Morgunblaðið - 18.09.1976, Síða 20

Morgunblaðið - 18.09.1976, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Telpa óskast til sendiferða á skrifstofu blaðsins. Vinnu- tími frá kl. 9—12 f.h. Matsvein og vélstjóra vantar á togbát. Upplýsingar í síma 99- 3816, Þorlákshöfn. Tryggingarfélag óskar að ráða mann til skrifstofustarfa. Umsóknir merktar: „Framtíð — 6215" sendist afgr. blaðsins. Hjúkrunarfræðing vantar til að veita forstöðu kjarnanam- skeiðum fyrir starfsstúlkur á sjúkrahúsun- um, á Hvammstanga, Blönduósi, Sauðár- króki, Siglufirði og Húsavík. Góð laun í boði. Upplýsingar í síma 95-4237. r Oskum eftir að ráða nú þegar, handlaginn mann til starfa í málningadeild verksmiðjunnar. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar hjá verkstjóra. H.F. Raftækjaverksmiðjan Hafnarfirdi, sími 50022. Iðnfyrirtæki í Kópavogi óskar eftir konu eoa karli tii verksmiðju- vinnu. Upplýsingar á staðnum milli kl. 4 — 6 næstu virku daga Burstagerðin h. f. Auðbrekku 36, Kópavogi. Tækniteiknari Orkustofnun óskar að ráða tækniteiknara á teiknistofu stofnunarinnar. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Orkustofnun, Laugavegi 1 1 6, Reykjavík, fyrir 25. sept. n.k. Orkustofnun. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Húsavíkur óskar að ráða nú þegar hjúkrunarfræðinga. Húsnæði í boði. Upplýsingar veita framkvæmdar- stjóri og forstöðukona í símum 96- 4-1 3-33 og 96-4-14-33. Sjúkrahúsið í Húsavík s.f. Skrifstofuhúsnæði Gott skrifstofuhúsnæði óskast til leigu nú þegar. Staðsetning helzt í eða við mið- borgina. Æskileg stærð 60 — 80 fermetr- ar. Tilboðum sé skilað til Morgunblaðsins fyrir 22. september merkt: Miðborg — 2801. Framkvæmdastjóri Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar h.f. oskar að ráða framkvæmdastjóra. Umsóknir um starfið skulu sendar Sól- mundi Jónssyni skólastjóra Stöðvarfirði eða Guðmundi Malmquist, Lálandi 5, Reykjavík, sem veita allar nánari upplýs- ingar. Umsóknarfrestur er til 10. október n.k. Gestamóttaka Viljum ráða móttökustjóra í gestamóttöku hótelsins. Viðkomandi verður að geta talað, skrifað og annast telex þjónustu á íslenzku og ensku og einu norðurlanda- málanna. Upplýsingar veita móttöku- og hótelstjóri á hótelinu eftir helgi ekki í síma. Skrifstofustarf Ritari óskast — framtíðarstarf, góð vinnuaðstaða Umsóknir sendist afgr. blaðsins merkt: Ritari — 6216. Beitingamenn Vantar á 100 tonna bát, sem á að róa frá Keflavík. Upplýsingar hjá skipstjóra, Jóhanni Péturssyni, í síma 92-1 641 og 1 736. Batdur h. f. Fóstra óskast hálfan daginn að dagheimilinu við Hörðu- velli. Upplýsingar hjá forstöðukonu í síma 50721. Þerna óskast á m/s Herjólf. Uppl. í síma 98-1 792 milli kl. 9 og 17 mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Herjólfur h. f. Vestmannaeyjum. Fyrirtæki — atvinnurekendur Ungur maður með Samvinnuskólapróf óskar eftir skrifstofuvinnu, margt kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. fyrir 22. sept. merkt: „góð laun — 21 93". Maður með víðtæka viðskiptaþekkingu óskast til þess að veita forstöðu innkaupa- skrifstofu vorri í New York. Skriflegar umsóknir merktar „Trúnaðarmál" óskast sendar skrifstofu félagsins Lækjargötu 1 2, Reykjavík fyrir 30. þ.m. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Islenzkir Aðalverktakar s. f. Afmœliskveðja: Ásgeir Jónasson og Kristín Jóns- dóttir, Bíldudal Attræður er i dag Asgeir Jónas- son, Tjarnarbraut 9, Bildudal. Ás- geir fæddist I Reykjafirði, Suður- fjarðahreppi, þann 18. sept. 1896, sonur hjónanna Jónasar Ás- mundssonar, bónda og hrepp- stjóra þar, og konu hans, Jónu Ásgeirsdóttur frá Álftamýri í Arnarfirði. Er hann elztur núlif- andi systkina, sem voru 12 er upp komust og eru 11 þeirra enn á lifi. Svo sem titt var um sveitabörn í Arnarfirði á bernskuárum Ás- geirs fór hann snemma að taka þátt í lífsbaráttunni, sem oft var hörð, enda börnin npörg og mögu- leikar takmarkaðir. Vandist hann að sjálfsögðu á barnsaldri allri algengri sveitavinnu, enda hefir áhugi á landbúnaði fylgt honum æ síðan Þá hefir sjómennska ekki síður átt þátt í uppeldi Ás- geirs og starfi. Eins og aðrir bræð- ur hans hóf hann sjómennsku strax á unglingsárum, fyrst I Arn- arfirði, en fór síðan ungur að heiman og stundaði sjómennsku árum saman, langmest á togurum. Varð hann fljótt eftirsóttur til þeirra starfa sakir dugnaðar og verklagni og var jafnan I skip- rúmi með landsþekktum afla- mönnum, sem á þeim árum gátu valið úr stórum hópum vaskra sjó- manna, en um þær mundir var ekki auðvelt að komast í skiprúm á togara. Ásgeir kvæntist Kristínu Jóns- dóttur, ættaðri af Skarðsströnd, mikilli dugnaðar- og atorkukonu og eignðuust þau fimm börn. Elzta barn sitt, Fjólu misstu þau I „Þormóðsslysinu“, og var það þeim mikil sorg. Gengu þau ung- um syni Fjólu í foreldrastað. Hann var þá aðeins fárra mánaða gamall, en ólst upp hjá Ásgeiri og Kristlnu til fullorðinsára. öll börnin og dóttursonurinn eru löngu gift og eru dugnaðar- og atorkufólk. Ásgeir og Kristín stofnuðu heimili á Bíldudal og hafa búið þar síðan, ýmist í þorpinu sjálfu eða inni i dalnum, eins og siðan mun að vikið. Um 1940 hætti Ás- geir sjómennsku og gerðist bóndi að Hóli í Bíldudal um nokkurra ára skeið og síðar að Litlu-Eyri. Ásgeir var eins og fyrr segir mjög hneigður til búskapar og hefir alla tíð látið sig málefni bænda miklu varða, enda verið fulltrúi þeirra á ýmsum þingum og sam- komum í áratugi. Auk búskapar á fyrrgreindum stöðum var Ásgeir um nokkurra ára skeið gæzlumað- ur rafstöðvar í Bíldudal. Síðastlið- in 25 ár hefir Ásgeir stundað ýmsa vinnu á Bíldudal, aðallega störf í telgslum við útgerð og fisk- — vinnslu. Gengur hann enn að allri vinnu sem ungur væri og vinnur oft langan vinnudag. Ásgeir hefir ávallt verið mikill félagshyggju- maður, enda valizt til ýmissa trún- aðarstarfa fyrir sveitunga sína. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Arnfirðinga og i stjórn þess um árabil. I hrepps- nefnd Suðurfjarðahrepps átti hann sæti samfellt í 16 ár og sat auk þess I ýmsum öðrum nefnd- um og stjórnum. öll hans félags- málastörf hafa einkennzt af vel- vilja og heiðarleika, enda áunnið sér traust og virðingu sveitunga sinna. Hér hafa verið rakin fáein atr- iði úr æviferli Ásgeirs. Þó af mörgu sé enn að taka, verður að láta hér staðar numið. Asgeir hef- ur verið sannkallaður gæfumað- ur. Honum hefir verið gefin fá- dæma likamshreysti, hefur tæp- ast orðið misdægurt alla ævina, þrátt fyrir strit og vosbúð oft og tíðum. Ennþá er hann teinréttur og léttur í spori og þekkir ekki gigt nema af afspurn og gengur enn til hvaða verka sem er af áhuga og eljusemi. Hann hefir ávallt verið glaður og léttur í lund, greiðvikinn og vinsæll. Hann er dæmigerður fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem með fá- dæma atorku og þrautseigju hef- ur byggt þann grunn, stein fyrir stein, sem núverandi velmegunar- Framhald á bls. 9

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.