kenna þótt hann væri leystur frá beinni kennsluskyldu við Há- skólann. Alla ævi var hann að fræða unga menn og eldri — „í viðtali" eins og Kristinn Andrésson segir. Fræðsla hans var ekki bundin við stúdenta eina sam- an, öðru nær, til hans leituðu menn af öllum stéttum og á öllum aldri. En eink- um voru það skáld og rithöfundar sem til hans löðuðust — eða menn sem dreymdi um skáldanafn. Þessir menn sýndu hon- um verk sin, lögðu á hann þá kvöð að lesa þau, og komu síðan heim til hans að ræða um verkin yfir tebolia eða koníaks- glasi. Til eru vitnisburðir margra slikra skálda og skáldmenna um viðtökur Nor- dals, og enn fleiri heimsóknir hafa þó aldrei verið færðar í annála. Allir vitnis- burðir um þessar heimsóknir eru mjög á eina lund: Menn komu af fundi Nordals margs vísari um getu sína eða vanefni. en allir voru hressir og vonglaðir. Hann fræddi og leiðbeindi, dró aldrei kjark úr neinu skáldaefni, en ól ekki heldur skáldaóra upp I þeim sem hann fann að einskis voru megnugir. Fyrir nokkrum árum tók einn jafnaldri hans upp á þvi að skrifa skáldsögu. Hefur líklega fund- ið að ekki var seinna vænna, og dóm- greindin kannski eitthvað tekin að sljóvgast. Yngri maður hafði áhyggjur af þvi að nú þyrfti að bera vit fyrir gamla manninum og teysti helst á Sigurð Nor- dal sem einnig hafði lesið handritið. — Hvaða vitleysa, sagði Sigurður. Karlinn hefur aldrei birt eftir sig neinn skáld- skap, hann hefur engu að tapa. Svo var sagan gefin út og varð manninum ekki til neinnar vansæmdar. öllum sem þekktu Sigurð Nordal ber saman um það að hann hafi naumast átt sinn líka I snilli samræðunnar, og vist mun hann hafa haft mikil áhrif með sinum töluðum orðum. En við skulum ekki gleyma eða vanmeta ritverk hans sem eru bæði margvisleg að efni og mikil að vöxtum, enda vandist hann snemma á að „hugsa með pennann i höndunum," eins og hann segir sjálfur. Yfir öllum ritum hans er nokkurs konar forngrísk heiðríkja. Fróðleikurinn er borinn fram með skáldlegum samliking- um og skemmtilegum dæmisögum, spekimálin flutt með barnslegri ein- lægni og einfaldleika. Og allt rennur þetta mjög svo saman i vitund okkar sem þekktum manninn, og í þeim áhrifum sem hann hafði á þjóð sina. Margt hefur verið rætt og ritað um þessi mögnuðu áhrif, það drottinvald sem Sigurður hafði til að móta bókmenntasmekk sam- tióarmanna sinna, eða ég ætti kannski öllu heldur að segja: leiða þá til réttara mats og skilnings á bókmenntunum. Ég ætla að þetta mikla áhrifavald hafi sist verið ofmetið. Ég bendi aðeins á það að flestir móðurmálskennarar sem starfað hafa hér á landi i meir en hálfa öld hafa verið nemendur Sigurðar Nordals, beint eða óbeint. Andi hans hefur mótað kennslugreinina og sýnisbækur hans eru enn lesnar I öllum skólum. Hann hefur skipað skáldum og rithöfundum á bekk eftir makleikum þeirra allt frá forn- eskju til okkar daga. Við getum spurt: Var dómgreind Sigurðar svona óskeikul að hann gæti ailtaf fundið hæfilegan sess handa hverju skáldi? Eða voru áhrif hans svo mögnuð að hann gæti kennt okkur að skoða og meta allar bókmenntir með sínum eigin augum? Ég ætla að báðum spurningum megi svara játandi að nokkru leyti. Fyrir nokkrum dögum barst mér i hendur nýskrifuð ritgerð eftir þýskan fræðimann sem gengur I mörgu gegn kenningum Sigurðar Nordals um Hrafn- kelssögu. Ég hef heyrt að von sé á fleiri ritsmíðum með svipuðum boðskap eftir aðra menn. Ösjálfrátt komu mér i hug fleyg orð sem Sigurður mælti fyrir mörg- um árum um góðvin sinn erlendan, mik- inn fræðagarp, en nokkuð djarfan i hug- myndum: — Ég ætla að trúa honum meðan hann lifir. í íslenskum fornfræð- um er margt á huldu og ekki um að sakast þótt kenningar rísi og hnígi. Og við nánari umhugsun fann ég að það skipti i rauninni litlu máli hvort Sigurð- ur Nordal hefði haft að öllu leyti á réttu að standa í ritgerð sinni um Hrafnkötiu: Hún hafði þegar gert sína verkan. Aldrei hefur birst áhrifameiri ritskýring hér á landi — og þótt víðar væri leitað. Hér skipti það sköpum að sá talaði sem valdið hafði, vald yfir hugsun sinni og mál- flutningi, vald yfir hugum lesenda og áheyrenda. Eftir útkomu þessa litla kvers hefur áhugi á Hrafnkelssögu farið um veröldina eins og eldur í sinu. Þýð- ingar hafa birst á ýmsum tungumálum, um hana hafa verið skrifaðar margar bækur og enn fleiri ritgerðir, á málþing- um visindamanna hefur hún setið i fyrir- rúmi fyrir öðrum islenskum fornsögum. Ritgerð Nordals hefur rótað við heims- menningunni, og það verður aldrei aftur tekið. Sigurður Nordal mat Virgil einna mest allra klassiskra skálda, setti hann að sumu leyti hærra en Hómer sjálfan. En hvar hefði Virgill verið á vegi staddur ef latneskir ritskýrendur og kennarar hefðu ekki borið verk hans fram, og kaþólska kirkjan tekið hann í faðm sinn sem spámann og „eðiskristna sál“ — anima naturaliter christiana? Verk rit- skýrandans er ekki fánýtt eins og stund- um hefur verið sagt, það er mikilvægt, og vald hans getur verið bæði mikið og varanlegt. Við sem þekktum og dáðum Sigurð Nordal hverfum senn úr þvisa ljósi. En ritskýringar hans munu lengi lifa, og þá ekki siður skáldverk hans hin bestu. Og eitt mun vissulega aldrei deyja: Það eru þau máttugu áhrif er hann hefur haft, sem bókmenntalegur leiðsögumaður íslensku þjóðarinnar á umbrotatímum tuttugustu aldar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.