Morgunblaðið - 23.09.1976, Síða 12

Morgunblaðið - 23.09.1976, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976 I heimsókn hjá Snæbirni Thoroddsen í Kvígindisdal Með spari- sjóð á heimilinu SPARISJÓÐUR Rauða- sandshrepps er merkileg stofnun og hefur verið til húsa í Kvígindisdal síðan 1913 og alltaf undir stjórn sama mannsins, Snæbjarn- ar Thoroddsen. Sjálfur er Snæbjörn merkur fyrir margra hluta sakir og þessi aldni heiðursmaður hefur frá mörgu að segja. Auk þess að hafa búið í Kvígind- isdal síðan 1913 þá hefur hann haft sparisjóðinn inn á heimili sínu allan þann tíma og 1. september síð- astliðinn hófst fimmtug- asta starfsár Snæbjarnar sem veðurathugunar- manns í Kvígindisdal. — Sparisjóðurinn hér hefur aldrei verið stór eða mikill, en hann hefur þó hjálpað mörgum og komið mörgum í góðar þarfir eins og ætlunin hafði verið er hann var stofnaður á sínum tíma, sagði Snæbjörn I rabbi við Morgun- blaðsmenn á dögunum. — Spari- sjóðurinn var á hrakhólum fyrstu starfsárin, það má segja að hann hafi verið eins og sveitarómagi, hann var í Vatnsdal, á Hnjóti og Kóngsengjum fyrstu tvö árin. Það Snæbjörn Thoroddsen við skrifborðið. veðurathug- og við anir í fimm áratugi hefur margt breytzt síðan spari- sjóðurinn var stofnaður og nú eru komnar tvær útlánastofnanir á Patreksfirði, þannig að nauðsyn þessa sjóðs er ekki eins mikil nú og áður fyrr. Þá eru og komnir ýmsir sjóðir stofnaðir til að hjálpa bændum. — Viðskiptamenn okkar hafa verið héðan úr Rauðasands- hreppi, Barðaströnd, Patreks- firði, Tálknafirði, Bíldudal og meira að segja úr Reykjavík og Keflavík, segir Snæbjörn. Hann sýnir okkur fjórblöðung, sem hef- ur að geyma upplýsingar um rekstur sjóðsins síðastliðin ár og einnig hverjir eru í stjórn. Þar kemur fram að veltan 1975 rvam rúmum 2.6 milljónum króna og árið 1974 tæplega tveimur millj- ónum. Snæbjörn hefur ekki einn séð um rekstur sparisjóðsins, því Þór- Við vatnsskálina á hlaðinu f Kvfgindisdal, þar mældust 28 rigningar- dagar 1 ágústmánuði og heildarúrkoma hvorki meira né minna en 396 millimetrar. Texti og myndir: dís kona hans hefur verið hans hægri hönd allan tímann. Snæ- björn er orðinn 85 ára og reiknar með að hætta störfum við spari- sjóðinn innan skamms. Hann stundaði á sínum tíma nám við Verzlunarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi í mai 1912. En hvað er honum efst í huga eftir að hafa starfað við þennan sérstæða sparisjóð á fslenzku sveitaheimili i 63 ár? — Það sem mér er efst í huga er að þakka öllu því fólki, sem ég hef starfað með I þessi ár og að biðja þessu byggðarlagi allra heilla. Þegar við byggðum heimavistar- skóla hér í sveitinni áttum við i erfiðleikum fjárhagslega. Þá var það að Brunabótafélagið, Slysa- varnafélagið og góðvinur minn, læknir suður á landi, lögðu hér inn ríflegar upphæðir og fyrir það fé gátum við lokið við bygg- ingu skólans. Þessum aðiljum vil ég þakka tiltrú þeirra og hjálp- semi og enn þann dag í dag eiga þeir innistæðu i Sparisjóði Rauða- sandshrepps, segir Snæbjörn. 600 VEÐURAT- HUGUNARBÆKUR Eins og áður sagði þá hóf Snæ- björn störf við veðurathuganir fyrir tæpum 50 árum. Um þann starfa sinn hefur Snæbjörn eftir- farandi að segja: — Ég er búinn að fylla út tæp- lega 600 veðurathugunarbækur, ég sendi upprunalegu skýrslurn- ar að sjálfsögðu til Veðurstofunn- ar i Reykjavík, en afrita þær og geymi hjá mér. Hér áður fyrr voru launin nánast engin fyrir þetta starf og hafa ekki verið fyrr en núna siðustu árin. Við fáum send laun núorðið á tveggja mán- aða fresti og þá 83 þúsund krónur í hvert sinn. Tækin hérna eru orðin gömul, en þau voru flutt hingað frá Núpi í Dýrafirði, þau eru orðin gömul og úr sér gengin. Þannig erum við t.d. veðurmælis- laus sem stendur og verðum þvi að gizka á veðurhæð, það er slæmt að geta ekki gert betur. — Sumarið i sumar er búið að Að Hnjóti •• í Orlygs höfn Held ég fái aldrei nafnbótina bóndi” hópinn og búa nú um 100 manns i Rauðasandshreppi. Ölafur var ekki heima þá stund sem við stoppuðum að Hnjóti, hann var norður i Kelduhverfi þar sem hann var að reyna nýja melskurðarvél, sem hann hannaði sjálfur og hefur vakið athygli Sandgræðslunnar. Kristinn segir okkur frá uppfinningu bróður sins: — Hann fór að velta því fyrir sér hvort ekki væri hægt að útbúa vél til melskurðar og eftir — Ég held ég fái aldrei nafnbótina bóndi, sagði Kristinn Þór Egilsson frá Hnjóti í Rauðasandshreppi er Morgunblaðið heimsótti þann merka bæ á dögun- um. Erindið var aðallega að skoða hið stórmerkilega minjasafn sem Egill Ólafs- son faðir Kristins hefur komið upp þar. Einnig not- uðum við tækifæri og röbb- uðum lítillega við eldri og yngri kynslóðina á bænum. — Það er ekki þar fyrir að ég hafi ekki gaman af að stússa við féð, en ég held samt ekki að ég hafi áhuga á að gerast bóndi, sagði Kristinn. Ungt fólk hér I sveitinni flyzt mikið 1 burtu, enda geta ekki allir setzt hér að. Fé- lagslif hérna er frábreytt og á það sjálfsagt sinn þátt i að unga fólkið fer úr sveitinni. Ungt fólk sækir talsvert böll á Patró og Tálkna- fjörð aðallega yfir sumartimann, en á veturna er meira um að vera hérna í sveitinni. Þorrablót, fé- lagsvist og paraböll eru meðal þess sem fólk gerir sér til skemmtunar. Um það leyti, sem Morgunblað- ið var í heimsókn I Hnjóti var Kristinn á förum til Reykjavíkur, þar sem hann ætlar að starfa hjá Flugfélaginu. Eldri bróðir hans, Ólafur, hefur hins vegar hafið búskap að Hnjóti í Felagi við föð- ur sinn. Þessi vestasta sveit á Is- landi og reyndar allri Evrópu, hefur þvi fengið einn bónda í Kristinn fór Egilsson með heimilishundinn, Anna Margrét Kristjáns- dóttir og Anna Margrét Ársælsdóttir, en stúlkurnar eru báðar frá Patreksfirði. að hafa hugsað mikið um þetta tók hann aftanítengda sláttuvél og breytti henni talsvert. Eftir það gat hann notað vélina til að slá melgresið i Sauðlauksdal. Hann var þó ekki ánægður með þessa vél og smíðaðo aðra, sem var gjörólík þeirri fyrri. Þessi vél sem hann er nú að slá með fyrir norðan, getur lyft miklu meira, en það er nauðsynlegt því yfirleitt er verið að slá i mjög hæðóttu lands- lagi, segir Kristinn. MEÐHJÁLPARI I SAUÐLAUKSDAL 1 38 ÁR Engin byggð er lengur í Sauð- lauksdal i Rauðasandshreppi, en þar er kirkjustaður og hefur margur mætur klerkurinn þjónað þar. Grímur Grimsson sóknar- prestur I Reykjavik var siðasti presturinn, sem bjó I Sauðlauks- dal, en haustið 1975 flutti síðasti ábúandinn frá Sauðlauksdal. Nú munu hins vegar vera góðar líkur á að aftur verði hafinn búskapur I Sauðlauksdal. Ólafur Magnússon á Hnjóti hef- ur verið í safnaðarnefnd Sauð- lauksdalskirkju og verið þar með- hjálpari í 38 ár og skrýtt marga presta. Ólafur hefur unnið að því I sumar að taka saman skrá yfir gripi kirkjunnar. Arið 1923 varð kirkjan safnaðarkirkja. Nú er messað í Sauðlauksdal 3—4 sinn- um á ári. I Rauðasandshreppi eru gott fleiri kirkjur en í Sauðlauks- dal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.