Morgunblaðið - 18.09.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976
29
VEL-VAKAIMtDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 10—11 f.h. frá mánudegi til
föstudags.
§Um Kópavogs-
kirkju og
aðrar kirkjur
Velviljaður kirkjugestur
sendir eftirfarandi bréf:
„Kópavogskirkja er ein af sér-
kennilegustu kirkjum lands okk-
ar og stendur á einum fegursta
stað á höfuðborgarsvæðinu. Það-
an er útsýni mikið og fagurt i
allar áttir. Mjög tómlegt var um
að litast ef horft var inn að altari
og fátt þar til að gleðja augað. En
nú hefur verið komið þar fyrir
smekklegri lýsingu bak við altarið
og gr nú miklu hlýlegra þangað að
líta en áður var. Tepþi á kirkju-
gólfi dökkgrátt að lit og heldur
niðurdragandi. Nú hefur þar ver-
ið gerð breyting til bóta og hefur
rautt teppi verið lagt á kirkjugólf
og kringum altarið.
Mesta prýði kirkjunn„r eru
gluggarnir með hinum fjöl-
breyttu litum. En ósköp eru þeir
samt dimmir og hleypa litlu ljósi
gegnum sig. Raflýsing kirkjunnar
er ágæt og bætir upp útilokun
dagsljóssins.
Þökk sem þeim er gengust fyrir
endurbótum á Kópavogskirkju
hið innra með hlýlegu gólfteppi
og bættri lýsingu. Kirkjukórinn
er staðsettur upp undir rjáfri á
bak við kirkjugesti og er það mjög
óviðkunnalegt. Kópavogskirkja er
að visu ekki ein um þá ósmekk-
vísi, því flestar nýjar kirkjur eru
byggðar í þeim stil.
Ekki skil ég tilganginn með
slíkri endemistilhögun. Söngur
kirkjukórs er mikilvægur þáttur í
hverri guðsþjónustu. Það er afar
óviðfelldið að hlusta á söng sem
kemur aftan frá. Öllum er eigin-
legt að snúa sér í átt til þeirra
hijóma og þess söngs sem hlustað
er á. Auk þess er ávallt ánægju-
legt að horfa á þá sem sönginn
flytja. Ef einhverjum þykir góð
tiíhögun að hafa söngfölkið bak
við áheyrendur, mætti eins vel
hugsa sér að staðsetja prestinn
þar einnig, þótt það sé fjarri mér
að óska eftir slíku.
Kirkja er öðrum þræði notuð til
flutnings söngs og hljómlistar við
hverja guðsþjónustu. Engum
dytti í hug að byggja tónlistarsali
með þeirri tilhögun að staðsetja
hljómlistarfólk og söngfólk á bak
við áheyrendur þá, sem njóta
flutnings þeirrar listar. Þessi
kirkjulega tilhögun er því áreið-
anlega á villigötum og dregur
m.a. úr þeirri ánægju sem fólk
hefur af að koma í kirkju.
Velviljaður
kirkjugestur."
Velvakandi þakkar bréfið og
þessa ábendingu og er henni kom-
ið á framfæri til þeirra sem hlut
eiga að máli, hvort sem það eru
arkitektar eða aðrir hönnuðir
kirkjubygginga.
Þá skulum við snúa okkur að
næsta bréfi sem fjallar um sparn-
að í stjórnsýslu.
0 Um sparnað
í stjórnsýslu
„Dagblöð hafa nýlega greint
frá, að Bjargráðasjóður sé tómur
og aðgerða sé þörf að afla sjóðn-
um fjár. Einnig heftir mátt lesa,
að Almannavarnir búi við þröng-
an fjárhag og hafi til dæmis ekki
getað komið dælum frá Vest-
mannaeyjagosinu í hús og má þá
af líkum ráða hvort téður dælu-
búnaður sé í nothæfu ásigkomu-
lagi eftir 2ja ára veru í porti Al-
mannavárna.
Senn mun Alþingi koma saman
og mun þá efalítið koma til kasta
þess að leysa vandamál þjóðfé-
Iagsins af öllu tagi. Skal nú greint
frá hugmynd um lausn eins mála-
flokksins. Grundvallarstefnan er
sú að sameina og einfalda starf-
semi, sem þegar er komin á lagg-
irnar.
Væri ekki ráðlegt að sameina
með löggjöf, Bjargráðasjóð, Við-
lagatryggingu, Almannavarnir og
Viðlagasjóð?
Við sameiningu liti dæmið
svona út:
Bjargráðasjóður er tómur og
fjárþurfi.
Almannavarnir eru sveltar.
Viðlagatryggingar með tekju-
stofn.
Viðlagasjóður á u.þ.b. 114
milljarð í skuldabréfum og hefur
senn lokið störfum.
Þar sem starfssvið þessara aðila
er mjög skylt og byggist á þeirri
sömu forsendum, sem sé tjónabót-
um og tjónavörnum, þá virðist
rökrétt að sameina áður nefnda
starfsemi undir einn hatt, og
mundu þá leyst fleiri en eitt
vandamál með einu pennastriki.
Reynslan hefur kennt okkur, að
f landinu verður árvisst tjón af
völdum náttúruhamfara, aðeins
misstór milli ára. Er það þess
vegna brýnt, að í landinu sé stofn-
un, sem geti brugðið hart við þeg-
ar ógæfan ber að dyrum.
Það þarf að efla almannavarnir
og peningar þurfa að vera tiltækir
til að bæta orðið tjón svo fljótt
sem auðið er.
Þegar hið hörmulega snjóflóð
féll á Neskaupstað i desember
1974, þá hafði Viðlagasjóður
starfað i 114 ár. Björgunarstörf og
tjónabætur voru greiddar úr Við-
lagasjóði samstundis, en reglu-
gerð um Norðfjarðardeild Við-
lagasjóðs kom ekki fyrr en vorið
1975.
Leysum þess vegna fjárhags-
vandamál Bjargráðasjóðs og Al-
mannavarna með tekjum Viðlaga-
tryggingar og eignum Viðlaga-
sjóðs og söfnum á eina hendi
reynslu og getu þessara 4 aðila.
Ef þessi leið væri farin, þá
mundi ekki þurfa að leggja frek-
ari álögur á skattborgarana.
Þ.“
Jarðvegurinn varð grýttari og
hún lét hestinn hægja á sér.
Kanfna skauzt upp úr hoiu og
þaut ð nýjan felustað.
Klukkan var ekki ðtta að
morgni. Morgunsólin hlýjaði
henni notalega ð bakinu. Sfðar
myndi hún sjðlfsagt verða fegin
að hún hafði sett upp barðastóran
hattinn.
Var það kannski vegna Jack
Seaverings, sem hún var að skipta
sér af þessu? Af einhverri ðstæðu
— hver svo sem hún var nú — var
tilhugsunin lokkandi að geta sagt
honum hvað hefði gerzt f þessari
hættuferð.
Hann hafði bannað henni að
fara þangað. Haft áhyggjur af
henni. En það var vegna þess að
fyrsta tiiraun hennar til að hitta
Helene hafði mistekizt að hún
hafði tekið ðkvörðun um að gera
eitthvað f málinu. Waiter hafði
alltaf sagt hún værl þrjózk og þar
höfðu honum ratazt rétt orð ð
munn.
Þegar hún kom upp ð næstu
hæð sá hún girðinguna sem skildi
löndin og reið þangað.
Hún var komin yfir ð landar-
eign Everest.
Skömmu sfðar meðan hún var
að reyna að ðtta sig á hver væri
HÖGNI HREKKVÍSI
„Jæja, þetta ætti ad duga handa honum.“
„Þú gleymdir listanum yfir fuglaréttina.“
Eg þakka af hjarta Sóknarnefnd Laugarnes-
sóknar, Kvenfélaginu, Bræðrafélaginu og
Æskulýðsfélaginu og öllum þeim mörgu vinum
og kunningjum, er glöddu mig á 70 ára afmæli
mínu þann 8. sept. síðastliðinn, með gjöfum,
skeytum, blómum og návist sinni og gjörðu
mér þannig daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll í nútíð og framtíð.
GarðarSvavarsson.
\iimiiiiiHiiin....
Félag
járniðnaðarmanna
v Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að allsherjaratkvæða-
greiðsla skuli viðhöfð um kjör fulltrúa Félags
járniðnaðarmanna til 33. þings Alþýðusam-
bands íslands.
Tillögum um sex fulltrúa og sex til vara ásamt
meðmælum a.m.k. 76 fullgildra félagsmanna
skal skilað til kjörstjórnar félagsins í skrifstofu
þess að Skólavörðustíg 16, fyrir kl. 18.00
þriðjudaginn 21 . sept. n.k.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna
Kynnið ykkur okkar verð
Afskorin blóm, blómavendir, ódýrt grænmeti.
tómatar 550 kr. kg. Agúrkur 300 kr. kg.
Mjög ódýrir haustlaukar.
Ódýri pottaplöntumarkaðurinn
t. d. 5 tegundir af ódýrum burknum.
Garðshorn
Fossvogi
sími 40500.
,H£LLESl!
\ 7YPE 731
rWLLESBi
\ TYPE 73*
iffELLESEHS]
V TVPE 737JI
itfEULESE!
V TYPE 731
formoi
steelfli
for mo1
i S VOIT
TVPE 73?
for motc
formotol
steei
s votr
voix
Ungir or aldnir njóta þess að borða
köldu Rovai búðingana.
Bragðtegundir: —
Súkkulaði. karamellu. vanillu og
jarðarberja.
Royal
INSTANT PUDDIN'
pu nii'"0