Morgunblaðið - 18.09.1976, Side 25

Morgunblaðið - 18.09.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976 25 Móðir og barn + Britt Lindemann, sem er Ijósmyndari að atvinnu, varð á dögunum léttari og 61 dóttur, sem kannski er ekki ( frásögur færandi, en Mklega hefur ekk- ert barn verið myndað jafn oft. Allt frá þvf að það leit fyrst dagsins ljós — og raunar með- an á þvf stóð — hafa verið teknar af þvf myndir á myndir ofan f öllum hugsanlegum stell- ingum og skipta þær orðið þúsundum. Stúlkan litla heitir reyndar Maren og vegur hálft f jórða kfló. Herra og frú Tumi þumall... + Sá frægi sirkus, sem heitir þvf langa nafni Ringling Bros. and Barnum & Bailey Circus, hefur á hverri sýningu boðið upp á sýndarbrúðkaup milli Michu, sem er 33ja þumlunga hár, og Júlfönu, sem er 38 þumlungar. Nú fyrir skemmstu lét þó litla fólkið verða af þvf að ganga f raunverulegt hjóna- band. Brúðguminn heitir réttu nafni Sandor Rasky og er 31 árs gamall en brúðurin heitir Elisabeth Ritter og er 39 ára gömul. Bæði eru þau af ung- verskum ættum. „Brúðkaups- ferðin? Já, hún verður lfka mjög stutt,“ sagði talsmaður sirkusins, „aðeins ein nótt.“ Lán i óláni... + Þeim þótti nú heldur betur sem lánið léki við þá sumum fbúum Skanderborgar f Dan- mörku, daginn sem heill bflfarmur af ölflöskum fór f götuna. Til allarar hamingju var flaska og flaska óbrotin innan um, og ekki er ólfklegt að einhver hafi fengið svalað þorsta sfnum á ódýran hátt enda 30 stiga hiti f forsælu þennan dag. + Leikkonan Zsa Zsa Gabor er ekki sammála þeim sem segja að hjóna- bandið sé úrelt stofnun. Til marks um það má nefna að fyrir nokkru sagði hún farvel við sinn sjötta eiginmann og ekki liðu nema þrfr sólarhringar þar til hún var komin f ektastandið á nýjan leik. + Leikkonan Ursula Andress, sem nú er orðin fertug, segist viðhalda æskufegurð sinni með þvf að verða ástfangin af næst- um þvf hverjum sem er og hvenær sem er. + Enska hljómsveitin Sweet atti svo sannarlega lögreglunni Iff sitt að launa þegar 1000 ung- lingsstúlkur ruddust að þeim félögum á fiugvellinum f Tókýó og reyndu að rffa utanaf þeim fötin tíl að eiga eitthvað til minja um átrúnaðargoð sfn. ORÐ í EYRA FÍM- leikar — ÞEIR feingu aldeilis burst- ið, akurnesfngarnir, sagði Magnús vinur minn Kár um- leiðog hann hlammaði sér nið- ur með gúllasið og kókið. Enda Valsmenn ógnandi með rúss- ann og atvinnumennina. — Það er nú að vfsu ekki mjög mfkið um atvinnumenn f myndlistinni. Nema við mið- um við þennan fræga fólks- fjölda, svaraði ég og þurrkaði sósuna af nefbroddinum. En á hinn bóginn eru þeir náttúr- lega lángbestir. Tilaðmynda hann Kristján Davfðsson. Það er gróska f myndlystinni og fjandinn hafi það ef FlM er ekki á uppleið. — Fimleikar eru góðir til sfns brúks, er mitt mottó. mælti Maggi Kár með alvöru- þúnga. En ekki einir sér. Það er gott fyrir fótboltamenn að æfa fimleika til að trénera sig svo þeir trénist ekki upp á sparkinu. — Þvfmiður eru margir sem ekki skynja dýptina í nútfma- myndlyst. Þar er það sko blönduð tækni sem gildir. Snjallir lystamenn gæla ekki við frumstæðan smekk og kaupæði almennfngs. Hvað er tildæmis myndrænna en úr- klippur úr blöðum? Eða um- búðapappfr og pokar? — Pokahlaup telst ekki til Olympfugreina held ég alveg örugglega. Hinsvegar flest hlaup önnur. Þó er ég ekki viss um ávaxtahlaup. En liðhlaup ef ég man rétt. — Það er klárt mál að lysta- mennirnir, sem nú eru með á Klamratúni, auka vfdd sfna svo um munar. Eg læt það ósagt með dýptina. Greinilegt er að eðli myndflatarins og samspil forma og lita kemur vel til skila. Einkum og sérflagi þarsem þeir brúka skærin meira en pensilinn. Og þeir eru gasalega frumlegir. Hvunær datt Ásgrfmi tilað- mynda f hug að gera Sláturfé- lagið að virkum aðila við út- vfkkun myndflatarins? Hvu- nær datt Rembrandi f hug að nota ómerkilegt prentmál f þágu spennunnar innan ramm- ans? Og nægði Kjarvali nokk- urntfmann hugmyndaflugið f jafngáfulegt nafn og Hommage á M. Kjartansson? Mér er sama hvað þeir segja nafni minn Hafstein og Ragn- ar Páll. Númer eitt er hvað- semhvursegir hin myndræna sjón og gegnflæði lita og forms f blandaðri tækni einsog ... Maggi vinur minn Kár leit á mig skelfdur og þaut sfðan á dyr frá gúllasinu sfnu óétnu ALLT MEÐ EIMSKIP P g 1 k 1 p i 1 A IMÆSTUIMIMI FERMA SKIP VOR TIL ÍSLANDS SEM HÉR SEGIR: ANTWERPEN Tungufoss 2 1. september Grundarfoss 27. sept. Úðafoss 4. október Tungufoss 1 1. október ROTTERDAM Skógafoss 28. september Grundarfoss 28. sept. Úðafoss 5. október Tungufoss 1 2. október FELIXSTOWE Mánafoss 21. september Dettifoss 28. september Mánafoss 5. október Dettifoss 12. október Mánafoss 19. október HAMBORG Mánafoss 23. september Dettifoss 30. september Mánafoss 7. október Dettifoss 14 október Mánafoss 21. október PORTSMOUTH Selfoss 24. september Goðafoss 1. október Bakkafoss 4. október Brúarfoss 12. október KAUPMANNAHÖFN Múlafoss 21. september írafoss 28. september Múlafoss 5. október írafoss 1 2. október Múlafoss 19. október GAUTABORG Múlafoss 22. september írafoss 29. september Múlafoss 6. október írafoss 1 3. október Múlafoss 20. október HELSINGBORG ..Skip” 30. september. Álafoss 14. október KRISTIANSAND Urriðafoss 16. september ..Skip ' 1 . oktober Álafoss 1 5. október GDYNIA/GDANSK Skeiðsfoss 22. september Skeiðsfoss 1 1. október Fjallfoss 22. október VALKOM Skeiðsfoss 20. september Skeiðsfoss 8. október Fjallfoss 20. október VENTSPILS Skeiðsfoss 9. október WESTON POINT Kljáfoss 28. september Kljáfoss 1 2. október. | 1 ií I Í u 1 Í] 'JTl ( REGLUBUNDNAR i VIKULEGAR HRAÐ É FERÐIR FRÁ: 1 m S 1 S i 1 S B § 1 I ÍESEÉEiii? ANTWERPEN, FELIXSTOWE, GAUTABORG, HAMBORG, KAUPMANNAHÖFN, ROTTERDAM ALLTMEÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.