Morgunblaðið - 23.09.1976, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976
D
Dayan dar
Kissinaer
SKÝRINGIN á velgengni
Henry Kissingers utan-
ríkisráðherra er sú að
hann kann betur en fyr-
irrennarar hans að nota
völd Bandaríkjanna til að
beita þrýstingi og áhrif-
um, hótunum og loforð-
um. Stundum fellur hann
í hugleiðsluástand og
gleymir stað og stund.
Áður en það gerist nagar
hann blýantinn svo menn
vita hvað er í vændum.
Þessi lýsing á Kissinger kem-
ur fram í nýútkominni sjálfs-
ævisögu fyrrverandi landvarn-
arráðherra Israels, Moshe Day-
ans, sem hefur þekkt hann í 20
ár og kveðst dá hann fyrir
vizku, þekkingu, starfsþrek og
hæfileika til að sjá mál í sam-
hengi. Hann segir að tilraun
hans til að bæta sambúðina við
Kínverja hljóti að vekja aðdá-
un.
Hjá Dayan koma fram nýjar
upplýsingar um leynilegar við-
ræður í París sem leiddu til
íhlutunar Breta og Frakka við
Súez 1956. Hann segir að í októ-
ber hafi Bretar afhent Frökk-
um yfirlýsingu undirritaða af
Anthony Eden forsætisráð-
herra sem Frakkar hafi átt að
afhenda Israelsmönnum til að
róa þá og gera þeim kleift að
sækja að Súez-skurði.
Samkvæmt yfirlýsingunni
ætluðu Bretar og Frakkar að
krefjast þess að bæði Egyptar
og Israelsmenn hörfuðu frá
skurðinum og skerast i leikinn
ásamt Frökkum ef annar hvor
aðilinn neitaði að tryggja sigl-
ingar um skurðinn. Tilganginn
segir Dayan hafa verið þann að
réttlæta innrás Breta og
Frakka I Egyptalandi stjórn-
málalega og siðferðilega.
Jafnframt sögðu Bretar að
þeir mundu ekki hjálpa Egypt-
um í stríði milli þeirra og
Israelsmanna en nefndu ekki
Jórdaniu sem var i bandalagi
með þeim. Davíð Ben-Gurion
forsætisráðherra taldi yfirlýs-
inguna ófullnægjandi grund-
völl sameiginlegra aðgerða og
sagði að Israelsmenn ættu ekki
að hefja aðgerðirnar og koma
fram sem árásaraðili. Seinna
var málamiðlunarlausn fundin.
Dayan lýsir einnig „undarleg-
um fundi“ í Paris þar sem Sel-
wyn Lloyd, utanrikisráðherra
Breta, og Ben-Gurion hafi báðir
tekið öfgafulla afstöðu en að
Vinirnir
Dayan
lokum reynzt furðufúsir til
samkomulags. Þeir hafi verið á
ólíkri bylgjulengd og talið
gagnslaust að sannfæra hvor
annan, en kannski hafi það ein-
mitt verið skýringin á því að
samkomulag tókst. Selwyn
Lloyd hafi sýnt einstaka hæfi-
leika til að fela betri hliðar
sínar og þvermóðskufull og
fjandsamleg framkoma hans
lýst fyrirlitningu á staðnum,
fundarmönnum og umræðuefn-
inu. „Orð hans liktust aðferð
viðskiptavinar sem á i höggi við
okrara,“ segir Dayan.
„LÆKNASTÉTTIN hefur
þungar áhyggjur af áhrifum
sjónvarps á unglinga. Þegar
þeir eru orðnir 18 ára hafa þeir
horft á sjónvarp I 15.000
klukkustundir, en sótt skóla f
aðeins 11.000 stundir. Þeir hafa
séð 18.000 morð og margar aðr-
ar tegundir ofbeldis og glæpa-“
Þetta sagði fyrrverandi for-
maður félags lækna I Kali-
forniu, Thomas Elmendorf, í
vitnaleiðslum fyrir einni nefnd
bandaríska þingsins fyrir
nokkru og fullyrti að samband
væri á milli aukinna glæpa i
Bandaríkjunum og ofbeldis i
sjónvarpi.
Álit hans kemur heim við
ýmsar rannsóknir sem hafa ver-
ið gerðar að undanförnu á
áhrifum sjónvarps á ungt fólk.
Ein leið til úrbóta sem hefur
verið rædd er að beita þrýstingi
á auglýsendur ser.i standa
straum af kostnaði við gerð of-
beldisþætta, jafnvel með þvi að
fá almenning til að kaupa ekki
vörur sem þeir auglýsa.
Forstöðumaður einnar slíkr-
ar rannsóknar, Nicholas John-
son, segir að sjónvarpið sé orðið
„háskóli glæpamanna". Hann
telur mikilvægt að flestir
þeirra sjónvarpsþátta sem
Síðustu mánuðurnír í lífi Maós
Sidney Liu er fréttaritari Newsweek í Hong Kong
og hefur fylgzt náið með gangi mála í Kínaveldi.
Hér fer á eftir frásögn hans af síðustu mánuðun-
um í Iífi Maós, en hún birtist í nýútkomnu
tölublaði Newsweek:
Allt þetta ár hefur það verið
opinbert leyndarmál að Maó væri
að deyja. I janúarmánuði lézt
Chou En-lai, og athygli vakti, að
Maó var ekki viðstaddur útför
hans. Astæðan var einfaldlega sú,
dr. Walter Birkmayer, kvaddur til
Peking. Leynd hvíldi yfir þessari
ferð, og sjálfur skýrir hann .svo
frá: „Ég fékk hvorki læknisfræði-
legar upplýsingar eða aðrar um
liðan hans, að öðru leyti en þvi,
Mynd þessi var tekin vló þaó tækifæri er Maó ræddi við Ali Bhutto,
forseta Pakistans, fyrr á þessu ári.
sem stóð í blöðum, en samkvæmt
þvf var ljóst að hann var að dauða
kominn." Meðan dr. Birkmayer
dvaldist í Peking var nafn Maós
aldri nefnt við hann, en þegar
hann flutti fyrirlestur um fram-
Stórmeistarinn Taimanov
kennir íslendingum skák
að Maó var þá orðinn svo óstyrk-
ur, að hann hefði ekki getað stað-
ið á fótunum meðan athöfnin fór
fram. Siðar tjáðu mér kfnverskir
menn, að Maó hefði oftar en einu
sinni komið að dánarbeði Chou
En-lais. Það hefði Maó gert með
leynd, þar sem hann kærði sig
ekki um að vekja á því athygli, að
hann væri kominn að fótum fram.
Þeir, sem hafa staðið augliti til
auglitis við Maó á þessu timabili
hafa greint frá því, að hrörnun
hans hefði verið svo langt á veg
komin, að óþægilegt hefði verið
að dveljast í návist hans. Formað-
urinn var fölur og fár — gat ekki
setið uppréttur og hafði enga
stjórn á talfærum sinum. Hann
tuldraði samhengislaust á átt-
hagamállýzku sinni, og í siðustu
skiptin, sem hann hitti erlenda
gesti. Túlkur sneri þvi, sem hann
vildi koma á framfæri, yfir á máll-
ýzku mandarína, og annar túlkur
þýddi síðan á ensku.
Meðan sýnt var, að Maó fór stöð-
ugt aftur, var frægur austuriskur
sérfræðingur í Parkinsonveiki,
EINS OG fram kom I fréttum I
sumar er von á sovézka stór-
meistaranum Mark Taimanov
hingað til lands og er ætlunin að
hann leiðbeini og þjálfi hér
fslenzka skákmenn. Um tlma var
nokkuð óljóst hvort af þessu yrði,
en á föstudaginn var barst stað-
festing á að vænta mætti komu
hans. Skákfélagið Mjölnir gengst
fyrir komu hans hingað og hefur
það notið góðrar aðstoðar og
milligöngu Friðriks Ólafssonar I
málinu.
Ekki er endanlega ákveðið hve-
nær Taimanov kemur, en alla
vega verður það fyrir áramót og
mun það koma í ljós innan tíðar
þegar gengið verður frá samning-
um.
Taimanov hefur haldið sig í
hópi fremstu skákmanna heims
nú siðustu tvo áratugina og er því
mörgum góðkunnur. Hann hefur
einu sinni komið hingað til lands
er hann tefldi á Reykjavíkurskák-
mótinu 1968, en þar sigraði hann
ásamt landa sinum Vasjúkoff með
10.5 vinningum, þriðji var Friðrik
með 10 vinninga.
Hugmynd Skákfélagsins Mjöln-
is með komu Taimanovs er að
reyna að bæta nokkuð þjálfunar-
vandamál skákmanna, en þessi
þáttur hefur verið vanræktur
nokkuð og ekki haldizt f hendur
við þróunina í öðrum greinum
fþrótta. Starf Taimanovs verður
þvi tvíþætt, annars vegar mun
hann þjálfa meistaraflokksmenn
og hins vegar kenna islenzkum
þjálfurum góðar starfsaðferðir og
leggja þannig grunn að áfram-
haldandi þjálfunarstarfi. Sovét-
menn hafa lagt mikla áherzlu á
þessi mál og náð góðum árangri.
Vonar Mjölnir að sem flestir
notfæri sér tilsögn meistarans þvi
hér er um einstakt tækifæri að
ræða.
Þá er ljóst að erfitt verður að
fjármagna dvöl Taimanovs hér og
hefur félagið þegar hafizt handa
um lausn þess máls. Einn fyrsti
liður í fjárölfuninni verða tekjur
af hraðmóti, sem haldið verður
dagana 26. og 28. sept. og lýkur
sunnudaginn 3. okt. Tefldar verða
stuttar skákir, 7 umferðir eftir
Monrad-kerfi. Þátttöku er hægt
að tilkynna í slmum 81817, 42768
og 26261 og þar má einnig fá
nánari upplýsingar um mótið.
farir í sambandi við meðhöndlun
sjúklinga með Parkinson-veiki
hinn 21. júní s.l., spurðu hinir
kinversku starfsbræður hans fjöl-
margra spurninga, t.d. hvernig
gefa ætti lyfið L-Dopa, sem gefið
hefur góða raun í baráttu við
sjúkdóminn. „Enginn spurði hvað
ætti að gefa Maó,“ segir dr. Birk-
mayer, „en mig grunar, að lækn-
arnir, sem önnuðust hann, hafi
verið viðstaddir fyrirlesturinn."
Maó kom siðast fram opinber-
lega árið 1971, og þegar heilsu
hans tók að hraka fyrir alvöru,
hafði hann ekki aðra í kringum
sig en nánustu fjölskyldu sina,
þ.e.a.s. konu sína, Chiang Ching,
tvær dætur, Li Min og Li Na,
Yuan-Hsin, náfrænda, sem for-
maðurinn kom fram við eins og
hann væri hans eigin sonur, og
náfrænku sina, Wang Hai-jung,
sem er einn þeirra aðstoðarráð-
herra, er fara með utanríkismál.
Fjölskyldan fræddi Maó á því,
sem var að gerast, og las oftast
fyrir hann þar til hann sofnaði.
Ég hefi fregnað, að oft á tiðum
hafi hann ekki fengið aðrar frétt-
ir en góðar fréttir.
Enda þótt Maó væri orðinn las-
burða, varð hann ekki elliær.
Hann lét sér formsatriði I sam-
bandi við móttöku erlendra sendi-
manna I léttu rúmi liggja. Hug-
myndina að heimboði þvi, sem
hann fól David Eisenhower og
Julie, dóttur Richards Nixon, að
flytja forsetanum fyrrverandi,
fékk hann greinilega fyrirvara-
laust, og hafði f þvi sambandi
ekkert sajjiráð við stjórnina í Pek-
ing. Við ymis tækifæri voru yfir-
lýsingar hans svo illskiljanlegar,
að þeim, sem næst honum stóðu,
var ómögulegt að ráða í þær. Allt
þar til yfir lauk hafði Maó óbil-
andi áhuga á málefnum rfkisins.
Hann óskaði eftir nákvæmri
skýrslu um jarðskjálftann, sem
skók norðausturhluta landsins I
júlílokr og eitt það siðasta, sem
eftir honum er haft, var að hann
tæki sér nærri tjón það, sem nátt-
úruhamfarirnar ollu.