Morgunblaðið - 18.09.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976
19
Fréttabréf úr
Rauðasandshreppi
ÞAÐ ER orðið haustlegt hérna á
vesturhorni landsins, eftir leið n-
legt og erfitt sumar til heyskapar.
En llfið heir gengið sinn gang,
eins og Látraröst hefir runnið
fram og aftur með sfnum mikla
straumþunga sem kemst allt uppf
6—7 mllur og niður 1 núll. En hún
hefir sjaldan látið illa á þessu
sumri, því það er sérstætt fyrir
fleira en rigningu, óvenju mikil
hægviðri hafa verið, aldrei hressi-
legt rok, eða stórsjór svo orð sé á
hafandi, heldur samfellt regn-
mollutímabil, sólvana og svip-
laust, allt frá öndverðum júlímán-
uði til þessa dags.
Að var gott veður um sauðburð-
inn, og hann gekk víðast þokka-
lega, en gróður kom seint.
Varp og vargar: Refir voru víða
á ferð, og grunaðir um lambadráp,
hreppsnefndin réð því refaskyttu,
sem skaut um 20 refi, auk þess
drápu heimamenn, allmarga refi
sem urðu á vegi þeirra.
Minkar voru líka nokkuð á ferð-
inni og hlutu bana af, þá var f
Örlygshöfninni og Sauðlauksdal
fuglabani stórvirkur, á vegum
Æðarræktarfélagsins, mun hann
hafa skotið um 500 fugla, máfa,
svartbaka og hrafna, var ég lengi
uggandi um að mfnir hrafnar
hefðu orðið á vegi hans og hlotið
bana af, en fyrir nokkrum dögum
heiðruðu þeir mig með heimsókn
sinni með unga sína, og þótti mér
vænt um. Æðarvarp f Örlygshöfn
varð fyrir talsverðu tjóni af varg-
dýrum, og fiiglum, en það er eini
staðurinn hér f stfeit þar sem æðar-
varp er að ráði. Mikið varp var á
svartfugli I Látrabjarg en sáralftið
tekið af eggjum, „Öðruvísi mér
áður brá“. Þó var þar ein fuglateg-
und sem ekki verpti með eðlileg-
um hætti, að mér fannst, en það
var sá söngelski fugl ritan, hún
gerði sér ekki einu sinni hreiður,
nema þá einn og einn fugl eða pör
sem ætluðu sér að verpa, engu
minni fjöldi var þó af þessum
fulgi, nema sfður sé, en verið hef-
ir. Þetta fyrirbæri út af fyrir sig,
væri mikið rannsóknarefni, við
vitum svo sáralitið um marga fugl-
ana okkar, nema það að þeir hafa
vængi og geta flogið, sumir geta
synt aðrir ekki, nema rjúpuna og
örninn, um þá eru menn að leita
fróðleiks, margir geta dáleitt
hænsni, en ekki jafnmargir sem
vita hvers vegna þau láta dáleið-
ast. Jú, og svo vitum við það, að við
ætlum að útrýma þessari tegund-
inni í dag og hinni á morgun, af
þvi að þær eru ekki eins og við
viljum, ætlum að gera það án þess
að huga að því, hvaða þíðingu það
gæti haft á lífríki okkar.
Selveiði við Bæjarós á
Rauðasandi gekk vel, en annars
staðar hér í sveit er ekki um kópa-
Olafur Vigfússon:
Það er
hneyksli
Það er hneyksli að henda í
sjóinn verðmætum svo tugum
milljóna skiptir og á ég þar við að
skuttogararnir flestir henda
lifrinni í sjóinn, að minnsta kosti
megin hluti þeirra, sem ég hef
haft spurnir af hér á Faxaflóa-
svæðinu. Nú væri ekkert við
þessu að segja, ef lifur væri ekki
söluvara. En því fer nú vfðs fjarri.
Tonnið af lýsi er nú seljanlegt
fyrir 60 þúsund krónur. Sumir
halda því fram, að það sé ekki
aðstaða til að hirða lifur á skut-
togurunum. Mér dettur í hug
hinn reyndi útgeðarmaður,
Tryggvi Ófeigsson. Mér bíður í
grun, að þó hann hefði fengið
skuttogara, að hann hefði látið
búa skipið á þann veg, að hægt
hefði verið að hirða lifrina. En
hans góðu siðir eu víst ekki
lengur í tfsku. Ég hef að vísu ekki
farið um borð f skuttogara okkar,
en trúað gæti ég að önnur eins
tæknivandamál eins og þau að
hægt væri að hirða lifrina og
koma henni óskemmdri i land
hafi verið leyst og séu leysanleg.
Það er væglega til orða tekið að
kalla svona vinnubrögð slóða-
Ólafur Vigfússon.
skap, jafnvel hneyksíi. Ég hefði
nú haldið að útgerð'armönnum
veitt ekki af að nýta vel það sem á
skip kemur, því að oft heyrir
maður að útgerð sé rekin með
tapi. Haldið þið útgeðarmenn, að
einhvern tímann hafi ekki verið
lagt í óarðbærari hlut en að gera
skipin þannig úr garði að hægt
væri að nýta lifrina. Það væri og
ykkar hagur. ísl nsk þjóð hefur
ekki efni á að h ida verðmætum
og þess vegna e.i það krafa allra
að slíku Ijúki. í essa óhæfu gera
og engir nema íslendingar. Að
endingu útge'armenn. Er ekki
kominn tfmi til að sjá sig um
hönd? Vonandi að svo sé?
Fyrrverandi sjómaður
ólafur V ígfússon
Hávallagötu 17, Rvík
Jón Einarsson
sjötugur
JÓN EINARSSON, Fellsmúla
20 hér í borg, starfsmaður Bif-
reiðastöðvarinnar Hreyfils, er sjö-
tugur f dag. Þessum góðvini mín-
um og fjölskyldu minnar vil ég
senda fáeinar línur og þakka hon-
um fyrir samveruna — já allar
götur frá því að hann og systur-
dóttir mfn bundust tryggðabönd-
um. Okkur öllum fannst það svo
yndislegt. Ég var svo heppin, er
ég stofnaði mitt heimili að fá þá
húsnæði í húsi sem Jón átti þá. í
sambýli við heimili Jóns og
Magneu konu hans f rúmlega 5 ár
held að aldrei hafi skugga bor-
ið á. Oft varð Jón og hans heimili
fyrir ónæði af okkar völdum á
öllum timum sólarhringsins, er
slökkviliðið var kallað út og mað-
urinn minn mátti fara á vettvang.
Aldrei nein athugasemd. Sumu
fólki er það gefið í vöggugjöf að
vera skilningsrikt og vera stöðugt
að hjálpa öðrum. Já Jón!, oft
sungum við öll saman f Efsta-
sundi 4. Þar opnuðu þið dóttir
okkar nýjan heim með músík ykk-
ar og söng. Oft minnist hún þess-
ara gleðistunda og þegar Magga
konan þin var að „(Jtbúa henni“
— enginn brytjaði eins flott og
Magga. —
Mér er kunnugt um að Jón er að
heiman í dag, en honum sendi ég
innilegar hamingjuóskir með af-
mælið
S.H.G.
veiði að ræða, nema hvað einn og
einn kópur fer sér að voða í hrogn-
kelsanetum.
Hrognkelsaveiði: Hrognkelsa-
veiðin gekk þokkalega, þó mis-
jafnt eins og með allar veiðar, þær
voru stundaðar af 6 bátum og voru
sumir með net f sjó frammí ágúst-
lok, en litið orðið f restina, mestur
afli á bát yfir vertfðina mun hafa
verið um eitt hundrað tunnur af
hrognum sem er góð búbót.
Byggingar: Nokkuð hefir verið
unnið að byggingum í sumar
íbúðarhúsið á Hnjöti stækkað, svo
þar eiga að vera tvær íbúðir, þá er
hafinn undirbúningur að tveggja
ibúða húsi í námunda við verk-
stæðishús sem Höfn h.f. er að
byggja og er nú orðið fokhelt.
En fólk hér er kristið vel, og
kirkjurækið svo nú er verið að
byggja kirkju f Saurbæ á Rauða-
Framhald á bls. 23
VANTAR ÞIG VINNU (n
VANTAR ÞIG FÓLK í
tP
ÞÚ ALGLVSIR L’M ALLT
LAND ÞEGAR ÞÚ AL’G-
LÝSIR í MORGl’NBLAÐINL
” A ,
GRINKE 20 D
MÓTAHREINSIVÉL
■
GRINKE 20D
er vél til
hreinsunar
á mótatimbri
Vélin getur auk borðviðar og uppistaðna hreinsað
flekamót úr timbri eða stáli.
Vélin er mjög einföld í notkun og traust í rekstri
og getur hreinsað 40—530 mm breitt og
14—150 mm þykkt mótaefni eða flekamót án
þess að stilla þurfi sérstaklega fyrir hvern stærð-
arflokk.
Vélin fer einstaklega vel með timbrið og hvorki
klýfur það eða mer. Hugsanlegir naglar í timbrinu
skaða hvorki vélina eða hreinsiskifur hennar á
neinn hátt.
Hreinsiskífumar (4 stk) eru úr slitsterku efni og
endast til hreinsunar á u.þ.b. 20.000—30.000
ferm. timburs. Til hreinsunar á stálmótum eða
plastklæddum mótum eru notaðir til þess gerðir
stálburstar.
Vélin vinnur jafnt hvort Reldur timbrið er blautt,
þurrt eða frosið.
Vélin er mjög traustbyggð i alla staði og nær án
slitflata og þarf einungis að smyrja hana árlega.
Vélin hreinsar samtímis tvo aðlæga fleti (á hlið
og kant). Til hreinsunar á öllum fjórum flötum
mótatimburs þarf að renna efninu tvisvar i gegn-
um vélina. Vélin dregur sjálf í gegnum sig timbr-
ið, vætir þaðef þörf gerist, og innbyggður blásari
dregur til sín allt ryk og steypuhröngl og skilar
þvi i haug eða poka.
Vélin ásamt einum eða tveim mönnum vinnur á
við stóran flokk manna. Afköst hennar eru 18.5
m/min. en það samsvarar þvi, að 555 m timburs
séu hreinsaðir á klst (allar fjórar hliðar þess).
Vélin er 900 kg að þyngd og útbúin þannig að
flytja megi hana á milli staða á venjulegum
fólksbíl með dráttarkrók. Einnig eru festingar á
henni svo að lyfta megi henni með byggingar-
krana.
Stærð vélarinnar: HxBxL = 1,4 x 1,1 x 1,7m.
Við leigjum einnig út GRINKE
20D mótahreinsivél.
GRINKE 20D er v-þýzk gæða-
framleiðsla
— Leitið nánari upplýsinga.
oa&si
Laugavegi I78 simi 38000
BYGGINGAMEISTARARl
- VERKTAKAR
Laugavegi 178 simi 38000